Morgunblaðið - 15.03.1991, Side 25

Morgunblaðið - 15.03.1991, Side 25
M0E6UNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 515.: MARZ! 1991 25 Fulltrúi PLO á Norðurlöndum: íslendingar sýni sama frumkvæði gagnvart Palestínu og Litháen EUGENE Makhlouf, fulltrúi Frelsissamtaka Palestínu (PLO) er nú staddur á íslandi í boði félagsins Ísland-Palestína. Þetta er i annað sinn sem Makhlouf kemur til landsins. í gær átti hann m.a. viðræður við Stein- grím Hermannsson, forsætisráð- Irak: Stór hluti Babylonhéraðs á valdi uppreisnarmanna Nikosíu. Reuter. ÍRASKIR uppreisnarmenn, sem reyna að steypa Saddam Hussein íraksforseta af stóli, sögðust í gær hafa náð stórum hluta af Babyl- on-héraði í Mið-írak á sitt vald. Uppreisnarmennirnir sögðu að höfuðstaður héraðsins, Hilla, og sjö bæir væru á valdi þeirra. Þeir hefðu tekið nokkra æðstu embættismenn héraðsins, þar á meðal landstjórann, af lífi. Margir liðsmenn Lýðveldi- svarðarins, úrvalssveita íraka, hefðu gengið til liðs við uppreisnarmenn. íraska fréttastofan INA sagði að fregnir um að átök hefðu brotist út milli íraskra hermanna og mót- mælenda í Bagdad væru „tilbúning- ur og algjörlega úr lausu lofti gripn- ar“. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði hins vegar að óeirðir hefðu brotist út í hverfi shíta í höfuðborginni á þriðjudag. George Bush Bandaríkjaforseti varaði írösk stjórnvöld við því að notkun herþyrlna gegn uppreisnar- Danmörk: Kommúnista- flokkurinn senn allur ? Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKI kommúnistaflokkurinn kann að verða lagður niður á flokksþingi um helgina því þing- fulltrúar munu mcðal annars taka afstöðu til tillögu af því tagi. Ole Sohn flokksformaður hefur tilkynnt að hann muni draga sig í hlé. Flokkurinn hefur ekki átt þing- mann frá 1979 og hefur fylgi hans minnkað stöðugt síðasta áratuginn. í fyrra kom til uppgjörs milli sta- línista annars vegar og umbótasinna hins vegar með Ole Sohn í broddi fylkingar. Urðu harðlínumenn undir í þeim átökum. Leiddi það til þess að flokkurinn myndaði kosninga- bandalag með Sósíalíska verkamann- aflokknum og Vinstrisósíalistum en „Einingarlisti" þeirra vantaði nokkur þúsund atkvæði til þess að ná 2% fylgi sem þarf til að fá mann kjörinn á þing. mönnunum væri brot á vopnahlés- skilmálum bandamanna. Þeim kynni að verða refsað fyrir að nota þyrlum- ar til annars en að flytja hermenn heim eða bjarga mannslífum. herra, og Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra. Segir Makhlouf, sem er kristinnar trú- ar, að hann hafi í viðræðunum borið fram þá ósk að íslensk stjórnvöld sýndu í verki fram á að þau styddu málstað Palestínu- manna. Islendingar hefðu sýnt athyglisverða afstöðu gagnvart Litháen og það væri mjög já- kvætt ef svipað yrði upp á ten- ingnum varðandi Palestínu. Makhlouf sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði afhent Steingrími Hermannssyni, forsætis- ráðherra, bréf frá Arafat, leiðtoga PLO. Hann gæti ekki greint ná- kvæmlega frá innihaldi þess, það yrði forsætisráðherrann að gera, en í því væri fjallað um stöðuna í Mið-Austurlöndum og afstöðu PLO. Þegar Makhlouf var spurður hvort að PLO hefði ekki misst allan Eugene Makhlouf, fulltrúi PLO á Hannibalsson, utanrikisráðherra, trúverðugleika eftir stuðning sam- takanna við írak í Persaflóadeilunni sagði hann svo alls ekki vera. Þvert á móti. PLO hefði ekki stutt persón- una Saddam Hussein heldur írösku þjóðina. Samtökin hefðu í lengstu lög reynt að koma í veg fyrir þess- ar deilur en því miður ekki haft erindi sem erfiði. „Það sem við erum sakaðir um er að við gerðumst ekki málaliðar heldur stóðum fast á okk- ar sannfæringu," sagði Makhlouf. Aðspurður um hvort hann for- dæmdi eldflaugaárásir íraka á ísra- el sagðist Makhlouf fordæma allt sem ylli mannlegri þjáningu. „En þegar litið er á hvernig þetta bar að þá gæti það orðið til þess að Morgunblaðið/Ámi Sæberg Norðurlöndum, hitti Jón Baldvin í gærmorgun. ísraelar hugsa sig um tvisvar. Þetta hefur sýnt þeim fram á að her þeirra getur ekki verndað þá. Öryggi ríkis- ins verður ekki tryggt með því að hernema einhver landssvæði, s.s. Vesturbakkann, heldur með því að lifa í sátt og samlyndi við nágrann- ana. Þá sýndi þetta nýju innflytj- endunum fram á að ísrael er ekki það himnaríki sem þeir voru að leita að.