Morgunblaðið - 15.03.1991, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991
ÍICEAAIin
í bókinni fer hún bara úr
kápunni.
Með
morgunkaffinu
Auðvitað hef ég mikla
samúð með honum út af
gjaldþrotinu, en ég hrein-
lega þrái skilnað.
Sá sem ekki trúir
Til Velvakanda.
„Sá sem trúir á hann er þegar
dæmdur“, sagði Jesús, eins og við
lesum í guðspjallinu. Eru það ekki
stór orð „dæmdur", því að við trú-
um ekki á hann? Hver var Jesús?
Hann var smiðssonur frá Nasaret,
litlum sveitabæ í Galíleu. Og hvað
hafði hann lært? Ekki annað en
fag fðður síns. Guðpjallið kallar
hann sjálfan „smið“ (Mk 6,3).
Hafði hann ekki lært í Jerúsalem
eða kannski lifað í Qumran, þar
sem samfélag manna var eins og
munka? Nei, við vitum ekkert um
slíkt og við sjáum það lika á stórri
undrun, þegar Jesús ca 34 ára
gamall b>rjar allt í einu að predika
og gefur í skyn að hann sé Mess-
ías, sem þjóðin vænti. Viðbragð
heimamanna hans frá Nasaret er
þá ekki mjög undarlegt: Þeir fóru
með hann fram á brún fjalls þess,
sem borg þeirra var reist á, til
þess að hrinda honum þar ofan.
(Lk. 4,29).
Þó var þarna eitthvað merki-
legt. Þessi ungi maður kenndi eins
og sá, er vald hefur, og ekki eins
og fræðimenn. (Mt. 7,29). Hann
sagði að hann væri meiri en Mó-
ses. meiri en Salómon, meiri en
musterið, að hann væri meistari
helgidagsins, sabbats, sem Guð
hafði stofnað. Við skiljum: mann-
fjöldinn undraðist mjög og sagði:
„Er það ekki sonur smiðsins? Heit-
ir ekki móðir hans María og bræð-
ur hans Jakob, Jósef, Símon og
Júdas? Og eru ekki systur hans
allar hjá oss? Hvaðan kemur hon-
um þá allt þetta? Og þeir hneyks-
luðust á honum. (Mk 13,55). Vissu
þá bræður, þ.e. ættingjar hans, að
minnsta kosti gátuna um vísdóm,
undrakraft og trúboð hans? Nei,
einnig fyrir þeim er framkoma
Jeslú óskiljanleg. Hafði hann ekki
sagt: „Áður en Abraham fæddist
er ég“ og höfðu Gyðingar ekki
tekið upp steina til að grýta honum
eftir slík orð? Það var skýrt líka
ættingjum hans. Jesús var orðinn
vitstola í trúmáli. Hvað skal til
bragðs taka? Markús segir. „Hans
nánustu fóru út og vildu ná hon-
um, enda sögðu þeir að hann væri
frá sér“. Var það þá ekki betra
að taka hann með sér heim?
„Sá sem trúir ekki á hann er
þegar dæmdur“. Hverju eigum við
þá að trúa? Við höfum þegar heyrt
að Jesús sagðist hafa verið á und-
an Abraham. Það myndi þá þýða,
að hann væri þegar um 2000 ára.
Var það ekki þvættingur eða ennþá
verra, var það ekki að gera tilkall
til þess að vera Guði jafn? Hafði
þá Jesús sjálfur ekki einu sinni
útskýrt hvað hann meinti? Við vit-
um að hann hafði spurt lærisveina
sína. „Hvern segja menn mig
vera“? Þeir svöruðu honum: „Jó-
hannes skírara, aðrir Elía og aðrir
einn af spámönnunum". Þá spurði
Jesús aftur: „En þér sjálfir, hvern
segið þér mig vera?“ Þá svaraði
Pétur: „Þú ert Kristur, sonur hins
lifanda Guðs“. (Mt 16,16). Svarið
var gott, því að Jesús sagði: „Sæll
ert þú, Símon Jónasson. Hold og
blóð hefur ekki opinberað þér
þetta, heldur faðir minn á himn-
um“. Vitum við nú nóg? Nei, mað-
ur getur sagt: „í Gamla testament-
inu er nafnið „sonur Guðs“ notað
um englana, þjóð Israels og um
Mose, þó þeir séu ekki eilífir, ekki
Guð. En hvaða orðin Jesú, sem
hljóma kannski dularfull í okkar
eyrum benda þá skýrt til guðdóms
hans? Að minnsta kosti þrisvar
ítrekar hann. „ég er“. „Ef þér
ekki trúið að ég er (Grísku, ego
eimi), munuð þér deyja í syndum
yðar. Þegar þér hefjið upp Manns-
soninn munuð þér skilja, að ég
er“. Við síðustu kvöldmáltíðina
talaði Jesús aftur um að trúa því:
„Ég er“. Gamla testamentið býður
okkur ráðningu gátunnar (M.
