Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli - Minning Gunnar Guðbjartsson fæddist 6. júní 1917 á Hjarðarfelli í Mikla- holtshreppi. Foreldrar hans voru Guðbjartur Kristjánsson bóndi þar og kona hans Guðbranda Þorbjörg Guðbrandsdóttir. Þau fluttust að Hjarðarfelli 1906. Þar var þannig ástatt að Erlend- ur Erlendsson, sem kvæntur var stjúpu Guðbjarts, Elínu Ámadóttur, varð úti í janúar 1906. Foreldrar Guðbjarts voru þá bæði látin. Einn- ig var þá látin Elín kona Erlends, sem verið hafði seinni kona Krist- jáns. Systir hennar Guðrún Áma- dóttir var ráðskona hjá Erlendi. Börn Erlends og Elínar, Kristján, Halldór og Ingibjörg vom.þá á unga aldri. Auk þess voru á heimilinu þijú hálfsystkini Guðbjarts, Sigurð- ur, Þórður og Vilborg, börn Krist- jáns og Elínar. Við þessi heimili tóku ungu hjónin 1906, og þar ólst Gunnar upp í glöðum hópi átta systkina sem upp komust. Gunnar brantskráðist frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1938, og lauk búfræðiprófí frá Hvanneyri 1939. Hann var ágætum gáfum gæddur og átti mjög létt með nám. Hugur hans stóð til náms í raunvís- indum, en af því gat ekki orðið. Námslán og námsstyrkir voru þá ekki fyrir hendi, en fleira kom þó til. Kynni höfðu tekist með honum og Ásthildi Teitsdóttur frá Eyvind- artungu í Laugardal og gengu þau í hjónaband 6. júní 1942. Af bréfum sem Gunnar ritaði vini sínu og skólabróður, Gísla Andréssyni á Hálsi, má sjá hve stóran hlut Ásta átti í að Gunnar varð sáttur við að leggja námsdrauma sína til hljðar. Ungu hjónin, Gunnar og Ásta, hófu búskap á Hjarðarfelli árið 1942. Ekki bjuggu þau á allri jörð- inni. Byggð vora tvö nýbýli og bjuggu þar bræður Gunnars, Þor- kell og Áiexander, og einnig mágur hans Hjálmur Hjálmsson um tíma. Síðar vora allar þessar jarðir sam- einaðar á ný. Gunnar var athafna- samur og góður bóndi. Ræsti mýrar og ræktaði tún og búfé. Sérstakur var árangur hans í sauðfjárrækt og var fjárbú hans með þeim bestu á landinu. Fljótt hlóðust á Gunnar félags- málastörf fyrir sveit hans og hérað. Ekki verða þau störf rakin hér. Það múnu aðrir gera sem betur þekkja ÖL Stéttarsamband bænda var stofnað á Laugarvatni 1945. Gunn- ar Guðbjartsson var annar fulltrúi Snæfellinga á stofnfundinum. Hann vakti þá þegra mikla athygli fyrir skoðanir sínar og einarða og glæsi- lega ræðumennsku. Samt liðu nokkur ár sem hann mætti ekki á aðalfundum Stéttarsambandsins. Taldi sig þá ekki eiga heimangengt. Er þar kom að hann kom aftur, heill og óskíptur, og þá munaði um hann. Árið 1963 hætti Sverrir Gíslason í Hvammi formennsku í Stéttarsambandi bænda fyrir aldurs sakir, eftir 28 ára gifturíkt starf. Þá var enginn efi í hugum manna hver ætti að taka við. Allir vora sammála um að Gunnar á Hjarðar- felli væri færastur til að taka við sem formaður Stéttarsambandsins. Þessu trúnaðarstarfí gegndi hann í 18 ár eða til ársins 1981, þá tók hann við starfí sem framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs og því gegndi hann til ársloka 1987. Gunnar sat alls 38 aðal- og aukafundi Stéttar- sambands bænda. Árið 1963 urðu tímamót í lífi Gunnars og raunar fjölskyldunnar allrar. Starf hans leiddi til þess að hann varð að dvelja langtímum saman í Reykjavík. Heima urðu Ásta og flest börnin og sjá að mestu um búskapinn. Alltaf fylgdist Gunnar þó með, talaði