Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 48

Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 48
M0RGUN6LAÐIÐ LAUGARDAGUR'16: MÁR£ 1991 ______________ Jóhanna Kristín Yngvadóttir Hraun fjörð — Minning Fædd 31. október 1953 Dáin 10. mars 1991 Þessi unga listakona, sem ég vil kveðja með nokkrum fátæklegum orðum var okkur mjög hjartfólgin. Hún hvarf héðan langt um aldur fram. Á örskammri stund varð allt svo hljótt, um miðja nótt, hún Stína er dáin, en það var hún kölluð. Hún kom mjög ung inn í líf okk- ar, þá var hún að byrja sinn listafer- il í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, jrau hittust þar fyrst sonur okkar Ivar og hún, hann einnig þar við nám. Kynni þeirra urðu fljótlega til þess að þau felldu hugi saman og stofnuðu heimili í sárri fátækt eins og títt er um unga listamenn. Fljótlega eftir að hafa lokið námi hér lá leið þeirra til Hollands til að afla sér meiri menntunar og þekk- ingar í myndlist. Stína var mjög sérstæður persónuleiki, fór sínar eigin leiðir á öllum sviðum. Hún spurði hvorki kóng né prest álits á . neinu, en gerði bara það sem hjart- að og tilfinningar hennar sögðu henni. Hvort það var alltaf rétt sem hún framkvæmdi skal látið ósagt hér, en við elskuðum hana bara eins og hún var, enda enginn vandi því betri og hjartahlýrri stúlku var varla hægt að fínna. Hún var gjaf- mild og góð og gaf sinn síðasta eyri ef svo bár undir. Lífið fór ekki mjúkum höndum um þessa frábæru listakonu. Hún barðist bæði við fátækt og heilsu- leysi alla sína tíð. Ég held að eng- Inn hafi gert sér grein fyrir því hve veikbyggð og heilsulaus hún var, því hún þraukaði svo lengi. Ung missti hún föður sinn og móðirin stóð ein uppi með 9 börn. Það má nærri geta að þær hafa verið ófáar vinnustundimar hennar, enda þrælaði hún sér út fyrir barna- hópinn sinn og börnin urðu fljótlega að bjarga sér sjálf og vinna fyrir sér. Þrátt fyrir þetta komst allur hópurinn til manns og er þetta allt gott og dugandi fólk. Það sem mér fannst mest ein- kenna Stínu var þörf hennar fyrir ástúð og öryggi, en því miður held ég að fáir hafí getað veitt henni það, sem hún þarfnaðist mest á því sviði. Þess vegna fór hún inn í sína eigin skel, sem hún opnaði fyrir mjög fáum. Stína var falleg og góð stúlka, sem abbaðist aldrei upp á neinn og bar hlýtt orð og hlýjan hug til allra og oft sá ég hana bera klæði á vopn þar sem illdeilur voru í gangi. Hún var miklum kostum búin, en fékk aldrei að njóta sín til fulls - vegna heilsubrests og peningaleys- is. Samt sem áður skilur hún eftir sig mikinn fjársjóð. Myndimar hennar em gulls ígildi. Ég tel hana eina af skærustu stjömum okkar i myndlist. Það var komið í ljós áður en dagar hennar urðu allir hér á jörð. En það verður með hana eins og aðra stóra listamenn, hún verður frægust eftir dauðann. Ég veit það em margir til í dag sem vildu eiga .mynd eftir hana, en það er of seint að iðrast eftir dauðann. Hún var alltaf að mála fyrir dag- legu brauði af skomum skammti. Fasti punkturinn í lífí hennar var æskuheimili hennar, eða Heima- hvammur i Blesugróf. Þetta hús byggði faðir hennár af engum efn- um á kreppuámnum. Henni tókst að kaupa húsið af systkinum sínum en húsið var lúið og þreytt og í mikilli niðumíðslu, þannig að þær fáu krónur sem hún fékk fyrir málverk sín fóm í þennan draum hennar. Húsið var henni mjög erfítt en þar vildi hún vera og hvergi annars staðar á milli þess