Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Páskatónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands voru haldnir í Langholtskirkju sl. fimmtudag. A efnisskránni voru verk eftir J.S. Bach, Mozart og Haydn. Flyljendur voru, auk hljómsveitarinnar, sönghópurinn Hljómeyki, ein- söngvararnir Marta Guðrún Halldórsdóttir, Sigríður Jóns- dóttir, Þorgeir J. Andrésson og Magnús Baldvinsson. Ein- leikari á flautu var Áshildur Haraldsdóttir og sljórnandi Páll P. Pálsson. Tónleikarnir hófust á þriðju hljómsveitarsvítunni eftir J.S. Bach. Flutningur verksins leið nokkuð fyrir það að einhver tæki kirkjunnar „urruðu“, svo að t.d. arían fræga, annar þáttur verks- ins, fór mjög fyrir ofan garð og neðan fyrir hlustendur og hefur trúlega ekki síður haft truflandi áhrif á flytjendur. Fyrsti flautukonsertinn eftir Mozart var annað verkefni tón- leikanna. Einleikari var Áshildur Haraldsdóttir og heillaði hún áheyrendur með afburða falleg- um leik. Það er ekki aðeins að leikur hennar beri merki „virtú- ósiskrar“ tækni, heldur og leiks með blæbrigði sem aðeins af- burða góðir tónlistarmenn hafa á valdi sínu. Að hlýða á fallega og silfraða tónun hennar er eins og bergja á tæru íslensku fjalla- vatni, sem glitrar við sólu og glampar á sem gimsteina í enda- lausri heiðríkju flallanna. Síðasta verkið á þessum pá- skatónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands var Sjö orð Krists á krossinum, eftir Haydn. Þar áttu hlut að Hljómeyki, sem Sig- ursveinn K. Magnússon æfði fyr- ir þessa tónleika, og einsöngvar- arnir Marta Guðrún Halldórs- dóttir, Sigríður Jónsdóttir, Þor- geir J. Andrésson og Magnús Baldvinsson. Þetta er sérkenni- legt verk. Haydn segir sjálfur; „Það er ekki auðvelt verk að semja sjö Adagio (þýðir mjög hægt) þætti, sem hver fyrir sig átti að vera minnst 10 mínútur, án þess að þreyta hlustendur.“ Þar átti Haydn við fyrstu gerð þessa verks sem samið var fyrir hljómsveit og uppfæra skyldi við messu, þar sem presturinn læsi upp orð Krists en á milli þeirra og meðan presturinn bæðist fyr- ir, léki hljómsveitin eins konar hugleiðingar um innihald hverrar setningar. Síðari gerðin, fyrir kór og ein- söngvara á sér sérkennilega sögu, því á leiðinni í seinni ferð sinni til Lundúna var Haydn við- staddur uppfærslu á kórradd- setningu verksins, undir stjóm og i gerð Josephs Frieberth, sem starfaði í Passau. Haydn gerði svo sína eigin útfærslu, er hann kom aftur til Vínar. Verkið er að gerð og rithætti hugsað sem kói-verk og er ein- söngsröddum skipað sem styrk- leika og blæandstæða kórsins, með einstaka strófum fyrir ein- söngvara og era sjö kaflar vers- ins þannig samtvinnaðir fyrir einsöngvara og kór. Síðasti kaflinn, ,jarðskjálftinn“ er ein- göngu saminn fyrir kór. Það er því erfitt að tilgreina eitthvað sérstakt, nema að flutningur verksins í heild tókst mjög vel, bæði einsöngvarar og kór, svo og hljómsveitin, fluttu það af reisn og alvöru, undir öruggri stjóm Páls P. Pálssonar. Bestu fréttaljósmynd ársins tók Júlíus Sigurjónsson. FRETTALJOSMYNDIR List og hönnun Bragi Ásgeirsson Það sem fyrir augu allra ber, sem á annað borð opna dagblöð, eru öðru fremur hinar mörgu ljósmynd- ir, sem fylgja fréttatexta, og taka oftar en ekki meira rúm en þeir sjálfir, þekja hálfa og jafnvel heilu síðurnar er best lætur. Um þýðingu fréttaljósmynda í nútíma fjölmiðlun þarf því enginn að velkjast í vafa, að sjálfsögðu eru ljósmyndararnir misjafnlega glúrnir að taka góð fréttakot, eins og það nefnist, engu síður en blaðamenn- irnir eru misnæmir á gott fréttaefni. Þá gildir einnig að vera í ná- grenninu, þegar eitthvað mikið ger- ist og hér virðast einnig sumir hafa næmari eðlisávísun en aðrir. Hér ríkja og önnur lögmál en hjá atvinnuljósmyndurunum, er leita uppi myndefni úti sem inni