heim flesta daga og fór heim eins oft og við varð komið. Hann notaði næturnar til ferðalaga, en var þó alltaf mætt- ur fyrstur til vinnu að morgni. Gunnar var lítill kröfumaður fyrir sjálfan sig. Lengi vel hafði hann litla og vanbúna vinnuaðstöðu í Bændahöllinni og eitt lítið herbergi á Hótel Sögu. Síðar fékk hann þó íbúð sem Stéttarsambandið keypti, og þá gat Ásta verið hjá honum tíma og tíma, og síðar flutti hún alveg suður og allt færðist til betri vegar. Gunnar gerði miklar kröfur til samstarfsmanna sinna, en gætti þess þó alltaf að gera meiri kröfur tii sjálfs sín en til annarra manna'. Hann ritaði ótölulegan fjölda blaða- greina tH varnar bændastéttinni og var óþreytandi í starfi, alltaf reiðu- búinn að mæta á bændafundum hvar og hvenær sem þess var ósk- að. Hann ferðaðist því mikið um landið og þekkti það manna best og einnig fólkið í hinum dreifðu byggðum. Hanm unni landinu og fólkir.u. Hann var metnaðarfullur og sannur íslendingur. í eðli sínu var hann dulur, skapstór og geðríkur, en hann tamdi skapgerð sína svo að undran vakti þeirra er til þekktu. í aðra röndina var hann viðkvæmur og auðsærður og tók mjög nærri sér ef veist var að honum á ódrengi- legan hátt, en svaraði slíku aldrei I sömu mynt heldur ávallt með kurt- eisum rökum. Þau hjónin á Hjarðarfelii áttu barnaJáni að fagna. Guðbjartur og Högni eru báðir kvæntir og búa félagsbúi á Hjarðarfelli. Teitur er efnafræðingur og vinnur hjá Áburð- arverksmiðjunni I Gufunesi. Hann er einnig kvæntur. Systumar þijár era ailar giftar, Sigríður I Frakk- landi, Hallgerður I Stykkishólmi og Þorbjörg á Egilsstöðum. Ég átti því láni að fagna að vera náinn samstarfsmaður Gunnars I rúm 20 ár og eignaðist með því vináttu þeirra hjóna. Fyrir það stend ég í mikilli þakkarskuld. Lengi hef ég vitað sú skuld yrði aldrei greidd. Að leiðarlokum sendum við hjón- in Ástu og bömunum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Árni Jónasson í dag verður Gunnar Guðbjarts- son, Hjarðarfelli, borinn til moldar. Gunnar fæddist á Hjarðarfelli I Mikiaholtshreppi 6. júní 1917. For- eldrar hans vora búandi þar, Guð- branda Guðbrandsdóttir og Guð- bjártur Kristjánsson bóndi og hreppstjóri. Gunnar nam við Hér- aðsskólann á Laugarvatni og Bændaskólann á Hvanneyri. Slðan bjó hann á Hjarðarfelli frá 1942. Gunnar var í röð hinna fremstu bænda, en valdist fljótlega til fé- lagsmálastarfa, enda vel til forystu failinn. Hann átti sæti I stjóm Bún- aðarsambands Snæfellinga 1944- 1980 og formaður þess frá 1968. Hann sat Búnaðarþing 1950-1982 og kjörinn heiðursfélagi BÍ 1987. Gunnar var fulltrúi á fundum Stétt- arsambands bænda frá 1945 og var kosinn formaður þess 1963 og gegndi því starfí I 18 ár. Formaður Framleiðsluráðs landbúnaðarins 1963-1981, en frá 1980-1987 var hann framkvæmdastjóri þess. Gunnar var varaþingmaður Framsóknarflokksins I Vestur- landskjördæmi 1959-1971 og sat nokkram sinnum á Alþingi. Þá sat Gunnar í miðstjórn Framsóknar- flokksins um langt árabil. Félagsmálastörf Gunnars orsök- uðu að sjálfsögðu miklar fjarvistír frá búskapnum en síðari árí.n áttu þau hjón, Ásthildur Teitsdóttir frá Eyvindartungu I Laugardal, sér annað heimili I Reykjavík. Gunnar var óvenjulegúr maður. Ég minnist þess hve ég hreifst af honum og málflutningi hans strax og hann kom I fyrirsvari fyrir