Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 27

Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 27 Frumvörp um umhverfismál: Villtir refir verði frið- aðir á tilteknum stöðum VERÐI frumvarp ramtnalaga um verndun villtra landspendýra, sem Júlíus Sólnes umhverfisráðherra lagði fram á rikisstjórnarfundi á mánudag, að lögum, kemur refurinn til með að njóta verndunar að vissu leyti og verða friðaður á tilteknum svæðum. í gildandi lögum frá síðustu öld ber að útrýma ref. Auk frumvarpsins um verndun að gagnger endurskoðun hefði verið villtra landspendýra lagði Júlíus fram nýtt frumvarp um almenn dýraverndunarlög, frumvarp um byggingar- og skipulagslög og lét einnig fylgja með lög um umhverfis- vemd og umhverfisverndarstofnun, sem kynnt vom í ríkisstjórn í síð- ustu viku. Hann sagðist gera ráð fyrir að fmmvörpin yrðu ekki af- greidd fyrr en á næsta þingi. Júlíus sagði við Morgunblaðið látin fara fram á frumvarpi um byggingar- og skipulagslög, sem var í gangi í fyrravetur, og það lagað verulega. Hann sagði að í rammalögunum um verndun villtra landspendýra væri í fyrsta sinn tekið í heild á öllum spendýmm á landi, frá nag- dýmm upp í hreindýr. Hann benti á nýmæli hvað refinn varðaði. Samkvæmt lögum frá síðustu öld Ráðstefna haldin um íslenska tónlist SAMTÖK höfunda, flytjenda og mundssonar héraðsdómslögmanns. hljómplötuframleiðenda munu Á milli erinda mun verða flutt nk. sunnudag, 17. mars, kl. 14.00 íslensk tónlist með íslenskum tón- halda ráðstefnu í húsakynnum listarmönnum. FÍH í Rauðagerði 27,^ Reykjavík, undir yfirskriftinni: íslensk tón- list í vaskinn. Á fundinum halda Svavar Gests- son menntamálaráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra erindi. Ennfremur mun Jakob Magnússon ávarpa fundinn. Panelumræður verða að loknum framangreindum erindum með þátttöku menntamálaráðherra og fjármálaráðherra auk Eiríks Tóm- assonar framkvæmdastjóra STEFs, Steinars B. ísleifssonar fram- kvæmdastjóra Steina hf. og for- manns Sanbands hljómplötufram- leiðenda, Magnúsar Kjartanssonar formanns Félags tónskálda og textahöfunda og Gunnars Guð- bæri að útrýma ref, en samkvæmt frumvarpinu, sem væri í anda skýrslu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, nyti hann „vernd- unar“ og yrði friðaður á vissum landsvæðum eins og Hornströnd- um. „Það er engin ástæða til að útrýma ref og frekar þarf að ijjölga honum á vissum landsvséð- um þó ekki væri nema til að halda svartfugli niðri,“ sagði ráðherra. Frumhugtakið væri að vernda skuli alla dýrastofna, en innan þeirra marka, sem náttúran setur. í frumvarpinu eru skýrar regl- ur um veiðar, sett lagaákvæði um hvaða tæki eru heimiluð til veiða og hvernig megi standa að veiðum á villtum dýrum. Fylgt er ákvæð- um Bernarsamningsins, samningi Evrópuráðsins um verndun villtra dýra, og margar drápsaðferðir bannaðar eins og að svæla ref úr grenjum og elta dýr uppi á vélkn- únum ökutækjum. Ráðherra sagði að um verulegar breytingar væri að ræða á stjórn hreindýramálefna og veiðar, eftirlit og rannsóknir á stofninum teknar nýjum og fastari tökum. Leikmannastefna þj óðkirkjunnar BISKUP íslands boðar til leikmannastefnu þjóðkirkjunnar 1991 og verður hún haldin í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík 16. og 17. mars. Meðal efnis sem leikmannastefn- an Qallar um eru ný lög um húsa- friðun sem snerta varðveislu og endurbætur á kirkjum. Þá verður kynnt hugmynd um vinasöfnuði, það er að segja samband íslenskra safnaða við kristna söfnuði í þriðja heiminum. Fjallað verður um rétt- indi og skyldur starfsmanna safnað- anna og um athvarf barna og ungl- inga í safnaðarheimilum. Á leikmannastefnu eiga sæti tveir fulltrúar úr hveiju hinna sext- án prófastdæma landsins ásamt fulltrúum frá landssamtökum krist- ilegra félaga. Leikmannastefnu lýk- ur með messu í Dómkirkjunni á sunnudag kl. 14. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Hitoshi Mogi át, þefaði og grandskoðaði hrognin með honum á myndinni er eftirlitsmaður frá sölumiðstöðinni. Bolungarvík; Tíu þús. lestum af loðnu landað ^ Bolungarvík. Á ÞESSARI lélegustu loðnuvertíð allra tíma hefur Ioðnuverk- smiðja Einars Guðfinnssonar hf. á Bolungarvík tekið á móti um 10 þús lestum af loðnu til bræðslu. Hafin var hrognataka 27. febrú- ar og má ætla að takist að ná um 150 lestum af hrognum. Loðnu- skip Bolvíkinga, Júpiter, er nú að landa siðasta farmi sínum á vertíðinni. Að sögn Elíasar Jónatanssonar verkfræðings hjá Einari Guðfinns- syni hf. hefur hrognavinnslan gengið ágætlega, ekki síst vegna þess að á síðasta ári var farið í jarðboranir til að ná í hreinan og ómengaðan sjó til notkunar við löndunarbúnaðinn og er vandamál við sjótöku ekki lengur til staðar hér. Elías sagðist gera ráð fyrir að loðnuverksmiðjan hefði nú hráefni til 7 til 8 sólarhringa vinnslu, en vinnu við hrognin lyki nú um helg- ina. Þessa dagana er staddur hér fulltrúi frá japanska fyrirtækinu Tokyo Maruichi Shoji Co. Ltd., sem er einn stærsti loðnuhrognainn- flytjandi í Japan, það fyrirtæki er tilbúið að kaupa allt að 1.500 lest- um af loðnuhrognum en hefur ein- ungis náð um 500 lestum upp í þann samning. Þessi loðnuhrota hefur verið bolvísku atvinnulífí kærkomin þó stutt hafi verið. Afli línubáta hefur verið sæmilegur og togskipið Heiðrún kom inn í síð- ustu viku með um 120 lesta afla eða því sem næst fullfermi, veru- legur hluti aflans var ufsi. Togskipið Dagrún hefur verið í slipp þar sem gera þurfti lagfær- ingar á skrúfu skipsins, en skipið fór til veiða um sl. helgi. Smábáta- eigendur eru þegar famir að hugsa sér til hreyfings enda hefur hér ríkt einmuna tíð, snjólaust í byggð og blíðuveður dag eftir dag. - Gunnar. Willy’s-jeppinn, sem er í eigu Þjóðminjasafnsins, og verður meðal sýningargripanna hjá Jöfri. Jeppasýning; 50 ár síðan jeppinn leysti hest- inn af hólmi JÖFUR h/f heldur sýningpi að Nýbýlavegi 2 um hclgina í tilefni þess að „fimmtíu ár eru liðin síðan jeppinn leysti hestinn af hólmi og opnaði íslendingum nýjar víddir í ferðamáta," eins og segir í frétta- tilkynningu Jöfurs. Syndir verða nýjustu árgerðir af Jeep Cherokee og Jeep Wrangler, ásamt gömlum Willy’s jeppum. „I heiðurssæti á sýningunni verður jeppi frá Þjóðminjasafni íslands, sem áður var í eigu Kristjáns Eldjárns,“ segir í fréttatilkynningu. Ef veður leyfir munu félagar úr Fombílaklúbbi Reykjavíkur aka fylktu liði nokkra hringi um Reykja- vík og nágrenni. Lagt verður upp frá sýningarsal Jöfurs, Nýbýlavegi 2 klukkan 13.30, en þar verður sýning- in opin milli 13 og 17 laugardag og sunnudag. Sýning í dag kl. 13-17 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 HONDA HondaAccord 1991 EX Margfaldur verðlaunabíll, fullbúinn öllum þægindum á ótrúlega hagstæðu verði Greiðsluskilmálar við allra hæfi, t.d. 25% útborgun og mismunurinn lánaður í allt að 36 mánuði á bankakjörum. Við tökum góða, notaða bíla upp í nýja og lánum jafnvel mismuninn. Verð frá aðeins kr. 1.360.000,- stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.