Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
49
Systkmaminning:
Sigurður Kristjánsson
Anna Kristjánsdóttir
einhvers staðar meðal þeirra stend-
ur Jóhanna Kristín. Þjóðviljinn 20.
maí ’84. Listmunahúsið Halldór B.
Runólfsson."
Það gengur kraftaverki næst að
Jóhanna Kristín skuli hafa afrekað
svo miklu á þeim fáu árum sem
henni auðnaðist að starfa að list-
sköpun sinni.
Mig langar að geta hérna um
það helsta. Nýlistasafnið, einkasýn-
ing 1983. Landspítalinn, einkasýn-
ing 1983. Ungir listamenn, sam-
sýning, Kjarvalsstöðum 1983. Gull-
ströndin andar v/Selsvör, samsýn-
ing 1983, Listmunahúsið v/Lækj-
argötu, einkasýning 1984. Sviss,
samsýning 1984. 14 listamenn í
Listasafni íslands, samsýning
1984. Sýning 9 myndlistarkvenna
á Hallveigarstöðum, samsýning
1984. Samsýning íslenskra mynd-
listarmanna í Lundi í Svíþjóð 1984.
Samsýning íslenskra myndlistar-
manna í Kaupmannahöfn 1984.
Qaqortog, einkasýning í Kúltúrhús-
inu 10. ágúst 1986. Gallerí Borg,
einkasýning 1987. Sjálfsmyndir,
samsýning 1988.
íslenska þjóðin sér nú á bak
ungum og efnilegum listamanni. í
okkar fjölskyldu eru sterk ættar-
tengsl. Við höfum því öli misst
mikið er Jóhanna Kristín var burt
kölluð.
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr it sama;
en orðstírr
deyr aldregi
hveim er sér góðan getr.
(Hávamál.)
Utförin fer fram mánudaginn
18. mars frá Bústaðakirkju kl.
13.30.
Aðeins guð einn getur veitt styrk
í sorginni. Við hjónin vottum
Björgu litlu dóttur hennar, Matthí-
asi, systkinum hennar og öðrum
vandamönnum innilega samúð.
Hulda Pétursdóttir, Útkoti.
Fyrir tæpu ári hitti ég Jóhönnu
á fömum vegi í Stokkhólmi. Þá
sagðist hún hafa verið undanfarnar
vikur á spítala með lungnabólgu.
Ég vissi að astmaúðabrúsinn var
alltaf nálægur henni, en satt að
se£ja hélt ég að hann væri merki
um minni háttar veikleika. Ekki
hvarflaði að mér að þessi sjúkdóm-
ur tæki frá henni lífsandann ungri.
Miðað við meðaltal hefði Jó-
hanna átt að lifa í rúm fjörutíu og
fjögur ár enn, en æfi Jóhönnu var
engin meðaltalsæfi og hún var
engin meðalgunna.
Eg var á sama ári og Jóhanna
í Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands og deildi með henni og ann-
arri vinnustofu vetrarlangt. Það
var málaradeild MHÍ 1974-75. Jó-
hanna var besti kóloristinn í skó-
lanum og hún hélt áfram að vera
frábær í lit. Hún hafði persónuleg-
an og sérkennilegan listaskala.
Þegar ég hugsa um málverkin
hennar Jóhönnu skiptast þau í
huga mér í tvo hópa eftir lit. Ann-
ar hópurinn einkennist af svörtu
og rauðu. Oftast eru þessir litir
túlkaðir sem litir dauðans og ástar-
innar, en hjá Jóhönnu höfðu þeir
víðari merkingu. Svart er ekki
endilega þrúgandi svartnætti, get-
ur eins verið myrkur sem er lifað
í af styrkleika þess sem sér handa
sinna skil. Rautt er ástin, en líka
magnaður lífskraftur og orka.
Hinn málverkahópinn einkenna
grænir og gulir litir. Mér finnst í
þeim vor hugans og tilfinninganna.
Málverkin hennar einkennast af
sterkum tilfínningum. Ekkert með-
altal þar.
Kveðjustund hefur mér löngum
þótt merkingarlítið orð í annarra
minningargreinum, en núna finnst
mér merkingin þrungin mis-
kunnarleysi. Það er ekki einungis
dóttirin Björg ívarsdóttir, maður
Jóhönnu Matthías Fagerholm og
aðrir nánir aðstandendur sem
missa mikils, heldur sér ísland á
bak eins síns besta málara. Jó-
hanna Kristín var ekki einn af
bestu málurum yngstu kynslóðar-
innar, heldur einn af bestu málur-
unum sem ísland átti í síðustu viku.
u ’ ii ii i Svalæ Sigurleifsdóttir
Sigurður
Fæddur 9. júní 1902
Dáinn 5. mars 1991
Anna
Fædd 29. október 1913
Dáin 26. desember 1990
Margs er að minnast,
margs er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Er ég frétti af andláti Sigga
frænda, hugsaði ég með mér, það
varð þá ekki lengra á milli andláts
þeirra systkina, því Anna lést fyrir
rúmum tveim mánuðum.