sem hún var á ferð og flugi um allan heim. Sonur okkar og hún slitu sam- ^vistir fyrir nokkmm ámm, enda 'erfítt fyrir tvo listamenn að búa áaman við þröngan kost. en vera samt listsköpun sinni trú. Þau höfðu alltaf gott samband og bæði hugs- uðu um hag telpunnar sinnar, sem þau eignuðust í ást og var auga- steinninn þeirra beggja. Það kom annar maður inn í hennar líf en þá sögu þekki ég lítið, en vona bara að það samband hafí veitt henni einhverja hamingju. Við Valgarður þökkum Stínu samfylgdina, við þökkum líka fyrir Björgu, hún er stór perla. Stína á eftir að lifa, ekki bara í huga okkar sem þóttu vænt um hana, heldur allra sem unna fagurri list og hrein- leika sálar. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Við Valgerður vottum systkinum hennar samúð okkar. Matthíasi vottum við okkar dýpstu samúð og virðingu. Elsku Björg þú misstir mest, mundu að þú áttir góða móður, sem allir elskuðu, er kynntust hennar réttu hlið. Björg ívarsdóttir og Valgarður Kristjánsson. Það er erfítt að taka sér penna í hönd og skrifa kveðjuorð um góða vinkonu sem fer allt of snemma, — jafnöldru okkar, Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur Hraunfjörð.. Stína og Magga voru æskuvin- konur, en ég kynntist henni í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Seinna kynntist ég svo Möggu í skólaveislu sem Stína bauð til í íbúð sem þær leigðu saman á Laugaveg- inum. Þann vetur fluttum við Ivar Valgarðsson listamaður, skólabróð- ir minn og fyrrverandi sambýlis- maður Stínu og bamsfaðir, til þeirra. Við vorum svo samtímis við nám í Hollandi, og talsverður sam- gangur á milli þó við byggjum í Maastricht og þau í Amsterdam. Þó að Stína hafi verið samsíða okk- ur í námi, þá var hún sú eina sem fór í gegnum strangt akademískt nám, þar sem iðkuð var endalaus módelmálun, — við hin vorum flest kennd við uppreisTur og nýlistir. Hennar uppáhaldslistamenn voru expressionistarnir, ekki síst Soutine og Bryggjumennirnir margfrægu. Þegar hún kom heim og myndir hennar sáust fyrst opinberlega, var henni strax fagnað. Þetta var á þeim árum sem Nyja málverkið svokallaða var að opinberast hér heima, á sýningum eins og „Gull- ströndin andar“ og „UM“. Það má segja að alla tíð síðan hafí verið beðið eftir myndum henn- ar og hún sagði mér það oftar en einu sinni, að hún gæti selt allar myndir sem hún gerði. Þetta telst því óvenjuleg byijun á listferli. Hún gat þó ekki einbeitt sér algjörlega að listinni, meðal annars vegna heilsuleysis og hún þurfti, líka að vera í „stuði" til að mála, eins og sannur expressionisti. Það virðist ef til vill vera mótsögn í því að hún var oft algjörlega auralaus en það var samt tilfellið, kannski vegna þess að þegar hún átti pening þá jós hún úr brunnum sínum og auk þess keypti hún Heimahvamm, bú- stað sinn, sem stöðugt þarfnaðist endurnýjunar og var trúleg dýr í rekstri. Ég held að það hafi verið tilviljun að hún var tekin í flokk nýmálara þegar hún kom fram. Nýja málverk- ið hafði eflaust áhrif á hana, en hún hefði sennilega orðið jafn mik- ill expressionisti, þó hún hefí komið fram á öðrum tíma, megin áhrifin komu annars staðar frá. Stína hafði gaman af að sveipa sig dulúð og dramatísera sig og má þar ef til vill líkja henni við mexíkóska listamanninn Fridu Kahlo, sem brosti helst aldrei á ljós- mynd og skrifaði skáldaða dagbók. Áður en ég las sögu hennar hélt ég að hún hefði verið sárþjáð alla ævi