Morgunblaðið - 15.03.1991, Side 26

Morgunblaðið - 15.03.1991, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ mm ..M Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Venjuleg vinstri sljórn Eftir því sem nær dregur þing- kosningum kemur betur í Ijós, að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur sama yfir- bragð og aðrar vinstri stjórnir sem hér hafa setið. Tekist er á um stórt og smátt. Vandamálum er annað hvort ýtt á undan sér eða varpað yfír á skattgreiðendur með auknum álögum eða lántöku erlendis og innanlands. Stjórnleysið hefur náð há- marki í Alþingi síðustu sólar- hringa. Þar er hver höndin uppi á móti annarra meðal stjómar- sinna. Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra hefur til dæmis hrakist úr einu víginu í annað með álmál- ið. Fyrir nokkrum vikum lét hann eins og ekkert væri sjálfsagðara en hann fiytti frumvarp til heim- ildarlaga til að tryggja eðlilegan framgang málsins. Hann hætti við það, ekki vegna andstöðu stjómarandstöðunnar heldur vegna ágreinings innan ríkis- stjórnarinnar. Þá ákvað ráðherr- ann að flytja tillögu til þings- ályktunar um málið. Sú ráðstöf- un breytir engu til eða frá en virðist eiga að þjóna þeim til- gangi ráðherrans að auka hans eigið pólitíska vægi og líklega treysta hann í framboði í Reykja- neskjördæmi, þar sem hann keppir meðal annars við Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra sem hefur farið háðulegum orðum um iðnaðarráðherrann og meðferð hans á álmálinu. Allt er óvíst um örlög þingsályktun- artillögu iðnaðarráðherra. Ráðherrarnir deila um vaxta- mál en lántaka ríkissjóðs á inn- lendum markaði og annarra op- inberra aðila auk vandræðanna við að fjármagna opinbera hús- næðiskerfið ráða mestu um það, hve vextir em háir, þvert á yfir- lýsta stefnu ríkisstjórnarinnar. Þegar Seðlabankinn lætur í ljós þessa skoðun segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra að bréf hans um málið sé „hneyksli", fjármálaráðherra segir bankann „kosningavél Sjálfstæðisflokksins“ en við- skiptaráðherra segist hins vegar í meginatriðum sammála skoð- unum bankans. Er unnt að vænta þess að ríkisstjórn þar sem ráð- herrar deila innbyrðis og ræða um hin alvarlegustu viðfangsefni á þennan veg fái brautargengi í komandi þingkosningum? Það er þó æðsti draumur að minnsta kosti forsætisráðherra að hann fái umboð til að leiða þjóðina með þessum sömu flokkum að kosningum Ioknum. Ráðherrarnir eru ekki hinir einu sem deila. Vegna ágreinings um hin ólíklegustu mál hindra þingmenn stjórnarflokkanna að frumvörp ráðherra nái fram. Þannig stendur Jón Sæmundur Siguijónsson, þingmaður Al- þýðuflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra, i vegi fyrir því að frumvarp sjávarútvegsráðherra vegna loðnubrests nái fram með- al annars vegna deilu við Pál Pétursson, þingmann Framsókn- arflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra, um hafnarfram- kvæmdir í kjördæminu. Þessi deila þingmannanna ýtir enn undir þá skoðun að brestirimir í stjórnarliðinu séu orðnir svo magnaðir, að ekki sé lengur unnt að berja í þá. Kosningavíxlarnir sem stjórn- arliðar samþykkja á lokadögum þingsins verða því fleiri sem þingið situr lengur. Fyrir skatt- greiðendur er þess vegna best að sem fyrst verði bundinn endi á deilurnar milli stjórnarflokk- anna á þingi með því' að slíta því og ganga síðan til kosninga und- ir þeim merkjum að umboð vinstri flokkanna til