3,13-14). Móse sagði við Guð:
„Þegar ég kem til ísraelsmanna
og segi við þá: „Guð feðra yðar
sendi mig til yðar“ og þeir segja:
„Hvert er nafn hans?“ hveiju skal
ég svara þeim?“ Þá sagði Guð við
Mose: „Svo skalt þú segja ísraels-
mönnum: „Ég er“ sendi mig til
yðar. Við skiljum nú. Þegar Jesús
segir, að við eigum að trúa að
hann sé „ég er“, bendir hann á,
að hann sé eitt við Föður sinn,
eilífan Guð Gamla testamentisins
og við vitum þá, að sá sem ekki
trúir á hann, mann og Guð, er
dæmdur. Þó virðist það ennþá
mörgum mönnum ótrúlegt að Guð
„varð hold“ og að „hann bjó með
oss“, eins og Johannes postuli seg-
ir. Fyrir heiðingja, segir Páll postu-
li, og við megum bæta við, líka
fyrir marga kristna menn er það
heimska að trúa, að Jesús Guð og
maður hafi verið krossfestur. En
Páll segir: „heimska Guðs er mönn-
um vitrari“. Útskýring þess er
kærleiki Guðs. Svo elskaði Guð
heiminn að hann gaf son sinn ein-
getinn til þess að sá sem á hann
trúir glatist ekki. (Jh. 3,16). Beygj-
um þá höfuð okkar og trúum því
sem virðist ótrúlegt og biðjum
lítillátir, að Jesús sjálfur styrki
vantrú okkar. Segjum með Pétri
postula: „Herra, til hvers ættum
við að fara; þú hefur orð lífsins
og við trúum, að þú sért hinn heil-
agi Guð. Séra Jón Habets
---;—t-M----
Týndur
páfagaukur
Ljósblár páfagaukur týndist frá
Skeljagranda 8 föstudaginn 8.
mars. Þessi páfagaukur er mikill
mannavinur og er mjög gjarn á
að setjast á höfuðið á fólki og axlir
. Meðal annars rugls sem hann
bablar má stundum heyra orðin
„koddu“, „halló“ og ,já“. Ég held
alveg ofsalega uppá þennan fugl,
sem heitir Kleppjárn, og býð fram
fundarlaun sem samið verður um
við finnanda. Ef einhver hefur séð
þennan fugl þá vinsamlegast hafið
samband við mig í síma 611224.
Arna Fríða Ingvarsdóttir
Víkverji skrifar
Mörgum sinnum á ári hafa er-
lendir fréttamenn samband
við Morgunblaðið og óska eftir upp-
lýsingum um íslenzka ásatrúar-
menn. Engu er líkara en að þeir
haldi að hér sé fjölmenn hreyfíng
manna sem dýrka Þór og Óðin.
Blót séu daglegt brauð og jafnvel
fórnir að fornum sið. Talsverða
landkynningu hefur ísland fengið í
erlendum fjölmiðlum með frásögn-
um af Sveinbirni og ásunum, en
stundum hefur Víkveija fundist
vægið og áherslan einkennilegt í
frásögnum útlendinga.
Víkveiji dagsins hefur margsinn-
is orðið fyrir svörum er erlendir
blaðamenn hafa leitað upplýsinga
og reynt að greiða úr þeim af
fremsta megni. í vikunni hafði
norskur blaðamaður samband við
skrifara og hyggst skipuleggja ís-
landsferð á vordögum. Áðalverkefni
hans í ferðinni verður að heim-
sækja Sveinbjörn Beinteinsson að
Draghálsi og skrifa frásögn af þess-
ari hreyfingu ásatrúarmanna.
Reyndar virtist blaðamaðurinn hafa
fengið villandi upplýsingar um mál-
ið og framlag Víkveija breytti engu
um sjónarmið Norðmannsins. Til
Islands ætlar hann að fara og þó
Alþingiskosningar verði á íslandi á
sama tíma breytir það engu um
forgangsröðina; Sveinbjörn númer
eitt og annað getur hugsanlega
verið ágætis uppbót.
xxx
Fleiri og fleiri fá lán samkvæmt
húsbréfakerfinu og að því
kemur að ménn fara að borga af
þessum bréfum. Endurskoðandi,
sem Víkveiji ræddi við í vikunni,
sagðist hafa af því áhyggjur að
margir ættu eftir að fara flatt á
greiðslunum. Fólk væri að fá lán
jafnvel upp á 5-7 milljónir og vext-
ir væru talsvert hærri af þeim held-
ur en samkvæmt gamla kerfinu og
hefði þó reynzt nógu snúið fyrir
fólk að standa í skilum með þau.
Þá væru húsbréfalánin til 26 ára,
en ekki til 40 ára, eins og verið
hefði um tíma í gamla kerfinu.
Endurskoðandinn sagðist óttast,
að fólk hefði ekki áttað sig á
greiðslubyrðinni og fyrr en seinna
kæmi að því að gera yrði ráðstafan-
ir til að hjálpa fólki, sem ætti í erfið-
leikum í húsbréfakerfinu. Vanda-
málin yrðu jafnvel erfiðari heldur
en áður og fara þyrfti enn einn
hringinn eða dýfuna í húsnæðis-
lánakerfinu. Vonandi hefur endur-
skoðandinn ekki rétt fyrir sér, en
tíminn leiðir það í ljós.