Stétt- arsamband bænda. Maðurinn var stálgreindur, óvenju töluglöggur og minnugur á tölur, skýr og sköruleg- ur I málflutningi og lagði óvenjulega einurð I hvert það verk er hann tók sér fyrir hendur. Þegar Gunnar varð foringi bændasamtakanna var ég kornungur bóndi og mér er enn I minni fyrsti fundur sem ég sat með honum á Blönduósi og hvílíkur fengur mér þótti að stétt mín hafði eignast slíkan forystumann. Ég átti eftir að hafa margt sam- an við Gunnar að sælda á vettvangi Stéttarsambandsins, allt varð það á eina leið, traust mitt á skörpum skilningi hans hélst alla tíð. Gunnar var skapmikill maður og lagði sig allan I verkefni sín. Þess vegna tók hann nærri sér mótbyr og andstöðu og mun það hafa reynt mjög á hann stundum. Hann var gæddur mjög ríkri ábyrgðartilfinningu og ég held að honum hafi fundist hann sjálfur bera ábyrgð á íslenskri bændastétt og efnahagslegri af- komu hennar. Þetta var ekki létt byrði sérstaklega síðustu árin þegar þrengdi kosti stéttarinnar og and- byr I garð hennar óx I þjóðfélaginu. Ósigra tók Gunnar nærri sér án þess þó að bogna eða brotna enda var hart I manninum. Atvikin höguðu því svo að Gunn- ar varð ekki þingmaður, eins og vilji margra framsóknarmanna stóð þó til að hann yrði, enda átti flokk- urinn fyrir gróna og farsæla for- ystumenn I kjördæminu. Gunnar tók alla tíð mikinn þátt I starfí Framsóknarflokksins cfg naut þar virðingar umfram flesta, þótt stundum þætti honum sjónarmið sín ekki fá nægan hljómgrunn. Gunnar átti hina ágætustu konu, Ásthildi Teitsdóttur, og varð þeim sex mikilhæfra bama auðið. Ást- hildur var manni sínum umhyggju- söm, enda þurfti hann þess með þar sem hann stóð sífellt I ströngu I starfí sínu og baráttu fyrir stétt sína. Gunnar Guðbjartsson helgaði líf sitt íslenskri bændastétt. Sigrar hennar vora hans sigrar en ósigrar hennar hans ósigrar. Islenskir bændur eiga honum mikið að þakka, meira en flestum forystu- mönnum sínum. Ég tel að öðruvísi væri um að litast I íslenskum sveit- um og að þrengra hefði verið I búi á mörgu býlinu hefði harðfylgis hans ekki notið við. Ég vil að lokum þakka fyrir mig persónulega. Kynni okkar vora ætíð góð, samvinnu okkar minnist ég með ánægju. Oft fór ég I smiðju til Gunnars þegar mér þótti mikið við liggja og réði hann mér jafnan svo heilt sem hann mátti. Gunnar var ekki sveigjanlegur I skoðunum og þoldu sumir það illa og lögðu honum til lasts. Ég var ekki einn af þeim og mat meira góðan hug hans og einurð. í minn- ingu minni var Gunnar Guðbjarts- son óvenju heilsteyptur maður sem mikill fengur var að kynnast og sem stétt mín, flokkur minn og ég sjálf- ur er I þakkarskuld við. Blessuð sé minning Gunnars Guðbjartssonar. Páll Pétursson íslensk bændastétt er einum for- ystumanni fátækari og hefur misst þann manninn, sem að öðrum ólöst- uðum stóð hvað dyggastan vörð um hagsmuni hennar í hálfa öld, fyrst I sínu heimahéraði á Snæfellsnesi en síðar sem forystumaður I Stétt- arsambandi bænda og I Fram- leiðsluráði landbúnaðarins. Hann lét auk þess mikið að sér kveða sem stjórnarmaður I mörgum stofnunum tengdum Iandbúnaði og þjóðarbú- skap. Hann sat um tíma á Alþingi sem varaþingmaður Framsóknar- flokksins, og gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum, sem ekki verða talin upp hér. Ég vil minnast hans sem góðs vinar I