Morgunblaðið - 15.03.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.03.1991, Qupperneq 20
20 Electrolux Heimasmiðjan Kringlunni Sími 68 54 40 HUSASMIÐJAN Skútuvogi 16 Sími 68 77 10 rfier xsak r HUQAauTKö'? araAjanuoHOM MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. MARZ 1991 Reykingar eru ekki einka- mál heldur hjartans mál allra eftir Sigurð Árnason Það er ekki tilviljun að Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin hefur bent á að reykingar eru mesta einstaka heilbrigðisvandamálið á Vestur- löndum. Og hvað með það? spyr einhver. Hver er orsökin? Orsökin er þessi: Rannsóknir hafa leitt í Ijós að um það bil 350.000 (þijúhundruð og fimmtíu þúsundir) Bandaríkjamenn látast fyrir aldur fram af völdum reykinga ár hvert. Hér á landi telur landlækn- ir að árlega deyi um 300 íslending- ar fyrir aldur fram af sömu orsök- um. Á Vesturlöndum 1,8-1,9 millj- ónir árlega, konur og karlar. Meira en helmingur ofangreindra deyja úr hjartasjúkdómum, enda viðburður að fólk undir fímmtugu fái hjartaáfall nema um stór- reykingamanneskju sé að ræða. Næststærsti hópurinn eru þau sem fá lungnakrabbamein, en um það bil níutíu Íslendingar greinast með þann sjúkdóminn á ári hverju og meira en níu af hverjum tíu sem greinast deyja úr honum og lang- flestir innan árs frá greiningu. Þeir sem ótaidir eru deyja úr öðrum krabbameinum og lungnasjúkdóm- um sem reykingar eiga stóran þátt í að valda. Það er enginn sem dreg- ur lengur í efá óæskileg áhrif reykinga á heilsufar þeirra sem reykja, enda sannleikurinn sá að fá atriði í nútímaheilsufræði eru jafn vel sönnuð. Um óbeinar reykingar gegnir öðru máli. Enn eru að safnast mikil- vægar upplýsingar um áhrif þeirra á heilsufar þeirra sem ekki reykja. Lengi hefur verið ljóst að áhrifin eru mest á viðkvæmustu stigi lífs- ins, nefnilega fóstur í móðurkviði: súrefnisþrýstingur er minni og.blóð- flæði er minna í fóstrum mæðra sem reykja um meðgöngutímann. Böm þeirra eru einnig að jafnaði léttari við fæðingu og munar þar á bilinu 250-450 grömmum. Dánartíðni í kringum fæðingu er einnig meiri meðal bama reykjandi mæðra. Og enn fremur benda fleiri og fleíri rannsóknir til þess að tíðni vanskap- ana og tíðni iilkynja sjúkdóma sé hærri hjá afkomendum reykinga- fólks. Ennfremur hefur lengi verið vit- að að börn sem eiga sér réykjandi foreldra fá oftar öndunarfærasjúk- dóma, eru oftar og lengur á sjúkra- húsum vegna sömu sjúkdóma, þau fá miklu oftar eyrnabólgur og asma, og reykingar foreldra geta viðhald- ið asma hjá börnum og unglingum. Óbeinar reykingar eru einnig sjúkdómsvaldur hjá fullorðnum enda þótt þeir reyki ekki sjálfir. Berkjubólga er algengári og undan- farinn áratug hefur verið sýnt fram á svo varla er nokkur vafi, að reykmengun í heimahúsum og á vinnustöðum getur valdið lungna- krabbameini, en það er það krabba- mein sem heggur stærst skörðin í íslensku þjóðina, bæði karla og kon- ,ur. Og eins og allir vita er afar sjald- gæft að aðrir en reykingamenn fái lungnakrabbamein. Bandaríska landlæknisembættið hefur sent frá sér upplýsingar sem benda til þess að á bilinu 25-50 þúsund Bandaríkj- amenn deyi vegna óbeinna reykinga á ári hveiju og þar af séu á bilinu 5-10 