Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Kosningavíxill Ríkisstjórnin og stuðnings- flokkar hennar misstu gjör- samlega stjórn á ríkisfjármálun- um síðustu daga fyrir þingrofið. Ráðherrar og stjórnarliðar kepptust um að troða útgjaldalið- um inn á lánsfjárlög, sem þeir telja að geti orðið sér til fram- dráttar í kosningabaráttunni. Öngþveitið á Alþingi á rætur í þessum rammaslag stjórnarliðs- ins. Ríkisstjórnin gafst hreinlega upp á því að reyna að hafa tök á þróuninni, enda voru það ekki sízt ráðherrarnir sjáífir, sem tóku hvað ákafastan þátt í uppboðs- markaði lánsíjárlaganna. Ábyrgð og fyrirhyggja var látin sigla sinn sjó. Þegar upp var staðið hafði stjórnarliðið samþykkt hæsta kosningavíxil, sem sögur fara af. Lánsfjárlögin heimila ríkisstjórn- inni að taka allt að 25 milljarða króna — tuttugu og fimm þúsund milljónir — að láni innanlands og utan. Þetta eru svo háar töl- ur, að almenningur á erfitt með að skilja þær. Upphæð lánsfjár- laganna hefur stórhækkað frá því sem ríkisstjórnin ráðgerði í vetrarbyijun. Mestur hluti þeirra milljarða, sem bættust við láns- heimildirnar, komu til síðustu daga þingsins vegna kosninga- skjálffa ríkisstjórnarflokkanna. A fleiðingar þessa bruðls munu verða alvarlegar í efnahagslífi þjóðarinnar. Ætlunin er að taka langstærstan hluta þessa fjár- magns að láni innanlands. Það mun að sjálfsögðu þrýsta upp vöxtunum eins og miklar lántök- ur ríkissjóðs hafa gert síðustu misserin. Þetta er athyglisvert miðað við síendurteknar yfirlýs- ingar forsætisráðherrans um vilja hans til að ná vöxtunum niður. Það hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar { ríkisfjármál- um, sem hefur haldið uppi vöxt- um í landinu. Athafnir ríkis- stjórnarinnar sjálfrar hafa geng- ið þvert á yfírlýsingar forsætis- ráðherrans. Og nú á að ganga lengra í lántökum en nokkru sinni fyrr. Það væri fróðlegt að heyra álit Steingríms Hermanns- sonar á þessu, eða mun hann snúa vöm í sókn með nýjum árás- um á Seðlabankann og banka- kerfið? Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar tóku opinberir aðilar 40% af nýjum sparnaði að láni á sl. ári og stefnir í að það verði 65-70% á þessu ári. Það verða því aðeins um 30-35% eft- ir fyrir atvinnulífið og einstakl- inga. Það sér hver heilvita mað- ur, að þetta dæmi gengur ekki upp. Það eru því miklar líkur á því, að bæði opinberir aðilar og atvinnulífið verði að afla lánsfjár erlendis. Slíkt innstreymi pen- inga mun hafa þenslu í förtmeð sér — aukna verðbólgu. Ríkisstjórnin og stuðningslið hefur sýnt slíkt ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum, að þjóðin mun súpa af því seyðið um langa framtíð. Ríkissjóður hefur verið rekinn með um 30 milljarða króna halla árin 1988-1991, þrátt fyrir 16 milljarða króna skattahækkanir. Stórfelldar lán- tökur innanlands og utan hafa dunið yfir, skuldbindingar ríkis- ins og ábyrgðir. Pálmi Jónsson, sem sæti á í fjárveitinganefnd Alþingis, hefur sýnt fram á, að þessar skuldbindingar, ásamt uppsöfnuðum halla ríkissjóðs á tíma ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, nemi a.m.k. 53,5 milljörðum króna. Þessar skuldaklyfjar, ásamt vöxtum og kostnaði, verða landsmenn að greiða næstu árin. Inn í þetta dæmi vantar ýmsar skuldbind- ingar ríkissjóðs, auk mikillar fjárvöntunar sjóðakerfisins og ríkisstofnana. Fjárhagsvandi Ríkisspítalanna