Morgunblaðið - 15.03.1991, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991
Landsmót íslenskra barnakóra:
Syngjandi bam er
hamingj usamt bam
LANDSMÓT íslenskra barnakóra hefst á Akureyri á morgun,
laugardag, en þetta er í áttunda sinn sem slíkt landsmót er haldið
og það er nú haldið í annað sinn á Akureyri. Tuttugu kórar taka
þátt í mótinu og eru skráðir þátttakendur alls 723. Kórarnir syngja
í Iþrottaskemmunm á sunnudag.
Bömin sem þátt taka í lands-
mótinu gista í skólum bæjarins og
í nágrenninu, þrír til fjórir kórar í
hveijum skóla. Þar munu þau
stunda æfingar og undirbúa sig,
en á sunnudag kl. 14 koma allir
kóramir saman og halda tónleika
í íþróttaskemmunni á Akureyri.
Hver kór syngur eitt lag og í lokin
sameinast allir kórarnir tuttugu
og syngja saman.
Egill Friðleifsson í Öldutúns-
skóla sagði að tilgangur lands-
mótsins væri að örva og efla kór-
söng í skólum landsins. Reynslan
hefði sýnt að þörf væri fyrir slíkt,
einkum væri það nauðsynlegt kór-
um frá minni stöðum af lands-
byggðinni, sem fá tækifæri hafa
til að koma fram utan heimabyggð-
ar. „Þessi mót hafa virkað mjög
hvetjandi, sérstaklega á lands-
byggðarkórana. Þá er líka mikil-
vægt að hlusta á hvað aðrir em
að gera, blanda geði og sameinast
öðram í starfi og leik,“ sagði Eg-
ill. „Þó að fyrirhöfnin sé ærin við
mótshald af þessu tagi þá gefur
það nemendum mikið og er tón-
mennt í landinu til framdráttar.
Það er trú okkar, að syngjandi
barn sé hamingjusamt barn því
söngurinn göfgar og gleður.“'
Togarinn Harðbakur undirbúinn fyrir brottför. Morgunbiaðið/Riinar Þðr.
Leiklist:
Mývetn-
ingar sýna
Blessað
barnalán
Björk, Mývatnssveit.
Ungmennafélagið Mý-
vetningur hefur að undan-
förnu verið að æfa leikritið
„Blessað barnalán" eftir
Kjartan Ragnarsson.
Ragnhildur Steingríms-
dóttir, leikstýrir og hafa æf-
ingar gengið mjög vel. Form-
aður leiknefndar er Kári Þor-
grímsson. Leikendur og
starfsfólk er um tuttugu
manns. Allir þátttakendur
hafa sýnt mikinn dugnað við
æfingar eins og vera ber hjá
áhugamannaleikhúsi.
Stefnt er að frumsýningu
í Skjólbrekku laugardags-
kvöldið 15. mars og annarri
sýningu á sama stað sunnu-
daginn 17. mars. Þá er einn-
ig ráðgert að sýna leikritið í
nágrannabyggðum eftir því
sem ástæður leyfa.
Kristján
Afmælis-
veisla
Alþýðu-
flokksins
í tilefni af 75 ára afmæli Al-
þýðuflokksins verður efnt til
afmælisveislu í Lóni á morgun,
laugardaginn 16. mars kl. 15.
Sigbjörn Gunnarsson flytur
hátíðarræðu þar sem stiklað
verður á stóra í sögu flokksins.
Margrét Bóasdóttir syngur ein-
söng við undirleik Guðrúnar H.
Kristinsdóttur. Veislustjóri er
Sigurður Arnórsson.
Velunnarar Alþýðuflokksins
eru hvattir til að mæta og þiggja
veitingar í tilefni tímamótanna.
Bömum verður boðið upp á ein-
hvern glaðning.
(Ur fréttatilkynningu)
Sjómenn á ísfisktogurum í Eyjafirði:
Heiinalöndunaiálag- á þorsk
verði hækkað úr 30% í 48%
Þolinmæði sjómanna á þrotum, segir varaformaður Sjómannafélags Eyjafjarðar
SJÓMENN á ísfisktogurum á Eyjafjarðarsvæðinu hafa farið fram
á að heimalöndunarálag á þorsk hækki úr 30% í 48% og álag á
ýmsar aðrar fisktegundir verði hækkað upp í 50-70%, en heimalönd-
unarálagið er að jafnaði 30% ofan á lágmarksverð. Sveinn Kristins-
son varaformaður Sjómannafélags Eyjafjarðar átti fund með forr-
áðamönnum Útgerðarfélags Dalvíkur í gær þar sem rætt var um
kröfur sjómanna um hærra fiskverð. Sjómenn í Eyjafirði hafa lagt
fram tillögur fyrir útgerðirnar um hækkun heimalöndunarálags
og óska þeir eftir viðræðum þar um. Langlundargeð sjómanna á
Eyjafjarðartogurunum er á þrotum, að sögn Sveins, en þeir hafa
um nokkurn tíma lagt áherslu á að fá greitt hærra fiskverð.
Fyrsta dömu-
kvöld Þórs
Fyrsta dömukvöld Þórs verður
haldið í Hamri á laugardagskvöld-
ið.
Það er handknattleiksdeild Þórs
sem efnir til dömukvöldsins og verð-
ur það haldið í félagsheimili Þórsara,
Hamri. Það hefst kl. 19.30, en húsið
er opnað hálftíma fyrr.
Ræðumaður kvöldsins verður sr.
