Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 36
36__________________________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
Akæra í Avöxtunarmálinu:
Arsreikningur markleysa, blekk-
ingum beitt til að afla viðskipta
í ÁKÆRUSKJALI því sem gefið út á hendur Pétri Björnssyni, Ár-
manni Reynissyni, Reyni Ragnarssyni og Hrafni Bachmann vegna þeirra
mála sem kennd hafa verið við Ávöxtun eru þeir Ármann og Pétur
ákærðir samkvæmt aimennum hegningarlögum fyrir fjársvik, fjár-
drátt, skjalafals, bókhaldsbrot, skilasvik og umboðssvik samkvæmt al-
mennum hegningarlögum, auk brota á lögum um sparisjóði, viðskipta-
banka, verðbréfamiðlun, hlutafélög, bókhald, verðlag samkeppnishöml-
ur og óréttmæta viðskiptahætti. Reynir Ragnarsson, löggiltur endur-
skoðandi, er ákærður fyrir rangfærslu skjala og brot í opinberri sýsl-
an, samkvæmt almennum hegningarlögum og fyrir brot á lögum um
löggilta endurskoðendur og hlutafélög. Hrafn Bachmann er í einum
kafla ákærður ásamt Pétri og Reyni fyrir fjársvik.
Þau brot er tilgreind eru í hinum
níu köflum ákærunnar varða hundr-
uð milljón króna hagsmuni. Meðal
annars telur ákæruvaldið að árs-
reikningur Ávöxtunar sf og verð-
bréfasjóðs Ávöxtunar hf fyrir árið
1987 hafí verið markleysa ein, til
. þess fallin að villa um fyrir bankaeft-
irliti Seðlabanka, viðskigtamönnum
og almenningi. Pétur og Ármann eru
taldir hafa lokkað almenning til við-
skipta við fyrirtæki sín með villandi
auglýsingum þar sem gefin hafí ver-
ið loforð um háa ávöxtun sem ekki
vhafi stuðst við viðhlítandi útreikn-
inga. Þá er tiltekinn fjöldi dæma þar
sem Ármann og Pétur hafi hagnýtt
sér og fyrirtækjum sínum fé verð-
bréfasjóða Ávöxtunar, auk þess sem
þeir stundað ólögmæta innlánastarf-
semi með ávöxtunarsamningum.
Loforð um háa ávöxtun
studdust ekki við nákvæma
útreikninga
í ákæru ríkissaksóknarara er Ár-
manni Reynissyni og Pétri Bjöms-
syni meðal annars gefið að sök að
hafa lokkað almenning með blekk-
ingum til viðskipta við fyrirtæki sín,
Ávöxtun sf, Verðbréfasjóð Ávöxtun-
ar hf og Rekstrarsjóð Avöxtunar hf,
með auglýsingum í Morgunblaðinu
á árinu 1987 og til 1. september
1988. Þar hafí ávöxtun ávöxtunar-
bréfa hafí verið kynnt með heilu eða
broti úr prósenti og gengi þeirra
með fjórum aukastöfum. Þrátt fyrir
að viðskiptamenn hafí mátt ætla af
þessu að bak við gengistöflumar
lægju nákvæmir og traustir útreikn-
ingar hafí hinir ákærðu engin viðhlít-
andi gögn haft til að auglýsa og
birta slíka útreikninga.
Pétri og Ármanni er ásamt Reyni
Ragnarssyni löggiltum endurskoð-
anda gefíð að sök að hafa rangfært
reikningsskil Ávöxtunar sf árið 1987
þannig að ársreikningur félagsins
hafí þá verið markleysa ein og til
þess fallinn að villa um fyrir Banka-
eftirliti Seðlabanka íslands, viðskipt-
amönnum félagsins og almenningi
um efnahag og rekstrarafkomu
Ávöxtunar. Þetta hafí verið gert með
því að að ofmeta eignir félagsins
þannig að verðmæti þeirra var bók-
fært 139,2 milljónir króna en að
áliti skiptastjóra var verðmæti þeirra
áætlað 35 milljónir króna. Nefnd eru
í ákæranni dæmi um ofmat eigna
upp á 65,9 milljónir og einnig um
ofmat tekna í rekstrarreikningi upp
á 26,7 milljónir króna. Endurskoð-
andanum er gefið að sök að hafa
sjálfur rangfært til tekna ug einga
ákveðna liði og að hafa að aflokinni
endurskoðun áritað ársreikning árs-
ins 1987 fullri og fyrirvaralausri
endurskoðunaráritun, án þess að
hafa tekið óháða afstöðu eða aflað
sér sjálfstæðra upplýsinga um verð-
mæti krafna.
