Morgunblaðið - 10.04.1991, Page 13

Morgunblaðið - 10.04.1991, Page 13
MORGCNBLAÐlfj MiÓViKIJDAÓUR 10. APRÍL'1991 U Framtíð sjúkra- húsa íReykjavík eftir Sigurð Guð- mundsson og Þórð Harðarson Inngangur í fyrri grein um sjúkrahús í Reykjavík var íjallað stuttlega um hlutverk sjúkrahúsa, lögð áhersla á nauðsyn þess að eiginlegu háskóla- sjúkrahúsi verði komið á fót hér- lendis og að lokum nokkur atriði nefnd sem að lúta að rekstri sjúkra- húsa. Ekki er síður ástæða til að ræða hugmyndir sem komið hafa fram um hvort reka megi sjúkrahús- in hagkvæmar og ódýrar en nú með meiri samvinnu þeirra í milli og jafn- vel samruna. í desember síðastliðn- um var samþykkt frumvarp um breytingu á lögum um heilbrigðis- þjónustu, þar sem löggjafinn steig veigamikið skref í þá átt að sameina alla spítalana þíjá, m.a. með tilurð svonefnds samstarfsráðs sjúkra- húsa. í upphafi átti ráðið að hafa allmikil völd og m.a. deila fjármun- um milli stofnananna. Sitt sýndist hvetjum um þetta mál og risu öldur hátt. I meðförum þingsins var dreg- ið nokkuð úr valdsviði ráðsins og er það nú hugsað til ráðgjafar um framtíðarstefnu og verkaskiptingu sjúkrahúsanna. Ljóst er að endanleg ákvörðun í þessu máli verður pólit- ísk og því ekki úr vegi að tæpa á nokkrum atriðum sem rétt er að huga að áður en til ákvörðunar kem- ur, enda Alþingiskosningar á næsta leiti. Samruni sjúkrahúsa í þessum efnum má nefna a.m.k. fjóra möguleika. Ekki er ástæða til að taka sérstaka afstöðu til þeirra á þessu stigi en ýmislegt bendir þó til að stefnumótun þurfi að liggja fyrir á næstu árum, þ.e. í tíð þeirr- ar ríkisstjórnar sem við tekur eftir næstu Alþingiskosningar, nema hún verði því skammlífari. Úr flokki greina háskólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd a. Óbreytt ástand, þ.e. sjúkrahús- in þtjú starfi áfram með nýstofnað samstarfsráð sér til fulltingis sem ráðgjafarnefnd um samvinnu og jafnvel samruna einstakra deilda þar sem sérhæfð þjónusta er veitt. b. Samruni sjúkrahúsanna þriggja í eitt. Eftir stæði mjög stór stofnun með um 1500-1600 rúm og 5000-6000 starfsmenn. c. Fækkun úr þremur í tvö sjúkra- hús. Þar kemur annars vegar sam- eining Borgarspítala og Landakots til greina og hins vegar sameining Landspítala og Landakotsspítala. Af fyrri möguleikanum leiddu nokk- urn veginn tvær jafnstórar stofnan- ir með hliðstæða starfsemi á flestum sviðum almennrar þjónustu en af hinum síðari leiddi sameinaður Landspítali og Landakotsspítali með um 1.000 rúm en Borgarspítali áfram með um 500. Annað þessara sjúkrahúsa þyrfti að þróa sem há- skólasjúkrahús í samræmi við það- sem áður er sagt. d. Sa'meining Landspítala og Borgarspítala í eitt sjúkrahús sem þróað yrði í eiginlegt háskólasjúkra- hús og gegndi jafnframt bráðaþjón- ustu auk þess sem þar yrðu þróaðir helstu þættir dýrari meðferðar (“há- tæknimeðferðar"). Landakotsspítali og önnur enn smærri sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu myndu þróast í stofnanir er sinntu ákveðnum verk- efnum er ekki teldust til bráðaþjón- ustu. Má þar nefna ýmsar skurðað- gerðir, s.s. bæklunarskurðaðgerðir, þvagfæraskurðaðgerðir o.s.frv. Slíkar stofnanir mætti reka af einkaaðilum og bendir ýmislegt til að slík ráðstöfun myndi vera affara- sælust til að stytta margnefnda bið- lista ýmissa sjúkradeilda hér í Reykjavík. Ljóst er að hver þeirra