Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
Þjóðarátak gegn
hjartasjúkdómum
eftirSigurð
Helgason
Ég hef nýlega heimsótt „amerísku
hjartasamtökin“, en höfuðstöðvar
þeirra eru í Dalias í Texas. Það er
viðurkennd staðreynd að Bandaríkj-
amenn standa fremstir allra þjóða í
farsælum árangri í hjartaiækning-
um. Aðrar þjóðir leita til þeirra um
ieiðir til úrbóta og eru þeir mjög
fúsir að miðla öðrum af þekkingu
sinni. —,
Athyglisvert er að þar í landi eru
lagðar fram fyrir þjóðina blákaldar
staðreyndir um hjartasjúkdóma.
Jafnframt er lögð áhersla á það að
standi þjóðin saman í sameiginlegu
átaki gegn sjúkdómnum, er hægt
að vinna stórkostlega sigra.
Markmiðin
Nauðsynlegt er að byggja starf-
semina á skýrum stefnumálum.
„Markmið amerísku hjartasam-
takanna er að minnka fötlun eða
dauða er orsakast af kransæðastíflu
eða hjartaslagi.“
Til þess að ná árangri þurfa sam-
tökin að taka þátt í þessum verkefn-
um með fullum krafti: Efla rann-
sóknir og afla tekna með margvís-
legum ijáröflunarleiðum. Athyglis-
vert er að enda þótt árangur í tekju-
öflun sé orðinn frábær og stenst
engan samanburð við önnur lönd,
þá setja þau sér það markmið að
auka tekjur um 7% milli ára og hef-
ur tekist með góðum árangri.
Alkunna er að þrjár meginskýr-
ingar eru á því að kransæðastífla
myndast í æðum og auknum hjarta-
áföllum, þ.e. 1) hátt magn kólester-
óls í blóði, 2) hár blóðþrýstingur og
3) reykingar.
Sigurður Helgason
„Það er aftur ljóst að
alltof litlum fjármunum
er varið til rannsókna
og forvarnarstarfa, en
til þess að ná veruleg-
um árangri þarf sam-
still þjóðarátak.“
Of mikið magn af kólesteróli
er mjög algengt vandamál
Öllum er nú ljóst, að samband er
milli fæðisöflunar og kólesteróls.
Feitt kjöt, mjólk og eggjarauða inni-
halda mikið magn af kólesteróli.
Hjartasamtökin bandarísku hafa því
gengið fram fyrir skjöldu þar í landi
að vara fólk við óhóflegri neyslu á
mettaðri fitu. Komi í Ijós að viðkom-
andi hafi of hátt kólesterólinnihald
í blóði, þá er árangursríkasta ráðið
að gjörbreyta um mataræði. Rann-
sóknir eru gerðar með blóðprufum,
sem tekur einhvern tíma að fá end-
anlega niðurstöðu úr. Komið hafa
fram ný tæki, sem gera slíkar rann-
sóknir mjög aðgengilegar og er
hægt að fá mælingar á nokki-um
mínútum. Ný árangursrík lyf við
hækkuðu kóíesteróli hafa komið á
markaðinn, sem stórauka bjartsýni
manna á því að hægt sé að ráða við
þennan sjúkdóm í framtíðinni.
Hár blóðþrýstingur mjög
algengt vandamál - einkum
hjá eldra fólki
Með hækkuðum blóðþrýstingi
eykst áreynsla hjartans við að dæla
blóðinu, sem einnig eykur líkur á
kransæðastíflu og hjartaslagi. Æðar
líða fyrir háþrýstinginn og teygja
minnkar. Mjög auðvelt er að mæla
blóðþrýstinginn og ættu allir að láta
fylgjast vel með sínum bóðþrýstingi
og leita strax til sérfræðings, ef
vart er við óeðlilega hækkun hans.
Orsakir of hás blóðþrýstings liggja
ekki alltaf ljósar fyrir, en nauðsyn-
legt er að forðast salt. Mjög góð lyf
eru gegn of háum blóðþrýstingi sem
hafa gefist mjög vel. Her eru það
læknar og sérfræðingar sem að sjálf-
sögðu myndu ráða ferðinni um allar
lækningar.
Skaðsemi reykinga
viðurkennd staðreynd
Komið hefur í ljós að reykingar
eru enn hættulegri, ef þeir tveir
áhættuþættir hér fyrir framan eru
einnig fyrir hendi.
Árangur byggist á samstöðu
Það er ljóst að amerísku hjarta-
samtökin höfða beint til þjóðarinnar.
Þau leggja spilin á borðið og draga
ekki úr vandamálunum og benda á
þá staðreynd að aðeins með öflugri
samstöðu þjóðarinnar er hægt að
ná árangri og sýnir reynslan að það
hefur tekist og allar þjóðir heims
hafa leitað til þeirra um leiðir til
farsæls árangurs.