Eignir og tekjur ofmetnar í
ársreikningum
Pétri og Ármanni ásamt Reyni
Ragnarssyni löggiltum endurskoð-
anda er gefíð að sök að hafa í sam-
einingu staðið að gerð viljandi árs-
reiknings Verðbréfasjóðs Ávöxtunar
hf fyriri árið 1987 með því að of-
meta stórlega kröfueign og leyna
skuldastöðu Péturs og Ármanns og
aðila þeim tengdra og nákominna
við hlutafélagið. Heildareignir sjóðs-
ins í efnahagsreikningi hafí verið
taldar um 253 milljónir króna en að
áliti skilanefndar sjóðsins hafi því
sem næst 40% þess, rúmar 100 millj-
ónir króna, verið í óinnheimtanlegum
kröfum. Ekki hafí verið gætt lögboð-
inna eða viðurkenndra reikkings-
skilaaðferða og reikningsskil sjóðs-
ins hafí verið til þess fallin að villa
um fyrir Bankaeftirliti Seðlabank-
ans, viðskiptamönnum sjóðsins og
almenningi um efnahag hans og
afkomu.
Illa tryggðar kröfur
Ýmsar stærstu kröfur félagsins
hafi lítt eða ekki verið tryggðar
ásamt því að skuldarar hafi verið í
veikri fjárhagsstöðu enda brátt
gjaldþrota en engu að síður hafi
verðmæti krafnanna ekki veirð met-
ið einstaklingsbundið en talið nægi-
legd; að leggja til hiiðar til afskrifta
allt of lágar fjárhæðir. Þa hafi endur-
skoðandinn áritað ársreikninginn
fyrir árið 1987 án nokkurs fyrirvara
varðandi tekju- og gjaldauppgjör og
án óháðrar afstöðu á verðmæti
kröfueignarinnar.
81,5 milljón með ólöglegum
ávöxtunarsamningum
Þeim Pétri Björnssyni og Ármanni
Reynissyni er gefið að sök að hafa
samfellt frá stofnun Ávöxtunar 1983
og til 16. september 1986, en þann
dag varð Pétur löggiltur verðbréfa-
miðlari, aflað Ávöxtun fjár með því
að taka við frá almenningi fé til
ávöxtunar og geymsiu samkvæmt
svokölluðum ávöxtunarsamningum
andstætt ákvæðum laga um spari-
sjóði og viðskiptabanka. í lok ársins
1983 hafí þetta fé numið tæplega
6,8 milljónum en í september 1986
ekki minna en 55 milljónum króna.
Þá er þeim gefið að sök að hafa
eftir að Pétur varð verðbréfamiðlari
og Ármann þannig háður skyldum
verðbréfamiðlara rekið starfsemi
Ávöxtunar sf í óbreyttu formi og
hafí frá 16. september 1986 þar til
í ágúst 1988 gert 201 ávöxtunar-
samning að fjárhæað rúmar 49 millj-
ónir króna, þar af 35 samninga við
nýja viðskiptamenn að fjárhæð rúm-
ar 18,5 milljónir króna.
Þessu fé hafí þeir tekið við sem
verðbréfamiðlarar og hafí verið skylt
að halda því ásamt kröfum sem
kaupa átti fyrir hvern einstakan við-
skiptamann sérgreindum á hans
nafni, samkvæmt lögum um verð-
bréfamiðlum. Hins vegar hafí allt
féð verið haft í einum sjóði.í árslok
hafí innlög samkvæmt ólöglegum
ávöxtunarsamningum numið með
vöxtum og verðbótum um 81,5 millj-
ónum króna.