og aldrei stokkið bros á vör, en sagan segir að hún hafi verið félagslynd og glaðvær, barnsleg og hlý. Báðar voru hijáðar af endalaus- um sjúkdómum. Vegna þessara dramatísku tilhneiginga tók maður sjúkdómnum kannski aldrei eins alvarlega og efni stóðu til. Maður var hreinlega hissa á því að hún dæi ekki fyrir framan mann, þegar hún kom með upptalningu á því sem hún mátti ekki borða vegna ofnæm- is. Að þessu framansögðu vil ég segja að ekki er alltaf nauðsynlegt að fylgja duttlungum tískunnar í listinni til að ná árangri, vinni mað- ur af heilindum opinbera verkin það. Ég held að Stína hafí verið fullkomlega sönn á þessum stað í veröld sinni, en hún dó allt of snemma, í miðjum klíðum, frá vinnu að nýrri sýningu, eftir langt veik- indahlé. Síðasta daginn sem hún lifði hringdi hún hingað frá Vífilsstöðum og við töluðum lengi saman, hún var bjartsýn og sagist vera að koma í heimsókn til okkar. Hún gaf mér eina ferðina enn einhveija hroða- lega veikindalýsingu, og sagðist vera að jafna sig. Sama dag heim- sótti Magga hana á Vífilsstaði og var hún ’mjög bjartsýn á framtíð- ina. Hún talaði oft um að hún vildi eignast annað bam og mér fannst eins og lífslöngun hennar væri allt- af meiri eftir því sem veikindi henn- ar ágerðust. Hún var sérstaklega bamgóð og þennan síðasta dag fór Þorgils með Möggu til hennar, hann var í alveg sérstöku uppáhaldi hjá henni. Þegar ég skrifa þettá berst and- látsfregn frá Færeyjum, William Heinesen er látinn. Kannski var eitthvað líkt með ævintýmm Hein- esens og Stínu, hún gæti alveg eins verið ein af þessum Íslendingum sem birtast á sumum blaðsíðum bóka hans. Sambýlismanni hennar Matt- híasi, dótturinni Björgu og öðrum ættingjum Stínu sendum við sam- úðarkveðjur. Helgi og Magga Móðir, Guðrún Hallfríður, fædd 4. október 1916, dáin 20. júlí 1984, Pétursdóttir, fædd 2. október 1893 á Hjarðarbóli í Eyrarsveit, dáin 1942, Jóhannesson, fæddur um 1859 og Pálína Jónsdóttir, fædd um 1860. Bæði úr Bjarnarhafnar- sókn. Móðir Guðrúnar Hallfríðar var Jóhanna Kristín, fædd 16. apríl 1894 í Nýjubúð í Eyrarsveit, Guð- mundsdóttir bónda í Nýjubúð, fæddur 1863, Guðmundssonar, fæddur um 1824 og Guðrúnar Hallgrímsdóttur fædd 1863 í Helgafellssókn. Faðir, Yngvi Pét- ursson Hraunfjörð, fæddur 29. október 1914, dáinn 8. október 1955. Hann var fæddur í Stykkis- hólmi, sonur Péturs J. Hraunfjörðs frá Hraunsfirði, skipstjóra og síðar verkamanns, fæddur 14. maí 1885, dáinn 5. mars 1957. Móðir Yngva var Kristjánssína Sigurást, fædd 6. júní 1891, dáin 27. júlí 1980, Kristjánsdóttir, fædd um 1833 á Gunnarsstöðum í Hörðudal, Athan- asíusson og Bjargar Guðnadóttur frá Hlaðhamri í Hrútafírði. Kona Kristjáns var Jóhanna, fædd 1853 í Litla-Lóni í Bervík, Jónasdóttir Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur, fædd 1822, greind kona og vel hagmælt. Foreldrar Jóhönnu Kristínar stofnuðu heimili á kreppuárunum. Þá var hart í ári, en með elju og dugnaði þeirra beggja blessaðist þeim allt. Árið 1943 gátu þau fest kaup á sumarhúsi er var upp með Elliðaám og bar heitið Heima- hvammur. í þeirra augum var þetta sannkallaður unaðsreitur sem þau endurbættu og gerðu að ársíbúð. Þar var Jóhanna Kristín fædd og sleit bamsskónum umvafin ómeng- aðri náttúru í skjóli brekkunnar og í hvarfí fyrir augum nágrannanna. Engin hraðbraut eða umferðaræð, aðeins troðningar eftir ótal fætur og einstaka bíl sem áræðinn öku- maður lagði í