Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 Bretland: Deilt um birtingu niðurstaðna prófa St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. YFIRKENNARAR í barnaskólum Englands og Wales leggjast gegn því, að birtar verði heildarniðurstöður hvers skóla úr fyrirhuguðum samræmdum prófum, sem lögð verða fyrir í fyrsta sinn í næsta mánuði. Menntamálaráðherrann vill á hinn bóginn að niðurstöðum- ar verði birtar. Samkvæmt nýjum grunnskóla- lögum á að halda samræmd próf fyrir öll böm fjórum sinnum á ferli þeirra í grunnskólanum: í fyrsta sinni þegar þau eru 7, þá 11 ára, síðan 14 ára og að lokum, þegar þau eru 16 ára. Það er lagaleg skylda að birta heildamiðurstöður hvers skóla fyrir 11, 14 og 16 ára böm. Ágreiningurinn stendur um niðurstöðumar fyrir 7 ára bömin. Eyrarsundsbrúin: Tamivið- gerð tefur undirritun samnings Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, frétta- ritara Morgunblaðsins. STJÓRNVÖLD í Dan- mörku og Svíþjóð frestuðu í gær undirritun samnings vegna brúargerðar yfir Eyrarsund vegna þess að danski samgönguráðher- rann, Kaj Ikast, átti knýj- andi erindi við tannlækni sinn, að því er embættis- menn sögðu. Ráðherrann mun undirrita samninginn í dag, laugardag, ásamt hinum sænska starfs- bróður sínum, Georg Anders- son. Áætlaður kostnaður við brúargerðina, sem áætlað er að verði lokið fyrir aldamót, ef allt gengur vel, er 20-25 milljarðar sænskra _ króna (200-250 milljarðar ÍSK) og em það einkaaðilar sem fjár- magna framkvæmdina. Gjaldtaka af umferð um brúna á svo að greiða niður þetta risavaxna mannvirki. Samtök yfirkennara hafa nú samþykkt að félagsmenn sínir af- hendi ekki yfirvöldum niðurstöður úr þessum samræmdu prófum fyrir 7 ára börn. Þetta á bæði við um bæjaryfirvöld á hveijum stað og ráðuneytið. Yfirkennararnir segja, að niður- stöðurnar fyrir 7 ára börn séu ómarktækar og geti gefið villandi mynd af skólanum. Börnin hafi ekki verið nema tvö ár í skólanum og hafí mörg hver ekki lagað sig að kröfum hans fyllilega. Ráðherra menntamála þrýstir hins vegar á um, að þessar niður- stöður verði birtar. Hann segir þær vera nauðsynlegar fyrir foreldra til að vega og meta gæði skóla á sínu svæði. Sama eigi við um sjö ára böm og önnur. Ekki er ljóst, hvemig fer með niðurstöðumar úr þessum fyrstu prófum. Reuter Stærsta grasker suðurhvels Joe Kennedy, bóndi í Zimbabwe, reynir á meðfylgjandi mynd að lyfta risagraskeri sínu, sem reyndist vera stærsta grasker á suður- hveli jarðar í keppni sem haldin var í Harare í gær. Graskérið vó 160,1 kíló. Hæstiréttur Kanada: Fóstur nýt- ur ekki rétt- inda sem lögpersóna Ottawa. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Kanada úr- skurðaði á fímmtudag að ekki væri unnt að líta á fóstur sem lögpersónu samkvæmt hegning- arlögum Rétturinn vísaði frá áfrýjun á sýknudómi undirréttar í Bresku Kólumbíu, þar sem tvær ljósmæður vom ákærðar fyrir glæpsamlega vanrækslu sem ieitt hefði til dauða. Ljósmæðurnar höfðu aðstoðað við heimafæðingu andvana fædds barns. Rétturinn úrskurðaði að ekki væri unnt að dæma þær á þeim forsendum að þær hefðu valdið dauða. Úrskurðurinn er talinn ósigur fyrir andstæðinga fóstureyðinga, þar sem