52,7 milljóna ótryggð skuld
Armanns og Péturs við
verðbréfasjóðina
í ákæranni er rakið í sjö liðum
hvernig Pétur og Ármann hafí í
ávinningsskyni sem einkaeigendur
og forstöðumenn Ávöxtunar sf, sem
annast hafi rekstur Verðbréfasjóðs
og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar frá upp-
hafi og til loka, notað verulegan
hluta af fjármunum sjóðanna í þágu
fyrirtækja sem þeir áttu að hluta
eða öllu leyti í andstöðu við lög um
verðbréfamiðlun, yfírlýst .markmið
sjóðanna og samþykktir stjórna
þeirra.
Þannig hafí þeim sem keypt hafí
hlutdeildarbréf í sjóðunum verið
valdið fjártjóni eða veralegri hættu
á slíku tjóni. Hinn 7. september
1988, er starfsemi sjóðanna var slit-
ið, hafí skuld Ávöxtunar við Verð-
bréfasjóðinn á opnum viðskipta-
reikningi án nokkurrar veðtrygging-
ar numið 52,7 milljónum króna. Að
auki era tilgreind dæmi 10 dæmi,
sem alls varða um 34 milljónir króna,
þar sem veralegum hluta fjármuna
sjóðanna hafí verið varið í þágu fyr-
irtækja tvímenninganna; Hjartar
Níelsen hf, Hughönnunar hf, Kjöt-
miðstöðvarinnar hf, Ávöxtunar sf
og Ragnarsbakarís í Keflavík.
Ávöxtun keypti viðskiptavíxla
í vanskilum af fyrirtæki Péturs
Þá er Pétur ákærður sérstaklega
fyrir að hafa hagnýtt sér og fyrir-
tækjum sem hann átti að hluta eða
öllu leyti, íslenskum Matvælum h/f,
Isleið hf og versluninni Karakter,
rúmlega 17,1 milljón króna úr verð-
bréfasjóðum Ávöxtunar. Hann hafí
meðal annars látið sjóðina kaupa
viðskiptavíxla og hafí látið bóka við-
skiptavíxla ísleiðar sem vora í van-
skilum á viðskiptareikning hjá sjóðn-
um.
Pétur Bjömsson og Ármann
Reynisson era ákærðir fyrir að hafa
tekið undir sig 1.200 þúsund króna
söluandvirði hlutafélagsins Hug-
hönnunar, sem þeir áttu að 62
hundraðshlutum og höfðu prókúra
fyrir, og ráðstafað í eigin þarfír enda
þótt þeim hljóti að hafa verið Ijóst
Hæstiréttur:
Héraðsdómur um gildi breyttr-
ar lánskjaravísitölu staðfestur
HÉR FER á eftir dómur Hæstaréttar frá 11. mars í máli Árna Árna-
sonar gegn Samvinnusjóði Islands og til réttargæslu viðskiptaráð-
herra og Seðlabanka íslands en þar var tekist á um gildi breytinga
^*sem gerðar voru á grunni lánskjaravísitölu gagnvart eldri fjárskuld-
bindingum.
Mál þetta dæma hæstaréttardóm-
aramir Guðrún Erlendsdóttir, Har-
aldur Henrysson, Hrafn Bragason
og Þór Vilhjálmsson og Gunnar M.
Guðmundsson settur dómari.
Áfrýjandi skaut máli þessu til
Hæstaréttar 5. febrúar 1990, en
hinn 26. janúar hafði hann fengið
áfrýjunarleyfí frá dómsmálaráð-
herra skv. 2. mgr. 13. gr. laga nr.
75/1973 um Hæstarétt íslands.
Dómkröfur hans era, að stefndi verði
dæmdur til að greiða honum 931,23
krónur með 21,6% ársvöxtum frá
17. febrúar 1989 tii 28 s.m., en með
dráttarvöxtum skv. 10. gr. sbr. 14.
gr. og 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987
frá þeim degi til greiðsludags. Þá
krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir
báðum dómum. Hann gerir ekki
kröfur á hendur réttargæslustefndu.
Stefndi, Samvinnusjóður Islands
hf., krefst staðfestingar héraðsdóms
og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Báðir réttargæslustefndu krefjast
málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Hér fyrir dómi byggði áfrýjandi á
sömu málsástæðum og lagarökum
og í héraði en áherslur vora þó, að
því er ætla verður, nokkuð breyttar.
