Morgunblaðið - 15.03.1991, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991
~9L
ttr
Coppolakveð-
ur Corleone
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó:
Guðfaðirinn III. — The Godfath-
er Part III.
Leikstjóri Francis Ford Coppola.
Handrit Coppola og Mario Puzo.
Aðalleikendur A1 Pacino, Diane
Keaton, Talia Shire, Andy Garc-
ia, Eli Wallach, Raf Vallone, Joe
Mantegna, George Hamilton,
Bridget Fonda, Sofia Coppola.
Bandarísk. Paramount 1990.
Coppola tók að sér ekkert smá-
verkefni er hann ákvað að loka
Guðföðurbálknum. Enda voru fyrri
myndirnar tvær ekki aðeins fram-
úrskarandi listaverk sem settu
mark sitt á kvikmyndastíl síðustu
áratuga og smekk þeirra sem kvik-
myndir sækja, heldur eru þær fyrir
löngu orðnar sígildar og goðsagna-
kenndar. Það hefur hvatt leikstjór-
ann til átakanna að Guðfaðirínn I
og II, eru hans bestu myndir, skara
langt fram úr þeim verkum sem
hann hefur gert í kjölfar þeiiTa og
þær skipuðu honum sæti meðal
bestu leikstjóra aldarinnar.
En Guðfaðirínn ///stenst ekki
fyllilega samanburðinn. Ekki hvað
efnið snertir en útlitið er tignar-
legt. Coppola Iokar raunasögu
Corleone-klansins með tilraunum
Micahels, (Pacino) til að sættast
við guð og menn. Hverfa frá villu
síns vegar — frá glæpastarfsemi
til viðskipta við útsendara Guðsrík-
is hér á Jörð — peningamenn páfa.
Koma á sættum við konu sína og
böm og innann ijölskyldunnar, fá
fyrirgefningu á morðinu á Fredo
bróður sínum. En bankamenn í
páfagarði reynast engu síður
skúrkar en kollegar hans í maf-
íunni sem vilja nú fá Michael til
að „hreinsa" peningaþeirra í hinum
lögmæta atvinnurekstri hans í
samvinnu við guðsmennina. Og
Michael sér að lokum þann kost
einan að fá laungetinn son Sonnys,
Vincent, (Andy Garcia) til að kippa
í taumana — að hinum hefðbunda
hætti ættarinnar.
Guðfaðirínn Iller þegar best
lætur hrífandi í anda þess trega-
fulla mikilfengleika sem einkenndi
myndir I og II, en þess á mitli glæsi-
legur vindbelgingur. Á stundum
koma innihaldslitlir sprettir, eink-
um um miðbikið, kaflar sem eiga
ekki heima í mynd sem ber nafnið
Guðfaðirínn III. En stórkostlegir
kvikmyndagerðarmenn láta ekki
sitt eftir liggja að breiða yfir efnis-
rýrðina því myndin er frá upphafi
til enda listavel gerð að öðru ieyti.
Hæst ber sem fyrri daginn stór-
fenglega kvikmyndatöku lýsinga-
meistarans Gordons Willis, sem
öðrum fremur hefur skapað þetta
dulúðga, ótrausta andrúmsloft
þrennunar með frábærlegu sam-
spili ljóss og skugga í takt við per-
sónurnar. Ekki langt undan er hin
angurværa og allt að því sorg-
mædda melódía Nino Rota, þema
myndarinnar og vörumerki. Klipp-
ingin er óaðfinnanleg sem búningar
og útlit myndarinnar á annan hátt.
Leikurinn er yfirhöfuð góður og
misjafnt handrit gefur misgóð tæk-
ifæri. Pacino fær rjómann og nýtir
hann út í ystu æsar og gervið er
magnað. Það kemur á óvart að
hann fékk ekki Oskarsverðlauna-
tilnefningu fyrir vikið. Annað
stærsta hlutverkið er í höndum
Andy Garcia, stórefnilegs og sjarm-
erandi leikara sem stendur sig að
vonum, þó hann eigi á yfirnáttúr-
legan hátt að umturnast úr óupp-
dregnum strætisskelmi og bastarði
í höfuð ættarinnar! Keaton og Shire
endurtaka fyrri hlutverk eiginkonu
og systur Michaels og komast vel
frá veigalitlum rullum, einkum
Shire, en hennar þáttur er einmitt
A1 Pacino sem Guðfaðirinn Mic-
hael Corleone og Andy Garcia
sem arftaki hans í lokamynd
þrennunnar magnþrungnu um
skipulagða glæpastarfsemi og
fjölskyldulíf í Mafíunni.
stærstur hér í bálknum.
Með minni hlutverk fer fjöldi
kunnra ieikara þar sem gamli senu-
þjófurinn hann Eli Wallach fer
ósjaldan á kostum. Vallone og
Mantegna eru traustir að vanda.
Hamilton fer myndarlega með hlut-
verk Hagens. Þó má segja að þar
sé kominn köttur í ból bjarnar svo
mikinn svip sem leikur Roberts
Duvalls setti á myndina. Og léleg
sú afsökun að bruðlmeistarinn
Coppola hafi ekki getað séð af einni
milljóna dala til Duvalls í mynd sem
fór tugi milljóna yfir ijárhagsáætl-
un. Og val hans á dóttir sinni Sofiu
í áhrifamikið hlutverk er umdeilan-
legt en ijarri því að vera jafn hæp-
ið og sumar raddir að vestan vilja
vera láta.
