Morgunblaðið - 15.03.1991, Side 31
reer sjiam .ar n jOAauTað'?' aiaAjanuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991
Oí'
31
Álmálið:
Sex tíma ræða
með smáhléi
Áheyrendur í færra lagi
ANNAR þingmaður Austurlands, Hjörleifur Guttormsson
(Ab-Al), segist ekki hafa samvisku til að fara svo frá þingi
að hann komi ekki áleiðis skilahoðum um sitt mat á bygg-
ingu álvers. Þingmaðurinn gerði grein fyrir „skilaboðum“
sínum í nokkru máli. Orðræða lians hófst kl. 21.10 í fyrra-
kvöld og lauk kl. 3.00 í gærnótt. Hjörleifur telur álver ekki
góðan kost fyrir landsmenn.
Glasafrj ó vgun —
hvað líður lagasmíð?
„ALÞINGI ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja hið fyrsta
fyrir Alþingi frumvarp til laga um tæknifrjóvganir, meðal ann-
ars að því er varðar réttarstöðu og tryggingarmál þeirra sem
hlut eiga að máli“.
Svohljóðandi þingsályktun var samþykkt 14. desember 1989.
Ríkisstjórnin sendi ályktunina til nefndar, sem skipuð var 28.
júlí 1986, til að vinna að tillögum um réttarstöðu barna, sem
getin eru með tæknifrjóvgun, og aðstandenda þeirra. A liðandi
þingi kom fram fyrirspurn um, hvað liði störfum þessarár nefndar.
I
í lýðræðis- og þingræðisríkjum
nútímans spanna mannréttindi —
í víðum skilningi — flest það sem
fólk telur nauðsynlegt til að
tryggja einstaklingsbundna og
samfélagslega velferð. Þar ber að
sjálfsögðu hæst ýmis grundvallar-
réttindi, eins og réttinn til mennt-
unar, atvinnu, eignar, skoðana,
tjáningar, ferðalaga, heilsusam-
legs umhvei-fís o.m.fl. Fjarri fer,
því miður, að fólk njóti þessara
grundvallarréttinda hvarvetna í
mannheimi.
í fíestra huga er og réttur ein-
staklinganna til að eignast eigið
afkvæmi einn af grunnþáttum
almennra mannréttinda. Það er
því fagnaðarefni, að sú þekking
og tækni er nú tiltæk, að hægt
er að bæta úr barnleysi hjóna og
sambúðarfólks með tæknifijóvg-
un, þótt varða þurfi veg slíkrar
þjónustu í heilbrigðiskerfínu með
fýrirhyggju og várúð.
Glasafijóvganir hefjast innan
tíðar á Landspítala — í trausti
þess að stjórnvöld standi við fjár-
magnsfyrirheit. Gert mun ráð fyr-
ir 150 — 250 aðgerðum á ári (15
- 25 aðgerðum á mánuði) að með-
altali. Að sjálfsögðu eykur þessi
nýja starfsemi útgjöld viðkomandi
heilbrigðisstofnunar. Það gildir
hins vegar það sama um glasa-
fijóvganir og hjartaaðgerðir á
Landspítala, sem hófust fyrir
nokkrum misserum: kostnaður
Landspítalans eykst — en kostn-
aður heilbrigðiskerfísins í heild,
vegna þessarar þjónustu, lækkar.
Það er sum sé bæði ódýrara —
og aðgengilegra fyrir viðkomend-
ur — að þessi þjónusta sé í té
látin hér á landi en að hún sé
sótt dýrum dómi yfír Atlantsála.
II
Það eru fleiri fletir á þessu
máli en þeir sem varða aðgengi
fólks að þjónustunni og kostnað
einstaklinga og samfélags. Einn
er siðferðilegur; annar snýr að
réttarstöðu viðkomenda.