melinn. Við fætur þeirra niðaði árstraumur, það er að segja Elliðaárnar í Reykjavík sem hvergi eiga sinn líka í höfuð- borgum annarra landa. Lengra til ..: fzk íí. s ;. z í z siz ii í. z.z z ; c s acS. s t . -. sást yfír Elliðaárdalinn og til Esj- unnar. Þetta var heimur útaf fyrir sig og Jóhanna Kristín gat ekki slitið sig frá þessum stað, þó henni hefði verið boðið gull og grænir skógar. Snemma á sunnudagsmorguninn barst mér sú sorgarfrétt að hún Jóhanna Kristín, bróðurdóttir mín, væri dáin. Ég varð sem lömuð og gat ekki hugsað, hvað þá talað. Hún sem átti svo bjarta framtíð fyrir sér. Ég vissi að hún hafði ekki gengið heil til skógar í mörg ár og oft verið þungt haldin, ýmist á sjúkrahúsum eða heima. Én að hún hyrfí svo snöggt og svo ung frá dóttur sinni og listsköpuninni sem að hún hafði lagt alla sína sál í. Jóhanna Kristín, þessi hugljúfa stúlka, sem var alltaf eins og hug- ur manns en hafði þó sterka skap- gerð og vissi hvað hún vildi. 5 ára gömul dvaldi hún á heimili mínu ásamt ungum bróður sínum sem hún reyndi að vernda. Móðir þeirra var á sjúkrahúsi. Faðirinn hafði látist af slysförum frá 9 börnum á ýmsum aldri, yngsta barnið var drengur, nokkurra vikna gamall. Móðirin hafði því orðið að leggja hart að sér við það að afla heimil- inu bjargar. Hún vann alla þá vinnu er til féll. Fór í síld á sumrin, gekk í hús og þvoði þvott. Hún fór einn- ig í þvottalaugarnar og reiddi þvottinn á reiðhjóli fram og til baka, því að kolin voru dýr. Eldri börnin hjálpuðu til hvert eftir sinni getu. Jóhanna Kristín saknaði móður sinnar mikið og á slíkum stundum hvarf hún, jafnan fannst hún þó á sama stað, hafði þá gengið niður með læknum sem rann um bæjar- hlaðið, sest þar í grasigróna brekk- una og horfði síðan niður í vatnið sem liðaðist áfram, áfram og til sjávar. Þegar komið var að henni varð hún eitt sólskinsbros, hana hafði aðeins vantað athygli og hlýju móður sinnar og hoppaði nú og skoppaði heim á leið. Hún var mjög hugmyndarík á unglingsárunum, en þó datt víst fáum í hug að þessi hæfileiki blund- aði með henni. Eftir hefðbundna skólagöngu var hún dulítið óráðin með framhaldið. Svo var það árið 1972 að hún innritaðist í Myndlista- og handíða- skóla íslands. Þaðan útskrifaðist hún árið 1976 með miklum vænt- ingum. Á þeim tíma hafði hún kynnst ívari Valgarðssyni mynd- höggvara. Þau fóru í framhaldsnám til Hollands 1976-1980, voru í de Vrije Academie den Haag 1976- 1977 og Rijksakademie Van Beeld- ende Kunsten 1977-1980 í Amst- erdam. Kennari Jóhönnu Kristínar var prófessor Jakob Kuyper. Jóhanna Kristín hlaut styrk frá menntamálaráðuneytinu og einnig frá hollenska ríkinu í eitt ár, jafn- framt var henni boðið að vera eitt ár til viðbótar í skólanum í Amster- dam og hljóta þá annan styrk. Það taldi hún sig ekki geta þegið, því hún treysti sér ekki til að vera leng- ur og hafa aðeins námslán til að halda uppi fjölskyldu. Um sumarið fór hún til íslands til þess að heim- sækja sjúka móður sína. En er hún kom aftur til Amsterdam í skólann hafði hann verið hreingerður og 15 bestu myndunum hennar verið fleygt. Það var mikið áfall fyrir Jóhönnu Kristínu. Þó hún færi víða um lönd, bæði^ íiiámi og einnig er.hún .var. búsett' erlendis, var draumrinn um Heima- hvamm alltaf ofarlega í huga henn- ar. Þar vildi hún búa og mála. Þeg- ar Jóhanna Kristín kom heim frá námi ásamt ívari Valgarðssyni sambýlismanni sínum og dóttur þeirra, Björgu, fædd 