Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 35
M0KGIÍNK1-A?)IP LAUGARDAOUilþ (IMMAÍtgi 1991 B§ Fjórðungssamband Norðlendinga: Heimkomu þotu FN fagnað Morgunblaðið/Rúnar Þór Nýja Fairchild Metro III skrúfuþota Flugfélags Norðurlands lenti á Akureyrarflugvelli um kl. 11 í fyrrakvöld, en þeir FN-menn hafa lengi beðið vélarinnar, festu kaup á henni á síðasta ári en tafír urðu á af- hendingu hennar. Margir fögnuðu heimkomu vélarinnar með FN-mönn- um. Vélin er 19 sæta, jafnþrýstibúin skrúfuþota, hún er hraðfleyg, einungis 35 mínútur á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur. Hún verð- ur m.a. notuð í áætlunarflug félagsins á milli Húsavíkur og Reykjavík- ur, en einnig verður hún notuð í leiguflug. Eyjafjörður: Sveitarfélögin spara milljónir vegna lítils snjómoksturs í vetur SPARNAÐUR sveitarfélaga vegna snjómoksturs í vetur er umtalsverð- ur ef miðað er við fyrri ár. Akureyringar hafa sparað yfir 10 milljón- ir króna í snjómokstur á þessum snjólétta vetri ef miðað er við síðasta ár og útgjöld Ólafsfirðinga eru um tveimur milljónum króna minni en var á fyrra ári. í febrúar þurfti nánast ekkert að greiða fyrir snjó- mokstur, en stórum upphæðum var eytt i hann á síðasta ári. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs var búið að verja 3,1 milljón til snjómoksturs á Akureyri og að sögn Guðmundar Guðlaugssonar var sára- litlu kostað til vegna moksturs í þess- um mánuði. Tæplega 19 milljónum króna hafði verið eytt í snjómokstur á fyrstu þremur mánuðum síðasta Sjómenn á ísfisktogurum: Heimalöndunarálagíð hækkað hjá ÚA og UD ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hækkað heimalöndunarálag til sjó- manna í gær um 10%, úr 30% í 40. í kjölfarið hækkaði Útgerðarfélag Dalvíkur einnig heimalöndunarálag til sinna sjómanna og áhöfn Súlna- fells frá Hrísey nýtur hækkunarinnar einnig, en Kaupfélag Eyfirðinga á togarann. Sjómenn höfðu farið fram á hækkun á fiskverði og kröfð- ust þeir m.a. að heimalöndunarálag á þorsk hækkaði úr 30% í 48% og ýmsar aðrar tegundir, m.a. karfi og ýsa færu upp í 50% álag, en á ufsa yrði 70% heimalöndunarálag. Forsvarsmenn Sjómannafélags Eyja- fjarðar gerðu áhöfnum togara ÚA og ÚD grein fyrir hækkuninni í gær og er búist við viðbrögðum frá þeim á mánudag. Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa sagði að ákveðið hefði verið að hækka heimalöndunarálagi í kjöl- far beiðni sjómanna á ísfisktogurum félagsins, en hann vildi ekki tjá sig nánar um hækkunina. Hækkun heimalöndunarálagsins gildir frá 1. mars síðastliðnum. Vilhelm kvaðst vonast til að allt gengi sem best eft- ir þessa hækkun. „Við vonum að þetta verði í eðlilegu horfi á eftir,“ sagði Vilhelm. Sveinn Kristinsson varaformaður Sjómannafélags Eyjafjarðar sagði að eftir að hækkunin kom fram hjá ÚA hefði einnig verið ákveðið að sjómenn á Dalvíkurtogurunum fengju sömu hækkun sem og áhöfn Súlnafells frá Hrísey. Forsvarsmenn sjómannafé- lagsins höfðu samband við áhafnir umræddra togara og gerðu þeim grein fyrir ákvörðun ÚA um hækkun álagsins. Sjómenn ætla að skoða málið yfir helgina og er viðbragða að vænta á mánudag. Um er að ræða fimm ísfisktogara Útgerðarfé- lags Akureyringa, tvo Dalvíkurtog- ara og einn úr Hrísey. árs, en að frá dregnum virðisauka- skatti sem fæst endurgreiddur fóru röskar 15 milljónir í það að ryðja götur bæjarins þessa mánuði. Kostnaður við snjómokstur á Dal- vík var meiri í janúar í ár heldur en í fyrra eða 832 þúsund krónur á móti 625. Hins vegar fóru rúm ein milljón í moksturinn í febrúar á síð- asta ári, en sáralítið hefur þurft að moka þar í nýliðnum febrúarmánuði. Ingvar Kristinsson bæjarverkstjóri sagði að á fjárhagsáætlun þessa árs væri gert ráð fyrir 4,7 milljónum króna vegna snjómoksturs, á síðasta ári var áætlað að veija 4,5 milljónum vegna þessa, en niðurstaðan var sú að í snjómokstur fóru 4,2 milljónir. „Þær tölur sem við erum að fást við í ár eru mun betri en þær frá í fyrra, þó sumir gráti snjóleysið þá er góð tilbreyting í einum snjóléttum vetri,“ sagði Ingvar. Ólafsfirðingar hafa sparað 1,8-2 milljónir króna í snjómokstur á þessu ári ef miðað er við útgjöld bæjarins á síðasta ári Um hálf milljón fór í snjómokstur bæði í janúar í ár og eins í fyrra, en á fystu tveimur mán- uðum síðasta árs eyddu