Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 43
.«.«!! 'SÍIAM SIK)Á€HA£»UM Œ’QAJSM'iOHOM "MORGUNBLAÐIÐ LAUGAEDAGUR 23. MAEZ 1:991 'lb . 43 Minning: Meyvant Rögnvalds- son, Siglufirði Faeddur 31. marz 1933 Ðáinn 12. marz 1991 Þegar sv.o kær vinur eins og Meyi fellur frá er svo erfitt að festa á blað þær yndislegu minningar, sem hrannast upp í hugann, en tilfinning- ar sem bærast í brjóstinu eru þó enn erfíðari að henda reiður á, því þær flökta svo um og eru oft óskiljanleg- ar og manni einum eignaðar. Minn- ingar um hinn blíða og milda dreng- skaparmann vaka og verma þótt um leið svíði í sárínu, sem þó grær er fram tíða stundir. Systkinum Meyja, öllu venslafólki, vinum hans fjöl- mörgum sendi ég og fjölskyldan öll, innilegar samúðárkveðjur norður í fjörðinn fagra, sem hann unni svo heitt. Blessuð sé minning Meyvants Rögnvaldssonar. Friðleifur Stefánsson „Þig, sem að alla ávallt \€dir gleðja." „Þú, sem að aðra aldrei vildir hrvggja." „Þú, sem úr ðltu ætíð vildir bæta.“ (Grímur Thomsen) I dag, 23. mars, er til moldar bor- inn frá.Sigluífjarðarkirkju ástkær vin- ur svo margra, .Meyvant Rögnvalds- son, eða Meyi eins og hann var oft- ast nefndur, hann andaðist í Sjúkra- húsi Sigluijjairðar 12. þ.m. eftir ára- langa hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem fellir margan manninn á bezta aldri. Meyvant fæddist á Siglufirði 31. marz 1933 og var yngsta bam sæmdarhjónanna Guð- bjargar Aðalbjömsdóttur, f. 2. sept- ember 1903 á Máná í Úlfsdölum, d. 16. nóvember 1977, og Rögnvalds Gottskálkssonar, f. 26. ágúst 1893 á Hring í Stíflu í Fljótum, d. 15. aprít 1981. Tiin bömin eru: Jóhann, bifreiðastj., kvæntur Ernu Rós- mundsdóttur; Aðalheiður, umboðsm. Happdrættis Háskóþa íslands; Gott- skálk, útsölusijóri ÁTVR, kvæntur ■Unni Jónsdóttur; Aðalbjöm, bæjar- starfsmaður. eiginkona Sigríður Sveinsdóttír, dáin 11. desember 1986. Auk þess ólu þau upp sonar- dóttur sína, Guðbjörgu Jóhannsdótt- ur, frá 4 ára aldri. Hún er gift Bjama Ámasyni bifr.stj.„ frá ísafirði. Allt þetta dugnaðarfólk er búsett á Siglu- Minning: Guðbjörg Stefáns- dóttirfrá Broddanesi Fædd 21. desember 1951 Dáin 14. mars 1991 Undarlega er stutt síðan þriggja ára strákur stóð á hlaðinu í Brodda- nesi og horfði á eftir mömmu sinni suður. Þá var gott að geta haldið í höndina á átta ára gamalli frænku sinni, sem átti svo faliegt bros að öll þyngsli hjartans urðu bærilegri. Átta sumra dvöl batt þessi böm vin- áttuböndum sem aldrei bmstu og það er gott til þess að hugsa að þessar síðustu vikur gátu faltegu hendpmar hennar leitað í hans. Þegar sorgin yfirþyrmir okkur manneskjumar verðum við að grípa til skynseminnar_ og þakka það sem við höfum átt. 1 dag kveðjum við Guðbjörgu Stefánsdóttur frá Brodda- nesi og þökkum fyrir að hafa átt með henni samleið, þó að við höfum beðið þess heitt að sú samleið yrði lengri. Og þó að sorgin sé sár og kunni um stund að sýnast óbærileg þeim sem elskuðu hana mest ber að þakka líf sem öllum var til góðs eins, og gleðjast yfir því að hún fékk að kveðja