Ég mun fljótlega birta aðra grein
þar sem ég mun rekja mikla mögu-
leika okkar íslendinga að ná langt
í hjartalækningum og þá miklu þýð-
ingu sem það gæti haft fyrir þjóð
okkar. Við höfum á að skipa úrvals
iæknum, frábæru hjúkrunarfólki,
efnilegum vísindamönnum og ráðum
yfir mikilli tækniþekkingu, sem allt
mun stuðla að stórkostlegum ár-
angri. Hér má heldur ekki gleyma
að hér á landi hafa risið mjög öflug
landssamtök hjartasjúklinga sem
hafa sýnt frábæran árangur í marg-
víslegri fjársöfnunum til heilbrigis-
mála.
Það er aftur ljóst að alltof litlum
ijármunum er varið til rannsókna
og forvarnarstarfa, en til þess að
ná verulegum árangri þarf samstill
þjóðarátak, en við höfum einmitt oft
sýnt hversu við erum megnug í þess-
um efnum og fengið verðskuldaða
viðurkenningu fyrir.
Höfundur er viðskipta- og
lögfræðingur.
Þróun Ríkisútvarpsins - Síðan grein:
Á að láta útvarpið í fríði?
eftir Siglaug
Brynleifsson
Haraldur Ólafsson dósent ritar
grein í DV þann 7. janúar sl. og
þakkar fyrir sig sem fyrrum starfs-
maður Ríkisútvarpsins. Hann víkur
að því að útvarpið og efnið sem þar
var/er flutt hafí verið „málsvörn
íslensku þjóðarinnar, yfirlýsing um
að við vildum vera menningarþjóð
með sjálfstæða tungu og sjálfstæð
viðhorf..." Hér örlar á þessum
réttlætingarsón, sem ýmsir íslend-
ingar iðka og hafa iðkað. Þessi end-
alausi samanburður við aðrar þjóðir
og síðan er tíundað hversvegna Is-
lendingar geti talist hlutgengir með-
al annarra þjóða. Það er því líkast
að réttlæta þurfi að íslendingar
dragi andann. „Að vilja vera menn-
ingarþjóð ...“ er svo sjálfsagt að
það er óþarfi að tönnlast á þeirri
staðreynd. Við erum menningar-
þjóð, á meðan landsmenn tala óbjag-
að mál og hugsa á íslensku. Og það
hefur þjóðin verið í þúsund ár. Svo
koma skriffinnar og fjasa um að
það sé mikill vandi að vera íslend-
ingur, se_m hljómar fremur undar-
lega. H.Ó. ber fram þá kröfu að
ríkisvald, þingmenn og ráðherrar
þ.e. hið opinbera „láti Ríkisútvarpið
í friði,“ þ.e. „forðist að vekja upp
tortryggni gagnvart fréttaflutningi
þess og starfsemi allri..Ríkisút-
varpið er hluti hins opinbera, stofn-
að af ríkisvaldinu og settar vissar
reglur af þeim aðila og löngum hef-
ur meginkrafan til þessa fjölmiðils
verið hlutleysiskrafan og að stofn-
unin gangi ekki erinda vissra pólití-
skra afla eða stefna. í öllum réttar-
farsríkjum er þetta meginkrafan til
" /
opinberra stofnana, þ.e. stofnana
ríkisgeirans. Því fer því fjarri að
opinberir aðilar megi alls ekki gera
athugasemdir eða „rannsaka" frét-
taflutning opinberrar stofnunar, ef
viðkomandi telur sig hafa gild rök
fyrir því að meginreglur um frétta-
flutning og annað efni séu brotnar.
Ríkisstofnanir eru að vissu leyti
pólitískar stofnanir, þótt þeim sé
ætlað að vera „sjálfstæðar" stofnan-
ir innan ríkisgeirans. Pólitískar
skoðanir og hugmyndafræði hlýtur
alltaf að móta að einhveiju leyti þá
einstaklinga sem sinna störfum við
stofnunina. „Ef ríkisvaldið fer að
„rannsaka“ fréttaflutning fjölmiðla,
þá er skammt í það fyrirbæri sem
ekki verður kallað annað en óbein
ritskoðun." (H.Ó.)
Óbein ritskoðun /
Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins
á erlendum fréttum berst frá frétta-
stofum og fréttariturum og frétta-
stofa útvarpsins velur þær fréttir
til útvarps, sem taldar eru þýðingar-
mestar hveiju sinni. Óbein ritskoðun
fréttaskeytanna fer því fram á frétt-
astofu. Síðan koma til aðilar sem
annast svonefndar fréttaskýringar.
Þær skýringar geta verið meira og
minna hlutdrægar og fer það eftir
pólitískum skoðunum viðkomandi.
