Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991
t
Systir mín,
ANNA RÓSA EYJÓLFSDÓTTIR,
Hvoli,
Mýrdal,
lést á heimili sínu 21. mars.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigurður Eyjólfsson.
t
Móðir okkar,
RANNVEIG VILHJÁLMSDÓTTIR,
Stekkjargötu 31,
Hnífsdal,
lést í sjúkrahúsi Bolungarvíkur fimmutdaginn 21. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börnin.
t
Konan mín, móðir og mágkona okkar,
ELSE BJÖRNSSON,
Vestbirk, Allé 19,
2770 Kastrup,
andaðist 20. mars sl.
Guðmundur Kr. Björnsson,
Björn Olaf Björnsson,
Bjarni Björnsson,
Sveinn Björnsson.
t
Maðurinn minn,
ÓLAFUR ÞORSTEINSSON,
andaðist 22. mars á öldrunardeild Landspítalans.
Guðbjörg Einarsdóttir.
Móðir mín, t SVEINBJÖRG BJARNADÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 25. mars
kl. 13.30. Svava Torfadóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN BENEDIKTSSON
rafvirkjameistari,
Háaleitisbraut 24,
lést í Landspítalanum 21. mars.
Ólöf Kr. ísfeld,
Rafn Kristjánsson, Hrafnhildur Þorgrímsdóttir,
Margrét Kristjánsdóttir, John Duncombe,
og barnabörn.
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR TÓMAS SIGURÐSSON,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
laugardaginn 16. mars sl., verður jarðs-
unginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 25. mars.
Fyrir hönd vandamanna,
Erfidryldifur í hlýlcgu
og notalegu umln crfi
Tökum að okkur að sjá um erfidrykkjur,
stórar og smáar, í nýuppgerðum og notalegum sal.
Verð frá kr. 790,-
Allar nánari upplýsingar fúslcga vciltar
áHótel Borgísíma 91-11440.
Minnhig':
Heba
A. Ólafs-
son, Patreksfirði
Fædd 7. september 1928
Dáin 13. mars 1991
Fljótt skipast veður í lofti. Svip-
legt fráfall Hebu A. Ólafsson gerði
ekki bpð á undan sér. Hún andaðist
að kvöldi miðvikudagsins 13. mars
á heimili sínu á Patreksfirði. Hún
hafði ekki kennt sérstaks lasleika,
utan þess að fá flensu í byijun vik-
unnar og leitaði hún þá læknis á
miðvikudaginn og hélt hún þá kyrru
fyrir heima á heimili sínu og sonar
síns, en á tíunda tímanum var hún
öll, hennar lífsþætti var Iokið.
Okkur félögum hennar í Bridsfé-
lagi Patreksfjarðar sem vorum með
henni sl. föstudag, laugardag og
sunnudag, í sveitakeppni félagsins,
óraði ekki fyrir að það yrðu okkar
síðustu samfundir með henni. En
svona er lífið. Þegar kallið kemur,
kaupir sér enginn frí.
Heba A. Ólafsson var fædd hér
á Patreksfirði 7. september 1928.
Foreldrar hennar voru hjónin Stef-
anía Erlendsdóttir og Aðalsteinn
P. Ólafsson og ólst hún upp á mynd-
arheimili þeirra í Valhöll hér á
staðnum.
Við hjónin minntumst hennar
sem ungrar stúlku, þegar við kom-
um hingað á Patreksfjörð, þótt
kynni okkar hafi með árunum orðið
víðtækari og meiri allt til síðasta
dags.
Arið 1952 þann 8. janúar giftist
Heba manni sínum Páli Ágústssyni
fyrrverandi skólastjóra, ættuðum
frá Bíldudal og bjuggu þau þar til
ársins 1954 er þau fluttu til Reykja-
víkur, þar sem Páll gerðist lögreglu-
maður og fékkst við verslunarstörf.