Fyrir Hæstarétti var því haldið
fram af hálfu áfrýjanda í fyrsta lagi,
að reglugerð nr. 18/1989 um lán-
skjaravísitölu til verðtryggingar
sparifjár og lánsfjár sem viðskipta-
ráðherra setti, sé ógild vegna vald-
þurrðar. Er bent á, að 2. mgr. 39.
gr. laga nr. 13/1979 um stjórn efna-
hagsmála o.fl. segir: „Seðlabankinn
skal birta vísitölur, sem heimilt er
að miða verðrryggingu sparifjár og
lánsfjár við, ásamt vaxtakjörum."
Ennfremur var bent á 1. mgr. 36.
gr. sömu laga í þessu sambandi, en
í því ákvæði segir:
„Seðlabanki íslands skal hafa
umsjón með framkvæmd ákvæða
þessa kafla. Hann veitir heimildir til
verðtryggingar, nema hún sé heimi-
luð sérstaklega í lögum.“
Eins og í héraðsdómi greinir var
við hinn umdeilda útreikning hjá
stefnda Samvinnusjóði Islands hf.
farið éftir reglum í auglýsingu nr.
19/1989 um grundvöll lánskjaravísi-
tölu til verðtryggingar sparifjár og
lánsfjár. Þessi auglýsing var gefín
út af Seðlabankanum, en staðfest
af viðskiptaráðuneytinu. Fyrsta
málsgrein auglýsingarinnar er þann-
ig:
„Með heimild í 39. gr. laga nr.
13 frá 10. apríl 1979 um stjóm efna-
hagsmála o.fl., svo og í reglugerð
viðskiptaráðuneytisins nr. 18/1989,
um lánskjaravísitölu til verðtrygg-
ingar sparifjár og lánsfjár hefur
Seðlabanki íslands ákveðið að
grandvöllur lánskjaravísitölunnar
sbr. auglýsingu bankans frá 26.
ágúst 1983, verði frá og með 1. jan-
úar 1989 að 'h hluta vísitala fram-
færslukostnaðar skv. lögum nr. 5 frá
22. mars 1984, að 'h hluta vísitala
byggingarkostnaðar skv. lögum nr.
42 frá 30. mars 1987 og að 'h hluta
launavísitala, sem Hagstofa íslands
reiknar og birtir mánaðarlega, sbr.
lög nr. 63/1985, þar til sett hafa
verið sérstök lög um launavísitölu."
Ákvörðun sú, sem birt var með
auglýsingu nr. 19/1989 var tekin
af Seðlabankanum og uppfyllti laga-
kröfur um slíkar ákvarðanir. Eru
ekki efni til að fjalla í þessu máli
um valdmörk bankans og annarra
stjórnvalda eða reglugerð
nr.18/1989. Verða kröfur áfrýjanda
ekki teknar til greina á þeim grund-
velli, að viðskiptaráðherra hafi bros-
tið vald til að setja reglugerð nr.
18/1989.
Þá eru kröfur áfrýjanda á því
reistar að bein viðmiðun lánskjara-
vísitölu við laun sé óheimil eftir 7.
kafla laga nr. 13/1979.
í 34. gr. laga nr. 13/1979, en hún
er í 7. kafla þeirra, segir: „Stefna
skal að því að verðtryggja sparifé
landsmanna og almannasjóða. I því
skyni er heimilt, eins og nánar grein-
ir í þessum kafla, að mynda spari-
að taka fjárins mundi leiða tii gjald-
þrots Hughönnunar.
Tilkynntu um innborgun 11,1
milljóna hlutafjár sem aldrei
var greitt
í apríl 1988 tilkynntu Pétur og
Ármann til hlutafélagaskrár um
stofnun hlutafélagsins Brauðgerðar
Suðurnesja í Keflavík. Hlutafé væri
11,1 milljón krona og allt greitt. Á
grandvelli tilkynningarinnar og
meðfylgjandi gagna var félagið
skrásett sem hlutafélag. Síðar kom
í ljós að ekkert hlutafé hafði verið
innborgað. Fyrir þetta era Pétur opg
Ármann saksóttir þar sem þeir hafi
unnið til refsingar fyrir brot á hluta-
félagalögum.
