Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 45

Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 45
Minning: MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 45 Stefán H. Hall- dórsson, Húsavík í dag er gerð norður á Húsavík útför Stefáns H. Halldórssonar. Hann fæddist í Króki í Gaulveija- bæjarhreppi 1. apríl 1917. Foreldrar hans voru bændahjón í Króki, Hall- dór Bjarnason og Lilja Olafsdóttir. Þau voru bæði Arnesingar að ætt- erni. Stefán var elstur barna þeirra og ólst upp í föðurgarði í vaxandi systkinahópi. Veturinn 1937-38 og 1938-39 var Stefán við nám í Samvinnuskólanum. Næstu árin vann hann heima í Króki og víðar í nágrenninu. Hann var landbúnaðarverkamaður á styrjald- arárunum. Haustið 1945 fór Stefán til Sví- þjóðar. Hann var nemandi í lýðskó- lanum í Tarna um veturinn. Síðan var hann 1946-47 skrifstofumaður hjá samvinnusambandinu sænska (Kooperativa Förbundet) í Stokk- hólmi. Eftir það kom hann heim og upp frá því vann hann við bókhalds- störf, fyrst hjá Kaupfélagi Stykkis- hólms, síðan Kaupfélagi Borgfirð- inga en þaðan lá leið hans til Reykja- víkur og loks til Hafnarfjarðar. Þar átti hann lengsta dvöl á fullorðinsá- rum. Stefán Halldórsson var bindindis- maður alla ævi og vildi vera virkur í bindindishreyfingu. Hann var svo lánsamur að eiginkona hans, Áslaug Georgsdóttir, var honum mjög sam- hent í þeim efnum. Stefán var á margan hátt valinn til forystu- og trúnaðarstarfa. Hann var árum sam- an æðsti templari í stúku sinni, Dan- íelsher. Hann var nokkur ár í fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar og lengi umdæmistemplari sunnan- lands. Hann var líka um skeið for- maður í stjórn Sumarheimilis temp- lara. Öll þau störf sem þessu fylgdu vann hann af áhuga og samvisku- semi. Hann var prúðmenni í dag- fari. Hafði ekki styijaldarskaplyndi en var þó ákveðinn í skoðunum og fastur fyrir. Stefán þoldi mikil veikindi á síðari hluta ævinnar en bar þau með karl- mennsku. Þau hjónin fluttu til Húsa- víkur og voru þar síðustu árin. Starfsþrek Stefán var skert en á Húsavík var einkabarn þeirra Ás- laugar, Jóhanna hjúkrunarfræðing- ur. Stefán vann bókhaldsvinnu heima hjá sér og fjölskyldan undi sínum hlut. Stefán og Áslaug reyndu að halda sambandi við fyrri félaga syðra. M.a. komu þau á bindindismót í Galta- lækjarskógi og glöddust við að sjá hvernig starfinu var fram haldið og Sumarheimilið efldist. Það hefur verið hart í ári fyrir íslenska bindindishreyfingu um skeið. Mörgum hefur verið talin trú um það að í áfengismálum væri nóg að fínna þá sem væru fæddir alkóhól- istar og koma þeim í meðferð sem yngstum. Almennt bindindi væri óþarfi. Nu væntum við þess að menn fari að átta sig á þessari blekkingu og skilji það að heilbrigðis þarf að gæta. Bindindi hvers og eins er félagsleg þjónusta við þjóðina í heild. Þegar menn skilja það og finna til þess hlýtur bindindishreyfíng að eflast. Við trúum því að Stefán Halldórs- son hafi verið í hópi þeirra manna sem héldu íslenskri bindindishreyf- ingu uppi þegar harðast svarf að og mest reyndi á. Hann bar merkið hátt og vék hvergi þó fáliðað yrði í fylkingu. Slíkra er gott að minnast. Óg þegar bindindissemi eflist á kom- andi árum, þegar menn sjá að ekki verður rönd reist við vímuefnafárinu með öðru móti, verður þjóðinni ljóst að hún á mikið að þakka fólki eins og Stefáni Halldórssyni og könu Elínborg Jónsdóttir íHöll - Kveðjuorð ( ( Mig langar til að minnast hér í örfáum orðum og kveðja í síðasta sinn frænku mína Elínborgu Jóns- dóttur frá Höll í Haukadal. Margar góðar minningar skjóta upp kollinum þegar minnast á ann- arrar eins stólpakonu eins og Ellu frænku, en alltaf er það eitt, sem ég minnist best, ef lýsa á gæsku og hjartahlýju hennar og hversu góð áhrif hún hafði á alla í kringum sig. Það var eitt sinn, að ég dvaldist hjá Ellu og Guðmundi í Skaftahlíð- inni og var ég eitthvað veikur og lystarlítill. En Ella hafði ráð undir hveiju rifi og bakaði hún handa mér pönnukökur og sagði, að ef ég gæti borðað þær, þá myndi mér batna eins og skot. Auðvitað borðaði ég pönnukökumar af bestu lyst og viti menn, seinna um kvöldið var mér batnað. Síðan hafa mér alltaf dottið > hug, þegar ég verð veikur, krafta- verkapönnukökurnar hennar Ellu frænku og hvílíkan lækningamátt þær höfðu að géyma. Oft dvaldist ég hjá Ellu og alltaf var það sama hlýja viðmótið og manngæskan sem geislaði af henni og er það með miklum söknuði í huga sem ég minnist allra góðu stundanna í Höllinni, í Skaftahlíðinni og nú síðast á Dalbrautinni. Það er með söknuði og trega sem ég rita þessa hinstu kveðju til Ellu, þeirrar góðu konu og minnar þriðju ömmu eins og ég áleit hana alltaf vera og það verða ávallt yndislegar minningar sem ég geymi í hjarta mínu, því þó Ella sé nú farin, þá lifa minningarnar að eilífu. Guðmundi Einari, Grétari, Nonna, Siggu, Gunnari, Guðmundi Pétri og Magnúsi votta ég mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þau á þessari sorgarstundu. Jónas Sveinn Hauksson UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.