stjórnarsam- starfs verði ekki endurnýjað. Lítill munur að munaði aðeins sex at- kvæðum að Vöku félagi lýð- ræðissinnaðra stúdenta tækist að halda meirihluta sínum í Stúd- entaráði Háskóia íslands en við val á manni í Háskólaráð hlaut Vaka 145 fleiri. atkvæði en Röskva, samtök félagshyggju- fólks. Vaka hefur beitt sér fyrir því síðastliðin ár, að kosningar til Stúdentaráðs snúist fyrst og fremst um hagsmunamál stúd- enta en ekki um flokkapólitík. Hefur þessi barátta Vöku meðal annars borið þann árangur að pólitíski svipurinn á framboði Röskvu er mun mildari en áður. Þess vegna kemur það nokkuð á óvart, eftir að atkvæði hafa ver- ið talin, að máigögn ríkisstjórn- arinnar og ekki síst Þjóðviljinn telja að niðurstaðan í Háskólan- um sé sérstakt gleðiefni fyrir Alþýðubandalagið. Vaka stendur á gömlum merg innan Háskólans og á sér ríkar hefðir. Félagið er greinilega öflugasta og samstæðasta hreyf- ing stúdenta við Háskóla ís- lands. Röskva var hins vegar stofnuð 1988 og hefur lítið reynt á innviði hennar. Það gerist nú í samningum um nýjan meiri- hluta í stúdentaráði. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Frá aðalfundi Félags íslenskra iðnrekenda. Gunnar Friðriksson forsljóri er í ræðustól en við langborði sitja frá hægri, Víglundur Þorsteinsson fráfarandi formaður FÍI, Jón Sigúrðsson iðnaðarráðherra, Olafur Davíðsson framkvæmdastjóri FII, Gunnar Svavarsson nýkjörinn formaður FÍI og Bjarni Þór Jónsson skrif- stofustjóri FÍI. A Arsþing Félags íslenskra iðnrekanda: Lækkun skattbyrði fyri nærtæk leið til að efla at Víglundur Þorsteinsson segir að afnema þurfi forréttindi rík gefa áhættufjármagni atvinnulífsins eðlilega umbun ENDURSKOÐUN skattheimtunnar í heild með það fyrir augum að lækka skattbyrði atvinnufyrirtækja er ein nærtækasta leiðin til efling- ar á íslensku atvinnulífi. Sú endurskoðun rúmast vel innan ramma núverandi skattkerfis og þarf fyrst og fremst að felast í því að lækka verulega kostnaðarskatta á atvinnulíf á íslandi. Þá þarf að endur- skoða það víðtæka millifærslu- og endurgreiðslukerfi sem nú einkenn- ir skattheimtu opinberra aðila. Þetta kom fram í ræðu Víglundar Þorsteinssonar, fráfarandi formanns, á 57. ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda í gær. Í ræðu Víglundar kom fram að endurskoða þyrfti skattheimtu fjár- magnstekna þannig að forréttindi ríkisskuldabréfa yrðu afnumin jafn- framt því sem áhættufjármagn í at- vinnulífinu fengi eðlilega umbun. Þá þyrfti að lækka núverandi virðisauk- askatt niður fyrir 20% m.a. með af- námi niðurgreiðslna og undanþága frá virðisaukaskattinum. Þá sagði Víglundur að nauðsynlegt væri fyrir ýmsar greinar iðnaðar að jafna til lækkunar núverandi innheimtu vöru- gjalda. Víglundur talaði í ræðu sinni um þörfina á því að auka atvinnutekjur í landinu svo takast mætti að halda stöðu íslands í lífskjörum miðað við nágrannaþjóðirnar. Hann sagði að nú væri tímabært að blása til nýrrar sóknar í íslenskum atvinnumálum með raunhæfum almennum aðgerð- um til að örva atvinnulífið til vaxtar. Hann varpaði fram þeirri hug- mynd hvort ekki væri tími til þess kominn að einkavæða íslenska orku- iðnaðinn þar sem slík einkavæðing myndi mjög líklega örva allt viðskipt- alegt frumkvæði til markaðssetning- ar á íslenskri orku. Jafnframt myndi hún losa orkufyrirtækin undan þeim pólitísku deilum sem jafnan hafa fylgt ákvörðunum um uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi og stuðla að hraðari uppbyggingu þessa iðnaðar { gegnum nokkur viðskipta- lega sjálfstæð orkufyrirtæki. Þá léki enginn vafi á því að afnám einokun- ar á þessu sviði myndi jafna mjög alla byggðaþróun í landinu og bein og óbein samkeppni myndi hafa lækkandi áhrif á orkuverð. Nánar Búvörusamningiirinn sam- þykktur nær samhljóða Aukafundur Stettarsambands bænda: NÝR búvörusamningur ríkisvaldsins og Stéttarsambands bænda var samþykktur með 45 atkvæðum gegn tveim á aukafundi fulltrúa Stéttar- sambandsins, sem lauk að Hótel Sögu í gær. Fimmtán fulltrúar a fundinum sátu hjá við atkvæðagreiðslu og tveir voru fjarstaddir. Á fundinum var samþykkt tillaga meirihluta starfsnefndar fundarins um ýmis atriði varðandi nánari útfærslu og framkvæmd búvörusamnings- ins, sem ætlast er til að verði höfð til hliðsjónar við gerð reglugerða og nauðsynlegar lagabreytingar í kjölfar samningsins. Minnihluti nefndarinnar ákvað að sitja hjá við afgreiðslu búvörusamningsins á fundinum. Aukafundur Stéttarsambandsins leggur meðal annars áherslu á, að við frágang samnings um mjólkur- framleiðslu, og nánari útfærslu og framkvæmd búvörusamningsins í heild, verði leitað leiða til að ná fram hliðstæðri aðstoð við aðlögun mjólk- urframleiðslunnar að markaði og sauðfjárframleiðslan á að njóta. Fundurinn vill að við endanlega nið- urfærslu á fullvirðisrétti haustið 1992 þurfí að skoða sérstaklega stöðu þeirea svæða, sem samkvæmt búvörusamningnum eiga að þola minni skerðingu en önnur, og jafn- framt verði leitað leiða til að aðgerð- ir til mildunar nái til einstakra bænda, sem hafa sauðfjárframleiðslu að aðalatvinnu. Tryggt verði að hagsmunir þeirra bænda verði í engu rýrðir, sem gert hafa samninga um fjárleysi í kjölfar niðurskurðar til útrýmingar riðuveiki, og þeim tryggðar beinar greiðslur. Einnig verði tryggt að heildamiðurgreiðslur lækki ekki við breytingu í beinar greiðslur. Þá vill fundurinn að með öllum tiltækum ráðum þurfí að lækka verð á aðföngum og öðrum útgjöldum í búrekstri, og tryggja að öll sú kjaraskerðing, sem bændum er ætlað að taka á sig, skili sér til neytenda í lækkun búvöruverðs. í bókun minnihluta starfsnefndar aukafundarins, sem ákvað að sitja hjá við afgreiðslu búvörusamnings- ins, segir meðal annars að í.samn- ingnum séu ýmis ákvæði, sem eftir eigi að staðfesta með breytingum á núgildandi lögum. Þær breytingar verði ekki gerðar fyrr en á næsta alþingi, en þá þurfi lagfæringar að vera gerðar að teknu tilliti til mikil- vægis hinna dreifðu byggða. Já- kvætt sé að fijáls uppkaup fullvirðis- réttar muni fá lagastoð á yfirstand- andi þingi, en tilboðið þurfi að standa með sömu kjörum til haustsins 1992. Engin trygging sé fyrir því að fyrir- huguð verðlækkun til bænda skili sér til neytenda, og skattaleg meðferð á sölu fullvirðisréttar sé óljós. Þá segir í bókuninni að lengja þurfi aðlögun- artíma sauðfjárframleiðslunnar um eitt ár, eða til haustsins 1993. Að lokinni atkvæðagreiðslu um samninginn og tillögu starfsnefndar sagði Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, að það væri sannfæring sín að sú ákvörðun fundarins að staðfesta búvörusamn- inginn væri rétt. „Það er von mín og trú að það skref sem stigið er með honum mót framtíðinni eigi eft- ir að verða íslenskum landbúnaði til góðs, og þá sérstaklega sauðfjár- ræktinni í þeim miklu erfiðleikum, sem hún á við að stríða," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.