það með þeirri reisn sem hún átti í svo ríkum mæli. Guðbjörg Stefánsdóttir fæddist 21. desember 1951 og var því aðeins þtjátíu og mu ára gömul þegar hún lést. Hún var yngsta bam hjónanna Guðbjargar Kristmundsdóttur frá Goðdal og Stefáns bónda Jónssonar í Broddanesi. Þau létust bæði langt um aldur fram. Hún lauk gmnn- skólanámi á heimasióðum, en lauk síðan námi sínu í Reykjavík undir verndarvæng kærrar frænku sinnar, Önnu Kristmundsdóttur, sem alltaf reyndist henni sem besta móðir. Hinn 26. febrúar 1972 giftist hún Gunnlaugi Bjamasyni vélvirkja og þau stofnuðu heimili sitt á Hólmavík þar sem þau hafa síðan búið. Hjóna- band þeirra færði þeim hamingju sem ekki er öllum gefin og ást þeirra var sterk og heíl tit hinstu stundar. Böm þeirra urðu fjögur: Stefán Bjarni, stúdent, fæddur 1970, Anna Birna, menntaskóianemi, fædd 1971, Halld- ór, fæddur 1976, og Guðbjörg, fædd 1981. Guðbjörg kenndi hannyrðir við barna- og unglingaskólann á Hólmavík í nokkur ár en síðastliðin 12 ár var hún starfsmaður Búnaðar- bankans þar og síðast skrifstofu- stjóri. Merkja mátti að hlýjar kveðjur bárust frá samstarfsfólki hennar suð- ur til Reykjavíkur þegar ekki varð heim snúið. Strandasýslan getur verið kald- ranaleg og næðingurinn á Bitruháls- inum nístandi. Og frændgarður Guð- bjargar Stefánsdóttur sem byggt hefur þessa kuldalegu sýslu ár og aldir og fært óblíðri náttúm hennar dýrar fómir var framandlegur stelpu að sunnan og stráknum hennar við fyrstu kynni. Þau skyidu sanna sig áður en eitthvað yrði gefið. Heitar tilfinningar þessa fólks vora vand- lega fáldar undir hijúfu dagfari og það tók tíma að eignast vináttu þess og órofa tryggð. Þeim mun dýrmæt- ara varð hvort tveggja. Litla stelpan með ljósu lokkana sem birtist í skini olíulampans í eld- húsinu í Broddanesi eitt kvöld fyrir löngu var eins og týsandi engilt fyrir gestunum að sunnan. Bjartari og fallegri en allir aðrir, eins og lítill engill í þessu ótrúlega myrkri. Og þegar hún brosti við Iitlum strák var eins og mjrrkrið viki. Alla tíð síðan var með fáum betra að hlæja. Greind hennar og næmi fyrir spaugilegum hliðurn tilverannar var snemma kennimerki hennar. Ljósmyndarinn í Hafnarfirði sem horfði furðu lostinn á gyllta lokka þessa fallega níu ára bams og sagði: Hvað í ósköpunum hefur fólk að gera við svona fallegt hár á Ströndum? undraðist enn meira dillandi hiátur bamsins við athuga- semdina. Það andartak urðum við jafnöldrar og voram það æ síðan. Guðbjörg Stefánsdóttir var góð og yndisleg manneskja, sem við hinir fullorðnu kveðjum með sárri sorg í eigingimi okkar, bömin hennar skilningsvana á réttlæti þessa heims. Þau er erfitt að hugga. í nýárs- kveðju sinni tit þjóðarinnar minntist forsetinn okkar á þá sem famir era. Hún bað okkur að hugsa ekki um að þeir væra famir, heldur það að þeir voru hér. Þetta er góð hugsun og rétt, og í dag þökkum við heitu hjarta fyrir það að Guðbjörg Stefáns- dóttir var hér. Við Hörður og María og drengirnir og fjölskyldan öll þökk- um fyrir okkur, og biðjum þess að Gunnlaugur