Seldu kaupleigutæki
Ásamt Pétri Björnssyni og Ár-
manni Reynissyni er Hrafn Bac-
hmann, sem sat með þeim í stjórn
Kjötmiðstöðvarinnar hf, ákærður
fyrir fjársvik við sölu muna Veitinga-
mannsins, sem var deild í Kjötmið-
stöðinni og var selt 29. mars 1988.
Hluti kaupsamnings var áhaldalisti
yfír seld tæki. Meðal þess er þar
greinir era munir sem Kjötmiðstöðin
hafði fengið samkvæmt kaupleigu-
kjöram frá Glitni hf, samtals að
verðmæti rúmar 2,5 milljónir króna.
Þeim er gefíð að sök að hafa leynt
kaupendur því að Kjörmiðstöðin
hafði ekki eignarrétt á þessum mun-
um og með því bakað þeim verulegt
tjón.
Faldi málverkin
Loks er Ármanni Reynissyni
ákærður fyrir skilasvik með því að
hafa fjarlægt af heimili sínu þann
5. september 1988, þegar honum
hafi ekki getað dulist yfirvofandi
' gjaldþrot sitt, 37 myndir sem metn-
ar eru á 1,5 - 1,75 milljónir króna.
Hann hafí komið myndunum í
geymslu og leynt þeim uns bústjóri
þrotabús hans hafí í desember 1988
fengið vitneskju um myndimar.
Þetta hafí hann gert í því skyni að
skjóta þeim undan búsmeðferð þann-
ig að kröfuhöfum hans nýttist ekki
verðmæti þeirra. Myndirnar era tald-
ar upp í ákæru og þar er meðal
annars að fínna myndir eftir Gunnar
Öm, Hafstein Austmann, Þorbjörgu
Höskuldsdóttur, Karólínu Lárusdótt-
ur, Valtý Pétursson, Karl Kvaran,
Ágúst Petersen, Jóhannes Jóhannes-
son, Kristján Davíðsson og Þorvald
Skúlason.
Ákæravaldið krefst þess að allir
hinir ákærðu verði dæmdir til refs-
ingar, að Reynir Ragnarsson verði
sviptur leyfí til löggildingar endur-
skoðunarstarfa og að Pétur Björns-
son verði sviptur leyfí til verðbréfa-
miðlunar auk greiðslu sakarkostnað-
ar og skaðabóta komi slíkar kröfur
fram í málinu.
fjárreikninga og stofna til lánsvið-
skipta í íslenskum krónum eða öðr-
um verðmæli með ákvæðum þess
efnis, að greiðslur, þar með taldir
vextir, skuli breytast í hlutfalli við
verðvísitölu eða gengi erlends gjald-
eyris, sbr. 39. gr.“
I 2. mgr. 36. gr. sömu laga seg-
ir: „Reglur um verðtryggingu skulu
einkum við það miðaðar að tryggja
allt sparifé, sem bundið er til þriggja
mánaða eða lengur, gegn verðrýrnun
af völdum verðhækkana."
Við skýringu á þessum laga-
ákvæðum ber að hafa í huga, að
löggjafinn felur með þessu stjórn-
völdum að ákveða hvernig verð-
tryggingu er fyrir komið og að orðin
„verðvísitala" og „verðtiygging"
verða ekki skýrð svo að þau banni
að vísitala launa sé hluti lánskjara-
vísitölu. Verða kröfur áfrýjanda því
ekki teknar til greina á grandvelli
þessa atriðis. /
í þriðja lagi hefur áfrýjandi haldið
því fram, að launavísitala sú, sem
notast var við þegar gerðir voru
útreikningar á grandvelli auglýs-
ingar nr. 19/1989, hafí ekki verið
opinber skráð vísitala svo sem þurft
hafi að vera eftir 4. tölulið a i 1.
mgr. 39. gr. laga nr. 13/1979.
Eins og í héraðsdómi segir var
vísitala launa samkvæmt lögum nr.
63/1985 um greiðslujöfnun fast-
eignaveðlána til einstaklinga reiknuð
og birt af Hagstofu íslands og verð-
ur krafa áfrýjanda ekki tekin til
greina á grundvelli þessarar málsá-
stæðu.