Þáttaskil urðu hjá þeim hjónum
1965, er þau flytja hingað vestur á
Patreksfjörð og Páll gerðist kennari
hér við grunnskólann. Hér á Pat-
reksfirði var þeim hjónum tekið
vel, enda áttu þau sterkan frænd-
garð og góða vini hér. Patreksfirð-
ingar eiga ljúfar minningar um
samveru við þessi hjón, þau voru
hugljúf og elskuleg við allt sitt sarn-
ferðafólk, þau 17 ár sem þau bjuggu
hér. Árið 1982 flytja þau hjón til
Fáskrúðsijarðar, en þar gerðist
Páll skólastjóri grunnskólans, og
gegndi því starfi þar til hann lést
þann 25. ágúst 1986.
Lát Páls var mikið áfall fyrir
Hebu, enda var það snöggt að, þar
sem hann féll örendur niður á golf-
vellinum á Fáskrúðsfirði. Það sama
ár flytur Heba til Patreksfjarðar
og gerðist kennari og gegndi því
starfi til hinstu stundar. Heba var
virt og elskuð af nemendum sínum,
var hún þeim mikil stoð og stytta
í leik og námi.
Heba var mikil félagsvera. Ung
að árum tók hún mikinn þátt í fé-
lagsstörfum íþróttafólks, og var góð
handknattleikskona. Hún tók einnig
þátt í starfi slysavarnadeildarinnar
hér á Patreksfirði og annars staðar
þar sem hún var búsett. Einnig
vann hún merkt starf hér á sínum
tíma ásamt konu minni á byijunar-
árum félagsheimilis Patreksfjarðar,
þegar þær tóku að sér um tveggja
ára tímabil að sjá um allan veitinga-
rekstur þar, án launa og vörðu öll-
um ágóða af því til kaupa á áhöld-
um og borðbúnaði fyrir 300 manps.
Þeim tókst að fá marga aðra með
sér í þetta stóra átak.
Þau Páll og Heba voru félagar í
Bridsfélagi Patreksfjarðar þann
tíma sem þau bjuggu hér og Heba
eftir að hún futti aftur hingað. Hún
var góður félagi í okkar samtökum
og um hana eigum við ljúfar minn-
ingar.
Heba og Páll áttu tvo kjörsyni,
þeir eru Sigurður Ingi, kennari hér
á Patreksfirði, og Atli Karl, verka-
maður, en þau mæðginin héldu
heimili saman eftir andlát Páls. Sig-
urður Ingi býr með Margréti Þór
og eiga þau tvo syni, Pál Ágúst og
Magnús Tindra. Sonum sínum var
Heba mikil og umhyggjusöm móðir
og svo má segja að umhyggju henn-
ar á barnabörnum sínum þeim Páli
Ágústi og Magnúsi Tindra og dætr-
um Margrétar Þór, þeim Ingibjörgu
og Dómhildi og dóttur Sigurðar,
Hebu.
Fyrir mér rifjast upp, að síðustu
samfundir okkar hjóna og þeirra
Páls og Hebu sameiginlega, voru
með þeim hætti að nokkrir félagar
í Bridsfélagi Tálknafjarðar og
Bridsfélagi Patreksfjarðar komu
saman við spil þann 14. ágúst 1986.
Þann 8.-10. þessa mánaðar komum
við saman í Bridsfélagi Patreks-
íjarðar með Hebu, það voru okkar
síðustu samfundir. Fyrir þessa sam-
fundi erum við þakklát og í minn-
ingunni um löng og góð kynni fær-
um við látinni samferðavinkonu
þakkir fyrir liðna tíð.
Sonum Hebu, þeim Sigurði Inga
og Atla Karli, vottum við hjónin
okkar dýpstu samúð og erum full-
viss um að með barnabörnum Hebu
fylgir guðleg blessun.
Við kveðjum hina látnu með virð-
ingu.
Ágúst H. Pétursson
Kveðja frá samstarfsfólki við
Grunnskóla Patreksíjarðar
Svo skyndilega hefur skarð verið
höggvið í okkar fámenna hóp. Hún
t
Eiginmaður minn,
HALLDÓR PÉTURSSON,
Hólmgarði 2a,
Keflavík,
lést á heimili sínu 22. mars.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Júlíusdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengafaðir, afi og langafi,
BJÖRN ÓLASON,
Selaklöpp,
Hrísey,
sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, Akureyri, 18. mars sl., verður
jarðsunginn frá Hríseyjarkirkju þriðjudaginn 26. mars kl. 14.00.