leiða sem valin verður af ofanskráðum eða enn öðrum leiðum, verða skoðanir mjög skiptar. Engar tölur eru tiltækar um rekstrarkostnað né heldur hvort sparnaður eða hagkvæmni hlýst af mögulegum breytingum og þá hve mikil. Helstu rök sem lögð hafa verið fram fyrir tilurð einnar stórrar stofnunar hafa einkum lotið að ein- földun á sameiginlegri yfirstjórn, sparnaði í rekstri, s.s. sameiginleg- um innkaupum, auðveldari og skil- virkari verkaskiptingu milli húsa, betri nýtingu sérhæfðs mannafla, einkaniega með tilliti til vakta o.s.frv. Benda má þó á að flestum þessum atriðum má ná fram með samvinnu milli tveggja smærri stofnana. Nokkrar heimildir eru til um árangur samruna sjúkrahúsa und- anfarinn áratug og eru þær einkum frá Bandaríkjunum. Þar í landi hafa 7 af hverjum 10 sameiningartilraun- um misheppnast en allar hafa þær verið gerðar með það að markmiði að auka hagkvæmni í rekstri. Helstu ástæður þess að illa hefur gengið hafa verið að hið sameinaða sjúkra- hús hefur orðið of stórt og þar sem vel hefur tekist til hefur sjúkrahúsið yfirleitt ekki verið stærra en 5-800 sjúkrarúm. A stærri stofnun jókst fjarlægð milli yfirmanna og hins almenna starfsmanns mjög og boð- leiðum upplýsinga voru verulegar skorður settar. Vinnustaðir urðu ópersónulegir, framandi og ánægja og fórnfýsi starfsfólks fyrir stofnun- ina minnkaði. Reyndar eru þetta þau vandamál sem hafa orðið miðstýr- ingu á ýmsum sviðum þjóðlífs og atvinnulífs bæði hér og annars stað- ar að fótakefli. Önnur atriði Þó brýnt sé að komast að niður- stöðu um framtíðarskipulag sjúkra- Sigurður Guðmundsson húsanna á næstu misserum eru þó ýmis smærri atriði sem huga má að strax en öll lúta þau fremur að bættri þjónustu við neytendur en beinum sparnaði. Eins og áður var vikið að eru ákvarðanir um verka- skiptingu sjúkrahúsanna í raun óháðar hugmyndum um samruna eða sameiningu. Allmikil verka- skipting er þegar við lýði og ljóst er að þróa má fleiri þjónustugrein- ar, s.s. endurhæfingu, taugasjúk- dóma, almennar þvagfæraskurð- lækningar, smitsjúkdómaráðgjöf og fleira á einstökum stöðum. Nú er við lýði svonefnd „þriggja mánaða regla“ varðandi bráðainnlagnir á sjúkrahúsin en í henni felst að hafi einstaklingur legið á tilteknu sjúkra- húsi á síðustu þremur mánuðum fyrir innlögn skal hann lagður inn þangað, en annars ræðst innlagnar- staður af því hvert sjúkrahúsanna sinnir bráðaþjónustu tiltekinn dag. Oft veldur þetta ákveðnum erfiðleik- um við öflun upplýsinga um fyrra ástand sjúklings og væri mikill hag- ur að því fyrir sjúklinginn og starfs- fólk að hann legðist að öðru jöfnu inn á sama sjúkrahús og hann lá á síðast án tillits til þess hvenær hann þurfti á sjúkrahússvist að halda síð- ast. Ennfremur mælir ýmislegt með því að fella niður „bráðadaga" sjúkrahúsanna en skipta bráðainn- lögnum milli þeirra á hvetjum degi. Við þetta minnkuðu sveiflur bráða- innlagna og starfsemin yrði jafnari, en nú bregður oft við að 20-25 manns leggjast t.d. inn á lyfjadeild sjúkrahúss á bráðadegi en ekki nema 2-3 hina dagana. Jafnframt Þórður Harðarson er ástæða til að bráðaþjónustunni yrði einfarið sinnt á tveimur stofn- unum eða húsum, en síður dreift eins og nú er gert. Önnur hús nýtt- ust þannig betur til annarrar nauð- synlegrar þjónustu sem ekki teldist bráð. Sjúkrahúsin hafa nú hvert sitt sjúkraskrárkerfi og mætti