Stuttar þingfrÉttir
Foreldrafræðsla
Þingsályktunartillögu um for-
eldrafræðslu frá sex þingmönnum
Samtaka um kvennaiista var vísað
til síðari umræðu á Alþingi síðasta
þriðjdagskvöld. Með tillögunni er
menntamálaráðherra falið að beita
sér fyrir því að tekin verði upp for-
eldrafræðsla í skólum landsins, í
fjölmiðlum og í samvinnu við heil-
brigðisráðherra á heilsugæslustöðv-
um. í greinargerð með tillögunni
segir að mikil atvinnuþátttaka
beggja foreldra og sá langi vinnu-
dagur sem hér tíðkist dragi úr
möguleikum foreldra til að hafa
áhrif á uppeldi barna sinna. Til að
koma í veg fyrir uppeldislega van-
rækslu heillar kynslóðar sé ekki
aðeins nauðsynlegt að stórefla sam-
félagslega þjónustu á sviði uppeld-
is- og skólamála heldur þurfí einnig
að styrkja foreldrana og það yrði
gert með slíkri foreldrafræðslu.
Veglítil ungmenni aðstoðuð
Þingsályktunaitillaga frá Guð-
rúnu J. Halldórsdóttur (SK-Rv) og
sex öðrum þingmönnum var sam-
þykkt á kvöldfundi síðasta þriðju-
dag . í tillögunni er því _beint t.il
ríkisstjórnarinnar að koma á fót
samstarfshópi á vegum nokkurra
ráðuneyta til að gera tillögur um
samræmdar aðgerðir sem miði að
því að aðstoða þau ungmenni sem
flosnað hafí upp úr skóla, séu veglít-
il og sum á yergangi. í greinargerð
með tillögunni segir að þeir sem
vinna að fræðslu- og æskulýðsmál-
um hafi með horft upp á það á
undangengnum árum að sívaxandi
hópur nemenda detti út úr skóla-
kerfinu áður en skólaskyldu þeirra
lýkur og því sé þörf á átaki til að
veita þessum ungmennum og for-
eldrum þeirra aðstoð.
Bj örgunarþyrla
Tillaga til þingsályktunar þess
efnis að ríkisstjórninni verði falið
að sjá til þess að á árinu 1991 verði
gerður samningur um kaup á full-
kominni björgunarþyrlu fyrir Land-
helgisgæsluna var nýlega samþykkt
með 34 samhljóða atkvæðum á Al-
þingi. Flutningsmaður tillögunnar
var Ingi Björn Albertsson (S-Vl). í
greinargerð með tillögunni segir að
það sé brýnt að þjóðin eignist með
björgunarþyrlu sem sinnt geti sem
best öryggismálum sjómanna.
Grundvallaratriði er talið að þyrlan
sé með afísingarbúnaði, hún geti
flogið um eða yfír 300 sjómílur frá
Norðurlöndin, sem við berum
okkur gjarnan saman við, hafa
mismunandi stöðu að því er varð-
ar lagahlið málsins. Sérstök lög
hafa verið sett um þétta efni
bæði í Noregi og Svíðþjóð en ekki
í Danmörku eða Finnlandi. Drög
að ályktun um þetta efni hafa og
verið til meðferðar hjá Evrópuráð-
inu.-
Hér er nefnd að störfum, sem
fyrr segir, er gera á tillögur um
réttarstöðu barna sem getin eru
við tæknifijóvgun og aðstandenda
þeirra. Þar mun trúlega tekið á
réttarstöðu og tryggingamálum
þeirra, sem lilut eiga að máli, sem
og málum, sem upp kunna að
koma ef ágreiningur rís af ein-
hveiju tagi, t.d. varðandi skilnað,
erfðamál og hliðstæð efni.
Guðrún Helgadóttir, alþingis-
maður, bar fram fyrirspurn um
þetta efni nýverið. Óli Þ. Guð-
bjartsson, dómsmálaráðherra,
sagði m.a. í svari sínu, að nefnd
sú, sem unnið hefur að lagahlið
málsins, hafi nú til athugunar
„drög að greinargerð um við-
fangsefnið, þar á meðal þau atriði
sem til álita koma við lagasetn-
ingu“. Hann lét og að því liggja
að nefndin muni ljúka störfum
fljótlega. Það er þyi líklegt að
frumvai-p til laga um þetta efni
verði lagt fyrir Alþingi á komandi
haustþingi.
eldsneytisstað á haf út og flutt allt
að 20 manns miðað við þá fjarlægð.