þúsund sem deyja úr lungna- krabbameinum. En hvað um hjartasjúkdóma? Valda óbeinar reykingar þar engu um? Undanfarin ár hafa birst marg- ar greinar um þetta efni og nú er svo komið að full ástæða er til þess að vara fólk einnig við þeirri hærru af völdum óbeinna reykinga. Hjartans mál: Um miðjan des- ember síðastliðinn birtist í tímariti breska læknafélagsins (British Medical Journal) forystugrein um þetta efni. Þar kemur fram, að frá því að bandaríski landlæknirinn benti á það 1986, að full ástæða væri til þess að skoða samband óbeinna reykinga og hjartasjúk- dóma, þá hafa í enskumælandi læknisfræðitimaritum birst að minnsta kosti átta greinar um þetta éfni. Sjö þeirra hafa haft saman- burðarhóp til viðmiðunar. Fimm þessara rannsókna voru gerðar í Bandaríkjum Norður-Ameríku, ein kemur frá Skotlandi og tvær eru japanskar. Þessar rannsóknir eiga það sammerkt að þær eru í flestu vel gerðar og þess vegna trúverðug- ar. Þessar rannsóknir leiða í ljós Sigurður Árnason „Rannsóknir hafa sýnt að það er alls ekki unnt að hreinsa krabba- meinsvalda að marki úr reyksvæði með venju- legum loftræstiaðferð- um. Það er því alveg tióst að reykingar ber að einskorða við lokuð herbergi, þar sem aðrir en tóbaksnotendur fá ekki aðgang.“ að hlutfallsleg hætta á því að deyja úr hjartasjúkdómi er verulega aukin hjá þeim sem við reykmengun búa, enda þótt þeir reyki ekki sjálfir. Gildir þetta bæði um konur og karla. Állar rannsóknirnar taka til- lit til þekktra þátta sem aukið geta líkur á hjartasjúkdómum, svo sem aldurs, blóðþrýstings, blóðfitu og líkamsþyngdar. Nokkrar rannsókn- anna sýna tengsl milli aukinnar MARS MÁNUÐUR GEGN MEINI - KRABBAMEINI Krabbameinsfélag íslands reykmengunar og vaxandi líkna á dauða úr hjartasjúkdómi. Ofangreindar niðurstöður benda því eindregið til þess að óbeinar reykingar auki verulega líkur á kransæðasjúkdómum en vissulega þarf að fylgja þessu eftir með fleiri rannsóknum og stærri. En hvað þá um afmörkuð opin reyksvæði? Koma þau ekki að gagni? Rannsóknir aðrar hafa sýnt svo ekki verður um villst að það er alls ekki unnt að hreinsa krabba- meinsvalda að marki úr reyksvæði með venjulegum loftræstiaðferðum (opnum glugga, venjulegum viftum o.s.frv.). Það er því alveg Ijóst að reykingar ber að einskorða við lok- að herbergi, þar sem aðrir en tób- aksnotendur fá ekki aðgang. Og ef að stjórnvöld vilja raunverulega gera eitthvað til þess að fækka þeim sem falla í val tóbaksnautnar- innar þá eru tvær aðferðir til þess áberandi bestar, að margfalda verð á tóbaksvörum og fækka verulega útsölustöðum, til dæmis með því að koma á fót sérlegum tóbaksbúð- um svipuðum áfengisbúðum ÁTVR. En til þess þarf bæði framsýni og kjark, sem ekki er til að dreifa meðal þeirra sem völdin hafa í heil- brigðismálum hér á landi. Það er því farsælast fyrir þá sem ekki reykja að taka höndum saman enn um sinn og krefjast þess að andrúmsloftið sé ómengað af tó- baksreyk, hvar sem þeir koma. Höfundur er krabbameinslæknir. Samningar um efnahagssvæði eftir Kristínu Einarsdóttur Síðustu daga hafa okkur borist fréttir af því að þungt sé fyrir fæti í samningum EFTA og EB um sam- eiginlegt efnahagssvæði. Þetta þurfti út af fyrir sig