“ Makhlouf heldur aftur utan á sunnudaginn en hann mun í dag og á morgun hitta ýmsa íslenska stjórnmálamenn. Þá mun hann verða gestur á. opnum fundi sem félagið Ísland-Palestína heldur í Kornhlöðunni síðdegis á laugardag. Sambandssáttmáli Sovétríkjanna: Ertu enn staðráðinn í að skrifa ekki undir? - sagði Gorbatsjov við forseta Georgíu daginn eftir að sjö Georgíumenn voru myrtir SVIAD Gamsakúrdía, forseti Georgíu, segir að ekki geisi borgara- styrjöld í lýðveldinu heldur sé það Sovétstjórnin sem standi á bak við óeirðir í Suður-Ossetíu, sjálfstjórnarhéraði í Georgíu. Í sam- tali við þýska vikuritið Der Spiegel segir Gamsakúrdía að Míkha- íl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hafi hringt í sig fyrir nokkr- um vikum og hótað upplausn í sjálfstjórnarhéruðunum Suður- Ossetíu og Abkasíu ef Georgíumenn skrifuðu ekki undir nýjan sambandssáttmála Sovétríkjanna. Gamsakúrdía er málfræðingur að mennt og er kunnur rithöfund- ur og fyrrum andófsmaður í heimalandi sínu. Frá 17 ára aldri sætti hann ofsóknum stjórnvalda, þ. á m. af hálfu Edúards Shev- ardnadzes, er þá var innaríkisráð- herra og flokksleiðtogi í Georgíu. Hann var einn af stofnendum Helsinki-samtaka í heimalandi sínu og sat samtals í 17 ár í fang- elsi fyrir „þjóðernissinnaðan áróð- ur“ og „andsovéska starfsemi". Hann er leíðtogi stjórnmálasam- takanna „Hringborðið - frjáls Ge- orgía“ sem fékk 155 þingsæti af 250 í kosningum á síðasta ári. Gamsakúrdía segir að þegar Georgíumenn fóru fyrir alvöru að stefna að sjálfstæði árið 1989 hafi Sovétstjórnin tekið að sjá öfg- asinnum í Ossetíu fyrir vélbyssum, eldflaugum, handsprengjum og fleiri vopnum til að þeir gætu stað- ið uppi í hárinu á stjórnvöldum í Georgíu. Sveitir innanríkisráðu- neytisins sem sendar hafi verið á vettvang reyni ekki að stilla til friðar heldur kyndi undir ófriðarb- álinu. 24. febrúar myrtu Ossetar sjö Georgíumenn, að sögn Gams- akúrdía. Daginn eftir fékk hann einkennilega upphringingu: „25. febrúar síðastliðinn hringdi Míkhaíl Sergejevits Gorbatsjov í mig á afmæli hernáms Georgíu fyrir 70 árum sem líklega átti að hafa táknræna merkingu. Hann spurði mig: „Hvernig líður þér. Mig langaði til að ráða af rödd þinni hvemig þér væri innan- bijósts." Gamsakúrdía segist hafa svarað því til að sér liði eins og manni sem misst hefði sjö nána ættingja. Síðan rekur forsetinn samtalið á eftirfarandi hátt: „Og þú ert enn staðráðinn í að skrifa ekki undir sambandssátt- málann?“ spurði Gorbatsjov. „Það er ekki einungis mín skoð- un heldur þjóðar minnar," svaraði Gamsakúrdía. „Veistu að íbúar Abkasíu og Ossetíu ætla að skrifa undir sátt- málann og taka þátt í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um hann,“ spurði Gorbatsjov. „En það em bara 140.000 manns en í Georgíu búa fimm milljónir manna,“ svaraði Gams- akúrdía. Eftir langa umhugsun sagði Sovétforsetinn: „Þú ættir að íhuga vandlega hvort ekki sé rétt að skrifa undir sambandssáttmál- ann.“ „Það kemur ekki til greina," sagði Gamsakúrdía. „Þá skaltu búa þig undir mikla erfiðleika í Suður-Ossetíu og Ab- kasíu,“ sagði Gorbatsjov að lokum. Stjórnvöld í Georgíu ætla ekki Svíad Gamsakúrdía. að framkvæma þjóðaratkvæða- greiðsluna næstkomandi sunnu- dag og hafa að því leyti sömu afstöðu og ráðamenn í Eystra- saltsríkjunum, Armeníu og Moldovu. Georgíumenn ætla þess í stað að gera eigin skoðanakönn- un um vilja þjóðarinnar til sjálf- stæðis 31. mars. Þegar Gamsak- úrdía var spurður hvort þau lýð- veldi sem stefndu að því að ijúfa tengslin við Sovétríkin hefðu sam- ráð sin á milli svaraði hann: „Við reynum það. En ég hef á tilfinn- ingunni að ástandið í Sovétríkjun- um sé líkt og í fangabúðum. Hver og einn vill verða fyrstur út eins og hinir gætu rænt hann hluta frelsis hans. Þess vegna er meira um samkeppni að ræða en sam- vinnu eins og stendur. En við erum sama sinnis hvað varðar þjóðarat- kvæðagreiðsluna og afstöðuna til Gorbatsjovs." og heimilisvörur voru oÖ koma ... hábitat 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR sé verslaö fyrir lágmark kr. 6.000,-1 einu LAUGAVEGI13 - SIMI 625870 /i e i m i l i s v e r s l u n m e ð s l í I Al jí ,1 YSlNf jAS f (Jt A BKYNjAKS KAGNAfrj

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.