Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 Sumarsólstöðu- námskeið í júm Píanóleikarinn Willem Brons og fagottleikarinn Joep Terwey frá Hollandi verða leiðbeinendur SUMARSÓLSTÖÐUR er heiti á tónlistarnámskeiði sem haldið verður fyrir píanóleikara og fagott-leikara á ísafirði dagana 24.-30. júní nk. en umsóknarfrestur rennur hins vegar út nú um mánaðamótin næstu. Leiðbeinendur á þessu námskeiði verða úr hópi þekktustu og virtustu tónlistarmanna Hollands, píanóleikarinn Willem Brons og fagott-leik- arinn Joep Terwey. Að námskeiði þessu stendur Tónlist- arskólinn á ísafirði ásamt ýmsum fyrrum nemendum leiðbeinendanna tveggja hér á iandi. Námskeiðið er alþjóðlegt og hefur bæklingur um námskeiðið verið sendur til tónlistar- skóla víða í Evrópu. Er gert ráð fyrir þátttöku erlendra tónlistar- manna í bland við innlenda. Willem Brons er einn kunnasti píanóleikari Hollendinga og hefur haldið einleikstónleika víða um Evr- ópu og víðar en auk þess leikið inn á fjölmargar hljómplötur. Hann er einn aðal píanókennarinn við Sweel- inck Conservatorium í Amsterdam. Brons hefur hlotið sérstakt lof fyrir túlkun sína á Beethoven, Schubert og Schumann. Willem Brons er íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur, þar sem hann hefur áður haldið námskeið hér á landi og verið með tónleika. Margir Islend- ingar hafa einnig numið hjá meistar- anum í Amsterdam. Brons mun í ferð sinni í þetta sinn halda hér tvenna tónleika í nafni EPTA, evr- ópusamtaka píanókennara — í Reykjavík laugardaginn 22. júní og á Isafirði mánudaginn 24. júní. Joep Terwey hefur verið sólófag- ottleikari Concertgebouw hljóm- . sveitarinnar í Amsterdam frá árinu 1967. Hann hefur einnig tekið virk- an þátt í flutningi kammertónlistar, og leikið víða um heim bæði með Hollensku blásarasveitinni sem hann er einn af stofnendum að og með Concertgebouw-hljómsveitinni. Hann hefur auk þess leikið inn á ljölda hljpmplatna. Terwey kennir við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og einnig Het Koninklij- ke Conservatorium í den Haag. Hann er eftirsóttur leiðbeinandi á námskeiðum bæði fyrir einleikara og kammertónlistariðkendur, að því er kemur fram í frétt frá aðstand- endum námskeiðsins. Þátttöku skal tilkynna til Tónlist- arskólans á ísafirði fyrir mánaða- mótin næstu. Þátttökugjald er kr. 6000 og unnt er að fá gistingu vik- una sem námskeiðið stendur fyrir kr. 5000. Fiugleiðir styrkja nám- skeiðshaldið með sérstöku afsláttar- fargjaldi fyrir þátttakendur milli Reykjavíkur og Isafjarðar. 011 Kfl 01 07fl L*RUS Þ’ VALDIMARSSON framkvæmðastjóRI L \ IOU“tlw/U KRISTIN1MSIGURJÓNSSON,HRL.lögqilturfasteígnasali Til sýnis og sölu eru að koma m.a. eigna: Úrvalsíbúð - nýtt bílhýsi 3ja herb. á 2. haeð 89,9 fm nettó við Dalsel. Suðuríb. m. rúmg. sólsvöl- um Ágæt sameign. Nýtt og vandað bílhýsi. Laus 1. júní nk. Á vinsælum stað við Barðavog Einbýlishús ein hæð 164,8 fm nettó. Bílskúr 23,3 fm nettó. Vel byggt og vel með farið. 5 svefnherb. Tvær stofur, sólverönd. Ræktuð lóð - skrúðgarður. Skipti mögul. á góðri 3ja-4ra herb. íb. m. bílskúr. Glæsilegt raðhús við Hrauntungu „Sigvaldahús" samt. 214 fm m. 5 herb. úrvals ib. á efri hæð. Neðri hæðin getur verið sér einstaki.íb. Innbyggður góður bílskúr m. vinnu- plássi. Eignin er öll eins og ný. Mikið útsýni. Tvíbýlishús í smíðum í grónu og vinsælu hverfi í Mosfellsbæ. Nánar tilt. tvær hæðir, hvor m. 5 herb. íb. 122 fm. Rúmg. bílskúr. Eignaskipti möguleg. Teikning á skrifst. Með sérinng., sér þvottah. og bílskúr Stór og góð 6 herb. íb. í lyftuhúsi við Asparfell. Sérinng. af gangsvöl- um. 4 rúmg. svefnherb., tvöf. stofa. Tvennar svalir. Bað og gesta snyrt. Bílskúr. Mikið útsýni. Verð aðeins 8,5 millj. Á góðu verði - laus strax 3ja herb. lítið niðurgr. íb. í kj. 78,6 fm nettó í tvíbýlishúsi í Vogunum, Ný endurbyggð f Vesturborginni 2ja herb. íb. 55,7 fm nettó við Hringbraut. Sólsvalir. Mikil og góð endurn. sameign. Stæði fylgir í nýju bilhýsi. Laus strax. * Stórar og góðar kjallaraíb. m.a. við: Miklubraut, Rauðalæk og Hverfisgötu. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. • • • Opðið ídag kl. 10-16. Óvenu margirfjársterkir _____________________________ kaupendur. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Margskonar eignaskipti. mhbbbhhmbbb ALMENNA FASTFIGNASAltN Þjóðsagnamyndir Ásgríms og af- mælissýning í Listasafninu á Selfossi Ein af myndum Ásgríms. OPNUÐ verður laugardaginn 23. mars í Listasafni Árnessýslu sýn- ing á þjóðsagnamyndum Ásgríms Jónssonar. Myndirnar eru léðar af Listsafni íslands. Ásgrímui' er fæddur í Rútsstaða- Suðurkoti í Flóa þar sem íjallahring- ur sá blasir við er hýsir svo marga skessuna og forynjuna. Ásgrímur valdi ekki þá leið að láta tröll sín og konuna ungu, þolanda tröllskaparins, vaxa fram gegnum landslagið og samtvinnast því. Hann málaði annað- hvort landslagsmyndir þar sem birta og blæbrigði veðurs ráða ríkjum eða þá tröllin holdi klædd þar sem heim- ur sagnanna verður að raunveru- leika, sem aðeins hefur yfir sér blæ horfinna tíma. Myndlistarfélag Ámessýslu er tíu ára. Það var stofnað á Selfossi vorið 1981 og voru stofnfélagar 26. Félag- ið heldur árlega Páskasýningu oftast í Safnahúsinu. Námskeiðahald hefur verið fastur liður í starfsemi þess. Síðustu tvo vetur hefur Guðrún Svava Svavarsdóttir kennt hjá félag- inu. Áður hafa leiðbeint þær Elísabet Harðardóttir ogHiidur Hákonardótt- ir, Ólafur Th. Ólafsson og Sigríður Svava. Félagið hefur einnig gegnum árin efnt til skoðunarferða á söfn og gallerí á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru féiagar 66 og formaður er Sig- urlín Grímsdóttir. Sýningarnar í Safnhúsinu við Tryggvagötu 23 á Selfossi eru liður í M-hátíð á Suðurlandi og eru því haldnar að tilstuðlan menntamála- ráðuneytis. Þær standa til 2. apríl og er opið daglega frá kl. 14-18. Myndir Asgríms hanga uppi í safninu fram að 15. maí svo að skólanemend- ur og aðrir hópar hafi tækifæri til að njóta þeirra eftir umtali við safn- vörð. (Fréttatilkynning) fikíg&Ö DuDáíl Umsjónarmaður Gísli Jónsson í upphafi vitna ég til 566. þáttar, en þar var fjallað um nokkur orð sem koma kynnu í staðinn fyrir þýsku umwelts- freundlich, norsku miljövenlig o.s.frv. Mörgum hefur misþókn- ast orðið umhverfisvænn í þessu sambandi. Hafa ýmsir leit- að til mín um þetta og svo sem farið í geitahús að leita ullar. Þó hef ég munað eftir orðinu umhverfishollur sem íslensk málstöð hefur með semingi mælt með, en jafnframt hvatt aðra til að spreyta sig á nýyrða- smíð sem hér mætti eiga við. Nú hefur vinur minn Sverrir Páll, sjá næstsíðasta þátt, sent mér skemmtilegt bréf sem mér þótti betur fengið en ófengið, þar sem um þetta efni er fjallað. Fer hér á eftir meginefni bréfs- ins: _ „Ég nefndi við þig um daginn að mér liði illa í hvert sinn sem ég heyrði leiðindaorðið umhverf- isvænn og hitt afbrigðið nátt- úruvænn þykir mér engu skárra um það sem á einni útlenskunni er Jiallað umweltsfreundlich. ís- lendingar hafa löngum átt til- tölulega létt með að smíða sér orð yfir flestallt sem tala þarf um, einkum þó nafnorð (samt er enn allt í vandræðum þegar rætt er um myndbönd og menn geta jafnvel lent í myndbands- myndatökuvél þegar nefna þarf „vídeókameru". Þá er orðið stutt yfir í hjúkrunarframkvæmda- stjórann eða Vaðlaheiðarvega- vinnuverkfærageymsluskúrs- lyklakippu, og jafnvel við- smjörsviðartréð, sem kom úr penna einhvers málhagasta Is- lendings um aldir.) Það er hins vegar eins og við eigum erfiðara með að búa til orð af öðru tagi, eins og sést á þessu óþarflega stirðbusalega orði, umhverfis- vænn, sem er raunar ekkert annað en einföld orðabókarþýð- ing. Mér þykir það bæði ljótt, klaufalegt og leiðinlegt. Ég hef í