bæta upplýsingaöflun mjög með sameig- inlegri sjúkraskrárgeymslu og dreif- ingu fyrir sjúkrahúsin öll. Með vax- andi þekkingu og sérhæfmgu í læknisfræði er oft þörf á sértækri ráðgjöf við umönnun sjúklinga utan venjulegs vinnutíma. Oft er undir hælinn lagt hvort næst til slíkrar sérþekkingar ef viðkomandi sér- fræðingur er ekki á almennri vakt. Ferilvaktir sérfræðinga í tilteknum undirsérgreinum gætu að nokkru leyst þennan vanda og sinntu þeir þá öllum sjúkrahúsum höfuðborgar- svæðisins og reyndar landinu öllu. Niðurlag Hér hefur verið tæpt á nokkrum atriðum er lúta að framtíð sjúkra- húsa í Reykjavík. Þungamiðja þeirra er að samkomulag náist um framtíð- arsamvinnu eða samrúna sjúkrahú- sanna þriggja í Reykjavík. Ennfrem- ur er brýnt að eiginlegt háskóla- sjúkrahús verði til hér á landi. Lík- legt er að þessar ákvarðanir verði í höndum þeirra stjórnvalda sem við taka eftir næstu Alþingiskosningar og er mikilvægt að vel takist til. Sigurður er dósent í lyflæknisfræði, Borgarspít-aia, og Þórður prófessor í lyflæknisfræði, Landspitala. Bætum starfs- skilyrði iðnaðarins eftir Þráin Þorvaldsson Um miðjan júlí á síðasta ári var ég ásamt fjölskyldu minni í sumar- leyfi í Vestur-Þýskalandi. Hálfum mánuði áður höfðu landamærin yfir til Austur-Þýskalands verið opnuð. Við ákváðum að fara yfir landa- mærin til þess að sjá með eigin augum þetta fyrrum lokaða land áður en vestrænna áhrifa færi að gæta þar. Við fórum yfir landamærin til Eisenach og dvöldum þar dagstund. Dvölin þar var ekki löng. Fjölskyid- an kvartaði fljótt yfir menguðu andrúmslofti og vildi komast burt sem fyrst. Við skoðuðum miðborg- ina og fórum í verslanir. Þessi stutta heimsókn nægði til þess að sýna okkur í raun þá hörmulegu stöðu sem þetta efnahagskerfi hefur búið íbúum landsins. Eftir að hafa skoðað Wartburg- kastala héldum við suður á bóginn eftir þröngum vegum og fórum yfir landamærin til Vestur-Þýskalands frá Philippsthal. Það var sérkenni- leg tilfinning að aka aftur yfir land- amærin. Þorpin sitt hvoru megin við landamærin voru svo gjörólík. Þorpið sem við yfirgáfum var eitt- hvað svo líflaust og grátt. Við tók þorp með fallegum húsum, blóm við glugga og nýir bílar á götum. Það var eins og að koma úr gráum rigningarskúr í glaða sólskin. Um þessar mundir er mikið rætt um framtíð efnahagsþróunar á ís- landi. Um leið og við ókum inn í sólskinið í Philippsthal laust þeirri hugsun niður, hvort við íslendingar myndum að fimmtíu árum liðnum finna fyrir þessari sömu tiifinningu, þegar við stigjum út úr flugvélum á erlendri grund og bærum saman lífsskilyrði okkar við aðrar þjóðir. Slíkar aðstæður geta skapast, ef við höldum ekki rétt á málum. Töl- ur um íslenska efnahagsþróun eru ekki uppörvandi. í þijá áratugi höf- um við notið 4,5% hagvaxtar á ári miðað við 3,5% vöxt í OECD-lönd- unum. Þessi mikli hagvöxtur hefur gert okkur kleift að lifa mjög góðu lífi í þessu landi, þrátt fyrir marg- vísleg mistök í fjárfestingum. Nú er aðeins gert ráð fyrir 1,5% hagvexti á ári á næstu árum miðað við 3,5% vöxt í OECD-ríkjum. Á árunum 1‘980 til 1990 var aukning útflutnings íslendinga á mann um 13% meðan útflutningur OECD- ríkjanna jókst um 56% á sama tíma. Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur, hefur haldið því fram, að til þess að við getum haldið í við önnur OECD-ríki, þurfum við að auka útflutning okkar til ársins 2000 um 115% eða um 8% á ári á mann að meðaltali. Það er ljóst, að þessu marki verð- ur ekki náð á auðveldan hátt. Auk- inn sjávarafli, sem hefur verið und- irstaða útflutningsaukningar und- anfarinna áratuga, verður það ekki í framtíðinni. Stóriðja verður mikil- væg í þessari þróun en hér þarf margt fleira að koma til ef veruleg útflutningsaukning á að nást. íslenskt atvinnulíf er í mikilli lægð um þessar mundir. Víða ríkir mikill drungi og vonleysi. Þær radd- ir heyrast meðal ungs fólks að á Islandi sé ekki mikil efnahagsleg framtíð og e.t.v. sé best að búa sig undir að setjast að erlendis, þar sem afkomumöguleikar eru bjartari en hér á landi. Hér á landi vantar bjartsýni og trú á framtíðina. Við höfum líka fulla ástæðu til þess að vera bjart- sýn. Það eru svo miklir möguleikar í þessu landi til þess að ná betri árangri í íslensku atvinnulífi og auka útflutningsverðmæti þjóðar- innar. Þar hlýtur íslenskur iðnaður að hafa forystuhlutverki að gegna. íslenskur iðnaður er mun mikilvæg- ari í atvinnulífi íslendinga en marg- ir gera sér grein fyrir. Árið 1988 voru 15 þúsund ársverk í fisk- vinnslu og fiskveiðum en 17 þúsund ■í mt ssmtk. Þráinn Þorvaldsson „Það sem vantar er afl og réttar starfsaðstæð- ur til þess að leysa ónot- aðan kraft úr læðingi og nýta þau tækifæri, sem bíða.“ í iðnaði. a. íslendingar eru vel upplýstir og mikill íjöldi er af dugmiklu og áræðnu fólki. Þjóðfélagsleg um- breyting úr bændaþjóðfélagi í tæknivætt fiskveiðiþjóðfélag gekk hratt fyrir sig vegna þess hve vel menntuð þjóðin var. Þess vegna munu einnig núverandi atvinnulífs- breytingar ganga skjótt yfir. b. Við eigum hráefni, íslenskar sjávarafurðir, sem er eftirsótt hrá- efni víða um heim en aðrar þjóðir nýta til fullvinnslu og aukinnar verðmætasköpunar. c. Við eigum margt fólk með mikla tækniþekkingu og hugvit sem teng- ist þjónustu við höfuðatvinnugrein- ar okkar og jafnvel á nýjum sviðum. d. Staðsetning landsins fjarri lönd- um með mengunarvandamál gefur tilefni til sérstöðu í kynningum á eigin vörum, þjónustu og sölu hug- vits. En það sem vantar er afl og rétt- ar starfsaðstæður til þess að leysa ónotaðan kraft úr læðingi og nýta þau tækifæri, sem bíða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi íslensks iðnaðar í atvinnuþróun og telur að talsvert skorti á, að íslenskur iðnaður búi við nægilega góð starfsskilyrði. Flokkurinn leggur áherslu á að þessu þurfi að breyta. Af stefnuat- riðum flokksins í iðnaðarmálum má nefna jöfnun starfsskilyrða milli atvinnugreina. Skrá þarf gengi ís- lensku krónunnar miðað við jafn- vægi í utanríkisviðskiptum og stöðu og afkomu fleiri útflutnings- og samkeppnisgreina en sjávarútvegs. Starfsskilyrði íslensks iðnaðar þurfa að vera sambærileg við starfsaðstöðu erlendra keppinauta. Víða í iðnaðinum má fínna vaxt- arsprota nýrra hugmynda. En þess- ir vaxtarsprotar eru eins og blóm í grýttum mel. Þau ná ekki að dafna nema hlúð sé að þeim og öðrum þeim blómum sem fyrir eru. Verði það ekki gert mun svo geta farið innan fárra ára, að íslendingar finni fyrir þessum mismun gráa hvers- dagsleikans og sólríka umhverfis- ins, sem ég néfndi í upphafi, þegar þeir fara til útlanda. Það er að segja þeir fáu útvöldu, sem munu hafa efni á því. Höfundur starfar i iðnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.