Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
47
Ketill Vilhjálmsson, fyrrverandi
bóndi í Meiritungu, Holtum, Rang-
árvallasýslu, lést á Sjúkrahúsi Suð-
urlands þann 7. mars sl. Ketill var
fæddur í Meiritungu þann 15. febr-
úar 1905. Hann var sonur hjónanna
Vilhjálms Þorsteinssonar frá Beru-
stöðum og Vigdísar Gísladóttur frá
Kotvogi í Höfnum.
Ketill var barn foreldra . sinna,
úr stórum systkinahóp. Bömin voru
15, en til ára komust 11, fimm
bræður og sex systur. Ketill var
elstur bræðra sinna og lést síðastur
þeirra.
Ketill Vilhjálmsson kvæntist
yndislegri konu, Þórhöllu Ólafs-
dóttur, frá Götu í Holtahreppi, dótt-
ur Ólafs Sigurðssonar bónda þar.
Segja má að hjónaband þeirra Ket-
ils og Þórhöilu hafi alla tíð verið á
þann veg að þau _sáu vart sólina
hvort fyrir öðru. Ástúð og gagn-
kvæm tillitssemi einkenndi þeirra
hjónaband. Þau kvæntust fullorðið
fólk, þroskað fólk, sem þekkti lífíð
og tilveruna. Þar var enginn vafi
á ferðum, heldur traust og ást, sem
entist meðan bæði lifðu.
Ketill og Þórhalla eignuðust ekki
börn saman, en þau eignuðust sól-
argeisla í sambúð sinni, sem var
Jona Steinunn Sveinsdóttir, systur-
dóttir Þórhöllu. Þau tóku hana til
fósturs mjög unga og eftir það
varð hún þeim allt. Fósturdóttirin
eignaðist sambýlismann, Gísla
Magnússon, sem varð þeim Katli
og Þórhöllu sem klettur í hafinu.
Jona Steinunn og Gísli eiga eftir-
talin börn: Þórhalla Guðrún fædd
1964, Ketill fæddur 1967, Sigríður
Ólafía fædd 1968, Guðbjörg fædd
1972, Árbjörg Anna fædd 1973 og
Guðríður fædd 1980. Öll hafa þessi
börn verið þeim Katli og Þórhöllu
sem sólargeislar hvern dag.
Berustaðaættin er orðin fjöl-
menn um Suðurland og víðar. Það
sama má segja um Kotvogsættina.
Ketill í Meiritungu var einn af þess-
um meiðum og ævinlega sómi síns
fólks.
Ungir að árum fóru þeir Meiri-
tungubræður til sjós, á vertíðar.
Kapp þeirra og dugnaður var mik-
ill og ekki veitti af, því fjölskyldan
var stór. Ketill lét sig ekki eftir
sitja. Á sumrin var hann vegaverk-
stjóri hjá Erlendi á Hárlaugsstöðum
við vegagerð og vann einnig mikið
að stíflugerð við Þverá, þegar hún
var að eyða gróðurlendi á stóru
svæði. í Meiritungu voru jafnan 3
til 4 bændur og fjölskyldurnar f 31-
mennar. Með öllu þessu fólki var
einstakt bræðralag, tryggð og
gagnkvæm hjálpsemi. Katli Vil-
hjálmssyni var það mikils virði að
svona bragur væri þarna ríkjandi.
Þar sem fólk er þannig, að aðals-
merki þess er hógværð, hjálpsemi
og geðprýði, þar líður öllum vel.
Eins og áður er sagt var oft
mannmargt í austurbænum í Meiri-
tungu. Sumardvalarbörnin voru oft
mörg og það hefur skeð að þrír
ættliðir dveldu þar, hver fram af
öðrum. Þetta var engin tilviljun,
því Ketill og Þórhalla voru einstak-
ar barnagælur og höfðu einstak-
lega gott lag á börnum og ungling-
um. Það var eins og Katli væri það
í blóð borið að vera leiðtogi ung-
menna, í starfi og leik. Honum
fannst sjálfsagt að hann gerði sjálf-
ur verstu verkin, þá var svo auð-
velt að fá aðra með sér til starfa.
Þráinn Valdimarsson systurson-
ur Ketils var uppalinn í Meirit-
ungu. Þar dvaldi einnig mikið syst-
ir Þráins, Ásdís. Gunnlaugur Gunn-
arsson, bróðursonur Ketils, var
einnig mikið á þessu heimili. Á
þessari stundu þakkar allt þetta
fólk Katli og öllum í Meiritungu,
fyrir allar samverustundirnar fyrr
og síðar.
Það var svo með Ketil í Meiri-
tungu að vinnan og það að eiga
fyrir sig, var honum ekki allt. Hann
var bókhneigður, las mikið þegar
stundir gáfust til þess og hann
keypti mikið af bókum. Það sagði
mér bóksali, að fáir í Rangárþingi
hafí keypt jafn mikið af bókum og
Ketill.