Ólafsfirðing- ar 2,3 milljónum í snjómokstur á móti 8-900 þúsund á þessu ári, þann- ig að sparnaðurinn er um 1,5 milljón króna á tveimur mánuðum. Það sem af er árinu hafa sparast um 2 milljón- ir miðað við það sem fór í mokstur- inn á sama tími í fyrra. „Það má búast við að versti kaflinn sé eftir, en menn eru kátir svo lengi sem þetta varir,“ sagði Þorsteinn, en hafði á orði að draumspakur maður og veðurglöggur hefði lýst því yfir í gærmorgun að vont veður væri framundan. FJÓRÐUNGSSAMBAND Norð- lendinga og fræðsluráðin á Norðurlandi gengust fyrir nám- skeiðum fyrir skólanefndamenn á Norðurlandi fyrir skömmu, en þau voru haldin á Akureyri og Blönduósi. Námskeiðin eru haldin samkvæmt ákvörðun síðasta Fjórðungsþings og fyrir frum- ** kvæði fræðsluráðanna á Norður- landi. Þau voru vel sótt, en alls sátu þau um 100 skólanefnda- menn. Markmið námskeiðanna var aðr - kynna skólanefndamönnum stöðu skólanefnda gagnvart sveitarfélög- um og stjórnendum fræðslumála, leiðbeina um afgreiðsluhætti, kynna meðferð mála hjá menntamálaráðu- neyti og fræðslustjóra frá skóla- nefndum og breytt hlutverk fræðslu- ráða gagnvart fræðsluskrifstofum. Þá var fjallað um hlutverk og skyldur skólanefnda, um hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í jöfnun grunnskólakostnaðar og önnur fjár- málaleg samskipti við ráðuneytið. Einnig var fjallað um fram- kvæmdaáætlun ráðuneytisins og frumvarp til grunnskólalaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Þá voru sviðsett- ir skólanefndarfundir og að lokum kynntu fræðslustjórar starfsemi fræðsluskrifstofa og formenn fræðs- luráða í kjördæmunum fjölluðu um hlutverk og.stöðu fræðsluráða gagn- vart ráðuneyti, fræðslustjórum og sveitarfélögum. Fréttatilkynning Morgunblaðið/Rúnar Þór Kammermúsíkvika Kammermúsíkvika hefst í Tónlistarskólanum á Akureyri á morgun, sunnudag. Nemendur og kennarar munu heimsækja ýmsa skóla og stofnanir bæjarins og einnig fara þeir í heimsóknir til tónlistarskól- anna í Eyjafirði, á Dalvík og á Isafirði. Kennaratónleikar vera í kvöld, laugardagskvöld, í Grundarkirkju og heíjast þeir kl. 20.30 og á morgun verða tónleikar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju en þeir hefjast einnig kl. 20.30. Á tónleikunum verður leikin fjölbreytt kam- mertónlist. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis: Premier-kartöflum blandað með gullauga VIÐ rannsókn sem Neytendafélag Akureyrar og nágrennis lét gera í kjölfar kvörtunar á kartöflum frá Öngli hf. í Eyjafirði kom í fjós að í pokum sem merktir voru gullauga, reyndist að miklum hluta vera Premier-kartöflur. Þá voru kartöflurnar einnig herjaðar af kláða og öðrum skemmdum svo þær voru ekki boðleg söluvara, að mati félags- ins. Öngulsmenn vísa á bug, að tegundum sé blandað saman í poka og draga í efa að þeir sem skoðuðu kartöflurnar hafa þekkt umrædd- ar tegundir í sundur. Vilhjálmur Ingi Árnason formaður Neytendafélags Akureyrar og ná- grennis segir að félaginu hafi borist kvörtun vegna kartaflna frá Öngli, en þær voru merktar gullauga. Hann hafi keypt upp allar kartöflur frá framleiðandanum í einni verslun og ráðunautur Búnaðarsambands Eyja- ijarðar hefði skoðað þær. Að sögn Vilhjálms er leyfilegt að að hafa 4% kartaflna af annarri tegund en um er getið á poka og er þá miðað við tveggja kílóa poka. Að mati ráðu- nautarins hafi Premier-kartöflur ver- ið langt yfir þessu marki í umrædd- um poka merktum sem gullauga. Valdimar Sigurgeirsson hjá Öngli hf. segir vissulega rétt að kláði sé í þeim kartöflum sem Neytendafélagið hafði til skoðunar, en hann kemur fram sem svartur blettur á hýði kart- öflunnar. Kláði rýrir ekki gæði henn- ar, að sögn Valdimars, en kartöflur af Eyjafjarðarsvæðinu eru flestar með þessum annmarka á þessum tima. „Ég vísa því hins vegar á bug að við séum að blanda saman tegund- um í kartöflupokana, við höfum eng- an ábata af því. Premier-kartöflur seljum við eingöngu til mötuneyta. Ég verð að draga í efa að ráðunaut- urinn sem skoðaði kartöflurnar hafí þekkt gullauga frá Premier,“ sagði Valdimar. Ekki náðist í Ólaf G. Vagnsson ráðunaut hjá Búnaðarfélagi Eyja- fjarðar í gær, en hann skoðaði um- ræddar kartöflur að beiðni Neytend- afélagsins. Skóla- nefnda- menná námskeiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.