Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 63. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins J o vir J úgóslavíu- forseti segir af sér Moskvu. Reuter. BORISAV Jovir forseti Júgóslav- íu sagði af sér í gærkvöldi og skömmu síðar var tilkynnt að við starfi hans tæki Stipe Mesic varaforseti. Jov- ir sagði að ríkja- Borisav Jovir sambandið væri að liðast í sundur og borgarastyijöld væri yfirvof- andi. Jovir er kommúnisti og serbi og kemur afsögn hans í kjölfar harðra mótmæla stjórnarandstæðinga. Mistókst honum í gær að fá forsæt- isráðið til að samþykkja tillögu yfir- manna hersins um að gripið yrði til sérstakra neyðarráðstafana vegna ástandsins í landinu. Jovir var fremstur meðal sjö jafningja í forsætisráðinu sem fer með sameiginlega yfirstjórn júgó- slavneska ríkjasambandsins, en það mynda sex lýðveldi og tvö sjálf- stjórnarhéruð. Mesic er fulltrúi Króatíu í ráðinu og er ekki komm- únisti. Helmingur skulda Pól- verja felldur niður Varsjá, París. Reuter. PÓLVERJAR fögnuðu í gær þeirri ákvörðun ríkja, sem aðild eiga að svonefndum Parísar- klúbbi, að afskrifa helming er- lendra skulda þeirra við þessi ríki. I yfirlýsingu franska fjár- málaráðuneytisins sagði, að sú ákvörðun væri nauðsynleg ef Pólveijar ættu að eiga möguleika á því að taka upp markaðsbú- skap. Hún væri jafnframt hvatn- ing til þeirra um að gera allar þær hörðu ráðstafanir í efna- hagsmálum sem Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hefði lagt til. Erlendar skuldir Pólveija nema 48,5 milljörðum dollara, jafnvirði 2.765 milljarða ÍSK, en þar af skulda þeir Parísarklúbbnum 33,3 milljarða dollara. Ákvörðun ríkjanna 16 felst í því að 30% skuldanna eru felld niður strax og 20% að þremur árum liðnum. Því til viðbótar var ákveðið að 10% lánanna verði sett í sjóð í pólskum banka og peningarn- ir notaðir til fjárfestinga í Póllandi, einkum á sviði umhverfisverndar og til uppbyggingar fjarskiptakerfa. Jafnframt ákváðu ríkin að lækka vaxtagreiðslur Pólverja af lánunum um 80% næstu þrjú árin. Að sögn Jaceks Kozlowskis, talsmanns pólsku stjórnarinnar, jafngildir það ásamt því sem skuldir eru felldar niður að greiðslur af erlendum lánum lækki um nánast 80% næstu þrjú árin. Upp með hendur Reuter Israelskur landamæralögreglumaður gætir Palestínuaraba sem handteknir voru í austurhluta Jerúsalem í gær eftir að ráðist var á lögreglumann þar í borg í gær. Míkhaíl Gorbatjsov um fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu Sovétríkjanna: Með jáyrði tryggjum við friðinn um alla framtíð Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, skoraði í gær á Sovétmenn að fjölmenna á kjör- staði á morgun, sunnudag, og greiða atkvæði með tillögu stjórn- valda um nýjan sambandssátt- mála Sovétríkjanna. Með því móti gætu Sovétmenn komið í veg fyr- ir að þeir þyrftu nokkurn tíma að þola stríð. Borís Jeltsín, for- seti Rússlands, ávarpaði einnig kjósendur í gær og þótti gæta sáttatóns í ræðu hans. Hann hvatti menn þó óbeinlínis til þess að hafna tillögu Sovétstjórnarinnar. Á atkvæðaseðlinum sem kjósend- ur fá í hendur í fyrstu þjóðarat- kvæðagreiðslu Sovétríkjanna er spurt þessarar spurningar: „Telur þú nauðsynlegt að viðhalda sam- bandi sovéskra sósíalískra lýðvelda sem endurnýjuðu ríkjasambandi jafnrrétthárra, fullvalda lýðvelda þar sem öllum þjóðum og þjóðarbrotum verða tryggð mannréttindi og frelsi?" Gorbatsjov kom fram í sov- éska sjónvarpinu í gær og hvatti kjósendur til að mæta á kjörstað og svara spurningunni játandi. Hann sagði að þannig opnuðust nýir mögu- leikar til þess að halda umbótunum áfram í Sovétfíkjunum. „Jáyrði okk- ar tryggir að aldrei aftur muni stríð geisa á landi okkar sem hefur mátt reyna slíkt nógu oft.“ James Baker eftir fjögurra stunda fund með Míkhaíl Gorbatsjov: A Agreiningur í afvopnunarmálum óleystur Moskvu. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaða- mannafundi í Moskvu í gærkvöldi að ekki hefði tekist að leysa ágreining risaveldanna um tvenna afvopnunarsamninga á fjög- urra stunda fundi þeirra Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta í gær. Heldur hefði ekki orðið samkomulag um hvenær efnt skyldi til leiðtogafundar risaveldanna sem fyrirhugaður var í Moskvu í febrúar en frestað var vegna Persaflóastríðsins og ofbeldisað- gerða Rauða hersins í Eystrasaltsríkjunum. Alexander Bessmertnykh, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði að Sovétmenn hefðu komið með nýjar tillögur í gær til lausn- ar deilunni um samninginn um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE), en útskýrði þær ekki nánar. Samningurinn var undirritaður í París í nóvember sl. en sovéski herinn, sem komist hefur til nýrra áhrifa í sovéska stjórnkerfinu undanfarna mánuði, hefur reynt að fá þtjú bryndreka- fylki undanskilin ákvæðum samn- ingsins. Baker sagði að ágreining- ur risaveldanna væri óútkljáður en Bandaríkjamenn hafa meðal annars hótað að ljúka ekki gerð samkomulags um stórfelldan nið- urskurð langdrægra kjarnorku- vopna (START) fyrr en deilan um hefðbundnu vopnin hefur verið leyst. Baker átti viðræður við Bessm- ertnykh í gærmorgun • og eftir fundinn sögðust þeir í stórum dráttum sammála um hvernig stuðlað skyldi að friði í Miðatistur- löndum í kjölfar Persaflóastríðs- ins. Sovéski ráðherrann varaði Bandaríkjamenn við því að vinna að falli Saddams Husseins íraks- forseta með því að fara til hjálpar íröskum uppreisnarmönnum en Baker sakaði Saddam um að hafa brotið gegn ákvæðum samkomu- lags um vopnahlé í Persaflóastríð- inu með því að beita herþyrlum gegn uppreisnarmönnum. Banda- rískar hersveitir voru með liðs- flutninga í gær á svæðum sem bandamenn lögðu undir sig í suð- urhluta Iraks og varð það til þess að vangaveltur um nýjar hernaða- raðgerðir gegn írak fóru af stað. Baker sagði eftir fundinn með Gorbatsjov að hann teldi að Sovét- leiðtoganum hefði miðað áfram í tilraunum til að leysa ágreining Sovétstjórnarinnar og Eystra- saltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens. Sagðist Baker hafa komið þeirri skoðun Bandaríkjastjórnar á framfæri við Gorbatsjov að tilraunir Sovét- manna til þess að koma á fijálsu markaðskerfi virtust komnar í strand. Jeltsín hafði farið þess á leit við sovéska sjónvarpið að hann fengi að halda hálftíma tölu um kosning- arnar í gær. Á síðustu stundu fékk hann það svar að hann fengi tíu mínútur og ekki meira. Ákvað Jelts- ín þá að ávarpa kjósendur í rúss- neska útvarpinu. Hann tók undir gagnrýni sem hefur verið hávær á orðalag spurningarinnar. Það gæfi beinlínis til kynna að ríkjasambandið yrði áfram sósíalískt. Með þessu væru valdhafar í raun að fá kjósend- ur til að styðja gamla kerfið. Heiðar- legra hefði verið að gefa fólki sem vill viðhalda Sovétríkjunum kost á að velja milli sósíalisma og annarrar stjórnskipunar. Jeltsín sagði einnig að með því að gjalda jákvæði við spurningunni á atkvæðaseðlinum létu kjósendur í ljósi vilja til að viðhalda nýlenduveld- inu Sovétríkjunum. Ef þjóðarat- kvæðagreiðslan, sem Gorbatsjov og Sovétstjórnin hefur lagt gífurlega áherslu á, mistækist, þá væru það skýr skilaboð frá landsmönnum um að stefnubreytingar væri þörf við stjórnun landsins. Loks má geta þess að stjórnvöld í sex lýðveldum af fimmtán ætla alls ekki að taka þátt í að skipu- leggja kosninguna. I Eystrasaltsríkj- unum hafa þegar farið fram kosn- ingar sem leiddu í ljós vilja almenn- ings til sjálfstæðis og í Georgíu, Armeníu og Moldovu vilja þjóðern- issinnuð stjórnvöld heldur ekki taka þátt. í þessum löndum ætlar Sovét- herinn og flokkar sem styðja Moskv- ustjómina að sjá um framkvæmdina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.