Nú er þessi síðasti móðurbróðir
minn fallinn, kominn yfir móðuna
miklu. Síðustu stundirnar hans hér
í jarðlífinu voru honum erfiðar,
hann var mikið veikur. Nú vitum
við að Ketill er þar sem enginn er
sár eða þreyttur.
Við börn Guðrúnar, systur Ketils
Vilhjálmssonar, makar okkar og
afkomendur, þökkum honum og
Meiritungufólkinu fýrir /a\lt sem
þau voru okkur. Þá óskum við þess
að góður Guð styrki og styðji nán-
ustu ástvini Ketils Vilhjálmssonar,
í sorg þeirra.
Hörður Valdimarsson
til að uppgötva þá alla. Á námsá-
rum erlendis, í miklu gjaldeyrishal-
læri, mátti búast við bréfi frá Fríðu
og út úr því ultu nokkrir danskir
tíukrónaseðlar með tilmælum um
góða máltíð. Og mér verður ávallt
hugstæð umhyggja Fríðu og Sigur-
jóns þegar ég reyndi fyrir mér sem
sjómaður í Eyjum á manndómsá-
rum og var að stíga ölduna í fyrsta
sinn. Þá var gott að eiga vísa um-
hyggju og stuðning sem í foreldra-
húsum væri.
Blessuð sé minning Hólmfriðar
Guðjónsdóttur.
Ásgeir Sigurgestsson
í dag verður kvödd frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum ástkær
amma mín, Hólmfríður Guðjóns-
dóttir, sem lést í Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 11. mars sl.
Amma fæddist á Stokkseyri 2.
nóvember 1906, og ólst þar upp.
Seinna fluttist hún til Vestmanna-
eyja og giftist afa mínum Siguijóni
Ingvarssyni frá Klömbru. Þau eign-
uðust fjögur börn; Ingvar, Krist-
björgu, Ásu og Jóhönnu sem lést
í desember sl. eftir erfiða sjúkdóms-
legu.
Amma var mikill dugnaðarfork-
ur og vann lengst af í saltfiski.
Einnig hafði hún í mörg ár kost-
gangara og hefur mikill vinskapur
haldist við marga þessa menn í
gegnum árin.
Alltaf var mjög gott að koma til
ömmu og afa á Valló, ekki síst var
alltaf svo gott að fá að sofa í hol-
unni hjá þeim, þar sem þau sögðu
mér skemmtilegar sögur og kenndu
mér bænirnar.
Afi lést árið 1986 á 91. aldurs-
ári og þá stóð amma uppúr eins
og klettur og huggaði okkur hin.
Amma átti við mikið heilsuleysi
að stríða síðustu árin, en var þó
alltaf heima og hélt sitt heimili þó
hún væri orðin 84 ára.
Hún varð fyrir því óhappi að
detta og lærbrotna í febrúar sl. og
var þá send á sjúkrahúsið og átti
ekki afturkvæmt þaðan þó hugur-
inn stefndi ávallt heim.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég kveðja ástríka ömmu mína
og þakka fyrir alla góðvildina í
minn garð.
Megi Guð vera með elsku ömmu
minni.
Ester Fríða
Erfldrykkjur í hlýlegu
og notalegu umliverfi
Tökum að okkur að sjá uin erfidrykkjur,
stórar og smáar, í nýuppgerðum og notalegum
sal. Verð frá kr. 790,-
Allar nánari upplýsingar fúslega veittar
á Hótel Borg í sínia 91-11440.
i’iau'.H jiini'i ii'vr. nui3!i: ..... ...^. .,
‘iii I ■ f.iirui i 'il'iil • i-i i ’.r r.y ri ._.ITiiod 811
BÚSTOFN HÆTTIR
Nýir eigendur, T.S. húsgögn og hurðir, heldur nú út-
sölu á lager Bústofns hf. til að rýma fyrir nýjum vörum.
Sjaldan hefur gefist betra tækifæri til að eignast
vönduð og falleg húsgögn í stofuna, eldhúsið,
borðstofuna, svefnherbergið, anddyrið, garðskálann,
sumarhúsið eða garðinn.
Öll húsgögn á lægra verði en áður:
Leðursófasett - Svefnsófar - Vegghillur og
veggsamstæður - Borðstofusett - Stakir stólar
og borð - Fataskápar - Kommóður - Skrifborð -
Skrifborðsstólar - Reyrborð og hillur - Veggspeglar
- Rimlagluggatjöld - Fatahengi og margt,
margtfleira.
Ath: 10% kynningarafsláttur á hurðum
meðan á útsölunni stendur.
ÚTSALA
Opiö til kl. 19.00 Opið kl. 10-16
á föstudögum á laugardögum
HÚSGÖGN
HURÐIR
SMIÐJUVEGI6, KOPAVOGI.
SÍMAR 44544 OG 44117.
J‘i! . ■•'■t.í.) i- ‘.'j.i i____________________,____________