Og endunum heldur Coppola
saman með ágætum og þeirri
traustu og listrænu yfirsýn sem
einkennir hans bestu myndir. Gall-
arnir liggja í handriti sem státar
ekki af þeirri stórbrotnu sögu og
viðstöðulausa drama sem var meg-
instoð I og II. Og persónurnar ekki
allar nógu heilsteyptar. En Guðfað-
irínn /Z/þolir vissulega samanburð
við flestar aðrar myndir en hina
sögufrægu og glæstu forvera sína.
Miklir menn á Jamaíku
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Hinn mikli („The Mighty
Quinn“). Sýnd í Bíóhöllinni.
Leikstjóri: Carl Schenkel. Aðal-
hlutverk: Denzel Washington,
Robert Townsend, James Fox,
Mimi Rogers, M. Emmet Walsh.
Hinn mikli er óvenjuleg ef ekki
undarleg spennumynd sem hefur
ijöruga og litskrúðuga reggíveröld-
ina á Jamaíku í bakgrunni en á
erfitt með að halda nægum hraða
eða spennu í frásögn til að festa
athyglina og maður er einhvern
veginn jafn nær eftir sem áður.
Denzel Washington leikur lög-
reglustjóra á Jamaíku sem fær
morðmál inná borð til sín en það
tengist stórri peningasendingu og
besti vinur hans úr æsku (Robert
Townsend) kemur við sögu. Aðrar
persónur eru hótelstjóri og kona
hans sem leikin eru af breska leik-
aranum James Fox og bandarísku
leikkonunni Mimi Rogers en bæði
detta sporlaust út úr frásögninni
eftir stuttaralegt innlit. Einnig M.
Emmet Walsh, sem leikur soraleg-
an útsendara bandarísku leyniþjón-
ustunnar, og nokkrir innfæddir
þ. á m. landstjórinn, sem er brúða
í höndum æðri valdaafla, glæsileg
eiginkona lögreglustjórans og e.k.
norn í hjólastól.
Öllu er þessu hrært saman án
þess að út úr því komi mikið af
viti. Handritið er einkar ómark-
visst, farið er úr einu í annað svo
þráðurinn slitnar auðveldlega en
er svo tekinn upp að nýju, persónur
koma og fara án mikilla skýringa.
En það er góður hljómur í mynd-
inni, reggítónlistin er fjörug og
skemmtileg, sérstaklega útsetning-
in á „The Mighty Quinn“ eftir
Manfred Mann, tökustaðirnir við
Karíbahafið eru sólríkir og fallegir
og kvikmyndatakan er oft frumleg.
En Hinn mikli er varla mikill
bógur eftir allt.
Sýnir í Nor-
ræna húsinu
ERLA Þórarinsdóttir mun opna
myndlistarsýningu í Norræna
húsinu laugardaginn þ. 16. mars
kl. 15.00. Þar verða til sýnis mál-
verk unnin á síðasta ári og það
sem liðið er af þessu.
Erla kallar þessa sýningu Viðmið-
un. í sýningarskrá segir hún sýning-
una vera framhald af sýningu sem
hún hélt á Kjarvalsstöðum haustið
1989.
Erla hlaut menntun í Stokkhólmi
á árunum 1976-1981. Síðan hún
útskrifaðist hefur hún ferðast tölu-
vert, haldið einkasýningar hérlendis;
í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og
New York og tekið þátt í samsýning-
um víðsvegar.
Sýningin í Norræna húsinu er
opin daglega frá kl. 14-18. Henni
lýkur sunnudaginn 7. apríl.
Daníel Magnússon
Daníel opnar
í Slunkaríki
DANÍEL Magnússon opnar sýn-
ingu í Slunkaríki á ísafirði 16.
mars nk.
Á sýningunni verða lágmyndir
unnar með blandaðri tækni í tré og
eldhúsfílabein. Þetta er fimmta eink-
asýning Daníels en auk þess hefur
hann tekið þátt í samsýningum hér
heima og erlendis. Sýningin er öllum
opin.
IIWSHlÁltí
G L
S I B Æ
Hljómsveitin
SMELLIR
ásamt
Ragnari Bjarnasyni.
Húsið opnað kl. 22.00.
GömJlu ©g nyjii
Jansarnir
íÁrtúni íkvöld
frá kl. 21.30-D3.00.
Hljómsveit
Jóns Sigurðssonar
skemmtir ásamt söngkonunni
Hjördísi Geirs.
Hinn góðkunni
Þorvaldur Halldórsson skemmtir
laugardagskvöld.
Dansstuðið eríArtúni
i É
—i
VEITINGAHUS
Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090.
%
&
Lokað í kvöld vegna einkasamkvæmis
Upplyfting skemmtir laugardagskvöld
NILLABAR
Hljómsveitin Nítró skemmtir
í kvöld - Frábær stemmning
Opið frá kl. 18.00-03.00
FELAGSVIST
kl. 9.00
GÖMLU DANSARNIR
kl.10.30
ikHljómsveitin
Tíglar
*Miðasala opnar kl. 8.30. * Góð kvöldverðlaun. *
*Stuð og stemning á Gúttógleði. *
S.G.T.
Templarahöllin
Eiriksgötu 5 - Simi 20010
Staður allra sem vilja
skemmta sér án áfengis
Laugavegi 45 - s. 21255
í kvöld:
LOÐIN ROTTA
Laugardagskvöld:
LOOIN ROTTA
Sunnud.ogmánud.:
FORMICA
GIKKURIIMIM
BAR
ÁRMIÍLA 7
SÍMI 68 16 61
FOSTUDAGUR
RÚNAR ÞÓR
SKEMMTIR
MUNID DANSSKÓNA