vonast hafði verið til í þeirra hópi að þama fengist for- dæmi sem beita mætti í öðrum málum. Samkvæmt áliti þeirra er fóstrið sérstök vera með eigin lög- réttindi. Sverdlovsk, heimaborg Borís Jeltsíns: Matvælaskortur rakinn til andstöðu við Gorbatsiov Moskvu, Washington. Reuter. EMBÆTTISMENN í Sverdlovsk, heimaborg Borís Jeltsíns Rússlands- forseta, sögðu í gær að alvarlegur matvælaskortur væri í borginni en vísuðu hins vegar á bug fréttum um að óeirðir hefðu brotist út vegna þessa. Rúslan Khasbúlatov, fulltrúi á rússneska þinginu, hafði skýrt þinginu frá því að óeirðir hefðu brotist út í borginni eftir að dregið hefði verið úr matvælaflutningum til hennar vegna mikillar andstöðu á meðal borgarbúa við tillögu Míkhaíls Gorbatsjovs um nýskipan Sovétríkjanna. við verslanir og fólk hamstraði því sem næst allar þær vörur sem væm enn fáanlegar. Dick Cheney, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að búast mætti við áframhaldandi efnahagsörðugleikum í Sovétríkj- unum og auknar líkur væri á óeirð- um í landinu þar sem Gorbatsjov hefði tregðast við að koma á nauð- synlegum umbótum. Hann kvaðst myndu leggja til að hætt yrði við fyrirhugaðan niðurskurð á útgjöld- um Bandaríkjamanna til varnar- mála ef Sovétforsetinn héldi áfram á sömu braut. „Öeirðir hafa brotist út í Sverdlovsk vegna matvælaskorts," sagði Rúslan Khasbúlatov og bætti við að matvælafiutningar til borgar- innar frá fjórtán hémðum hefðu verið stöðvaðir. Hann sagði ástæð- una þá að aðeins 34% kjósenda í Sverdiovsk hefðu stutt tiilögu Gorb- atsjovs um nýtt ríkjasamband í nýafstaðinni þjóðaratkvæða- greiðslu. Larisa Rúdakova, ritstjóri frétta- stofunnar Úralaktsept í Sverdlovsk, kvaðst þó ekki hafa orðið vör við neinar óeirðir og sagði að allt væri með kyrrum kjömm í borginni. Al- varlegur matvælaskortur væri í borginni, langar biðraðir væru þar Kúveitar hafa myrt 210 Palestínumenn - segir Abu Sharif, aðstoðarmaður Arafats Túnis. Reuter. BASSAM Abu Sharif, háttsettur aðstoðarmaður Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO), sakar Kúveita um að hafa myrt 210 Palestínumenn og pyntað hundruð, þ.á m. börn. Mannréttin- dasamtökin Middle East Watch, sem aðsetur hafa í New York, sök- uðu Kúveita á fimmtudag um að hafa myrt 30-40 Palestínumenn og fangelsað tvö hundruð. Abu Sharif sagði að hinir látnu hefðu ýmist verið pyntaðir til dauða, skotnir af aftökusveitum eða hengdir. Hann sagði að hlutar Mub- arak-sjúkrahússins í Kúveitborg væm notaðir til pyntinga og hinir látnu væm grafnir í fjöldagröfum. Sharif skoraði á George Bush Bandaríkjaforseta að sjá til þess að mannréttindi yrðu virt fyrir botni Persaflóa og gagnrýndi Javier Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, fyrir að láta málið afskiptalaust. Starfsmenn mannréttindasam- taka og sjónarvottar hafa staðfest að síðan Kúveit var frelsað íhafí tugir Palestínumanna, íraskra borgara og Jórdana verið barðir, pyntaðir og í sumum tilfellum drepnir í hálfgerðum galdraofsókn- um gegn gmnuðum samstarfs- mönnum Iraka. Samtökin Middle East Watch sögðu á fímmtudag að kúveiski herinn og kúveiskir and- spyrnumenn hefðu hefnt sín á Pal- estínumönnum og fleiri þjóðum