er enn óleystur og blasir við stórfelldur niður- skurður í starfsemi spítalanna verði ekkert að gert fljótlega. Það er svo sem eftir öðru, að í öllum þessum fjáraustri sé hlutur sjúkra fyrir borð borinn. í miðju því stjórnleysi sem ríkir í opinberum fjármálum, hefur ríkisstjórnin ákveðið tuga millj- arða króna útgjöld næstu árin, samþykktum á Alþingi. Nægir þar að nefna 25 milljarða vega- áætlun næstu fjögur árin með tilheyrandi hækkun skatta á umferðinni. Nýr búvörusamning- ur hefur verið undirritaður, sem felur í sér 30-40 milljarða króna útgjöld. Ótaldir milijarðar króna bætast við vegna nýrra grunn- skólalaga. Að ekki sé minnst á milljarðana, sem vantar til við- halds og endurbóta á opinberum byggingum. Þjóðarsáttin, sem fólst í samn- ingum aðila vinnumarkaðarins, hefur borið ríkulegan ávöxt. Verðbólgan hefur verið lægri að undanförnu en um áratuga skeið. Stöðugleiki og aðhald í efna- hagslífinu er forsenda þess að unnt sé að sigrast á verðbólg- unni til frambúðar. Þjóðarhagsmunir krefjast þess að hóflegir kjarasamningar verði gerðir næsta haust til að koma í veg fyrir nýja kollsteypu í efna- hagslífinu og óðaverðbólgu. Framferði svonefndrar ríkis- stjórnar jafnréttis og félags- hyggju í ríkisfjármálum er mesta ógnunin við endurnýjun þjóðar- sáttar. Óráðsía ríkisstjórnarinnar og upplausnin í stjórnarliðinu að undanförnu hefur þegar valdið ókyrrð á vinnumarkaðnum. Nýrrar ríkisstjórnar bíður það mikla verkefni að snúa óheilla- þróuninni GRISKIR HARMT.F.TKTR Bókmenntir Sigurjón Björnsson Grískir harmleikir. Æskílos, Sófókles, Evrípídes. Helgi Hálfdanarson þýddi. Mál og menning. Reykjavík. 1990. 1198 bls. Flestum þætti sá maður hafa set- ið vel í söðli sem hefur gefið þjóð sinni allan Shakespeare í snilldar- þýðingu. En þegar sami maður kem- ur með alla grísku harmleikina verð- ur ritara orðs vant. Svo óvenjulegt og einstætt er þetta. Ekki síst þegar þess er gætt að þessi mikilvirki þýð- andi hefur skilað öðru starfi allan starfsaldur sinn .og auk þess ritað margt annað bæði í bundnu máli og lausu. Það er stór gjöf að fá á íslenska tungu grísku harmleikina, allt sem varðveitt er eftir jöfrana þijár Æsk- ílos, Sófókles og Evrípídes, á fögru máli og eins rétt þýdda og hægt er að ætlast til. Það sem hér fer á eftir er einung- is yfirborðsleg kynning á grískri leik- ritun í fornöld og ýmsu þar að lút- andi. Ritdómur getur þetta ekki kallast nema að afar óverulegu leyti. Til þess þyrfti samanburð á frum- texta og þýðingu. Það er gífurlegt verk sem er auk þess ekki á færi þess sem hér heldur um penna. Hið svonefnda klassíska tímabil grískrar fornaldar telst ná yfir árin 480 til 323 f. Kr. Árið 480 unnu Grikkir frægan sigur á Persum við eyjuna Salamis. Það varð upphaf efnahagslegrar velsældar Aþeninga og menningarlegs blómaskeiðs. Árið 323 lést Alexander mikli, sem hafði fáum árum áður lagt allt Grikkland undir sig ásamt dijúgum hluta heimsbyggðarinnar. Eftir dauða hans fluttust menningarmiðstöðvar hins gríska málsvæðis frá Grikklandi og annað tímaskeið — hellenska tímabilið — er talið hefjast. Hið klassíska tímabil er ekki að ófyrirsynju nefnt svo. Enda þótt mikil bókmenntaverk væru samin fyrir þann tíma (og ber Hómerskvið- ur vitaskuld hæst) er ótrúleg gróska á þessum 150 árum. Þá eru uppi leikritaskáldin Æskflos, Sófókles, Evrípídes og Aristófanes, mynd- höggvarinn