Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 31 Þrjú íslensk ungmenni utan Heimskautahátíð í Síberíu: ÞRJÚ fimmtán ára íslensk ungmenni eru nú ásamt kennara í Síberíu á hátið barna frá norðlæg-um löndum. Hátíðin stendur yfir frá 17. til 29. þessa mánaðar. Fyrir nokkru var staddur hér á landi sovéskur heimskautafari, eðl- is- og stærðfræðingur, Dmitry Shparo, til að kynna hátíðina. Hann er forseti sovéska ævintýraklúbbs- ins Sputnik sem stendur fyrir ævin- týraferðum yngri kynslóðarinnar um svo til óþekkt svæði við Hvíta- haf og í Síberíu. Dmitry var mikið í mun að ná íslenskum börnum á þessa heimskautahátíð, þar sem áhersla er lögð á að börn frá norð- lægu Iöndunum Kanada, Alaska, Grænlandi, (kannski Færeyjum), Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi kynnist og læri um ólíka lífshætti þjóðanna. Það varð úr að þrjú 15 ára ung- menni, Auður Elfa Kjartansdóttir, Gunnar Freyr Steinsson og Leifur Þór Leifsson, fóru héðan ásamt Matthíasi Kristiansen, kennara og fararstjóra. Þau dvelja hjá fjölskyld- um í Vorkuta Evrópumegin við Úralijöll og í Salekhard Asíumegin við fjallgarðinn - og taka þátt í margskonar þjóðlegum íþróttum eins og akstri á hunda- og hrein- dýrasleðum, þau fara á göngusk- íðum yfir frosnar ár handan heim- skautsbaugsins og síðast en ekki sist kynnast lífsháttum Síberíu- fólksins. Þátttakendur í Síberíuferð við brottför frá Keflavík: Matthías Kristiansen, kennari og farar- stjóri, Auður Elfa Kjartansdóttir, Gunnar Freyr Steinsson og L'eif- ur Þór Leifsson. Eitt atriði úr myndinni „Bíttu mig, elskaðu mig“. Háskólabíó sýnir myndina „Bíttu mig, elskaðu mig“ HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýningar myndina „Bíttu mig, elskaðu mig“. Með aðalhlutverk fara Antonio Banderas og Vict- oria Abril. Leikstjóri myndar- innar er Almodovar. Nýlega er Ricky laus af munað- arleysingjahælinu sem hefur verið heimili hans frá bamæsku og er nú tilbúinn að hefja eðlilegt líf. Hann dreymir um að festa ráð sitt með yndislegri konu, barna- hópi og fastri atvinnu. Sem brúði velur Ricky Marinu sem er dáfög- ur * klámmyndastjarna en með henni eyddi hann nótt þegar hann slapp frá hælinu einu sinni sem oftar. Þegar Ricky heimsækir hana í kvikmyndaverið ber Marina ekki kennsl á hann. Hann telur eina úrræði sitt vera að ræna Marinu og er sannfærður um að með tímanum verði hún ástfangin af honum eins og hann er af henni. Þeim mun æstari sem leitin að Marinu verður æsast einnig til- finningar hennar í garð Rickys að því marki að hún er í vafa um hvort hún vilji láta bjarga sér. Hvað er Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 KONUNGUR FJALLAHJÓLANNA MUDDY FOX er þrælsterkf og endingargott fjallahjól sem er þaulreynt á Islandi og vel þekkt í hópi hjólreiðamanna. MUDDY FOX er sannur konungur fjallahjólanna. GAP G.Á. Pétursson hf E Raðgreiðslur Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.