nærri 60 ár frá því við kynnt- umst fyrst I ungmennafélagsskapn- um á Snæfellsnesi og síðar sem skólabróður á Hvanneyri. Þau góðu kynni vora óbreytt alla tíð. Gunnar tók búfræðinámið á ein- um vetri eftir nám I héraðsskóla. Slíkt gerðu fleiri en hann, en Gunn- ar lék sér að því að taka eitt hæsta búfræðipróf sem tekið hefur verið þar. Man ég vel að prófdómarinn Guðmundur Jónsson frá Hvítár- bakka sagði við skólalok að það værisérstakur „eliganse" yfír próf- ritgerðum Gunnars I jarðræktar- og búíjárfræði. Þó var síður en svo að Gunnar lægi jrfir skólabókunum, hann tók virkan þátt I félagslífí skólans, var söngmaður góður eins og margir ættmenn hans. Það var þvi engin tflviljun að Gunnar réðst ungur til forystu- starfa á búnaðarsviði, jafnframt sem hann gerðist bóndi á ættaijörð sinni. Hann var enginn málskrafs- maður en átti létt með að finna kjarnann I hveiju máli og greina aðalatriðin frá aukaliðum, auk þess ósérhlífínn að sinna ýmsu ólaunuðu kvabbi þegar um góð málefni var að ræða. Ég þikist vita að samverkamenn hans I samtökum bænda gerir aðal- störfum hans góð skil og skal því ekki fjölyrt um þau frekar, en með- al starfa hans á Snæfellsnesi sem lengi mun minnst verða má minna á uppbyggingu Laugagerðisskóla og stjórnarseta I Búnaðarsambandi Snæfellsness frá 1944-80, þar af formaður frá 1968.: Ritaði hann gott ágrip af sögu sambandsins sem birtust I bókinni Byggðir Snæfells- ness 1977. Ég vil að lokum gera smávegis grein fyrir samstarfí okkar I héraðs- sögunefnd Snæfellsness. Fyrir 12-14 árum voram við beðnir að taka sæti I þessari nefnd og að taka við bókalager sem safn- ast hafði fyrir hjá fyrri nefndum á vegum félags Snæfellinga og Hnappdæla I Reykjavík undir röggsamri stjóm Ásgeirs heitins Ásgeirssonar frá Fróðá. Með okkur var valinn af hálfu heimamanna heiðursbóndinn Bjöm Jónsson á Innri-Kóngsbakka I Helgafellssveit. Gunnar féllst á að vera formað- ur, þó hann væri yfirhlaðinn störf- um. Við héldum nokkra fundi og ákváðum síðar að ráðast ekki I frek- ari útgáfur bóka, þó nokkurt efni væri til I handriti eftir góða höf- unda. Má segja, að e.t.v. hafí þarna verið sýslunni forðað frá fjárhags- tapi, því eins og kunnugt er hafa menningarlegar útgáfur bóka átt við. gjaldþrot og erfiðleika að etja og er talsvert til I því sem sagt er að sígilda bók lofsyngja margir nú á dögum en fáir kaupa eða nenna að lesa. -___ Gunnar bað mig að varðveita bókalagerinn og reyna að koma honum í peninga. Mikið er erin óselt en þó seldist nokkuð og eru pening- arnir geymdir á nafni Snæfellinga- útgáfunnar I Landsbankanum. Skilagrein varðandi þessi viðskipti hefi ég sent sýslumanni Snæfellinga til síðasta árs en yfírstjóm þessara málá mun væntanlega færast til Héraðsnefndar Snæfellsness I Stykkishólmi. Verð ég þá væntan- lega leystur frá störfum, enda nú einn eftir af nefndarmönnum, en þeim látnu heiðursmönnum er hér með þakkað samstarfíð. Saga Gunnars verður væntan- lega rituð síðar og er mér kunnugt um að hann hafði notað stopular tómstundir til skrásetningar endur- minninga sinna. Enfremur hafði hann skráð mikinn fróðleik um bú- endur I Hnappadal aðallega í Mflda- holtshreppi og miðaði honum þar vel áfram þar til sjúkdómurinn tók hann heljartökum fyrir ári síðan. Gunnar var gæfumaður I eimka- lífí. Hann ólst upp á miklu