Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 40 Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli - Minning arlegt ferðalag". Eflaust er ætlun okkar að nota þetta ferðalag vel, þann tíma sem við stöldrum við, áður en „sendiboðinn" kemur. Er því ekki full ástæða að hlúa að því sem okkur er kærast og dýrmæt- ast, í stað þess að missa kannski sjónar á mikilvægi lífsins. Sá sem hér skal minnst með fátæklegum orðum, hafði ekki gleymt sínu hlut- verki í störfum sínum á sinni lífsgöngu. Hann drakk snemma í sig þann boðskap, sem ungmenna- félögin boðuðu „að vinna íslandi allt“. Hvar sem leiðir hans lágu og hvert verk sem honum var falið, var unnið af manni morgunroðans af fórnfýsi, stórhug og framsýni. Hann var alls staðar í framvarðar- sveit og foringi sem allir treystu og aldrei brást. í hnotskurn sá hann nýja tima og nýjá kynslóð, ný blóm sem eiga eftir að erfa landið. Hann var stórhuga og bjartsýnn, var óragur að fara nýjar leiðir er hann sá að til heilla horfði fyrir land og þjóð. Gunnar Guðbjartsson var fæddur á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi 6. júní 1917. Foreldrar hans voru Guðbjartur Kristjánsson hreppstjóri á Hjarðarfelli og kona hans, Guð- branda Þorbjörg Guðbrandsdóttir. Gunnar hlaut hollt og gott uppeldi í foreldrahúsum, ólst upp í stórum og glaðværum systkinahópi, þar sem vinnan við bústörf mótaði hug hans allan. Hann vaf svo samtvinn- aður jörð sinni að ekkert kom ann- að til greina en að gjörast bóndi í bestu merkingu þess orðs. Hann var maður „spakur að viti“ og drakk í sig allan þann fróðleik sem hann náði í til þess að verða nýtur og dugandi þegn síns þjóðfélags. Hann stundaði nám einn vetur á Laugar- vatni og síðan lauk hann búfræði- prófi frá Bændaskólanum á Hvann- eyri á einum vetri með frábærri einkunn. Hann hlaut í guðsgjöf ein- stakt minni sem samstarfsmenn hans síðar í lífínu furðuðu sig oft á. Skal ég, sem þessar línur rita, vitna til orða Sæmundar Friðriks- sonar framkvstj. Stéttasambands bænda, er hann lýsti Gunnari: „Engan mann hef ég fyrir hitt sem kemst nálægt Gunnari í því stál- minni sem hann hefur og afkasta- maður einstakur við skrifborð að ég furðaði mig oft á hversu miklu hann kom í verk“. Fljótlega eftir að hann lauk námi á Hvanneyri eða árið 1942 hóf hann búskap á Hjarðarfelli. í þá daga sem Gunnar hóf búskap voru tún lítil og oft erfítt um heyöflun. En Gunn- ar var vormaður síns tíma, sá fram í tímann og fljótlega eftir að hann gjörðist bóndi var hann kosinn formaður Búnaðar- og ræktunar- sambands Snæf.- og Hnappadals- sýslu. Hann gekk rösklega tii verks eins og jafnan áður, hann sá knýj- andi þörf fyrir byltingu í ræktunar- málum. Stórvirkar vinnuvélar voru keyptar, og virkiieg ræktunaralda gekk hér yfír héraðið. Hann sá þörfína og hann framkvæmdi af stórhug og framsýni. Fáum árum eftir að Gunnar hóf búskap barst hér inní héraðið hin illræmda mæði- veiki. Fjárskipti fóru hér fram árið 1949. Sá kapítuli í byggðarsögu þessa héraðs, þegar fjárskipti fóru fram, er allmerkilegur, hvað það vandasama starf lánaðist á allan hátt giftusamlega. Engan skal þar á hallað sem vann því máli fram- gang. Formaður fjárskiptanefndar var Gunnar á Hjarðarfelli, var þar í framvarðarsveit og foringi í þess- ari miklu vandasömu framkvæmd. 