undanfarnar vikur. Töldu samtökin að 30-40 hefðu fallið í þessum of- sóknum og tvö þúsund manns verið fangelsaðir. Samtökin sögðu að stjórnvöld í Kúveit vissu af þessu athæfi en megnuðu ekki að hafa stjóm á hermönnum og vopnuðum ribböldum. Sömu pyntingaraðferðir og Irakar beittu Andrew Whitley, framkvæmda- stjóri Middle East Watch, sagði að Palestínumenn hefðu verið pyntaðir á lögreglustöðvum og einkaheimil- um og þeir hefðu verið yfírheyrðir í skólum og jafnvel í sjúkrahúsum. Einnig hefði þeim verið haldið í ein- angrun í herfangelsum. Whitley fullyrti að bandarískir hermenn hefðu verið viðstaddir barsmíðar í fáeinum tilvikum og reynt að stöðva pyntingamar í einu tilviki. Hann sagði að sjónarvottar hefðu sagt frá því að pyntingaaðferðimar væru þær sömu og írakar hefðu beitt gegn Kúveitum á meðan landið var hemumið. Whitley vakti ennfremur athygli á því að kúveisk stjómvöld létu borgara sína ganga fyrir þegar matvælum og læknisþjónustu væri úthlutað. Palestínumenn og ríkis- fangslausir arabar, sem sumir hveijir kæmu sem stríðsfangar frá írak, væm látnir sitja á hakanum. Hann sagði að vafalaust hefðu ein- hveijir Palestínumenn aðstoðað íraska hernámsliðið en það væri ranglátt að láta alla Paiestínumenn taka út refsingu af þeim sökum. Bush Bandaríkjafor- seti vinsæll í A-Evrópu París. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti nýtur meira álits í mörgum ríkja Austur-Evrópu en leiðtog- ar viðkomandi landa. Eina und- antekningin er Litháen þar sem Vytautas Landsbergis forseti er aðeins hærra metinn. í alþjóðlegri könnun sem gerð var fyrir franska blaðið Liberation og ítalska blaðið La Repubblica var fólk í Ungveijalandi, Tekkó- slóvakíu, Póllandi, Sovétlýðveld- inu Rússlandi og Litháen beðið um að gefa nokkram leiðtogum einkunn á kvarðanum 0-10. Rússargáfu Bush 6,7 í einkunn að meðaltali en Míkhaíl Gor- batsjov Sovétforseti hlaut aðeins 3,8 hjá þeim. Borís Jeltín Rúss- landsforseti var hærra skrifaður en Gorbatsjov hjá Rússum því hann hlaut einkunnina 5,5. Bush var vinsælli en leiðtogar Póllands, Ungveijalands og Tékkóslóvakíu. Pólveijar gáfu honum einkunina 7,4 en Lech Walesa aðeins 5,3. Ungveijar George Bush gáfu Jozsef Antall aðeins einkun- ina 4,8 en Bush 7,3. Minni var munurinn í Tékkóslóvakíu þar sem Bush fékk einkunnina 7,9 en Vaclav Havel 7,4. í Litháen hafði Landsbergis hins vegar vinning- inn á Bush, hlaut 7,2 stig af 10 á móti 6,9. Vextir lækka í Bretlandi Lundúnum. Reuter. BANKAVEXTIR voru lækkaðir í Bretlandi í gær í því augnamiði að stemma stigu við efnahagssamdrættinum í landinu, sem þykir draga úr líkunum á því að stjórn Ihaldsflokksins haldi velli í næstu kosningum. Lækkunin nam þó aðeins hálfu prósentustigi og olli það nokkrum vonbrigðum á meðal fjármálamanna. Stefna Johns Majors forsætisráð- herra er að koma vöxtunum niður í áföngum í samræmi við lækkun verðbólgu. Síðar um daginn var birt skýrsla sem sýnir að verðbólgan rriinnkaði minna í síðasta mánuði en vænst hafði verið. Verðbólgan mældist um 8,9% í febrúar en var 9% í janúrar. Mest var var hún 11% í fyrra. Vextirnir voru lækkaðir í 12,5% úr 13%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.