Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 35

Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 35
M0KGIÍNK1-A?)IP LAUGARDAOUilþ (IMMAÍtgi 1991 B§ Fjórðungssamband Norðlendinga: Heimkomu þotu FN fagnað Morgunblaðið/Rúnar Þór Nýja Fairchild Metro III skrúfuþota Flugfélags Norðurlands lenti á Akureyrarflugvelli um kl. 11 í fyrrakvöld, en þeir FN-menn hafa lengi beðið vélarinnar, festu kaup á henni á síðasta ári en tafír urðu á af- hendingu hennar. Margir fögnuðu heimkomu vélarinnar með FN-mönn- um. Vélin er 19 sæta, jafnþrýstibúin skrúfuþota, hún er hraðfleyg, einungis 35 mínútur á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur. Hún verð- ur m.a. notuð í áætlunarflug félagsins á milli Húsavíkur og Reykjavík- ur, en einnig verður hún notuð í leiguflug. Eyjafjörður: Sveitarfélögin spara milljónir vegna lítils snjómoksturs í vetur SPARNAÐUR sveitarfélaga vegna snjómoksturs í vetur er umtalsverð- ur ef miðað er við fyrri ár. Akureyringar hafa sparað yfir 10 milljón- ir króna í snjómokstur á þessum snjólétta vetri ef miðað er við síðasta ár og útgjöld Ólafsfirðinga eru um tveimur milljónum króna minni en var á fyrra ári. í febrúar þurfti nánast ekkert að greiða fyrir snjó- mokstur, en stórum upphæðum var eytt i hann á síðasta ári. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs var búið að verja 3,1 milljón til snjómoksturs á Akureyri og að sögn Guðmundar Guðlaugssonar var sára- litlu kostað til vegna moksturs í þess- um mánuði. Tæplega 19 milljónum króna hafði verið eytt í snjómokstur á fyrstu þremur mánuðum síðasta Sjómenn á ísfisktogurum: Heimalöndunarálagíð hækkað hjá ÚA og UD ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hækkað heimalöndunarálag til sjó- manna í gær um 10%, úr 30% í 40. í kjölfarið hækkaði Útgerðarfélag Dalvíkur einnig heimalöndunarálag til sinna sjómanna og áhöfn Súlna- fells frá Hrísey nýtur hækkunarinnar einnig, en Kaupfélag Eyfirðinga á togarann. Sjómenn höfðu farið fram á hækkun á fiskverði og kröfð- ust þeir m.a. að heimalöndunarálag á þorsk hækkaði úr 30% í 48% og ýmsar aðrar tegundir, m.a. karfi og ýsa færu upp í 50% álag, en á ufsa yrði 70% heimalöndunarálag. Forsvarsmenn Sjómannafélags Eyja- fjarðar gerðu áhöfnum togara ÚA og ÚD grein fyrir hækkuninni í gær og er búist við viðbrögðum frá þeim á mánudag. Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa sagði að ákveðið hefði verið að hækka heimalöndunarálagi í kjöl- far beiðni sjómanna á ísfisktogurum félagsins, en hann vildi ekki tjá sig nánar um hækkunina. Hækkun heimalöndunarálagsins gildir frá 1. mars síðastliðnum. Vilhelm kvaðst vonast til að allt gengi sem best eft- ir þessa hækkun. „Við vonum að þetta verði í eðlilegu horfi á eftir,“ sagði Vilhelm. Sveinn Kristinsson varaformaður Sjómannafélags Eyjafjarðar sagði að eftir að hækkunin kom fram hjá ÚA hefði einnig verið ákveðið að sjómenn á Dalvíkurtogurunum fengju sömu hækkun sem og áhöfn Súlnafells frá Hrísey. Forsvarsmenn sjómannafé- lagsins höfðu samband við áhafnir umræddra togara og gerðu þeim grein fyrir ákvörðun ÚA um hækkun álagsins. Sjómenn ætla að skoða málið yfir helgina og er viðbragða að vænta á mánudag. Um er að ræða fimm ísfisktogara Útgerðarfé- lags Akureyringa, tvo Dalvíkurtog- ara og einn úr Hrísey. árs, en að frá dregnum virðisauka- skatti sem fæst endurgreiddur fóru röskar 15 milljónir í það að ryðja götur bæjarins þessa mánuði. Kostnaður við snjómokstur á Dal- vík var meiri í janúar í ár heldur en í fyrra eða 832 þúsund krónur á móti 625. Hins vegar fóru rúm ein milljón í moksturinn í febrúar á síð- asta ári, en sáralítið hefur þurft að moka þar í nýliðnum febrúarmánuði. Ingvar Kristinsson bæjarverkstjóri sagði að á fjárhagsáætlun þessa árs væri gert ráð fyrir 4,7 milljónum króna vegna snjómoksturs, á síðasta ári var áætlað að veija 4,5 milljónum vegna þessa, en niðurstaðan var sú að í snjómokstur fóru 4,2 milljónir. „Þær tölur sem við erum að fást við í ár eru mun betri en þær frá í fyrra, þó sumir gráti snjóleysið þá er góð tilbreyting í einum snjóléttum vetri,“ sagði Ingvar. Ólafsfirðingar hafa sparað 1,8-2 milljónir króna í snjómokstur á þessu ári ef miðað er við útgjöld bæjarins á síðasta ári Um hálf milljón fór í snjómokstur bæði í janúar í ár og eins í fyrra, en á fystu tveimur