mikli Fídías, sagnaritar- arnir Heródótos og Þúkídídes, heim- spekingarnir Platón og Aristóteles og mælskusnillingurinn Demosþe- nes. Eru þá einungis þeir allra þekkt- ustu nefndir. Leikritun skipaði einstaklega veg- legan sess í þessari miklu menning- arstarfsemi. Hlutverk hennar var margþætt: trúarlegt, siðferðislegt, pólitískt, listrænt og sjálfsagt hefur skemmtihlutverkið einnig verið nokkurt. Og merkilegt er það að harmleikjaskáldin þijú sem mestrar frægðar hafa notið voru öll samtíma- menn um skeið. Æskílos var elstur þeirra, f. 525, d. 456; næstur kom Sófókles, f. 496, d. 406. Sófókles var því um fertugt þegar Æskílos lést. Yngstur var Evrípídes, talinn fæddur um 485 og hann lést sama ár og Sófókles, 406. Þjóðsagan hefur viljað tengja þessa þijá höfðingja leiklistar saman með Salamis, hinu mikla gæfunafni grískrar sögu. Æskílos barðist við Persa. Sófókles söng í drengjakórn- um sem fagnaði sigri og Evrípídes fæddist á Salamis daginn sem sigur var unninn. Þannig var Salamissig- urinn gæfusamlegur á fieiri en eina lund að mati Forngrikkja. Þessir þrír menn voru ekki ein- ungis snillingar í skáldskapargrein sinni heldur voru þeir og mikilvirkir. Talið er að Æskílos hafi samið 90 leikrit (titlar 80 leikrita eru kunnir), Sófókles 123 og Evrípídes 92. Ein- ungis örlítið brot er varðveitt. Eftir þá Æskílos og Sófókles eigum við nú sjö leikrit eftir hvorn þeirra og 18 eftir Evrípídes. Þessi skáld- skaparauður sem upphaflega var lið- lega 300 leikrit er því nú aðeins 32 verk heil. Og áreiðanlega eru leikrit- in 300 ekki nema lítill hluti alls þess sem samið var-á þessum tíma. Raun- ar er vitað um nöfn annarra höfunda og titla á sumum verka þeirra. Grísk leikritun á dögum þeirra þrímenninga var nokkuð föst í snið- um hvað form snerti. Var þar fylgt hefðum sem taldar eru talsvert eldri en Æskílos. Hvert leikrit hófst á inngangi, venjulegast stuttum fram- sagnarþætti, þar sem meginþema leikritsins var kynnt áhorfendum (prologos). Þá gekk kórinn fram og söng upphafssöng sinn (parodos). Kórinn stóð síðan á sviðinu uns leiknum var lokið. Eftir parodos skiptust svo á framsagnarþættir (dialog) leikaranna, orðaskipti þeirra og söngvar kórsins (standsöngvar; stasima). Leikritinu lauk með út- göngusöng kórsins (exodos). Díalóg- arnir komu þannig inn á milli kór- söngva og greindust samkvæmt því sundur í þætti (episódíur). Ávallt voru leikritin í bundnu máli. Díalógar allir voru orktir undir jambískum hætti. Mál þeirra var attíska, bókmenntamál Aþeninga. Kórsöngvarnir fylgdu aftur á móti oft öðrum bragarháttum og voru þeir breytilegir frá einum kórsöng til annars. Hvað málfar varðar slógu kórsöngvarnir gjarnan yfir í dórísku, ljóðmál Spartveijanna. Jók þetta á fjölbreytileika og áhrifamátt. Yfír- leitt var málfar leikritanna nokkuð upphafið og hátíðlegt og stundum nokkuð fyrnt. Get ég ímyndað mér að það hafi ekki ætíð verið fullkom- lega auðskilið venjulegum aþenskum leikhúsgestum. Sagt" er að fyrir daga Æskílosar hafi einungis einn leikari haft fram- sögn (og þá væntanlega leikið fleiri en eina persónu) og skipst á við leið- toga kórs og kórinn. Æskílos fjölg- aði leikurum um tvo, Sófókles í þtjá og þar við sat. Fleiri urðu þeir ekki. Enda þótt margvísleg menningar- starfsemi stæði með miklum blóma hjá Grikkjum á umræddu tímabili getur maður engu að síður undrast þann