menning- arheimili I hópi 7 systkina, sem öll hafa reynst nýtir þjóðfélagsþegnar. Foreldramir vora heiðurshjónin Guðbranda Þorbjörg Guðbrands- dóttir og Guðbjartur Kristjánsson, kunnur forystumaður bænda á Snæfellsnesi. Gunnar kvæntist 1942 mikílli ágætis konu, Ásthildi Teitsdóttur frá Eyvindartungu I Laugardal. Hún hefur staðið dyggilega við hlið hans I blíðu og stríðu. Böm þeirra era sex að tölu. Dugnaðar- og gáfu- fólk. Tveir synir þeirra búa á Hjarð- arfelii, en þá jörð gerði Gunnar að nýtísku stórbýli á fáum árum og synir hans enn aukið við. Ég og Elín kona mín vottum Ásthildi, bömum og öðram aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Þórður Kárason í dag er til moldar borinn frá Fáskrúðarbakkakirkju I Miklaholts- hreppi Gunnar Guðbjartsson frá Hjarðarfelli, fyrrverandi formaður Stéttarsambands bænda, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins og stjóraarmaður Lífeyrissjóðs bænda I 20 ár, svo fátt eitt sé talið af þeiin tjölmörgu störfum sem hann gegndi um ævina. Á sjöunda áratugnum var na$ki umræða I þjóðfélaginu um nauðsyn þess að allir landsmenn ættu meiri lífeyrisréttindi en almannatrygg- ingar veittu. Þessi umræða leiddi meðal annars til þess að árið 1969 var samið um stofnun hinna svo- nefndu almennu lífeyrissjóða I samningum ASÍ og VSÍ. Þessi umræða fór einnig fram innan bændastéttarinnar og var Gunnar Guðbjartsson helsti hvatamaður þess að bændur stofnuðu sérstakan lífeyrissjóð og starfaði I ýmsum nefndum að undirbúningi að stofn- un slíks sjóðs allt frá árinu 1962 og átti síðan sæti I sfjóm sjóðsins frá stofnun hans, árið 1971, tál árs- loka 1990, eða I 20 ár. Hann bar hag sjóðsins ætíð sérstaklega fyrir bijósti og vann honum allt sem hann mátti. í stjómarstörfunum munaði mikið um afburða þekkingu hans á málefnum bænda og aðstæð- um þeirra og frábært minni hans geymdi upplýsingar um nálega hvern bónda og býli á landinu. ■ Kynni mín af Gunnari hófust fyrir nálega sex árum er ég réðst til Lífeyrissjóðs bænda sem fram- kvæmdastjóri sjóðsins. Mestallan þann tíma starfaði Gunnar I Bændahöllinni, fyrst sem fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins og síðar sem starfs- maður Landssambands sláturleyfis- hafa, og áttum við talsvert sam- starf sem ég met mikils. Gunnar vann heilshugar að öllu sem hann lagði hönd á og af ein- lægri trú á að verkið væri þarft. Veí má vera að í einhveijum tilvik- um hafi eftiráhyggjumenn síðar haft uppi efasemdir um gildi sumra þessara verka, en ekki verður allt séð fyrir og skal þó vinnast. Og víst var Gunnar gæddur góðri dóm- greind og flanaði ekki að neinu/ í daglegri framgöngu var Gunnar fremur alvarlegur í fasi, en var þó enginn eftirbátur annarra á gleði- stundum. Hann var snjall ræðumað- ur og hafði gaman af söng og var sjálfur ágætur söngmaður. Hann var skapríkur, tilfinningaheitur og lund hans viðkvæm og gat það ver- ið hans Akkillesarhæll í hita barátt- unnar. Það var í samræmi við eðlis- læga framgöngu hans og skynsemi að kunna að skemmta sér þegar það átti við, en ganga síðan til verka af einurð. Ég hygg að hann hafí fremur verið starfans maður en gleðinnar. Gunnar kveður nú eftir gifturíka starfsævi, lengst af sem bóndi og við störf í þágu samtaka bænda. Hann var starfsmaður maður og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.