mán- uðum síðasta árs eyddu Ólafsfirðing- ar 2,3 milljónum í snjómokstur á móti 8-900 þúsund á þessu ári, þann- ig að sparnaðurinn er um 1,5 milljón króna á tveimur mánuðum. Það sem af er árinu hafa sparast um 2 milljón- ir miðað við það sem fór í mokstur- inn á sama tími í fyrra. „Það má búast við að versti kaflinn sé eftir, en menn eru kátir svo lengi sem þetta varir,“ sagði Þorsteinn, en hafði á orði að draumspakur maður og veðurglöggur hefði lýst því yfir í gærmorgun að vont veður væri framundan. FJÓRÐUNGSSAMBAND Norð- lendinga og fræðsluráðin á Norðurlandi gengust fyrir nám- skeiðum fyrir skólanefndamenn á Norðurlandi fyrir skömmu, en þau voru haldin á Akureyri og Blönduósi. Námskeiðin eru haldin samkvæmt ákvörðun síðasta Fjórðungsþings og fyrir frum- ** kvæði fræðsluráðanna á Norður- landi. Þau voru vel sótt, en alls sátu þau um 100 skólanefnda- menn. Markmið námskeiðanna var aðr - kynna skólanefndamönnum stöðu skólanefnda gagnvart sveitarfélög- um og stjórnendum fræðslumála, leiðbeina um afgreiðsluhætti, kynna meðferð mála hjá menntamálaráðu- neyti og fræðslustjóra frá skóla- nefndum og breytt hlutverk fræðslu- ráða gagnvart fræðsluskrifstofum. Þá var fjallað um hlutverk og skyldur skólanefnda, um hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í jöfnun grunnskólakostnaðar og önnur fjár- málaleg samskipti við ráðuneytið. Einnig var fjallað um fram- kvæmdaáætlun ráðuneytisins og frumvarp til grunnskólalaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Þá voru sviðsett- ir skólanefndarfundir og að lokum kynntu fræðslustjórar starfsemi fræðsluskrifstofa og formenn fræðs- luráða í kjördæmunum fjölluðu um hlutverk og.stöðu fræðsluráða gagn- vart ráðuneyti, fræðslustjórum og sveitarfélögum. Fréttatilkynning Morgunblaðið/Rúnar Þór Kammermúsíkvika Kammermúsíkvika hefst í Tónlistarskólanum á Akureyri á morgun, sunnudag. Nemendur og kennarar munu heimsækja ýmsa skóla og stofnanir bæjarins og einnig fara þeir í heimsóknir til tónlistarskól- anna í Eyjafirði, á Dalvík og á Isafirði. Kennaratónleikar vera í kvöld, laugardagskvöld, í Grundarkirkju og heíjast þeir kl. 20.30 og á morgun verða tónleikar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju en þeir hefjast einnig kl. 20.30. Á tónleikunum verður leikin fjölbreytt kam- mertónlist. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis: Premier-kartöflum blandað með gullauga VIÐ rannsókn sem Neytendafélag Akureyrar og nágrennis lét gera í kjölfar kvörtunar á kartöflum frá Öngli hf. í Eyjafirði kom í fjós að í pokum sem merktir voru gullauga, reyndist að miklum hluta vera Premier-kartöflur. Þá voru kartöflurnar einnig herjaðar af kláða og öðrum skemmdum svo þær voru ekki boðleg söluvara, að mati félags- ins. Öngulsmenn vísa á bug, að tegundum sé blandað saman í poka og draga í efa að þeir sem skoðuðu kartöflurnar hafa þekkt umrædd- ar tegundir í sundur. Vilhjálmur Ingi Árnason formaður Neytendafélags Akureyrar og ná- grennis segir að félaginu hafi borist kvörtun vegna kartaflna frá Öngli, en þær voru merktar gullauga. Hann hafi keypt upp allar kartöflur frá framleiðandanum í einni verslun og ráðunautur Búnaðarsambands Eyja- ijarðar hefði skoðað þær. Að sögn Vilhjálms er leyfilegt að að hafa 4% kartaflna af annarri tegund en um er getið á poka og er þá miðað við tveggja kílóa poka. Að mati ráðu- nautarins hafi Premier-kartöflur ver- ið langt yfir þessu marki í umrædd- um poka merktum sem gullauga. Valdimar Sigurgeirsson hjá Öngli hf. segir vissulega rétt að kláði sé í þeim kartöflum sem Neytendafélagið hafði til skoðunar, en hann kemur fram sem svartur blettur á hýði kart- öflunnar. Kláði rýrir ekki gæði henn- ar, að sögn Valdimars, en kartöflur af Eyjafjarðarsvæðinu eru flestar með þessum annmarka á þessum tima. „Ég vísa því hins vegar á bug að við séum að blanda saman tegund- um í kartöflupokana, við höfum eng- an ábata af því. Premier-kartöflur seljum við eingöngu til mötuneyta. Ég verð að draga í efa að ráðunaut- urinn sem skoðaði kartöflurnar hafí þekkt gullauga frá Premier,“ sagði Valdimar. Ekki náðist í Ólaf G. Vagnsson ráðunaut hjá Búnaðarfélagi Eyja- fjarðar í gær, en hann skoðaði um- ræddar kartöflur að beiðni Neytend- afélagsins. Skóla- nefnda- menná námskeiði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.