Sú óbeina ritskoðun sem H.Ó. fjallar
um hefst því í rauninni á fréttastof-
unni. Þar eru fréttir valdar til út-
varps og þær eru fjarri því að vera
heilagar kýr sem eru hafnar yfir
alla gagnrýni eða aðfinnslur. Bein
ritskoðun í réttri merkingu orðsins
er ekki iðkuð af ríkisvaldinu um
fréttaflutning útvarpsins. Það er
enginn rítskoðari ríkisvaldsins starf-
Siglaugur Brynleifsson
„Ríkisútvarpið er hluti
hins opinbera, stofnað
af ríkisvaldinu og sett-
ar vissar reglur af þeim
aðila og löngum hefur
meginkrafan til þessa
fjölmiðils verið hlut-
leysiskrafan og að
stofnunin gangi ekki
erinda vissra pólitískra
afla eða stefna.“
andi á fréttastofunni. Aftur á móti
hefur gagmýni heyrst um frétta-
flutning fréttastofu hljóðvarps Rík-
isútvarpsins og einkum fréttaskýr-
ingar sömu stofnunar. Mengun frét-
taflutnings hljóðvarpsins af vissum
pólitískum skoðunum og hugmynda-
fræði var mjög áberandi í frétta-
flutningi af byltingum í Austur-Evr-
ópu haust og vetur 1989. Stundum
virtist sem þessar byltingar væru
einhverskonar feimnismál á frétta-
stofu hljóðvarpsins, áherslur á þýð-
ingu frétta erlendis frá á þeim tíma
voru oft undarlegar, líkast sem
reynt væri að draga sem mest úr
þýðingu atburða, sem voru inntak
alls fréttaflutnings innan vestrænna
ríkja. Fréttaskýringar voru í sama
dúr.
Litaðar fréttir
Sameining Þýskalands var helsta
frétt sumarsins 1990 og aðdragandi
þeirra atburða. Fréttaritarar Ríkis-
útvarpsins í Þýskalandi virtust vera
mjög andsnúnir Helmut Kohl kansl-
ara, þegar hann hvatti sem mest til
sameiningar þýsku ríkjanna. Lýs-
ingar á viðbrögðum kanslarans við
ýmis tækifæri voru honum heldur
neikvæðar og ekki má gleyma frétt-
unum af handtöku launmorðingja-
hóps í Austur-Berlín, sem hafði ver-
ið gerður út af stjórnendum fyrrver-
andi alþýðulýðveldis. Þá var talað
um „flóttafólkið" sem virtist hafa
séð að sér og minnti helst á fyrir-
brigðið „umbótasinnaða kommún-
ista“. Það hvarflaði að mörgum
hvort fréttamaður væri blaðafulltrúi
rauðu herdeildanna.
Svo hófst innrás íraka undir for-
ustu Saddams Husseins í Kúveit 2.
ágúst sl. og viðbrögð ríkisstjórna í
Evrópu og Bandaríkjunum við þeim
atburðum. í fréttum og fréttaskýr-
ingum vestrænna ijölmiðla kvað við
svipaðan tón hvað varðar mat á
ógnarstjórn Saddams Husseins í
eigin ríki. Einhvern fyrstu dagana
eftir innrásina var flutt fréttaskýr-
ing um atburðina í íslenska hljóð-
varpinu og úr þeirri samantekt er
minnisstæð ein setning, sem hljóð-
aði svo „Saddam Hussein er maður
alþýðunnar“. Tilburðir til þess að
ágæta þennan dýrðarmann hjöðn-
uðu þegar á leið, en áherslur í frétta-
flutningi hljóðvarpsins voru þess
eðlis að svo virtist sem tunguna
klæjaði eftir því að geta stutt Sadd-
am í stríðinu við eigin þjóð og allan
heiminn. Frétt sem höfð var eftir
vísindamönnum um afleiðingar
væntanlegs bruna olíulinda í Kúveit
voru endurteknar þrisvar eða fjórum
sinnum. Samkvæmt kenningum til-
vitnaðra vísindamanna átti sá bruni
að menga allan lofthjúp jarðar.
Endurtekningarnar hættu eftir að
viðtal var haft í sjónvarpi við íslen-
skan veðurfræðing, sem hrakti
þessa Grýlu á hógværan hátt með
einföldum staðreyndum.
Það er leiðinlegt til þess að vita
að fréttastofa hljóðvarpsins skuli
vera höll undir allskonar pólitískt
illþýði, eins og hún var byltingaárið
1989 og virðist eiga erfitt með að
vera ekki í sambandi við Saddam
Hussein og stuðningslið hans.
Þessir tilburðir til að halla réttu
máli og leggja stund á hálfsannleika
eru sannarlega ekki til þess fallnir
að „útvarpið sé látið í friði“. Eins
og kunnugt er geta vel menntaðir
starfskraftar fjölmiðlastofnana veitt
góða fréttaþjónustu, en lítt mennt-
aðir starfskraftar geta einnig ein-
hæft fréttaþjónustuna við pólitíska
hugmyndafræði, sem virðist vera
orðin að einhverskonar sterkju í
heilabúinu.
Höfundur er rithöfundur.