Pétur Þórarinsson, boðið verður upp
á skemmtiatriði, m.a. tískusýningu
þar sem sýndur verður undirfatnað-
ur. Húsið verður opnað karlmönnum
kl. 11.30 og fær sá er fyrstur kemur
blóm. Dansað verður til kl. 3.
Starfshópurinn leggur til að heil-
brigðismálaráð læknishéraðanna
verði skipað sveitarstjómarmönn-
um og kosið af samtökum sveitarfé-
laga í hveiju læknishéraði og að
héraðslæknir í hveiju kjördæmi
ásamt heilbrigðisráði hafí yfírum-
sjón heilbrigðis-og tryggingamála í
Sveinn sagði eftir fund með
Valdimar Bragasyni framkvæmda-
stjóri ÚD og Rögnvaldi S. Frið-
bjömssyni útibússtjóra KEA á
Dalvík að vel hefði verið tekið í
læknishéraði. í hveiju héraði þ.e.
kjördæmi verði til staðar öll almenn
sérfræðiþjónusta og viðkomandi
heilbrigðisstofnanir til að tryggja
þjónustujafnræði um heilbrigðis-
þjónustu í landinu, svo sem kostur
er á. Þá kemur fram í tillögunum
að í hveiju læknishéraði verði um-
erindi sjómanna og skilningur á
þeirra málefnum komið fram.
Hann sagði að reynt yrði að koma
á stærri fundi, þar sem aðilar frá
Útgerðarfélagi Akureyringa yrðu
dæmisþjónusta frá almannatrygg-
ingum, þannig að bótaþegar geti
fengið þar tryggingarþjónustu,
ásamt mati á bótarétti, einnig hlut-
ist skrifstofa heilbrigðis- og trygg-
ingmála til um að í hveiju heilsu-
gæsluumdæmi verði til staðar leið-
beiningaþjónusta og uppgjör kostn-
aðarreikninga, sem áður var á veg-
um sjúkrasamlaga. Einnig verði
gerðar sérstakar ráðstafanir til
jöfnunar kostnaðar þeirra sem
sækja þurfa heilbrigðisþjónustu um
lengri veg, svo íbúar sama læknis-
héraðs sitji við sama borð.
Lagt er til að verkefni heilbrigðis-
sem og einnig forráðamenn út-
gerðar Súlnafells í Hrísey, en það
er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga.
„Ég vona að hægt verði að koma
þessum fundi á fljótlega, því þolin-
mæði manna er á þrotum. Við telj-
um okkar kröfur ekki miklar, við
erum ekki að fara fram á að fiskur-
inn verði fluttur í burtu frá fólkinu
í landi, við eram ekki að biðja um
siglingar, einfaldlega hækkun á
fiskverði," sagði Sveinn.
Sjómenn á ísfisktogurunum í
Eyjafirði, en þeir eru 8 talsins, 5
á Akureyri, tveir á Dalvík og einn
í Hrísey, fara fram á að heimalönd-
unarálag á þorsk verði 48% í stað
málaráða verði m.a. áætlanagerð
um röðun verkefna og tillögugerð
um fjárveitingar í heilbrigðisþjón-
ustu í héraðinu, auk skiptingar fjár-
veitinga milli verkefna í héraðinu.
Þá skuli samráð vera haft við heil-
brigðisráð um samstarf sjúkrahúsa
innan héraðs eða á landsvísu.
Verkefni umdæmisþjónustu á
sviði tryggingamála verði m.a. að
veita fyrirgreiðslu á lífeyris- og
sjúkratryggingasviði almanna-
trygginga, og annast umsýslu á
vegum Tryggingastofnunar ríkis-
ins, auk þess sem örorkumat fari
fram heima í héraði.
30% eins og nú er í gildi fyrir allar
fisktegundir, þá vilja þeir að
heimalöndunarálag á ýsu, karfa,
grálúðu og fleiri tegundir verði
50% og á ufsa verði 70% álag ofan
á gildandi lágmarksverð.
Pétur Bjarnason formaður
stjórnar Útgerðarfélags Akur-
eyringa sagði að stjórnin hefði tek-
ið erindi sjómanna um hærra fisk-
verð til umfjöllunar á fundi, en
falið framkvæmdastjóra afgreiðslu
þess, af ýmsum ástæðum hefði það
tekið lengri tíma en ætlað var.
„Við viljum sýna sanngirni gagn-
vart sjómönnum eins og öðrum
starfshópum, en hins vegar verður
að tryggja það að samanburður á
kjörum á milli skipa sé raunhæf-
ur,“ sagði Pétur.
Sýning^u
Iðunnar
að ljúka
Sýningu Iðunnar Ágústsdótt-
ur í Gamla Lundi við Eiðs-
völl á Akureyri lýkur á
sunnudagskvöld.
Sýningin hefur fengið góðar
viðtökur og aðsókn hefur verið
mjög góð. Hún verður opin f
dag, föstudag, frá kl. 18 til 21
og um helgina á laugardag og
sunnudag frá kl. 14 til 21.
Tillögnr um valddreifingu:
Yfirstjóm heilbrígðis- og* trygginga
mála verði í höndum héraðslæknis
STARFSHÓPUR samstarfsnefndar landshlutasamtaka sveitarfélaga
um valddreifingu í heilbrigðis- og tryggingamálum hefur skilað til-
lögum um þjónustu og valddreifingu á þessu sviði. Tillögurnar hafa
hlotið samþykki stjórna Iandshlutasamtaka sveitarfélaganna, en þær
voru unnar í framhaldi af samþykkt um að beina því til ríkisstjórn-
ar að opna heilbrigðis- og tryggingamálaskrifstofur í hverju kjör-
tlæmi.