og bömin, systkini og frændfólk og ekki síst hin góða fóstra Anna Kristmundsdóttir rísi undir því sem þau verða nú að axla. Fagurt líf er gjöf guðanna og því lýkur aldr- ei. Guðrún Helgadóttir Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfr ið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (úr Hávamálum.) Þegar ég fluttist ókunnug til Hólmavikur haustið 1983, var ég svo heppin að kynnast Gógó. Þessi kynni urðu fljótt upphaf firði. Á Siglufirði var í upphafí vagga skíðaíþróttarinnar í landinu, og föð- urætt Meyja, Gosaættin svokallaða, var þar í forystuhlutverki í eina tvo mannsaidra. Ættfaðirinn Gottskálk Gottskálksson og kona hans Sólveig Ólafsdóttir flytja frá Mið-Mói í Fljót- um um aldamót með 8 böm sin til Sigiuijarðar, og fljótt gerast synim- ir: Ólafur, Rögnvaldur, Þorsteinn og Guðlaugur miklir frammámenn skíðaíþróttarinnar. — Síðar tóku bræðrabörnin upp merki skíðafélag- anna í firðHLum, og urðu mörg þeirra afreksmenn ;pg Islandsmeistarar í ýmsum greinum skíða. Þar má nefna syni Ólafs þá, Bjöm, Rögnvald og Einar, syni Þorstœis þá, Gísla og Jón, son Guðlaugs, Birgi og svo dótt- ur Rögnvaldar, Aðalheiði, það hlýtur stundum að hafa verið sárt fyrir vin- inn Meyja, að geta ekki fyigt eftir :sem skyldi systkinum og frændliði. upp um §011 og firnind: á skíðum á heiibrigðum og skemintilegum leik, þar sem hann átti ætíð við fötlun í fenjám og olnboga að stríða, og varð jþví oft að vera þöguil áhorfandi, sem Ifyigdist með úr fjariægð, af áhuga, hafði samt sínar ákveðnu skoðan- 5r á öllum þáttum íþróttamála. Meyi stuncaði íþróttir, svo sem hann gat og náði ágætum árangri I sumum svo sem 'brids og ballskák. — Meyi öfundaðist ekki yfir velgengni axm- arra, tróð ekki illsakir rið rtokkum mann, vildi allt fyrir alia gera, átti í ríkum mæli þennan innri viljastyrk og þessa seiglu,- sem gerði honum kleift að sætta sig við örlög sín frá upphafí til endaloka lífsins. Hann var ljúflingur. Við kynntumst sex ára gamlir í forskóla og vorum sessu- nautar í 11 skólaár, Við gengum í fóstbræðralag, bundumst tryggri vináttu sem aldrei bar nokkurn skugga á. Gagnfræðapróf tókum við saman á kirlquloftinu 1950, þar sem nú er safnaðarheimili Hvannejmar- prestakails á Siglufirði. — Leiðin heim úr skóla lá framhjá heimili Meyja að Hvanneyrarbraut 5, þar sem æði oft var staldrað við og spii- að, rommý, kasínu, manna, os.frv., ómetanlegrar vináttu. Mörg kvöldin sátum vdð saman og ræddum um líf- ið og tilverana langt fram á nótt. Gógó var vnur í raun. Hún var alltaf reiðubúin að rétta mér hjálparhönd, þrátt fyrir miklar annir. Eg átti ann- að heimili þar sem heimili Gógóar var. Hóimavík hefur misst góða og dugmikla konu úr bæjarlífmu. Það verður ekki auðveit að hugsa til Hólmavíkur nú þegar Gógó er horf- im. Ég veit að hennar verður sárt saknað. I dag kveð ég Guðbjörgu nöfnp mína með sáram trega og söknuði. Mimningín um hama mun lifa með mér um ókomin ár. Elsku Gulli, Stefán, Anna Bima, Dóri og Guðbjörg, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessari miklu soigarstund. Gauja Gógó er dáin. Það fyrsta sem kemur í hugann er, en hvað þetta er óréttlátt Hún var svo ung. 1 En sjúkdómar spyija ekki um ald- ur. Við Gógó héldum vináttunni frá því í bamaskólanum á Hólmavík, og þar var ósjaldan setið frameftír kvöldi og skrafað og hlegið, því hlát- urmild var hún og hafði einstakt jafn- aðargeð. Það kom svo vel í ljós í veikindastríði hennar, þvi alitaf átti hún tHvbros handa Öllum sem heim- sóttu hana. Hennar verður sárt saknað af svo mörgum. Gulli, Stefán Bjami, Anna Birna, Halldór og Guðbjörg, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Á milli vina þögnin geymir þelið hlýtt. Það yrði tjáð með orðagjálfri ánskis nýtt. (Höf. ókunnur) Margrét Hansdóttir eða MeyHék á orgelíð og söng með sinni ágætu bassarödd. í ranni þeirra Beggu og Vaida, foreldranna, vora ekki miklir og stórir salir, en þau áttu í manni hvert bein, gestrisnin og hlýjan með eindæmmn, og aldrei styggðaryrði í okkar garð, þó ekid_. væram við alltaf hljóðir og prúðir. Aukatímar í ensku með Meyja hjá Ólínu móðursystur minni vora mjög minnisstæðir, því þar var oft rætt um skáldskapinn, ljóðið, sem börn og unglingar lærðu trúlega meira um þá, en í dag. Eftir gagnfræðanám skiija leiðir um sinn. Krakkar unnu við ýmis störf á Siglufirði í þá daga, það voru sendlastörf í verslunum, bryggjuvinna í síldinni, bæjar- og byggir.garvinr.a. garðyrlq'ustörf o.s.frv. Meyi dró ekki af sér við vinnu, hann stundaði margháttuð \ störf sem unglingur og síðar vann hann við, bifreiðarakstur, sjó- mennsku á toguram, bátum og kaup- skipum. Hann sigldi kringum hnött- inn á norskum kaupförum og hafði gaman af að ræða um ijarlæg lönd og þjóðir, því auk þess að hafa farið víða, var hann vel lesinn, fróður og áhugamál hans vora á ýmsum svið- um. Mörg síðustu ár sín starfaði hann hjá útsölu ÁTVR á Siglufirði, þar sem bróðir hans Gottskálk fór með stjóm mála. Allir bára Meyja góða sögu. Hann var lipur við störf sín, samviskusamur og drengur góð- ur í hvívetna, dagfarsprúður og eink- ar næmur á hið skoplega i lífínu og tiiveranni, hláturmildur og hvers manns hugijúíi. Meyi fluttist með foreldrum sínum af Hvaimeyrarbraut 5 að Lindargötu 18 og hefur búið þar síðan þau féllu frá. Þótt Meyi hafí stundum verið eínmana, því ekki kvæntist hann. þá stóð hann ékki eihn, þvi systkini hans, mágkonur og öll ættin bar hag hans fyrir brjósti og studdi hann og styrkti í einmana- leik _og miklum veikindum hin síðari ár. Ég veit að það ailt ber að þakka nú að leiðarlokum, svo og alla góða umönnun sem hann fékk á sjúkra- stofnunum, nú síðast á sjúkrahúsi Sigluijarðar. Aðstandendum Mey- vatns flyt ég samúðarkveðjur frá ölium bekkjarsystkinum hans, sem hittust á Hóli i Siglufirði sumarið 1988, í samkvæmi, þar sem hann var eins og ætíð, hrókur alls fagnað- ar. Þannig munum við hann um alla framtíð. Mej'vant heillaðist af fegurð Jjallanna við Sigluflörð eins og flest- ir sem þaðan era komnir, „Merkið stendur, þótt maðurinn falli." Hann átti_ sinn þátt í að reisa útsýnisskífu á Álfhóli við ósa Hóisár, þar sem vísað er(á örnefni í firðinum, hlíðar, tinda, gnípur, fjöli og skörð. Bjjart er yfir bröttum hlíðum, biærinn stiýkur yfir skörð. Gnípur hátt til himins benda hljóðar, sem þær standi vörð. « Sumamætur bjartar blíðar, blikar dýrðleg sólarglóð. Letrar alit með loga stöfum, sem líti maður gull og blóð. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir Tryggvi Sæmimdsson, Akureyri - Minning Fæddur 12. maí 1923 Dáinn 17. mars 1991 Unndarlegir erum við mennimir. Okkur verður það á að taka lífinu eins og gálfsQgðum hlut, að dagurinn á morgun verði eins og dagurinn í gær. Pjölskyldan og vinimir era héraa og manni finnst það þannig verði það alltaf. Þetta er auðvitað viss eigingimi því maður viil hafa þetta allt óbreytt hjá sér, en auðvitað á hver og einn að vita það að svona getur þetta aidrei orðið endalaust. Samt er enginn viðbúinn þegar breyt- ing verður á. Og nú er einum vininum fæira. Okkar kæri og góði vinur Tryggvi Sæmundsson er horfinn okkur. Kynni okkar era bæði löng og góð. Ég var ekki nema unglingur þegar þau hófust. Þá kom Tryggvi hingað til Akureyrar frá Hjalteyri til að læra múrverk og bjó þá í sömu götu og ég. Seinna, þegar Steini verðandi maðurinn minn, kom hingað til að læra húsasmíði, lentu þeir sain- an í Iðnskólanum og með þeim tókst vinátta. í gegnum Tryggva kynntist ég Steina. Nokkru síðar, eftir að við vorum gift, kynntist Tryggvi Svanfríði Guð- mundsdóttur, Fríðu, sínni ágætu konu. Hefur vinátta okkar allra stað- ið óslítið síðan. Kynni Tryggva og Fríðu reyndust gæfuspor þeirra beggja. Mikið var oft gaman á þessum dögum þegar við v'orum öll ung og gerðum eitthvað skemmtiiegt saman og alltaf hefur verið jafn gott að koma á fallegt heimiii Tryggva og Fríðu. Bæði jafn smekkvís og notaleg heim að sækja og gestrisin með af- brigðum. Tryggvi var einstakt prúð- menni með ljúfa lund. Hann var dul- ur, en gat verið mjög giettinn og gamansamur og ég veit ekM úm nokkurn mann sem ekki leið vel í návist hans. Ég tei hann hafa verið gæfumann. Hann átti góða konu og bamalán, þijú vel gerð börn, Gunn- hHdí, Hauk og Þorgerði Ásu, sem öil eru vel gift. Góða heilsu hafði Tryggvi, utan tvö síðustu árin að hann var þjáður af bijóskeyðingu í mjöðmum. Á síðastliðnu ári fékk harni bót á því, og gat horft fram á bjartari tíma, þegar gripið'var inn í ineð snöggum veikindum sem drógu hann til dauða á aðeins rúmum hálf- um mánuði. Hann hélt stillingu sinni til hinstu stundar,jákvæðursjúkling- ur með bros á vör. Þannig hvarf hann tii nýrra heimkynna þar sem öragglega hefur verið tekið vei á móti honum. Við vonum að Guð gefí styrk tíi handa Fríðu, bömum þeirra og fjöl-. skyldum, einnig bræðram hans tveimur sem eftir lifa. Með sárum söknuði kveðjum við þennan góða vin okkar og þökkum fyrir allar ljúfar stundir í gegnum árin. Veri hann Guði faiinn á öðra tilverusviði, öll komum við smám saman á eftir. Elsku Fríða min, í dag er dimmt» yfir, en sólin mun skína á ný. Didda og Steini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.