feiknarlega fjölda leikrita sem saminn var. Fyrir því hljóta að hafa verið sérstakar ástæður. Ein ástæð- an ér a.m.k. augljós. Á hveiju vori, í aprílmánuði, héldu Aþeningar nokkurra daga trúarhátíð sem helg- uð var Díónísosi eða Bakkosi. Snar þáttur í þeim hátíðahöldum var keppni um bestu leikrit ársins. Þótti það mikill heiður að verða sigurveg- ari, þó að verðlaunin væru ekki önn- ur en vínviðarkrans. Ríkismaður ein- hver kostaði uppfærslu leikritanna (kóreg). Æðstu embættismenn borgarinn- ar (arkontar) völdu úr hópi umsækj- enda þijú leikskáld sem fengu rétt til að sýna leikrit sín á hátíðinni og keppa sín á milli. Hver höfundur sýndi fjögur leikrit. Þijú þeirra voru harmleikir, oftast nær samstæðir , (trílógía). Hið fjórða var svonefndur púkaleikur (satíra), groddalegt gam- anspil. Öll voru leikrit sama höfund- ar sýnd á einum og sama degi. Auk þess bættist við gamanleikur. Fengu áhorfendur því fimm leikrit á sama degi. Þessu hélt fram í þijá daga, svo að sýningar urðu alls fimmtán. Svo er að skilja að þetta hafi verið eina sýningin á hveiju leikriti. Einungis einn þrileikur er nú til í heilu lagi. Það er Óresteia Æskílos- ar (Agamemnon, Sáttafórn .og Holl- vættir). Púkaleikur er einn til, Jöt- unninn eftir Evrípídes. Enginn gam- anleikur frá þessum tíma er til, nema gamanleikir Aristófanesar. Enda þótt leikrit eins og aðrar bókmenntir rísi jafnan af grunni hefða, standa þau einnig föstum fótum í samtíð sinni. Höfundurinn skynjar þann veruleika sem umlykur hann og sér hann sínum augum. Gildi verksins ræðst m.a. af því hvort sýn skáldsins er dýpri og skarpari en annarra og hvort hann á erindi við áhorfendur. Krafan um skáldlega fegurð og snilli sem að öðrum þræði er fólgin í formi er jafnan sterk. Sé miðað við framangreinda tíma- bilsskiptingu (480-323) er tími höf- undanna þriggja einungis þrír aldar- fjórðungar, því að árið 406 eru þeir allir látnir. Þessum tíma má í stærstu dráttum skipta í þrennt eftir þeim þjóðfélagslegu áherslum sem mest gætir, þeim viðfangsefnum sem við er að glíma og því andrúmi sem skáldið lifir í. Fyrstu þijátíu árin eða svo rflrir bjartsýni meðal Aþenubúa. Trú þeirra á sjálfa sig eftir Salamissigur- inn er mikil. Þeir verða voldugir, ríkir. Þeir eru stoltir af afrekum sínum og stjórnarháttum sem þeir telja til fyrirmyndar. Svo virðist sem Æskílos hafi litið á það sem hlut- verk sitt að styrkja trúarkennd sam- landa sinna, halda þeim fastar að trúarlegum veruleika og sér í lagi að tengja fastar saman trú og sið- ferði. Mest er honum í mun að minna Aþeninga á að ofmetnast ekki, því að dramb sé falli næst og gæfan hverful. Einna greinilegast kemur þetta fram í hinu sérstæða leikriti hans Persunum. Næsta tímabil má láta ná yfir árin frá því í kringum miðja öldina og til 430. Það tímabil einkennist af sívaxandi velmegun, sterkri til- finningu fyrir valdi og makt. Ný kynslóð hefur vaxið úr grasi, sem þekkti ekki annað nema af afspurn. Hin trúarlegu mæti eru nú á undan- haldi. Forn gildi eru ekki jafn sjálf- sögð og sjálfgefin og áður var. Sóf- istarnir, mælsku- og rökræðumeist- ararnir koma til skjalanna með af- stæðis- og efahyggju sína. Hugsun mannsins, máttur hans til að skilja og skýra og ráða lífi sínu verður í fyrirrúmi. Æskílos er nú fallinn í valinn en Sófókles er á miðjum aldri. Hann heldur að mestu stefnu forvera síns enda mótaður