nokkra daga velt þessu fyrir mér, hvað á að kalla það efni, þær umbúðir og annað sem fer ekki illa með náttúruna, brotnar auðveldlega niður og sameinast henni án þess að valda langtímaspjöllum? Mig langar til að segja þér frá nokkr- ,um þessum vangaveltum. Fyrst kom mér í hug orðið eðlisgóður. Það getur táknað það sem er náttúrulegt, í eðli sínu gott, þess vegna ekki hættulegt eða skelfilegt náttúru og umhverfi. Að vísu er orðið til í málinu um þann mann sem er brjóstgóður, raungóður, hjarta- góður. Það þykir mér ekki gera til í sjálfu sér því margræðni orða hefur sjaldnast verið talin íslensku máli til lasts. Hinsvegar reyndi ég fleiri leiðir fyrir þá sem þætti voðaverk að gefa þessu orði nýja merkingu. Þá kom mér í hug að smíða eitthvað sem fæli í sér að vera góður við landið sitt: landvænn, landholl- ur, landgóður, landmildur, landhægur. Satt að segja þótti mér því lengur sem ég horfði á þessi orð að þau myndu með tímanum væmin og ef til vill jafnvond og umhverfisvænn. Þá leiddi ég hugann að því að hér er varið að fást við efni sem þarf að eyða á auðveldan hátt án skemmda. Þá komu í hug orð á borð við auðeyddur, auðtærð- ur og auk þess slithægur, slit- þægur, jafnvel svolítið fyndið orð, rotþægur (það má auðveld- lega misskilja viljandi svo að það eigi við þann sem bíður þess ljúf- lega að láta berja sig í hausinn, en slíkt teldu sjálfsagt einhveijir eftirlæti atorkusamra dyra- varða! Er ekki annars til gaman- saga um að hjálmur sé rotvarn- arefni?) Þessi síðustu fimm orð hafa þau takmörk að tákna að auð- velt sé að eyða, auðtærðar eða slithægar umbúðir eru þær sem eyðast auðveldlega. Hér segir ekkert um náttúruna eða um- hverfið eins og í þeim fjórum sem á undan fóru. Landhollar ölflöskur væru þær sem færu ekki illa með umhverfið. Mér þykir eftir á að hyggja skárra að leggja áherslu á eyðinguna, hún skiptir máli fyrir fegurðina, ekki satt (ef hún heppnast). Þegar ég lít á þessi orð finn "ég einkum að þeim að þau eru hálfflatneskjuleg og venjuleg flest. Þess vegna geri ég eina tilraun enn og hana tel ég einna besta. Það er orðið auðfarga. Þetta er óbeygjanlegt lýsingar- 582. þáttur orð eins og auðtrúa eða and- vana. Það hefur þann kost að vera nýtt, býsna auðskilið og þægilegt í meðförum þar sem hvorki þarf að beygja það rétt né vitlaust. Auk þess á það prýðilegt andheiti, torfarga. Hægt er að tala um auðfarga mjólkurumbúðir og bleyjur (sem ég hef alltaf með ufsiloni) sem eru úr auðfarga efnum. Svo má tala um torfagra efni í rafhlöðum, og að versti galli við rúllubaggana til sveita sé að plastið sem baggarnir eru vafðir í séu svo fjarskalega torfarga. Nú kann einhveijum að þykja þessar tillögur mínar óþarflega sérviskulegar. Þær hafa þó þann kost að þær eru auðfarga. Ég lít aðeins svo á að þær geti ver- ið áfangi að því marki að finna málinu nothæft orð yfir það sem nú er kallað umhverfisvænt áður en það verður torfarga. Betra hefur ekki flögrað um hug minn, að minnsta kosti ekki enn.“ ★ Vera má að einhveijum þyki lokatillögur bréfritara djarfleg- ar, en ég bið ykkur að hugleiða þær vandlega, áður en þið hafn- ið þeim. Ég minni á atviksorð eins og afturreka, alsnjóa, klumsa, samráða, tvísaga og örbjarga. Hafi svo bréfritari enn sem fyrr bestu þakkir mínar. ★ Salómon sunnan kvað (úr ferðasögu): Á bar sem við Brynjólfur sátum var belgfullt af hortugum dátum og langdrukknir rónar og leiðindaskjónar og meyjar í mannhundalátum. ★ Ingólfi Gunnarssyni á Akur- eyri þykir ekki gott orðið gær- nótt sem sjá mátti hér í blaðinú fyrir skemmstu. Ég hef að þessu leyti sama smekk. Nóttin fyrir daginn í gær er á mínu máli fyrrinótt, en ef ég tala um síðustu nótt, segi ég gjarnan að morgni dags „í nótt“, t.d. að ég hafi sofið vel í nótt, en þegar líður á daginn, segði ég trúlega „í nótt sem leið“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.