6. júní 1942 kvæntist Gunnar eftirlifandi konu sinni, Ásthildi Teitsdóttur frá Eyvindartungu í Laugardal, mikilhæfri gæðakonu í bestu merkingu þess orðs. Hún hefur stutt af alhug störf bónda síns hvar sem hans starfsvettvang- ur var. Hún vissi að hugur hans var svo víðsýnn og áhugamálin mörg, að hann var ætíð valinn í framvarðarsveit í þeim störfum sem hann tók að sér. Nú þegar hann er allur þá er vandfyllt sæti sem hann hefur setið fyrir land og þjóð. Þeim hjónum varð 6 barna auðið, öll vel af guði gerð og traust fólk. Þau eru: Guðbjartur oddviti og bóndi á Hjarðarfelli, Högni bóndi á Hjarðarfelli, Sigríður húsfrú í Frakklandi, Hallgerður húsfrú í Stykkishólmi, Teitur efnaverkfræð- ingur hjá Áburðarverksmiðju ríkis- ins, Þorbjörg húsfrú á Egilsstöðum. Það er svo langt mái sem má skrifa um Gunnar Guðbjartsson, starfsvettvangur hans spannar yfir svo stórt svið og athafnamikið. Eflaust skrifa margir um hann því hann átti fáa sína líka. Þessar línur mínar eru fyrst og fremst miðaðar við störf hans hér í heimahéraði. Laugargerðisskóli var stofnsett- ur árið 1965. Gunnari var falið það starf að vera formaður byggingar- nefndar. Um það starf sem hann vann þar í þegnskyldu mætti skrifa langt mál. Einstakur dugnaður og framsýni hans kom þar í góðar þarfír við byggingu þessa mennta- seturs. Með starfi sínu þar hefur hann reist sér virkilegan minnis- varða, allir sem að þessu mennta- setri stóðu eiga honum stóra skuld að gjalda. Þá var Gunnar um langt árabil formaður Búnaðarfélags Mikla- holtshrepps. Öll störf hans þar bera vott um stórhug og framsýni, og sömu sögu má segja um störf hans í hreppsnefnd, sýslunefnd og sókn- arnefnd. Ég lít nú yfír farinn veg í 42 ára viðkynningu við minn kæra vin Gunnar. í öll þessi ár höfum við átt marg- vísleg samskipti, aldrei hefur skujggi fallið á okkar vinsemd. Eg er forsjóninni þakklátur að hafa eignast hann að tryggum vini, slíkur maður sem Gunnar var, í sínu lífí. Þeir sem þannig vinna og starfa eru sjaldgæfír. Ég minnist þess nú þegar ég kveð minn kæra vin, þeg- ar hann var 50 ára var fjölmenni á Hjarðarfelli, vor í lofti og góður ilm- ur jarðar barst að vitum manns. Ég sagði þá við afmælisbarnið fímmtuga í fátæklegri ræðu: „Enga ósk á ég til þín og ykkar hjóna en þá að börnin ykkar eigi eftir að njóta verka ykkar hér á þessu fal- lega býli ykkar sem þið hafíð lagt góðan grunn að velferð þeirra sem við taka.“ Sem betur fer hafa þessi orð mín ræst, þar er nú búið af stórhug og myndarskap, sem synir þeirra hafa erft og sýna í verkum sínum. Á kveðjustundu vil ég og kona mín færa allri fjölskyldu Gunnars innilegar samúðarkveðjur. Þökkum af alhug liðin ár og alla vinsemd. Megi minn kæri vinur hvíla í guðs friði. Páll Pálsson Gunnar Guðbjartsson á Hjarðar- felii er faiiinn frá eftir langa bar- áttu við erfíðan sjúkdóm. Með hon- um er horfínn af sjónarsviðinu einn ötulasti talsmaður íslenskra bænda um langa hríð. Ég mun ekki með þessum fáu orðum rekja ættir hans né ævi- skeið. Það munu aðrir gera er til þess eru færari og kunna þar á betri skil. Aðeins vil ég geta hér kynna minna af honum. Það mun hafa verið síðla vetrar árið 1940 að ég sá Gunnar í fyrsta sinn er ég mætti honum á förnum vegi við Búðaós, en þá hafði hann verið í heimsókn hjá systur sinni Ragnheiði sem þá hafði nýverið hafíð búskap á Búðum. Hann kom mér þá fyrir sjónir sem hæglátur og hlédrægur ungur maður. Ég hafði þá áður heyrt hans getið sem afburða góðs námsmanns sem ný- lega hafði lokið námi við Bænda- skólann á Hvanneyri með mjög góðum árangri. Vakti þetta forvitni mína á manninum, ekki síst vegna þess að ég hafði þá ákveðið að hefja nám við Hvanneyrarskóla um haustið. Það var svo ekki fyrr en nokkrum árum síðar að ég kynntist Gunnari nánar er við vorum kjörnir í stjórn Búnaðarsambands Snæfellinga. Á þeim vettvangi