Morgunblaðið - 15.03.1991, Page 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991
Minning:
Elínborg Jónsdóttir
frá Höll íHaukadal
Fædd 19. september 1916
Dáin 8. marz 1991
'Mig langar í fáeinum línum að
minnast elskulegrar móðurfrænku
minnar, Elínborgar Jónsdóttur, er
lézt eftir harða baráttu við sjúkdóm
í Landspítalanum, aðfaranótt 8.
marz 1991 tæpra 75 ára að aldri.
Elínborg, eða Ella frænka, eins og
hún var kölluð af frændfólki sínu,
var fædd í Höll í Haukadal, 19.
september 1916. Foreldrar hennar
voru merkishjónin Ástríður Egg-
ertsdóttir, fædd 19. júlí 1888 og
látin 22. marz 1969, og Jón Guð-
mundsson sem fæddist 19. ágúst
1886 og andaðist 17. desember
1950. Jón tók við búi foreldra sinna,
Guðmundar Eggertssonar og Elín-
borgar Jónsdóttur í Höll í Hauka-
dal, er hann gekk að eiga konu sína,
Ástríði. í Höllinni ólst Ella frænka
upp, næstelzta barn foreldra sinna
ásamt systkinum sínum, þeim Egg-
erti, sem nú er látinn, Guðmundi
Pétri, Magnúsi, Gunnari,'' Hákoni,
sem ólst upp í Yztabæ og Sigríði.
Samkomulagið milli þeirra systk-
ina var einstaklega gott og ástríkt.
Veit ég að mikill harmur er kveðinn
við lát ástkærrar systur. Vorið
1942, eða 5. apríl gekk Elia frænka
í hjónaband. Maður hennar er Guð-
mundur Einar Guðmundsson,
þekktur og virtur maður í sjómann-
astétt. Hann fæddist á Hólum í
Dýrafirði, en fluttist mjög ungur
með móður sinni í Meðaldal og ólst
þar upp. Ungu hjónin hófu búskap
sinn í Höll í Haukadal 1942, en
1945 fluttust þau til Reykjavíkur
og hafa búið hér alla tíð síðan.
Ættarböndin hafa alla tíð búið
sterkt í þeim báðum því Dýrafjörð-
Urinn var þeim báðum dýrmætur.
Ella og Gummi eignuðust tvo
drengi, Grétar fæddan 1953 og Jón
tveimur árum síðar. Voru þeir alla
tíð augasteinar foreldra sinna og
þeirra fjölskyldur síðar meir. Ella
frænka var vel af Guði gerð, létt-
lynd og kát, gott að eiga með henni
stund og hlæja, því hláturinn var
aðalsmerki hennar. Alltaf var gott
að vera nálægt-henni. Bernsku- og
æskuminningar mínar tengjast
sterkt þessari konu, sem kvödd er
í dag.
Eg var svo lánsöm að kynnast
Ellu frænku þegar á barnsaldri.
Hún bjó þá á Ljósvallagötu 30 og
stutt fyrir sex ára telpuhnokka að
skreppa í heimsókn. Alltaf fékk ég
góðgæti, sem ekki var á boðstólum
í þá daga. Alltaf var þó skilyrðið
að gefa vinunum með. Engan mátti
skilja útundan. Svona var Ella
frænka. Sjö ára gömul fór telpu-
hnokkinn í sveitina hennar Ellu, í
Höllina. Sú ferð og næstu sumur
þar á eftir tengjast Ellu frænku og
fólkinu hennar. Sveitaveran á
æskuheimili hennar og dalur frænd-
fólksins er einhver bezta minning
sem ég á úr æsku. Það er hlýtt að
ylja sér við minningar um slíka
konu.
Kæri Guðmundur Einar, Grétar
og Jón. Ég sendi ykkur innilegustu
samúðarkveðjur mínar.
Blessuð sé minning Elínborgar
Jónsdóttur.
Jarðarför hennar fer fram í Hall-
grímskirkju í dag kl. 13.30.
Gerður G. Bjarkiind
Við Ella, en svo var hún nefnd
alla tíð, vorum systkinabörn, hún
var dóttir Jóns Guðmundssonar og
Ástríðar Eggertsdóttur í Höll í
Haukadal og ólst þar upp í stórum
barnahóp — systkinin voru sjö, lát-
inn er Eggert, sem var elstur þeirra.
Ella giftist heima í Haukadal 5.
apríl 1942, Guðmundi Einari Guð-
mundssyni fæddur á Hólum í Dýra-
firði. Hann var bryti á skipum Eim-
skips um árabil, eða þar til aldurinn
tók yfirhöndina. Þau eignuðust tvo
syni, Grétar skipstjóramenntaður
giftur Maríu Rögnvaldsdóttur og
eiga þau tvö börn. Jón símvirkja-
menntaður í sambúð með Sigríði
Hauksdóttur en dóttur á hann með
Önnu Helgadóttur og heitir hún
Elínborg eftir langömmu og ömmu.