ekki að koma á óvart. Lengi hefur .verið ljóst að EB hefur takmarkaðan áhuga á að EFTA-þjóðimar verði aukaaðilar að EB eins og EES gerir ráð fyrir, nema að þær afsali sér um leið stjómtækjum sínum í efnahagsmál- um og taki þar með stórt skref inn í EB. Samskipti við Evrópubandalagið í umræðunni um samskipti ís- lands við EB hafa margir sagt að ekki komi til greina að ganga í sjálft bandalagið og fer sá hópur stækk- andi. Flestir Isiendingar hafa ríka sjálfstæðistilfinningu og telja að ekki komi til greina að færa stjórn okkar mála til Brussel. Þegar ákveðið var að ganga til samninga við EB um EES var ég ein þeirra sem vömðu við því sem þar var að gerast. Fljótlega kom í ljós að EB var ekki að bjóða samninga á jafn- réttisgrundvelli heldur var þess krafíst að EFTA löndin gerðu 1400 fágáBálka ’EB ’ áð’ ’sínum ’ logum. Þannig munu 11 þúsund síður bæt- ast við íslenska lagasafnið. Lögin sem hér um ræðir taka til margra þátta m.a. efnahags- og fjármála og gert er ráð fyrir að sömu reglur á því sviði gildi í löndunum 19 sem ætlað er að mynda EES. Hvað er EES? Það hefur vafist fyrir mörgum hvað í raun verið væri að semja um við EB. Af umræðunni mætti stund- um halda að aðallega sé verið að semja um aðgang að mörkuðum EB fyrir fiskinn okkar en það er ekki svo. Staðreyndin er sú að með EES á að steypa allri Vestur-Evr- ópu í eina heild með sama rétti öll- um til handa til að stofna fyrir- tæki, flytja fjármagn milli landa, selja vöru og kaupa, stofna banka og kaupa fasteignir þ.m.t. land. Þetta þýðir að ekki má mismuna á neinn hátt eftir þjóðemi og ekki setja inn í löggjöf landanna neitt sem mismunar innlendum og er- lendum aðilum. Fyrir tveimur ámm talaði forsætisráðherra um ótal undanþágur sem ísland þyrfti að fá í þessum samningum. Nú er Ijóst að ekkert er í boði nema einskis nýt vamaglaákvæði. EES-dómstóll Einnig er gert ráð fyrir því að ínnan EÉS starfi dómstól) sem úr- Kristín Einarsdóttir skurði í deilumálum sem upp kunna að koma. Ekki hefur enn verið gengið frá því hvemig hann verði upp byggður í einstökum atriðum en gert er ráð fyrir að EB-dómstóll- inn í Lúxemborg verði uppistaðan en dómarar frá EFTA-ríkjunum bætist við þegar fjallað er um mál „Fljótlega kom í Ijós að EB var ekki að bjóða samninga á jafnréttis- grundvelli.“ sem tengjast svæðinu öllu en ekki eingöngu EB. Úrskurðir dómstóls- ins í Lúxemborg eru bindandi fyrir dómstóla í EB-löndunum. Það er talið nauðsynlegt til að sama túlkun gildi í öllum löndunum á lögum og reglum bandalagsins. Nýlega úr- skurðaði dómstóllinn að Grikkjum væri ekki heimilt að hafa í sínum lögum að Grikkir einir gætu átt land í Grikklandi heldur ættu allir íbúar EB sania rétt. Nú er verið að semja um að ísland verði aðili að EES og yfirtaka þá m.a. ofan- greindar reglur. Sagt hefur verið að íslenskir dómstólar þurfi ekki endilega að fara eftir því sem EES-dómstóll ákvarðar en ef þeir geri það ekki muni ísland verða beitt refsiaðgerð- um. Ef Island verður aðili að efna- hagssvæðinu mun það þýða afsal hluta dómsvaldsins til erlends dóm- stóls en að margra mati þurfa þá að koma til breytingar á íslensku stjórnarskránni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.