Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Skipherra settur yfir Sléttuhrepp í fjóra daga PÉTUR Kr. Hafstein, sýslumaður ísfirðinga, hefur sett Ólaf Val Sigurðsson, skipherra á varðskip- inu Ægi, í embætti hreppstjóra í Sléttuhreppi til fjögurra daga, frá 25. til 28. mars. Ólafi er ætlað að annast utankjörfundaratkvæða- greiðslu fyrir heimilisfólk í Horn- bjargsvita. Ekki hefur starfað hreppstjóri í Sléttuhreppi í 35 ár en byggð lagð- ist þar niður árið 1955. Ólafur Þ. Jónsson, vitavörður í Hornbjargs- -’«*fvita, og ráðskona hans munu því geta komið um borð í varðskipið Ægi og neytt atkvæðisréttar síns í stað þess að þurfa að fara inn á ísafjörð til að greiða atkvæði. Taldi Pétur þetta hentugt og einfalt fyrir- komulag sem ekki hefði þó verið gripið til áður. Morgunblaðið/PPJ Kanadísk flugvél brotlenti á Reykjavíkurflugvelli Tveggja hreyfla kanadísk flugvél brotlenti á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær þegar hjólabúnaður undir hægri væng brotnaði í lend- ingu. Tveir menn voru um borð í vélinni en þá sakaði ekki. Flugvélin, sem er af tegundinni Piper Twin Comanche, var í fetjuflugi og hafði haldið frá Reykjavík fyrr um daginn á leið til Narssasuaq á Græn- landi. Eftir þriggja tíma flug ákváðu flugmennirnir að snúa við til Reykjavíkur vegna veðurs á Grænlandi. Vélin er ekki talin mikið skemmd og er atvikið nú til rannsóknar hjá starfsmönnum loftferðaeft- irlits og flugslysanefndar. -.....<0- vSí/ ' * Morgunblaðið/Rúnar Þór Vélar í Laxá skemmdust Tvær vélar í Laxárvirkjun skemmdust er krap í Laxá reif með sér gijót sem fór í þær. Vélarnar framleiða hvor um sig 9 megawött, en til staðar eru tvær aðrar vélar sem framleiða samtals 4,5 megaw- ött. Landsvirkjunarmenn segja ástæðu þess að svona fari þá, að ekki hafi fengist að hækka vatnsbólið, en það sé orðið mjög brýnt. Hér má sjá krapatappann, sem myndast hefur við virkjunina. Kjaradeila flugmanna og Flugleiða: Verkfallsboðun flug- nianna til Félagsdóms RÍKISSÁTTASEMJARI sleit í gær þriðju tilraun sinni til að koma á sáttaviðræðum á milli samninganefndar atvinnuflugmanna og samninganefndar Flugleiða og VSÍ. Vinnuveitendur hafa ákveðið að vísa boðuðu verkfalli flugmanna til Félagsdóms og krefjast úr- skurðar um að það verði Iýst ólöglegt þar sem flugmenn vilji ekki ræða við samninganefndina og hafi ekki enn lagt fram formlegar kröfur. Geir Garðarsson, formaður FÍA, vísar því á bug og segir að vinnuveitendur hefðu aldrei vísað málinu til ríkissáttasemjara ef ekki hefði verið vegna krafna flugmanna. Að sögn Þórarins V. Þórarinsson- ar, framkvæmdastjóra VSÍ, hefur sáttasemjari reynt að ganga á milli manna til að koma á sáttaviðræðum en fluginenn hafa neita að ræða við samninganefndina á meðan full- trúar VSÍ sitja í henni. „Samningar nást ekki ef menn neita að tala saman,“ sagði Þórar- inn. „Við skoruðum á Félag íslenskra atvinnuflugmanna i gær að falla frá verkfallinu þar sem það væri ólöglegt. Þeir hafa hafnað þessu og sáttasemjari sleit viðræð- um þegar fyrir lá að þeir höfnuðu viðræðum. Því eigum við nú þann kost einan að fara með málið fyrir Félagsdóm til staðfestingar á að Verðstríð stórmarkaðanna: Verð á fjölda vara hef- ur lækkað umtalsvert ► VERÐLAGSSTOFNUN hefur gert úttekt á áhrifum verðstríðs stór- markaðanna á verð ýmissa algengra