fyrr á öldinni. í leikrit- um háns er hlutverk guðanna enn mikið og goðsagnir eru ívaf og uppi- staða verka hans. En áherslurnar breytast engu að síður. Siðferðileg vandamál skerpast. Glíma mannsins við sjálfan sig verður harðari og samhliða því verður persónusköpun skýrari. Við færumst nær mannin- um, þó að guðirnir séu ávallt bak- sviðs. Persónur eins og Ödípús og Antígóna verða áheyrendum eftir- minnilegar og lifandi miklu fremur en t.a.m. Agamemnon, Elektra og Órestes hjá Æskílosi. Evrípídes er yngstur þessara þriggja skálda og hjá honum gætir hins nýja tíðaranda mest. Efahyggj- an og rökhyggjan verða meira áber- andi. Vandamálin verða milli manna. Sektarkenndin heldur innreið sína. Allur blær verka hans verður sál- fræðilegri, pólitískari og þjóðfélags- Iegri. Rýnt er dýpra í hug persón- anna og ástand þeirra tengt meira þjóðfélagslegum sviptingum. Þriðja tímabilið frá 430 til 406 er allólíkt hinum fyrri. Það hófst með skæðri drepsótt í Aþenu sem leiddi miklar hörmungar yfir borg- arbúa eins og Þúkídídes hefur lýst á áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt. í kjölfar þess kom Pelops- skagastríðið sem stóð í ein þijátíu ár. Þar áttust við Aþeningar og Spartveijar. Aþeningar guldu mikið afhroð, misstu öll völd sín og auð. j.u. ——— MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 29 Æskílos Sófókles Þar lauk valda- og velmegunarskeiði þeirra. Evrípídes var athafnamikill höf- undur mikinn hluta þessa tíma og skoðanir hans leyndu sér ekki. Hann var friðarsinni og mannvinur og sagði Aþeningum óspart til synd- anna. Hinir vígreifu og sjálfbirgings- legu landar hans voru honum ekki að skapi og gagnkvæmt var það víst. Hann var úthrópaður og mátti oft fara huldu höfði til að bjarga lífi sínu. Bent hefur verið á að Evríp- ídes sé allmiklu persónulegri í leikrit- um sínum en forverar hans. T.a.m. hefur einn fræðimaður nefnt að eft- irfarandi orð sem hann leggur Medeu í munn séu að líkindum töluð frá hjarta hans sjálfs: Hver hygginn maður skyldi varast villu þá að kenna sínum bömum fleira en fjöldinn veit. Mörg þarflaus fræði er allt sem kæmi í aðra hönd, og af þeim sprettur meinfús hugur náung- ans. Því sá sem flytur fáráðlingum vísdómsorð, mun ekki sagður hygginn, heldur dyggða- laus; og fari lof hans fram úr þeim sem vora helst til spakra taldir, fetar heift í fótspor hans. Nú brennir einmitt eldur þessi sjálfa mig, því vakið hefur ýmsum öfund þekking mín; (1.294-303) Það kveður því vissulega við nokk- uð annan tón hjá Evrípídesi en for- verum hans. Oneitanlega er hann miklu nær nútímanum en þeir. Fróð- legt er t.a.m. í þessu samhengi að bera saman Elektru-leikritin tvö, annað eftir Sófókles og hitt eftir Evrípídes. Þijátíu og tvö eru leikritin sem nú eru til heil eftir skáldin þrjú. Æskílos á sjö þeirra: þríleikinn Ores- teiu, sem byggir á eftirleik Tróju- stríðsins, Persana, samtímaleikrit um ófarir Persa við Salamiseyju, Sjö gegn Þebu, Meyjar í nauðum og Prómeþeif. Þijú seinustu leikritin byggjast á goðsögnum. Það fyrsta á Ödípúsarsögninni, sem varð skáld- um mikið yrkisefni, hið næsta um Danáosardætur og hið þriðja segir frá Prómeþeifi sem hlaut grimmilega refsingu fyrir að stela eldinum frá guðunum og færa hann mönnum. Sjö leikrit Sófóklesar eru Ödípús konungur, Antígóna og Ödípús í Kólónos, sem öll fjalla um Ödípúsar- sögnina og af mörgum