10. ágúst 1977, tryggði hún sér fljótlega rétt- inn yfir þessu langþráða húsi, og þau hófust handa um viðbyggingu til þess að hafa starfsaðstöðu. Það varð torsótt leið, svo þau urðu að gefa það frá sér um stundar sakir og útvega sér vinnu til þess að lifa af. Á miðjum níunda áratugnum hlaut Jóhanna Kristín Sveaborgar- styrk til Grænlandsferðar og var vinnustofa og fargjald innifalið. Þar gerði hún margar skissur, sem hún nýtti sér þegar heim til íslands kom. í þessari ferð hófust kynni hennar og Matthíasar Fagerholm grafíklistamanns. Samband þeirra leiddi til þess að þau bjuggu jöfnum höndum í Svíþjóð og á Islandi og unnu að verkum sínum. Á síðasta ári hafði tekist að end- urbyggja hið langþráða hús, Heimahvamm, svo þau fluttu öll 3 heim til íslands. Jóhanna Kristín, Björg og Matthías Fagerholm. Með náminu hafði Jóhanna Kristín alla tíð unnið og komið heim á sumrin til að afla peninga fyrir veturinn. Þó hafði hún um árabil verið þungt haldin af öndun- arfærasjúkdómi og oft orðið að dvelja á sjúkrahúsum. Hún lét þó ekki bugast og átti stóra drauma um að geta nú snúið sér alfarið að myndsköpun er hún væri komin heim. Systkini Jóhönnu Kristínar eru: Ölver, látinn, Guðmundur, maki Margrét Kolbeinsdóttir, Guðrún Lára, maki Gunnar Éyjólfsson, Yngvi, maki Óla Þorbergsdóttir, Atli, maki Sigríður Guðmundsdótt- ir, Ásta Hallfríður, maki Njáll Sig- uijónsson, Guðmundur Yngvi, maki Þrúður Gísladóttir. Systkini hennar ■ elskuðu öll litlu systur sína og vildu allt fyrir hana gera. í gegnum tíð- ina höfðu þau staðið við bakið á henni og stutt hana með ráðum og dáð. Jóhönnu Kristínu og Matthíasi Fagerholm hafði verið boðið að sýna í Hollandi og Þýskalandi á þessu ári, jafnframt boðin vinnuað- staða í Berlín á meðan að þau dveldu þar og væntanlegur var list- gagnrýnandi til þess að velja verk- in. Vegna veikinda Jóhönnu Krist- ínar treysti hún sér ekki. Þess vegna afþökkuðu þau boðið um vinnuaðstöðuna. Matthías gat ekki hugsað sér að fara frá henni veikri og jafnvel ósjálfbjarga aleinni í húsinu. Vinkonur Jóhönnu Kristínar sögðu henni nýlega að til þess að verða „ekta snobb“ á íslandi þyrfti manni í fyrsta lagi að vera boðið heim til Vigdísar forseta og í þriðja lagi að eiga mynd eftir Jóliönnu Kristínu. Jóhanna Kristín hló, það var svo fjarlægt henni að miklast af list sinni. Listgagnrýnandi, sem ég ræddi við fyrir stuttu, lét þess getið við mig, að honum hefði fundist Jó- hanna Kristín bera af öðrum ung- um myndlistarmönnum. Umsagnir blaðanna segja meira en mér er unnt að tjá um list Jó- hönnu Kristínar. „Þarna eru ástríðufull verk, sem gerð eru af mikilli innlifun og tækni, það verð- ur að segjast eins og sannast er, að þessi verk Jóhönnu Kristínar vöktu mér traustvekjandi vonir um framhald íslenskrar myndlistar. Morgunblaðið 17. apríl ’83. Ný- listasafnið, Valtýr Pétursson." „Jóhanna Kristín er mjög gott dæmi um listamann sem meðvitað eða ómeðvitað málar samkvæmt norrænu upplagi... en um leið eru þær gæddar miklu innra lífi og sálrænum víddum. Það sem helst hrífur er hve hin myndræna taug virðist samgróin eðli listakonunnar. Morgunblaðið 15. maí ’84. Bragi Ásgeirsson." „Hún á því samleið með málur- um sögunnar sem haldið hafa sig utan við stefnu og strauma og not- að hafa pensilinn á hreinan og bein- an máta. Það eru menn á borð við Goya; <Van! Gogh . eðaj-.Munch en

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.