vara. Niðurstaðan er sú að verð hefur lækkað umtalsvert á ýmsum vörum frá því í janúar, er síðasta verðkönnun var gerð. Verðlagsstofnun kannaði verð á 82 algengum vörum í Hagkaupum, Miklagarði og Bónusi. Af þeim fengust 76 í Hagkaupum og þar af höfðu 36 lækkað í verði frá í 1 janúar, að meðaltali um tæplega 16%. Um mismikla lækkun er að ræða, en dæmi eru um að vara hafi lækkað um 34% í Hagkaupum. í Miklagarði fékkst 81 af vöru- tegundunum. Þar af höfðu sautján lækkað í verði, um tæplega 14% að meðaltali. Einstakar vörur lækk- uðu um allt að 35%. I Bónus lækkaði verðið minnst, enda var það lægst fyrir. Bónus- verzlanirnar áttu 45 af vörunum, sem athugaðar voru. Af þeim höfðu 28 lækkað, um 5% að meðaltali. Sú vara, sem lækkaði mest, var um 18% ódýrari en í janúar. Könnun Verðlagsstofnunar náði til pakkavara, dósavara, snyitivara, hreinlætisvara og landbúnaðarvara. Einhver verðlækkun hefur orðið í öllum þessum flokkum. Af landbún- aðarvörum hafa helzt kjúklingar lækkað. þetta sé ólöglegt verkfall,“ sagði Þórarinn. Hann sagði aðspurður að ekki hefði verið leitað til stjórnvalda um að grípa inn í deiluna. Að sögn Geirs Garðarssonár munu flugmenn boða eins dags verkföll vikulega á öllum Ieiðum félagsins takist ekki samningar. „Ef Félagsdómur dæmir þetta verkfall af einhveijum ástæðum ólöglegt, munum við bara boða nýtt á þann hátt sem þeir viija," sagði Geir. Á trúnaðarráðsfundi flugmanna á fimmtudagskvöld var borið upp hvort vilji væri fyrir að taka upp viðræður við samninganefnd VSÍ og að sögn Geirs var það eindregin afstaða trúnaðarráðs að gera það ekki. Utborgun náJgast helming kaupverðs ÚTBORGUN sem hlutfall af kaupverði fjölbýlishúsaíbúða í Reykjavík var að meðaltali 54,4% á þriðja ársfjórðungi 1990 og hafði lækkað úr 76,8% á þriðja ársfjórðungi 1989. Á sama tínia- bili hafði hlutfall verðtryggðra lána hækkað úr 16,9% kaupverðs 1989 í 44,4% 1990. Þetta kemur fram í Markaðsfréttum, frétta- bréfi Fasteignamats rikisins, marshefti 1991. Á árinu 1990 stöðvaðist raun- lækkun íbúðaverðs, samkvæmt þeim kaupsamningum sem athugun FasÆignamatsins nær til. Milli þriðja ársfjórðungs 1989 og 1990 lækkaði raunverð um 4,3%, en milli annars ársfjórðungs 1989 og 1990 lækkaði raunverð um 8,6%. Sé ein- ungis litið á verðþróunina 1990 hefur raunverð íbúða í fjölbýlishús- um í Reykjavík hækkað um 1,73% á fyrstu þremur ársljórðungum. Með tilkomu húsbréfakerfis hef- ur hlutfall verðtryggðra lána af kaupverði vaxið stöðugt. Á þriðja ársfjórðungi 1989 var það 16,9%. Á fyrsta ársfjórðungi 1990 var það 24,1%, á öðrum ársfjórðungi 33,4% og á þriðja ársfjórðungi 44,4%. í Markaðsfréttum segir að nærri láti að hlutur verðtryggingar hafi auk- ist um 10% að jafnaði í hveijum ársfjórðunganna. Flóðljós í Laugardal ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að leggja það til við borgarráð að framkvæmdir við Hóðljós á Laugardalsvelli yrðu hafnar strax í sumar og lokið fyr- ir haustið. Einnig samþykkti íþrótta- og tómstundaráð tillögu um að veita samtals 93 milljónir króna til styrkt- ar framkvæmdum á félagssvæðum íþróttafélaganna í borginni, þar af 40 milljónir króna til byggingar íþróttahúss Víkings, sem taka á í notkun í haust. Sjá nánar bls. 55. 9Æ/960 VOLVO — fíifreiö sctn þú getur treyst!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.