eru talin hápunktur grískrar leikritunar a.m.k. hvað skáldlega fegurð snert- ir. Elektra er úr fiokki Trójusagna sem og Ajax og Fíloktetes. Trakynj- urnar taka svo efni úr Heraklesar- sögnum. Harmleikir Evrípídesar eru 17 varðveittir og eru þeirra þekktastir vafalaust hið magnþrungna leikrit Medea og Bakkynjurnar. Þar eru konur aðalpersónur og var það nokk- urt nýmæli, a.m.k. að svo væri rýnt í sálarlíf þeirra sem þar vár gert. Púkaleikurinn Jötunninn nýtur varla mikillar hylli. Haft er eftir þýska skáldinu Schiller að þegar maður hafi lesið á grísku sjötta (Násíkusönginn) í Ód- ysseifskviðu sé óhætt að deyja, því að lengra verði ekki komist í lífsnautn. Minnisstæð er og sögnin um drukkna gríska sjómanninn sem Schliemann ungur að árum hitti á hafnarknæpu. Sjómaðurinn kunni utan að og var að fara með upphaf Illíónskviðu. Svo heillaður varð Schliemann af upplestrinum, þó að hann skildi ekki orð í grísku að hann borgaði sjómanninum fyrir að þylja kaflann aftur og aftur og hét því að helga það sem eftir væri ævinnar grískri fornmenningu. Hvað sem hæft er í sögninni varð Schliemann þekktur fornleifafræðingur og gróf upp Mykenuborg (borg Agamemn- ons) og Trójuborg. Þjóðsögur eru þetta vafalaust, en í sérhverri þjóðsögu er jafnan sann- leikskjarni. Forngríska er töfrandi fagurt tungumál sem engan lætur ósnortinn sem henni kynnist. Klið- mýkt hennar og tjáningarmáttur, sveigjanleiki, samræmi, orðgnótt og dýpt er með ólíkindum. Hún ljær hugsun manns vængi og blæs hugar- flugi byr í segl. Enda þótt maður kysi að lifa ör- lítið lengur eru fegurstu kaflarnir í Hómerskviðum og leikritum skáld- anna þriggja unaðsleg lífsreynsla, og enginn vafi er á því að grísku harmleikirnir eiga frægð sína mikið að þakka skáldlegri málfegurð, enda þótt fáir geti notið hennar nú á dög- um. Þetta þýðir það jafnframt að þýð- ingar þessara verka á erlend mál geta sjaldnast orðið meira en fölur skuggi. En hversu skarpur skugginn verður ræðst þó ávallt af þrennu: skáldlegri andagift þýðandans, trú- festi hans við frumtexta og ná- kvæmni og síðast en ekki síst á hvaða mál þýtt er og valdi þýðand- ans á því. Sjaldgæft er að allt þetta fari saman. í huga þess sem þetta ritar er engum vafa bundið að íslensk tunga hefur mikla yfirburði yfír flest önnur nútímamál til þess að koma vel til skila grískum skáldverkum. Skyld- leiki málanna er mikill. Bæði eru mikil sagnorðamál, samsetning orða er auðveld og talsvert mikið notuð. Bæði eru málin gagnsæ, hljómmikil og ljóðræn. Yfir góðri íslensku hvílir klassísk heiðríkja og tign líkt og i grískunni. En veldur sá sem á held- ur. Talsvert er til af íslenskum þýð- ingum á grískum skáldskap sem hafa fæðst andvana þrátt fyrir góða grískukunnáttu þýðandans vegna þess að í þær vantaði hinn skáldlega neista og þá fáguðu smekkvísi sem nauðsynleg er. En til eru líka frábær- ar þýðingar sem sýna hve máttur íslenskunnar er mikiíl ef rétt er á haidið. Þar ber vitaskuld hæst þýð- ingar Sveinbjarnar Egilssonar á Hómerskviðum. Þýðingar hans eru í senn ótrúlega nákvæmar og undur- fagrar, en — samt — einungis skuggi. Það má raunar vera um- hugsunarefni hversu mikil nýsköpun tungunnar er fólgin í þýðingum Sveinbjarnar. Með þeim sýndi hann fram á hvílíkum þrótti tunga okkar er búin, hversu aðlögunarhæfni hennar er mikil, ljóðræn mýkt, hetju- leg harka og orðgnótt. Með