Ég var 9 og 10 ára, eða í 2 sumur,
í Höllinni og sat þar yfir fráfæru-
hópnum og var Ella þá tveggja og
þriggja ára, hún var þá þegar jafn
yndisleg, góð og elskuleg og hún
hefir verið alla tíð, aldrei mátti hún
aumt sjá, að hún hafi ekki tekið til
hendi af skörungsskap og góð-
mennsku, Guðmundur stóð við hlið
hennar í öllum Slíkum málum, þau
voru samhent og góð hjón og syrg-
ir hann nú góða konu eins og marg-
ir aðrir gera. Ég og fjölskylda mín
sendum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning góðrar
konu.
Gumbur (Guðmundur
Kristjánsson)
I dag verður til moldar borin frá
Hallgrímskirkju í Reykjavík Elín-
borg Jónsdóttir frá Haukadal í
Dýrafirði. Hún dó í Landspítalanum
aðfaranótt 8. mars sl. eftir mikla
og tvísýna skurðaðgerð. Hafði hún
þá í tæp tvö ár átt í baráttu við
illkynjaðan sjúkdóm.
Elínborg fæddist í Haukadal í
Dýrafirði 19. september 1916. For-
eldrar hennar voru Jón Guðmunds-
son bóndi og smiður, og kona hans
Ástríður Eggertsdóttir. Þau bjuggu
í Höll í Haukadal og eru bæði látin.
Elínborg var næstelst sjö systkina,
sem voru fimm bræður og ein syst-
ir. Systkinin eru öll á lífi nema
Eggert sem var þeirra elstur. Hann
dó fyrir nokkrum árum. Næstur
Elínborgu að aldri er Guðmundur
Pétur og síðan koma í aldursröð
Magnús, Gunnar, Hákon og Sigríð-
ur. Öll eru systkinin búsett í Reykja-
vík.
Árið 1942, hinn 5. apríl, gekk
Elínborg í hjónaband með Guð-
mundi Einari Guðmundssyni, föður-
bróður mínum, frá Meðaldal í Dýra-
firði. Var þó nokkur aldursmunur
á þeim hjónum því Guðmundur er
fæddur 1906. Þau voru gefio saman
af séra Sigurði Z. Gíslasyni þáver-
andi presti á Þingeyri.
Þau Elínborg og Guðmundur
byijuðu búskap í Höll í Haukadal
og bjuggu hjá foreldrum Elínborg-
ar. Nytjuðu þau hluta jarðarinnar
og höfðu nokkurn bústofn. En Guð-
mundur stundaði aðallega sjó-
mennsku á ýmsum bátum þar
vestra. Til dæmis var hann á vél-
bátnum Fróða í Breiðadalssigling-
um á styijaldarárunum og lenti í
skothríð frá þýskum kafbáti í einni
ferðinni, þar sem nokkrir skipveijar
fórust en Guðmundur slapp naum-
lega. — Stutt varð í búskapnum hjá
þeim og fluttust þau suður til
Reykjavíkur árið 1945, í stríðslok,
segir Guðmundur.
Eftir að þau fluttust suður hafði
Elínborg veg og vanda af heimilinu
því Guðmundur var í siglingum
lángtímum saman. Hann hafði
gerst starfsmaður hjá Eimskipafé-
lagi íslands sama ár og þau settust
að í Reykjavík. Vann hann sem
matsveinn og bryti á Fossum Eim-
skipafélagsins þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Hann
býr nú á Hrafnistu í Reykjavík,
orðinn hrörlegur til líkamans en
heldur sér vel andlega þrátt fyrir
háan aldur.
Þau Elínborg og Guðmundur
eignuðust tvo syni: Grétar, f. 1953
og Jón f. 1955. Grétar lauk far-
mannaprófi frá Stýrimannaskólan-
um og stundaði siglingar um tíma.
Nú vinnur hann skrifstofustörf hjá
launaskrifstofu íjármálaráðuneytis-
in. Jón er iðnrekstrarfræðingur að
mennt og er nú fasteignasali í höf-
uðborginni. Grétar er kvæntur Mar-
íu Rögnvaldsdóttur og eiga þau tvö
börn, drenginn Jónmund og telpuna
Ragnhildi. Jón er ókvæntur. Hann
á íióttur sem heitir Elínborg.
(ti. ix r t x s i t s » t 8 i rt i i » * «
neitt skárra. Einhvern tíma minnt-
ist ég á borgun fyrir allan matinn
sem ég hafði snætt hjá þeim. En
það kom ekki til mála að fátækur
námsmaður færi að borga þeim
neitt fyrir það sem þau töldu vera
sjálfsagða greiðasemi. Mig minnir
að frændi minn hafi tautað eitthvað
um það að hann Ragnar bróðir sinn
á Hrafnabjörgum ætti þetta inni
hjá sér.