Sigfríður Jónsdóttir,
Óli Björnsson, Vera Sigurðardóttir,
Jónheiður Björnsdóttir, Sigmar Jörgenson,
Pálína Björnsdóttir, Valtýr Sigurbjarnason,
Óskar Frtmannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Heba er horfin okkur, því er erfitt
að trúa. Hjá okkur er stór hópur
lítilla barna sem á líka erfitt með
að skilja og trúa því að kennarinn
þeirra, sem þau elskuðu og dáðu,
verði ekki lengur með þeim. Það
er sár reynsla að missa bekkjar-
kennara sinn í byijun skólagöngu.
Heba A. Olafsson var fædd á
Patreksfirði 7. september 1928 og
ólst hér upp. Mikil ábyrgð var lögð
á hennar herðar er hún fjórtán ára
gömul missti móður sína og hún tók
að sér að hugsa um yngri systkini
sín. Til mennta fór hún sem ung
stúlka bæði í Kvennaskólann í
Reykjavík og Húsmæðraskólann á
Akureyri.
Hinn 8. janúar 1952 giftist hún
Páli Ágústssyni kennara frá Bíldu-
dal. Var hjónaband þeirra alla tíð
einstaklega ástúðlegt. Þau tóku að
sér tvo kjörsyni, Sigurð Inga kenn-
ara hér við skólann og Atla Karl
verkamann á Patreksfirði.
Árið 1966 hóf Páll störf við
Grunnskóla Patreksfjarðar og
kenndi þar til ársins 1982. Á þeim
árum stjórnuðu þau hjónin í mörg
sumur Hótel Flókalundi.
Páll var ráðinn skólastjóri við
Grunnskólann á Fáskrúðsfirði. Þar
bjuggu þau í fjögur ár og þá hóf
Heba kennslu. Árið 1986 lést Páll
og Heba flutti aftur hingað til Pat-
reksfjarðat'. Hún var ráðin við
grunnskólann í byijendakennsluna
og hefur sinnt henni síðan. Hún var
sérstaklega hæf til þeirra starfa,
gerði strangar kröfur en var þó svo
góð og kærleiksrík við börnin. Allt
sem hún taldi til góðs fyrir hina
ungu nemendur sína var hún fljót
áð tileinka sér.
Hún var vinur vina sinna hún
Heba með sína góðu greind, heiðar-
leika og léttu lund. Hún var virkur
félagi í Slysavarnadeildinni ■ Unni
og í Málfreyjudeildinni Brellum þar
til síðasta haust en þá byrjaði hún
í starfsleikninámi kennara og í
enskunámi nú um áramót.
Það er erfitt að sætta sig við að
þessi góða kona sé ekki lengur hjá
okkur. En missir sona hennar,
tengdadóttur og barnabarna er þó
mestur. Við vottum þeim, systkin-
um hennar og öðrum ættingjum
samúð okkar.
Erna M. Sveinbjarnardóttir
Er ég frétti lát móðursystur
minnar og nöfnu, Hebu A. Olafs-
son, átti ég erfitt með að trúa þeirri
frétt. Eg vissi ekki annað en Heba
væri vel frísk og gengi daglega til
vinnu sinnar, en hún var kennari
við grunnskólann á Patreksfirði.
Þegar ég lít yfir farinn veg
hrannast ljúfar minningar upp um
Bebbu frænku mína, en svo kölluð-
um við systkinin hana ávallt. Bebba
frænka var sérlega glæsileg kona
á velli og öll framkoma hennar var
með þeim hætti að aðdáun vakti
allra, sem umgengust hana. Um
margra ára skeið var hún hótel-
stýra í Flókalundi í Vatnsfirði. Af
meðfæddri smekkvísi og stjórnsemi
kom hún þessu sumarhóteli í röð
fremstu og virtustu gististaða
landsins. Munu sjálfsagt margir
minnast hennar frá þeim tíma.
Bebba frænka var gift Páli