þýðing- um sínum hleypti hann nýju lífi í íslenskuna sem við höfum notið allt til þessa dags, ekki síst fyrir tilstilli lærisveins hans Jónasar Hallgríms- sonar. Helgi Hálfdanarson segist „ekk- ert“ kunna í grísku og því megi það kallast hæpin háttvisi af honum að reyna að þýða verk eftir harmleikja- skáldin miklu Æskílos, Sófókles og Evrípídes. Nú háttar svo til að varla eru aðrir en sérfræðingar er hafa grísku að ævistarfi sem hægt er að segja að „kunni“ þetta ’erfiða og margslungna tungumál. Hinir eru fleiri sem talist geta stautfærir, því að þeir geta brotist í gegnum texta með hjálp orðabóka og með stuðn- ingi af erlendum þýðingum. Bágt á ég með að trúa því að það sé rétt hjá Helga að hann kunni „ekkert“. Fremur hygg ég að hann sé í hópi þessara síðarnefndu. Af harmleikjunum eru tihþýðingar á flest hin stærri nútímamál Evrópu. Margar þeirra eru nákvæmar og vandaðar. Frumtextarnir eru til í fjöldamörgum fræðilegum útgáfum, stundum með ítarlegum textaskýr- ingum. Smávægilegur samanburður á frumtextum og þýðingum Helga Hálfdanarsonar leiðir í ljós að þýð- ingar hans eru býsna nákvæmar og stendur hann þar öðrum þýðendum fyllilega á sporði. Skoðun á fáeinum vafastöðum í frumtexta, þar sem álitamál er hvaða leshátt skal nota eða hvernig túlka ber sannfærði mig um að hann hlýtur að hafa haft skýringarit við höndina og valið þá iausn sem líklegasta mátti telja hveiju sinni. Helgi reynir yfirleitt ekki að smeygja sér fram hjá vanda- málum af þessu tagi heldur leitast við að leysa þau. Það verður því miður ekki sagt um alla þýðendur. En jafnframt tel ég lítt hugsanlegt að maður sem „ekkert“ kann í grísku geti notfært sér skýringarit með þessum hætti. Hann hlýtur að vera „stautfær“. Helgi hefur valið þann kost að þýða á bundið mál. Skipar þar jamb- að ljóðmál stórt rúm eins og í frum- texta. Eins og þar er ekkert endarím í þýðingunum, en hins vegar hefur Helgi víðast hvar bætt við stuðlum og höfuðstöfum, þó að stuðlasetning sé einatt laus. Mjög vel fer á þessu í íslenskri þýðingu, enda þótt það breyti svip frá því sem er í frum- texta. En óhætt er að fullyrða að það er ekki heiglum hent að þýða á þennan'hátt án þess að það komi niður á eðlilegri lipurð tungutaksins. Eins og fram kemur hér að fram- an eru díalógar og orðaskipti rituð á attísku, en kórsöngvar bregða gjarnan yfir í dórískan mállýskublæ. Þetta setur sterkan svip á leikritin. Enginn vegur er að ná þessum mun í þýðingum enda hygg ég að það hafi ekki yerið reynt. Óneitanlega verða þýðingar af þessum sökum eitthvað daufari og einhæfari en á máli höfundanna. Aðalsmerki á þýðingum Helga Hálfdanarsonar er skáldleg tök hans og óbrigðul smekkvísi. Mætti nefna mörg dæmi um snilli hans í þessum efnum. Lokakórsöngurinn (exodus) í Öd- ípúsi konungi hefur _ löngum þótt eftirminnilegur. Hann er það ekki síður hjá Helga: Sjáið, landar, Þebu þegnar! þar má líta Odípús, þann sern fræga gátu greiddi, og gerðist herra ríkis vors. Allir litu öfundsjúkum augum frama hans *og tign. Nú er hann í hörmunganna hyldjúp sokkinn bjargarlaus. Því skal fyrst að leiðarlokum lofað gengi dauðlegs manns, beðið þar til harmlaus hefur horfið burt og lífið kvatt. í Ödípús í Kólónos lætur Sófókles ^ kórinn syngja iofsöng um Kólónos. En þar voru æskuheimkynni Sófó- klesar. Þessi lofsöngur hefur ávallt þótt undurfagur. Enda þótt Helgi nái ekki flugi