Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 39 Siguijón Hjörleifsson, Dalvík - Minning Fæddur 13. maí 1910 Dáinn 11. mars 1991 Og geiglausum huga ég held til móts við haustið, sem allra bíður. Og sefandi harmljóð hins helga fljóts úr húminu til mín líður. Eins veit ég og finn að það fylgir mér um firð hinna bláu vega, er hníg ég eitt síðkvöld að hjarta þér, ó, haustfagra ættjörð míns trega. (T.G.) Laugardaginn 23. mars verður til moldar borinn frá Dalvíkurkirkju föðurbróðir minn, Siguijón Hjör- leifsson, sem lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri eftir langa og harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Baráttuna háði hann af mikilli þrautseigju. Mig langar til að minn- ast hans með örfáum orðum nú þegar hann er lagður til hinstu hvílu. Siguijón fæddist á Knappsstöð- um í Fljótum, sonur hjónanna Rósu Jóhannsdóttur og Hjörleifs Jó- hannssonar, sem alls eignuðust 14 börn, en nokkur þeirra dóu á unga aldri. Þijú þeirra lifa bróður sinn. Rósa og Hjörleifur fluttu frá Knappstöðum að Gullbringu í ar, skrifstofustjora. Bankar og sparisjóðir eru al- mennt opnir frá kl. 9:15 til 16 alla virka daga og eins er algengt að jafnframt sé opið til kl. 18 á fimmtudögum eða föstudögum. Þórarinn sagði að Sparisjóður Kópavogs hefði hætt að hafa opið til kl. 18 á fimmtudögum fyrir tveimur árum, en hugmyndin um að opna fyrr á morgnana hefði kom- ið upp s.l. haust. Þetta hefði ekki Svarfaðardal er Siguijón var 12 ára gamall. Lífsbaráttan var hörð á þessum tímum, og því fór hann snemma að vinna fyrir sér, og fyrstu árin var hann í kaupavinnu í Svarfaðar- dal. Um tíma stundaði hann einnig sjóinn. Lögreglumaður á Dalvík var hann til margra ára, en síðustu starfsárin vann hann hjá Útgerðar- félagi Dalvíkinga hf. 21. desember 1941 kvæntist hann Sigurbjörgu Pálsdóttur, sem ættuð var frá Bakkagerði í Borgar- firði eystra. Þau bjuggu allan sinn búskap á Dalvík að undanskildum áranum 1952 til 1957 erþau bjuggu að Sauðanesi í Dalvíkurhreppi, sem þá var nyrsti bær hreppsins, skammt sunnan Ólafsfjarðarmúla. Eftirlifandi sonur þeirra er Valur Hólm, vélfræðingur við Laxárvirkj- un. Kona hans er Fjóla Stefánsdótt- ir frá Akureyri, hótelstjóri á Húsavík. Þau eiga tvær dætur; Margréti Hólm en maður hennar er Sigurður Böðvarsson frá Gaut- löndum í Mývatnssveit og Svanhildi Hólm. Barn Margrétar og Sigurðar er Ragnhildur. Sigurbjörg lést 1. verið gert áður og ákvörðunin hefði síðan verið tekin í samráði við starfsfólkið, sem ræður hvort það tekur frí á öðram tíma fyrir að byija fyrr eða fær greidda yfir- vinnu. Þórarinn sagði að þessi tilraun yrði endurskoðuð í lok september n.k. Hún lofaði góðu, en fyrst myndi verulega reyna á hana í vikunni eftir páska. júní 1983 eftir margra ára sjúk- dómsbaráttu. Allt fram til hinstu stundar annaðist Siguijón konu sína í veikindum hennar af slíkri alúð og umhyggju, að okkur sem til þekktu mun seint gleymast. Siguijón naut mjög samskipta við náttúruna, sérstaklega þau ár sem hann bjó að Sauðanesi. Hann var mikill dýravinur, og annaðist skepnur sínar af kunnáttu og kost- gæfni, sérstaklega þó hesta sína, en hestamennskan veitti honum margar ánægjustundirnar. í bernsku var ég þeirrar gæfu aðnjót- andi að dvelja þijú sumur á Sauða- nesi hjá þeim hjónum og hef ég alla tíð verið þakklát fyrir þann tíma. Þar bast ég þeim hjónum sterkum böndum sem aldrei rofn- uðu. Margar góðar minningar á ég frá þessum tíma og minnist ég sérstak- lega kyrrðarinnar og hinna björtu sumarkvölda um hásláttinn þegar allir lögðust, á eitt við að koma heyinu í hlöðu. Ég minnist þessa fallega manns taka rösklega til hendi við hin ýmsu bústörf við að- búnað og tæki sem nútímabóndinn þekkir aðeins af afspurn. Glettni og skemmtileg tilsvör fékk ég oft frá honum sem annars var fremur fámáll að eðlisfari, en hæverska var honum í blóð borin. Lífsgöngu góðs drengs er lokið, Guð blessi minningu hans. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Sigurbjörg Gestsdóttir Sparisjóður Kópavogs: Breyttum opnun- artíma vel tekið SPARISJÓÐUR Kópavogs breytti opnunartímanum á 35 ára afmæl- inu á miðvikudag, hefur opið frá klukkan 8:30 alla virka daga, og hefur breytingunni verið vel tekið að sögn Þórarins Guðmundsson- Salbjörg I. Jónatans- dóttir - Minning Fædd 10. ágúst 1914 Dáin 11. nóvember 1990 Mig langar að minnasý hennar Salbjargar Ingibjargar Jonatans- dóttur eða Boggu frænku, eins og ég kallaði hana alltaf, með nokkrum línum. • Bogga frænka, besta frænka í heimi, var mér alltaf mjög kær og átti ég margar góðar stundir með henni. Ég ogr systir mín fórum oft með mömmu til hennar þegar við vorum litlar og spiluðu þær mikið. Á meðan þær voru að spila lánaði Bogga okkur postulínsstytturnar sínar til að leika okkur með og fannst okkur hún sýna okkur mikið traust með því. Alltaf var hún jafn hissa á því að við skyldum ekki bijóta neina styttu. Bogga og mamma voru systur og voru þær mjög samrýndar. Þær hittust oft til að sþila eða fara í bingó. Syni mínum, honum Aðalbirni, þótti mjög vænt um Boggu frænku. Þegar hann var fjögurra ára, byij- aði hann að tala um það að hann og Bogga ætluðu að búa saman þegar hann yrði stór og ætlaði hann að smíða hjónarúm handa þeim svo þau gætu verið hjón. Svo . mikið þótti honum vænt um hana. Sumarið 1989 fóru mamma og Bogga ásamt börnum sínum, mök- um þeirra og barnabörnum til Hríseyjar til að heilsa upp á æsku- stöðvar sínar og var ég og fjöl- skylda mín þar á meðal. Þar skemmtu sér allir hið besta og ekki síst Bogga sem var eldhress að vanda. Okkur tók því mjög sárt að sjá Boggu frænku svona mikið veika á sjúkrahúsinu stuttu áður en hún dó. En þá fór ég með börnin mín þijú til hennar og gáfum við henni mynd 'af henni og Aðalbirni dans- andi gömlu dansana saman í Hrísey. Þegar hún fékk myndina fylltust augu hennar tárum. Þegar við heimsóttum hana á sjúkrahúsið í síðasta skiptið, var eins og við vissum að þetta væri í síðasta skipti sem við sæjum hana. Aðalbjörn og Bogga horfðust í augu og táraðust bæði. Við kysstum Boggu frænku bless í síðasta sinn, gengum fram ganginn og snerum okkur við til að veifa henni. Ég hugsa oft til Boggu frænku, hún var góð kona, góður vinur, og besta frænka í heimi. Henni mun ég aldrei gleyma. Hvíli hún í friði. Elsku Þórður, börn hinnar látnu, barnabörn og aðrir aðstandendur, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma 1 dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setj ast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðm.) Linda Sig. Aðalbjörnsdóttir Þ.ÞDRGRÍM5S0N&C0 001301100. gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 I o> 5 VEGGFÓDUR-UM ALLT LANU Nú er hægt að velja veggfóður frá Veggfóðraranum um allt land. Sölu- aðilar vítt og breitt um landið bjóða viðskiptavinum sínum að skoða bók með fjölda sýnishoma af veggfóðri. í bókinni er valið veggfóður sem hentar í allar vistarverur heimilisins. Stofur, svefnherbergi, barna- herbergi, borðstofur, ganga - hvar sem hugurinn girnist. Gefðu heimili þínu fallegt og hlýlegt yfirbragð með veggfóðri. VEGGFODRARINN VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • SÍMI: (91) - 687171 SfiLUABILAR Dropinn sf • Keflavík Málningarþjónustan hf • Akranesi Málningarbúðm • Akranesi Kaupfélag Borgfirðinga KB • Borgarnesi Litabúðin • Ólafsvík Versiunin Húsið • Stykkishólmi Verslunin Hamrar • Grundarfirði Dalakjör hf • Búðardal Byggir hf • Patreksfirði Pensillinn hf • ísafirði Kaupfélag Steingrímsfjarðar KSÞ • Hólmavfk Trésmiðjan Stígandi • Blönduósi Kaupfélag Skagfirðinga KS • Sauðárkrók Versiunin Hegri • Sauðárkrók Kaupféiag Eyfirðinga KEA • Siglufirði Verslunin íbúðin • Akureyri Kaupfélag Eyfirðinga KEA • Akureyri Kaupfélag Eyfirðinga KEA • Dalvik Kaupfélag Þingeyinga KÞ • Húsavík Kaupfélag Héraðsbúa • Egilsstöðum Málningarverslun Guðmundar »Eskifirði Kaupfélag Héraðsbúa • Reyðarfirði Kaupfélagið Fram • Neskaupstað Kaupfélag Vopnfirðinga • Vopnafirði Kaupfélag A-Skaftfellinga KASK • Höfn, Hornafirði Ástþór Guðmundsson • Höfn, Hornafirði Kaupfélag Árnesinga KÁ • Vik Reynisstaðir • Vestmannaeyjum Kaupfélag Rangæinga • Hvolsvelli Kaupfélag Árnesinga KÁ • Selfossi S.G. Búðin* Selfossi Verslunin Stoð • Þorlákshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.