Nemendum kennt að fara með
fé
Tillaga Rannveigar Guðmunds-
dóttur (A-Rn) um að Alþingi álykti
að fela menntamálaráðherra að láta
útbúa námsgögn um almenna fjár-
málaumsýslu og gera fræðslu um
hana að skyldunámefni í skólum,
var samþykkt á Alþingi síðasta
þriðjudag. Markmið ijármála-
kennslunnar er m.a. að gera ungt
fólk meðvitað um ijármál og um
leið fjárskuldbindingar með því að
kynna nemendum meðferð gi-eiðslu-
korta og notkun tékkhefta. Kynna
nemendum almennar reglur um lán-
tökur, svo sem víxla- og skulda-
bréfaviðskipti, vaxtamál og hvaða
ábyrgð felist í því að gerast ábyrgð-
armaður á skuldaviðurkenningum.
Þroskaþjálfaskóli íslands
Efri deild samþykkti í fyrradag
frumvarp um þroskaþjálfaskóla ís-
lands sem lög frá Alþingi. Með þess-
um lögum verður þroskaþjálfaskól-
inn á vegum menntamálaráðuneyt-
isins en ekki heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytis eins og áður var.
Þegar frumvarpið var fyrst lagt
fram var gert ráð fyrir að fleiri
skólar yrðu færðir til menntamála-
ráðuneytis en því var breytt í með-
Umræðu um þingsályktunartil-
lögu Jóns Sigurðssonar iðnaðar-
ráðherra um samninga um álver í
Vatnsleysustrandarhreppi og
skýrslu sama ráðherra um álver á
Keilisnesi var framhaldið í fyrra-
kvöld. Iljörleifur Guttormsson
(Ab-Al) gerði flestum — ef ekki
öllum — þáttum þessa máls nokkur
skil. Fjölmörg atriði málsins þótti
honum ljót ásýndar, önnur óljós
og grunaði hann sterklega að ekki
kæmi fram fögur mynd ef grannt
væri skoðað.
Hjörleifur beindi ræðu sinni til
ýmissa ráðherra ríkisstjórnarinnar
en einkum þó til iðnaðarráðherra.
Nokki-um sinum krafíst hann við-
veru ráðherra í fundarsal- og var
við þeim tilmælum orðið eftir því
sem kostur var. Eitt sinn vildi
hann fá iðnaðarráðherrann í sal-
inn. Valgerður Sveirisdóttir vara-
forseti sameinaðs þings innti ræðu-
mann eftir því hvort liann gæti
ekki beint máli sínu til umhverfis-
ráðherrans sem væri salnum á
meðan iðnaðarráðherrann væri
fjarverandi. Ræðumaður sagðist
þá verða að stokka upp ræðu sína.
Hjörleifur Guttormsson sagðist
í ræðulok gera ráð fyrir að taka
aftur til máls síðar á þessum degi.
Hann skoraði á þingmenn (en fjór-
ir voru þá í salnum) að vísa þings-
ályktunartillögunni frá.
Anna Ólafsdóttir Björnsson
(SK-Rn) gerði grein fyrir sínum
skoðunum á þingsályktunartillög-
unni sem hún sagði vera samkomu-
lagsplagg sem í raun segði ekki
neitt. Plagg til að ekki sjáist í
gegnum það klúður sem þetta mál
væri. Anna lá ekki á þeirri skoðun
Samtaka um kvennalista að álver
væri ekki og hefði aldrei verið fýsi-
legur kostur. Ræðumaður gerði
ýmsar frekari athugasemdir við
áímálið í u.þ.b. þijá stundarfjórð-
unga.
Vitað var að nokkrum þeirra
förum heilbrigðis- og trygginga-
nefndar neðri deildar. Efri deild
samþykkti frumvarpið svo breytt.
Kortlagning
Sameinað þing samþykkti í fyrra-
dag tvær tillögur um kortlagningu.
Egill Jónsson (S-Al) lagði til ásamt
þremur öðrum þingmönnum að Al-
þingi álykti um að fela landbúnað-
arráðherra að hlutast til um að
gróðurlendi íslands yrði kortlagt.
Tillögu þessari var vísað til atvinnu-
málanefndar sem Iagði til að hún
yrði samþykkt óbreytt.
Síðari tillagan var frá ríkisstjórn-
inni þess efnis m.a. að Alþingi álykti
að fela umhverfisráðherra að beita
sér fyrir samstarfi stofnana og fyr-
irtækja sem annast landmælingar
og kortagerð um að gerð verði staf-
ræn staðfræðikort í mælikvarða
1:25000 af öllu landinu á næstu
10 árum, og að hlutast til um að
gróðurkortagerð af landinu verði
lokið á þeim tíma.