Sófóklesar sem varla er von er þýðing hans mætavel gerð. Hér er fyrri hluti kórsöngsins. Hér á landinu fákum fræga ferðalanpr mun hvíldar njóta. Kólónos-byggðar foldin fijó fagnar sóíguðsins heita kossi; þar sem úr djúpum laufskóga leynum líður náttgalans milda kvak, hylja dimmbláir drúfuklasar Díónísosar vafnings-kvisti; hvorki fær sól af heiði skoðað né heldur andvarinn strokið væng þessi Bakkosar vígðu vé, þar sem hann sveimar sæll um nætur með sinni glöðu dísa-hirð. Draumlilju vekur döggin skær dag hvem, er roði í austri ljómar; hún sem í árdaga höfuð krýndi á helgum gyðjum, mæðgunum tveim, undir gullbjörtum saffran-sveig. Aldrei þrýtur þær uppsprettulindir sem ala straumsveipi Kefísosar, þar sem í tæram flaumi falla fram yflr hafinn jarðar barm ólgand’ af fijósemd ár og síð. Listadísum var landið góða löngum kært; og með gullnum taumum ekur þar Afródíta. (1. 668-693) Svo að enn sé vitnað í Sófókles er í Antígónu langur kórsöngur undur- fagur og spaklegur. Þennan kórsöng hefur Helgi þýtt af stakri snilld. Hann hefst svo: Margt er undrið, og niun þó víst maðurinn sjálfur undur stærst. Þar sem ólgandi hrímgrátt haf hrannast úfíð í vetrar byl, ristir hann kembdan kólgu-skafl kili traustum á viðsjálsleið. (1. 332-337) Heyrt hef ég hvískrað um það að þýðingar Helga Hálfdanarsonar þyki of bókmenntalegar til þess að njóta sín í leikhúsi og á full þungu máli. Því seinna má svara með þeim skæt- ingi. að vitaskuld hljóti þýðandinn að gera ráð fyrir því að lesendur og áheyrendur skilji íslensku. Hinu fyrra má svara með fleiri orðum. Grísku harmleikirnir eru bók- menntaverk. Þeir eru samdir á há- þróuðu bókmenntamáli og reynt er á þanþol þess til hins ýtrasta. Mál þeirra verður oft að teljast fremur þungt. Svo sannarlega eru þeir ekki skrifaðir á neinu „leikhúsmáli“ ef með þeirri nafngift er átt við létt og einfalt talmál daglegs lífs. Þeir eru þaulunninn skáldskapur gerður af miklum kunnáttumönnum. Liggur ekki í hlutarins eðli að sómakær þýðandi hlýtur að feta í þessi sömu fótspor án þess að gera mál sitt of uppskrúfað eða óeðlilega fyrnt? Þetta hefur Helga tekist afár vel. Undrast ég raunar hversu oft honum tekst að gera orðræðu lipra og auð- skilda án þess að úr verði flatn- eskja. Og það þó að jambísku metri og stuðlum sé trúlega haldið. En vandi upplesarans eða leikarans er ekki heldur smár og hefur aldrei verið. Það verður ennfremur að telj- ast nokkuð sjálfsagt að væntanlegir leikhúsgestir lesi leikritin vandlega heima hjá sér áður en þeir horfa á þau í leikhúsi. Og nú eru heimatök- in hæg þar sem þau eru öll komin á prent. Helgi Hálfdanarson hefur fært íslenskum lesendum miklar gersem- ar með þessum þýðingum sínum svo vel sem þær eru gerðar. Að verðlaun- um væri hann vel kominn. En þar sem hann þiggur víst ekki slíkt þó að í boði væri verður hlýr hugur þakklátra lesenda að nægja. Útgáfa harmleikjanna er vel úr garði gerð innan sinna marka. Samt hlýt ég að láta þá skoðun í ljós að fremur hefði ég kosið að sjá hana í þremúr bindum, hvern höfund í bók fyrir sig og í minna broti. Tólfhundr- uð blaðsiðna doðrant er fullmikið fyrir minn smekk. Band bókarinnar er bersýnilega ekki nógu veigamikið. Eftir nokkurn lestur er kjölurinn á mínu eintaki brotinn og farinn að ljókka. Hann endist varla lengi. ——.______________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.