Þau systkin fæddust á Örlygs-
stöðum í Helgafellssveit, en sá bær
er rústir einar nú. Foreldrar þeirra
vora Kristján Guðmundsson bóndi
og Þóranna Sigurðardóttir. Systkin-
in voru sjö og er nú aðeins ein syst-
ir eftir af þessum hóp. Tvær systur
dóu ungar, síðan dó faðir minn
1957, þá bróðir þeirra 1974 og svo
þau systkin nú með stuttu millibili.
Rafn Stefánsson,
Stefán Einarsson,
Sigurborg Einarsdóttir,
Þorbjörg Einarsdóttir,
Guðleif Einarsdóttir.
Anna tók mig unga í fóstur, fyrst
er ég var tveggja ára er móðir mín
veiktist og síðar alveg þegar faðir
minn drukknaði vorið 1957. Ekki
lét hún það aftra sér að bæta mér
í hóp barna sinna, þó ekkja væri
með fimm ung börn og stórt bú.
Hún var einstök kona, viljasterk,
dugleg og góð. Hún hætti búskap
og flutti til Reykjavíkur vorið 1965,
þar sem hún átti heima síðan. Henni
vil ég þakka fyrir það sem hún var
mér þegar ég þurfti mest á að halda.
Sigurður frændi bjó í Borgar-
nesi, þar sem hann lést að morgni
5. mars síðastliðinn á Dvalarheimili
aldraðra. Ekki var Siggi búinn að
vera þar lengi, flutti þangað síðast-
liðið sumar. Konu sína Valgerði
Kristjánsdóttur missti hann fyrir
mörgum árum. Eftir missir hennar
bjó hann áfram í húsi sínu á Holt-
inu. Börn Sigurðar búa í Borgar-
nesi og mörg barnabörnin einnig
með sínar fjölskyldur. Sigurður hef-
ur mátt þola að sjá á eftir konu,
dóttur og barnabörnum yfir móðuna
miklu áður en hans kall kom. Sig-
urður fylgdist vel með og vissi um
nöfn allra sinna nánustu ættingja,
þó ættin stækkaði mikið seinustu
Hrafnhildur Bergsveinsdóttir,
Lovísa Jónsdóttir,
T
/ áí? • *
æviár hans. Alltaf var gaman að
koma við hjá Sigga og spjalla, því
vel var hann inni í öllum málum.
Nú fara breyttir tímar í hönd,
þar sem maður þarf að sætta sig
við að þau eru farin, og komin til
ástvina sinna hinum megin. Ég vil
þakka systkinunum samfylgdina og
bið Guð að styrkja ættingja og ást-
vini þeirra.
Blessuð sé minning þeirra.
Kristný Björnsdóttir
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa,
KJARTANS G. JÓNSSONAR
fyrrverandi kaupmanns,
Sóleyjargötu 23,
Reykjavík.
Unnur Ágústsdóttir,
Magnús G. Kjartansson, Auður Kristmundsdóttir,
Bjarni Kjartansson, íris Vilbergsdóttir,
Ágúst Schram, Bára Magnúsdóttir,
Hrafnhildur Schram
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsnda samúð og vinarhug við andlát og
útför
ÓLÍNU MÖRTU ÞORMAR,
Sólheimum 23,
Reykjavík.
Guttormur Þormar, Guðrún Guðbrandsdóttir,
Halldór Þormar, Lilja Þormar,
Hörður Þormar,
Vilborg Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför sonar okkar, bróður, mágs og barnabarns,
SIGURÐAR HEIÐARS VALDIMARSSONAR
tamningamanns,
Heiðmörk 74,
Hveragerði.
Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir,Valdimar Ingvason,
Soffía Valdimarsdóttir, Ingþór Óli Thorlacius,
Anna Erla Valdimarsdóttir,
Anna Guðjónsdóttir,
Soffía Erlingsdóttir, Ingvi E. Valdimarsson
og aðrir aðstandendur.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, áð minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
t
Móðir okkar,
ELSE FIGVED
frá Eskifirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 15. mars.
Edda og Halla Eiríksdætur.
t
Móðir okkar,
HULDA DAGMAR ÞORFINNSDÓTTIR,
Kársnesbraut 125,
Kópavogi,
andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 14. mars.
Synir hinnar látnu.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengadafaðir, afi og langafi,
FRIÐJÓN I. JÚLÍUSSON
frá Hrappsey,
Austurgerði 4,
Kópavogi,
lést 6. mars. Jarðarförin hefurfarið fram frá Kópavogskirkju.
Ester Júlíusson,
Ragnheiður Friðjónsdóttir, Sigurþór Aðalsteinsson,
Guðrún Friðjónsdóttir, Þórður Þórðarson,
Júiius L. Friðjónsson, Þóra Jónsdóttir,
Hjördís H. Friðjónsdóttir, Neil McMahon,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og systur,
SVANBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Suðurgötu 7,
Sandgerði.
Börn, tengdabörn,
barnabörn
og systkini hinnar látnu.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við útför
frænda okkar,
GUÐJÓNS R. SIGURÐSSONAR,
Fagurhólsmýri.
Sérstakar þakkir til Guðrúnar Sigurðardóttur og allra í Öræfasveit.