og ligg- ur ekki endilega neitt óskaplega á. Hins vegar eldist fréttaljósmyndin fljótlega og úreldist, svo sem fréttin sjálf, nema í einstaka tilviki, er mikið var að gerast, sem endurtek- ur sig kannski aldrei. Þá er ljós- myndin einmitt öruggasti sagn- fræðingurinn, svo lengi sem ekki er krukkað í hana af óvilhöllum, sem stundum gerist í heimi hér. Þegar meta skal góða fréttaljós- mynd gilda einnig önnur lögmál en hjá hinum almennu atvinnuljós- myndurum og þannig hefur frétta- gildið ósjaldan mun meira vægi en ljósmyndin sjálf og hið fagurfræði- lega mat, að ekki sé farið út í aðra tæknilega þætti ljósmyndafagsins. Listrýnirinn hefur séð fjöldann allan af fréttaljósmyndasýningum um dagana, bæði hér heima og er- lendis, og hefur því nokkurt yfirlit og samanburð, og einnig hefur hann kíkt á mikinn grúa almennra ljós- myndasýninga og hefur haft af hvortutveggja mikinn fróðleik og á stundum ómælda ánægju. — Þetta er allt á blað fest vegna sýningarinnar „Fréttamyndir 1990“ í Listasafni ASÍ, sem var opnuð um síðustu helgi og lýkur nú á sunnu- dag. Sérstök dómnefnd valdi nær 100 ljósmyndir úr miklum fjölda inn- sendra mynda og valdi að auk bestu ljósmyndina úr sjö mismunandi efn- isflokkum. Þar að auki bestu frétta- ljómynd ársins. Sú mynd, sem er eftir Júlíus Sigurjónsson (Morgun- blaðinu), er vafalítið magnaðasta fréttaskot ársins, vegna þess m.a. hve hún segir mikið um þjóðfélags- ástandið hér á landi og þær örlaga- ríku breytingar, sem hafa á því orðið á fáum árum. En svo má að sjálfögðu deila um það endalaust, hvort þetta sé svo í sjálfu sér besta ljósmyndin og það segir einmitt heilmikla sögu um eðli fréttaljós- myndarinnar. — Myndirnar á sýningunni eru yfirleitt mjög vel teknar, en ég er alls ekki sammála um fréttagildi margra myndanna frekar en vægi ýmissa þeirra frétta, sem blöð og ljósvakar telja hafa forgang. Álít ég, að hér hafi orðið nokkur aftur- för og einhæfnin og síbyljan yfir- þyrmandi. En það er nú ekki við fréttaljósmyndarana að sakast nema í fáum tilvikum, því að þeir fara yfirleitt þangað sem þeir eru sendir. Ég hrökk annars við á sýning- unni við skoðun myndanna, vegna þess hve íslenzkur vettvangur hefur breyst mikið á undanförnum árum og því miður í átt til alþjóðlegrar flatneskju og yfirborðsmennsku. Margt myndanna gæti verið hvaðan sem er úr heiminum, en minna ber á íslenzkum sérkennum og þjóðar- sál. Þjóðareinkennin tel ég ekki öðru fremur gljástrokna stjórnmál- amenn, yfirborðs- og útlimamenn- ingu, eða það sem illa upplýstur fjöldinn er helst mataður á af óvön- duðum hagsmunahópum meðal stórþjóða. Slíkt er síst til eftirbreytni jafn sérstætt og verðmætt þjóðfélag og þetta hefur verið fram að þessu og verður vonandi enn um skeið, — helst urn langa framtíð. En framtakið hjá sýningaraðilun- um, sem eru Blaðamannafélagið og Blaðaljósmyndarafélagið, er hið lofsverðasta, og mæli ég eindregið með innliti áhugasamra á sýning- una ásamt árvissu framhaldi fram- kvæmdarinnar. Skorpnar vará' eiu Ktið augnayndi Þurrar, flagnaðar varir. Meiðing sólar- Ijóss, vinds og kulda. Eða þurrs inniJofts! Þess vegna eru fómarlömbin jafnt áhuga- samir sjónvarpsáhorfendur sem og iðnir trimmarar. Það er sama hverjir Kfshættir þínir em, Blistex mýkir og fegrar varir þínar með fernu móti. . . STAUTURINN: Blistex, varasalvi með PABA sólvöm. TÚPAN: Blistex, varasmyrsl til að lina verki í kuldabitnum vörum eða frunsum. HANDHÆGU KRUKKURNAR: Blistex, varaáburður til að mýkja, græða og verja varimar daglega. Lip-Medex, græðir og mýkir mjög þurrar sprungnar varir og frunsur. Blistex endurnærir þurrar og sþrungnar varir. f Heildsala: KEMIKALlA HF GARÐABÆ , LIP®* MEDEX “•gsss? '0usuv Pp0 i daily CONDmONlNC treaíment forups" I SV' SflSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.