kom vel í ljós hans mikli áhugi fyrir framförum í öllu því er laut að landbú'naði og velferð sveitanna. Á þessum árum var mik- ið framfaraskeið í sveitum sem og annars staðar í þjóðfélaginu. Vél- væðing var að ryðja sér til rúms. Jarðýtur voru- keyptar og skurð- gröfur einnig. Öll þessi mál voru til umfjöllunar á fundum stjórnar Búnaðarsambandsins. Mér er minn- isstætt hve auðvelt Gunnari veittist að koma þeim málum er um var rætt skilmerkilega á blað í fundar- gerðum stjórnarinnar. Hann var jafnan ritari á fundum okkar og það var satt að segja oft og tíðum lítill hlutur okkar hinna stjórnar- mannanna í mótun þeirra sam- þykkta er gerðar voru. Þar nutum við í ríkum mæli þekkingar hans og glöggskyggni. Ég minnist með ánægju þessara funda og ég held að það hafí aldrei orðið að ágrein- ingsefni á þeim vettvangi, þó að við hefðum ólíkar skoðanir á þjóð- málasviðinu og værum raunar báðir nokkuð kappsfullir á þeim árum fyrir framgangi þeirra sjónarmiða er við hvor um sig höfðum tileinkað okkur. Gunnar var mikill áhugamaður um sauðfjárrækt. Hann var formað- ur fjárskiptanefndar á árinu 1949 þegar Snæfeliingar réðust í þá vandasömu framkvæmd. Var það mikið starf sem fórst honum vel úr hendi. Fljótlega eftir að nýi fjár- stofninn kom átti hann frumkvæði að því að stofna sauðijárræktarfé- lag í hveijum hreppi sýslunnar. Hafa þau verið mikil lyftistöng og hvatning í ræktunarstarfínu fram á þennan dag. Á búi sínu á Hjarðar- felli ræktaði Gunnar sérlega afurða- samt fé. Gunnar var annar af tveim full- trúum Snæfellinga á stofnfundi Stéttarsambands bænda árið 1945 og formaður þeirra samtaka í 18 ár frá 1963. Á þeim vettvangi vann hann mikil og farsæl störf í þágu bænda. Við sem mættum á bænda- fundum þar sem hann hafði fram- sögu og skýrði málefni samtakanna undniðumst oft glöggskyggni hans og hve minnugur hann var á tölur og alla þætti þessara mála. Vel má vera að Gunnar hefði helst kosið að helga sig eingöngu búrekstri sínum á Hjarðarfelli, en hann hlýddi kaili stéttarbræðra sinna til forystu á félagsmálasvið- inu og á þeim vettvangi mun hans lengst verða minnst fyrir framúr- skarandi mikilvæga forystu. Við hjónin þökkum Gunnari fyrir alla vináttu og vottum konu hans og öllum vandamönnum innilega samúð. Þráinn Bjarnason í dag er til moldar borinn Gunn- ar Guðbjartsson bóndi á Hjarðar- felli og fyrrum formaður Stéttar- sambands bænda. Gunnar fæddist að Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi 6. júní 1917. For- eldrar hans voru Guðbjartur Krist- jánsson bóndi þar og kona hans Guðbranda Þorbjörg Guðbrands- dóttir. Gunnar fór í Héraðsskólann á Laugarvatni og brautskráðist þaðan árið 1938 og árið eftir útskrifaðist hann sem búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri. Árið 1942 keypti hann hálfajörð- ina Hjarðarfell og hóf búskap þar. Þá um vorið kvæntist Gunnar eftir- lifandi konu sinni, Ásthildi Teits- dóttur frá Eyvindartungu í Laug- ardal. Eignuðust þau 6 börn sem öll eru á lífi. Gunnar Guðbjartsson varð snemma virkur í félagsmálastörfum á heimaslóðum. Hann starfaði í ungmennafélagshreyfíngunni, tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum og var í forystu í félagsmálum bænda á Snæfellsnesi. Hann sat á Búnaðarþingi fyrir Snæfellinga í 32 ár eða frá 1950 til 1982. Gunnar var varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Vesturlands- kjördæmi um skeið og sat sem slíkur á Alþingi. Gunnar var kosinn formaður Stéttarsambands bænda árið 1963 og gegndi því starfi í 18 ár eða til ársins 1981. Því starfi fylgdi einnig