Þau Elínborg og Guðmundur
gerðu það ekki endasleppt við und-
irritaðan. Á þessum árum var Lána-
sjóður íslenskra námsmanna ekki
til og engin námslán að fá á vegum
ríkisins. En þau hjón leystu einnig
þennan vanda fyrir mig. Þau veittu
mér alla þá fjárhagshjálp sem ér
þarfnaðist fyrstu tvö árin sem ég
var við nám erlendis, rétt eins og
ég væri sonur þeirra. — Þetta
drengskaparbragð og þennan höfð-
ingsskap hef ég aldrei getað þakkað
til fulls.
En ég var ekki sá eini af okkur
systkinum sem þau Elínborg og
maður hennar hjálpuðu af rausn
og höfðingsskap. Vil ég sérstaklega
nefna Grétar heitinn sem bjó hjá
þeim hjónum þá tæpu tvo vetur sem
honum entist aldur við nám í
Menntaskólanum í Reykjavík. Þá
minnist Bergþóra þess með þakk-
læti að hún var heimagangur hjá
þeim um langt skeið meðan hún
stundaði framhaldsnám og átti
dóttir hennar gott athvarf hjá Elín-
borgu. Einnig minnast þau Aníka
og Ármann maður hennar mikillar
gestrisni og örlætis hjá þeim Elín-
borgu og Guðmundi. Og systkini
Elínborgar hafa svipaða sögu að
segja af gestrisni og hjálpsemi.
Enda voru höfuðkostir Elínborgar,
eins og áður sagði, gestrisni, höfð-
ingskapur og hjálpsemi, að
ógleymdum mannkostum eins og
tryggð og ræktarsemi við ættingja,
vini og átthaga. Og alla þessa
mannkosti hefur Guðmundur Einar
líka til að bera.
Elínborg,' sem horfin er sjónum
allra, en ekki hugurn, á miklar
þakkir skildar frá okkur ölium.
Ég votta Guðmundi Einari, son-
um þeirra Elínborgar, systkinum
hennar og fjölskyldum innilega
samúð.
Gunnar Ragnarsson
t
Elskulegur eiginmaður minn og fósturfaðir,
KETILL VILHJÁLMSSON,
Meiri-Tungu,
verður jarðsettur frá Árbaejarkirkju í Holtum laugardaginn
16. mars kl. 14.00.
Þórhalla Ólafsdóttir,
Jóna Sveinsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
AÐALSTEINS GUNNLAUGSSONAR.
Tómasína Olsen,
Hreinn Aðalsteinsson, Hildur Halldórsdóttir,
Atli Aðalsteinsson, Lilja H. Baldursdóttir,
Edda Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum hjartanlega fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
móður okkar,
ELÍNBORGAR ÞÓRARINSDÓTTUR,
Nönnugötu 3.
Erna Agnarsdóttir,
Ævar Agnarsson,
Ragnar Agnarsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
EINARS V. KRISTJÁNSSONAR
frá Vatnsholti.
Ingveldur Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Elínborg var mikil heimilismann-
eskja og myndarleg húsmóðir. Var
mjög gestkvæmt á heimilinu enda
höfðu þau bæði yndi af að taka á
móti gestum og veittu af mikilli
rausn. Aðalsmerki þeirra beggja tel
ég vera gestrisni, höfðingskap og
hjálpsemi. Voru þau hjón sem sam-
hent og samrýnd í þessum efnum
að ekki er unnt að nefna annað
þeirra án þess að geta hins líka.
Á útfarardegi Elínborgar er mér
efst í huga þakklæti til hennar —
og frænda míns — fyrir ómetanleg-
an stuðning við mig árin 1947-49,
þegar ég var við nám í Reykjavík
og fyrstu námsár mín í útlöndum.
Haustið 1947 var ég að vandræð-
ast með hvar ég ætti að fá mat
eftir að matstofu nokkurri þar sem
ég hafði verið í föstu fæði um skeið
hafði verið lokað. Elínborg bauð
mér þá að koma til sín í fastafæði.
Hún taldi ekki að Guðmundur færi
að mótmæla því, en hann var þá í
siglingu. Hlýtur hann að hafa lagt
blessun' sína yfir þessa ákvörðun
konu sinnar því ég hélt áfram að
koma í matinn og gerðist nú heima-
gangur hjá þeim hjónum í næstu
tvo vetur. Elínborg sagði við mig
eftir fyrri veturinn áður en ég fór
úr bænum að vinna fyrir næsta
vetri: Þú borðar hjá okkur næsta
vetur ef þú finnur ekkert skárra.
Ég reyndi ekki einu sinni að finna
Heimasmiðjan
Kringlunm - Simi 68 54 40
HÚSASMIÐJAN
Skútuvogi 16 Sími 68 77 10