Þessari tillögu var vísað til alls-
heijarnefndar sem lagði til að hún
yrði samþykkt óbreytt.
Varnir gegn krabbanieini
Sameinað þing samþykkti í fyrra-
dag að heimihi ríkisstjórninni að
fullgilda fyrir Islands hönd sam-
þykkt nr. 139, um varnir gegn og
eftirlit með áhættu í starfí vegna'
þingmenn Iívennalista lék hugur á
að segja sína skoðun á málinu.
Og Hjörleifur Guttormsson var
þess albúinn að ræða málið frek-
ar, því hann kvaddi sér máls um
þingsköp og taldi útilokað að ræða
þetta mál að umhverfisráðherran-
um fjarstöddum sem farinn væri
úr þinghúsinu. Valgerður Sverris-
dóttir varaforeeti innti eftir því
hvort gera ætti ráðstafanir til að
sækja ráðherrann. Guðrún Helga-
dóttir þingforseti sagði að ráðherr-
ar flestir væru eins og að líkum 1
léti farnir. Hún frestaði þessari.
umræðu og sleit fundi kl. 3.57.
íþróttaafrek?
Fram hefur komið í fjölmiðlum
að ýmsir telja að Hjörleifur Gutt-
ormsson og Samtök um Kvenna-
lista beiti svonefndu málþófí varð-
andi afgreiðslu þessa máls. í sam-
tali Guðrúnar Helgadóttur forseta
sameinaðs þings við þingfréttarit-
ara Morgunblaðsins kom fram að
hún teldi margra klukkustunda
orðræðu af munni Hjörleifs Gutt-
ormssonar óþaifa. Þingmaðurinn
hefði áður „svo sannarlega komið
sínum skoðunum á framfæri“.
Guðrún benti einnig á að þingmað-
urinn hefði áður í þingskapaum-
ræðu látið orð falla á þá leið að
engu máli skipti hvort þessi þings-
ályktunartillaga yrði afgreidd eður
ei.
Ræða Hjörleifs Guttormssonar
er í lengra lagi, jafnvel þótt til
þess sé tekið að ræður hans séu
ítarlegar. Ræða Hjörleifs Gutt-
ormssonar er þó ekki sú lengsta
sem síðari tíma heimildir greina
frá. Vorið 1974 talaði Sverrir Her-
mannsson þáverandi þingmaður
sjálfstæðismanna á Austurlandi
óslitið í 5 klukkustundir og 35'’
nn'nútur (um grunnskóla en í þeim
tilgangi að mótmæla þingrofi).
Ræða HjÖrleifs telst ekki „fullgiít
íþróttaafrek" því hlé var gert á
fundarhaldi smástund.
efna sem valda krabbameini sem
gerð var á 59. þingi Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar (ILO) í Genf
24. júní 1924.
Mannanöfn
Frumvarp til laga um mannanöfn
var samþykkt sem lög frá Alþingi
i neðri deild síðastliðinn miðviku-
dag. Frumvarpið hafði tekið nokkisr
um breytingum í báðum deildum
og þar af leiðandi hlotið eina anka-
umræðu í báðum deildum; rætt alls
átta sinnum. Þingmenn höfðu sitt-
hvað að segja um margvísíeg
ákvæði frumvarpsins og túlkun
þeirra; ýmsar nafnasamsetningar
voru nefndar.
Við fjórðu og síðustu umræðu í
neðri deild drógu þingmennirnir
Geir H. Haarde (S-Rv) og Guðný
Guðbjörnsdóttir (SK-Rv) breyting-
artillögur til baka því þau vildu
ekki verða til þess að stöðva þetta
frumvarp sem væri á heildina litið
til bóta. Svavar Gestsson mennta-
málaráðheiTa þakkaði þingmönnum
fyrir sérstaklega vandaða málsmeð-
ferð og hann þakkaði Geir Haarde
og Guðnýju Guðbjörnsdóttur fyrir
sanngirni og víðsýni við afgreiðslu
þessa máls.
Frumvarpið var svo samþykkt
og sent ríkisstjórn sem lög frá Al-
þingi.