formennska í Framleiðsluráði land- búnaðarins og fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. Sexmannanefnd, stjórn Stofnlánadeildar landbúnað- arins og stjórn Bjargráðasjóðs. Auk starfa sinna fyrir Stéttarsamband bænda gegndi hann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, m.a. var hann um skeið formaður stjórnar Aburðar- verksmiðjunnar og átti sæti í stjórn Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. . Þegar hann hætti formennsku í Stéttarsambandinu tók hann við starfi framkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs og gegndi því til ársloka 1987. Sem bóndi var Gunnar Guð- bjartsson í fremstu röð og var tal- inn í hópi ötulustu íjárræktarmanna hér á iandi á sinni tíð. Eftir að hann tók við formennsku í Stéttar- sambandinu tóku félagsmálastörfín mest af tímá hans. Sú kynslóð íslendinga sem fædd er um og upp úr síðustu aldamót- um, aldamótakynslóðin, varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að sjá margar af hugsjónum sínum rætast. Þessi kynslóð tók við þjóðfélagi þar sem flest var ógert, en hugsjónir sjálf- stæðisbaráttunnar og andi ung- mennafélagshreyfíngarinnar gáfu henni afl til að lyfta Grettistaki. Af þessari kynslóð var Gunnar Guðbjartsson, mótunarár hans voru krepputímar millistríðsáranna. Síðan tóku við heimsstyijaldarárin síðari. Þessar aðstæður gerðu það að verkum að hann hafði ekki tæki- færi til þess að fara í lengra nám, sem hugur hans vissulega stóð til. Miklir erfiðleikar voru hjá bænd- um á þessum árum, m.a. vegna sauðfjársjúkdómanna sem þá geis- uðu. Sölumál landbúnaðarins voru þá enn að mestu leyti óskipulögð og oft skorti búvörur hluta úr ári, einkum mjólkurvörur. Samgöngur í líkingu við það sem við þekkjum nú og rafvæðing sveit- anna var enn langt undan. Það mikla ræktunar- og kynbótastarf sem við sjáum árangur af í dag var þá rétt að byija og eiginleg kjara- barátta bænda var enn vart hafin. Gunnar Guðbjartsson var einn þeirra bænda sem sat stofnfund Stéttarsambands bænda að Laug- arvatni 9. september 1945. Með stofnun Stéttarsambandsins og setningu Framleiðsluráðslaganna 1947 var lagður grunnur að því skipulagi landbúnaðarmála sem við höfum í dag og kjarabaráttu bænda síðustu áratugina. Gunnar tók við forystuhlutverki í Stéttarsambandi bænda við upp- haf nýs tíma í landbúnaðinum. Bú- sifjar sauðfjársjúkdómanna og erf- iðleikar eftirstríðsáranna voru að baki. Nýtt skeið uppbyggingar var að hefjast, stórfelld áform um ræktun og íjárfestingar hjá bændum og í vinnslustöðvum voru á pijónunum. Tæknibylting eftirstríðsáranna var fyrir alvöru að hefja innreið sína. Stefnt var að því að fullnægja þörf- um þjóðarinnar fyrir búvörur og framleiðajafnframt til útflutnings. Formennskan í Stéttarsambandi bænda og Framleiðsluráði, ásamt setu á Búnaðarþingi og í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins sköpuðu Gunnari lykilhlutverk í þessu mikla uppbyggingarstarfi. Yfírburðaþekking hans á málefnum landbúnaðarins skapaði honum næstum ótakmarkað traust meðal margra helstu ráðamanna þjóðar- innar, sem jafnan gerðu vilja hans að sínum þegar landbúnaðarmál voru annars vegar. Enda þótt breyttar aðstæður valdi því að þessi mikla uppbygg- ing, sem stóð fram undir lok 8. áratugarins nýtist bændum nú ekki sem skyldi er hún afrek, ekki síst þegar það er haft í huga að á þess- um tíma fór pólitísk ítök bænda þverrandi. Þegar Gunnar hætti formennsku í Stéttarsambandinu árið 1980 tók hann við starfí framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins. I því starfí beið hans það erfiða hlut- skipti að stýra samdrætti búvöru- framleiðslunnar sem hann áður hafði haft forystu um að efla. Sem formaður Stéttarsambands bænda var Gunnar Guðbjartsson óumdeilanlega foringi íslenskra bænda. Það var lærdómsríkt að kynnast því hvernig hann vann og undirbjó mál. Hvert atriði var grandskoðað og þegar hann lagði málin fyrir var þekking hans, rök- vísi og viljastyrkur slíkur að fæstum fannst þeir hefðu nokkru við það að bæta sem hann sagði. Að dag- fari var hann alvörugefínn og oft þungbúinn, en ávallt alúðlegur í viðmóti. Velviljaður var hann og hjálpsamur þegar á bjátaði. Engum sem kynntist honum gat verið sama um hann. Hann gerði miklar kröfur til samstarfsmanna sinna, en mest- ar kröfur gerði hann þó til sjáífs sín, bæði að því er varðaði vinnuaf- köst og vönduð vinnubrögð við það sem leysa átti af hendi. Vinnuþrek hans var ótrúlegt og var ekkert gefíð eftir þótt heilsan væri farin að gefa sig seinni árin. Á góðri stundu var hann allra manna glað- astur og hafði yndi af að taka lag- ið. Hann var hafsjór af fróðleik, gömlum og nýjum, og sagði afburða skemmtilega frá. Það var upplifun að vera með honum á ferðalögum, svo kunnugur var hann staðháttum um allt land og kunni skil á mönn- um og málefnum jafnt í fortíð sem nútíð. Okkur sem með Gunnari unnum var það ómetanlegur styrkur að geta leitað til hans, fengið mat hans á þeim málum sem um var fjallað og þegið ráð hans. Síðast en ekki síst var það ómetanlegt að geta leitað í hið ótrúlega minni hans. Fyrir hönd okkar samstarfs- manna hans hjá Stéttarsambandi bænda votta ég Ásthildi, börnum þeirra og skyldmennum öllum okkar dýpstu samúð. Hákon Sigurgrímsson Gunnar Guðbjartsson, fyrrver- andi formaður Stéttarsambands bænda og framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, er lát- inn. Með Gunnari er genginn einn af þeim mönnum sem hefur skilað hvað stærstu dagsverki fyrir íslenskan landbúnað. Hann var formaður Stéttarsam- bands bænda í 18 ár, frá 1963- 1981, og framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins frá 1980 til ársloka 1987. Ég nefni þetta tvennt hér en Gunnar starfaði í mörgum öðrum nefndum og stjórn- um í þágu landbúnaðarins. Fyrstu kynni okkar Gunnars voru norður í Eyjafirði á bændafundi þar. Ég var þá nýkominn frá Bændaskólanum á Hvanneyri og hann nýlega tekinn við formennsku Stéttarsambands bænda og það sem vakti strax athygli mína var hversu einarður og ákveðinn hann var í málflutningi. Næstu 20 árin kynntist ég Gunn- ari betur og fann að þar fór mjög sérstakur maður. Hann var gífurlega glöggur á allar tölur og talnameðferð. Það var ekki einungis að hann í útreikning- um námundaði niðurstöðu, heldur gat hann reiknað í huganum eins og tölva, og það með mörgum auka- stöfum. Minni hans var slíkt að það var með ólíkindum hvað hann gat munað nákvæmt úr skýrslum og reglugerðum varðandi framleiðslu, sölu og verðlagningu búvara. Gunnar naut ekki langskóla- náms, þó að hann hefði hlotið mikla hæfileika til þess í vöggugjöf. Að- stæður á þeim tíma leyfðu það ekki. Það var þó ekki laust við að mér fyndist stundum örla á minnimátt- arkennd hjá honum gagnvart lang- skólamönnum. En það var nokkuð sem hann þurfti ekki — síður en svo. Það sem tók flesta menn miss- eri eða ár að nema í skóla, tileink- aði Gunnar sér á skömmum tíma með sínum alkunna dugnaði og skörpu gáfum. Ég varð þess áskynja, er við Gunnar ferðuðumst saman, að málakunnátta hans var all góð. Hann bæði las og skildi erlend tungumál, þó að hann væri ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.