Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991
AST, MENN OG KONUR
Hárprúðu konurnar frá 5., 19. og 16. öld. F.v. Sigríður Kristins-
dóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir.
_________Leiklist____________
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Stúdentaleikhúsið í Tjarnarbíói
Menn Menn Menn; þrír einþátt-
ungar: A meðan við snertumst
eftir Melkorku Teklu Ólafsdótt-
ur. Hungurdansarinn eftir
Sindra Freysson. Ein, tvær,
þrjár, jafnvel fjórar eftir Berg-
ljótu Arnalds. Leikstjórn: As-
geir Sigurvaldsson. Lýsing: Jó-
hann Pálmason, Egill Orn Arna-
son. Tónlist og leikhljóð: Eyþór
Arnalds.
Stúdentaleikhúsið var virkt og
áberandi leikhús á fyrri helmingi
síðasta áratugar en lognaðist svo
út af og þótti mörgum það mikil
synd. Leikhús Háskóla íslands
hefur nú verið reist við að nýju
eftir þetta hlé og ef marka má
orð aðstandenda þess þá er það
komið tii að vera í þetta skiptið.
Það er óskandi að það svo verði
því það er ánægjulegt að fá nýtt
og metnaðarfullt leikhús til starfa
og eins hitt að það er án efa hollt
háskólalífinu að hlúa að skapandi
liststarfsemi innan veggja skól-
ans.
Frumraun þessa endurreista
Stúdentaleikhúss eru þrír einþátt-
ungar eftir þijá unga höfunda sem
eru að stíga sín fyrstu spor sem
leikritaskáld. Það væri ekki frá-
leitt að hugsa sér að Stúdentaleik-
húsið myndi einmitt í framtíðinni
gegna hlutverki tilraunaieikhúss
þar sem ungt fólk fengi tækifæri
til þess að koma verkum sínum
og hugmyndum á framfæri. Rann-
saka galdur leikhússins og læra
og þroskast í þeirri vinnu á sama
hátt og í háskólanámi almennt.
Einþáttungarnir bera þess auðvit-
að merki að um fyrstu verk er að
ræða en þeir eru einnig vitni um
listamenn með metnað. Samnefni
alira einþáttunganna er Menn
Menn Menn og lýsir það nokkuð
vel viðfangsefnum höfundanna þó
auðvitað megi segja að öll list
fáist við menn og aftur menn.
Tveir einstaklingar, karl 'og kona,
kynlíf, ást, sambúð og samvera
eru meginviðfangsefni einþátt-
unganna Á meðan við snertumst
og Hungurdansarinn eftir þau
Melkorku Teklu Ólafsdóttur og
Sindra Freysson en efnistökin eru
ólík að mörgu leyti. Bergljót Arn-
alds fæst einnig við konur og karla
í þættinum Ein, tvær, þrjár, jafn-
vel fjórar en hennar útfærsla er
talsvert frábrugðin hinna.
Á meðan við snertumst
Már og Arna eru ungir elskend-
ur sem eiga í sífelldum átökum
innbyrðis. Arna yrkir ljóð og þau
eru lífskraftur hennar, án þeirra
er tilveran myrk. En Már á erfitt
með að sætta sig við að hún skapi
veröld sem hann á engan aðgang
að og hans eina úrræði er að
hæðast að og gera lítið úr skáld-
skap Örnu. í eigingirni sinni áttar
hann sig ekki á því að hann er
um leið að drepa lífíð í Örnu og
eyðileggja ástina. Ljóðin geyma
líka sitthvað úr fortíðinni sem Már
hatar og hræðist.
Því miður nær þessi togstreita,
sem höfundur ætlar að koma á
framfæri, tæpast að lifna. Allt
byggir á textanum og persónu-
sköpun er nánast engin. Persón-
urnar eru fremur fulltrúar tilfinn-
inga og hugmynda og er angist
nútímamannsins þar efst á blaði;
maðurinn er alltaf einn, heitur
ástarleikur getur ekki breytt þar
neinu um nema í eitt hverfult
augnablik. Það er vandasamt að
fara að fara með þessa tilvistar-
kreppu á fijóan og ferskan hátt
og gryfjan sem Melkorka fellur í
öðru fremur er að hún tekur hlut-
verk sitt fuli hátíðlega og alvaran
skín út úr hveiju orði. Örlítill hú-
mor skaðar aldrei og skerpir oft-
ast tragískt hlutskipti mannsins.
Leikendur eru þrír; þau Daníel
Ágúst Haraldsson (Már), Edda
Jónsdóttir (Ama) og Elísabet
Indra Ragnarsdóttir í hlutverk
Rós, systur Örnu, en hún fyrirfór
sér vegna þess að hún gat ekki
lengur spilað á fiðluna sína og þá
var lífinu lokið fyrir henni. Rós
er einungis rödd í huga Más og
hún varar hann við því að eyði-
leggja lífið (skáldskapurinn fyrir
Örnu) en hann hlustar ekki og svo
fer sem fer. Þau Daníel og Edda
standa sig þokkalega í hlutverkum
sínum, það sem helst háði þeim
var að texti þeirra náði ekki alltaf
að vera lifandi orðræða tveggja
persóna heldur var frekar um
flutning texta að ræða og samspil-
ið skorti. En þau stóðu sig bæði
vel í líkamlegum átökum og mér
finnst að leikstjórinn hefði mátt
gera meira af því að hafa þau í
návígi hvort við annað. Það er
erfitt að halda uppi spennu ef
persónurnar eru langt frá hvorri
annarri á sviðinu og átökin verða
máttlausari og þá ég ekki endilega
við líkamleg átök.
Hungurdansarinn
Það er góður hraði og skemmti-
legur húmor í þessu verki sem
fjallar um ungan og sjálfsánægð-
an mann, Finn að nafni. Hann er
kvennamaður mikill sem fer á
veiðar á skemmtistöðum en engin
kona skal þó skerða hans dýr-
mæta frelsi. Frelsi Finns felst öðru
fremur í því að vera laus við alla
ábyrgð og taka ekki tillit til ann-
ars en að sinna eigin stundlegu
þarfa. Seðja hungrið. Ung og sér-
stæð listakona, Dögg að nafni,
kemur óvænt inn í líf Finns en
þrátt fyrir að hann sé hrifinn þá
þarf hann að sanna fyrir sjálfum
sér að hann sé nú fijáls hveiju
sem hann hefur nú lofað annarri
manneskju. Afleiðingarnar eru
ófyrirséðar og endirinn óvæntur.
Sindri fer þá leið að kljúfa aðal-
persónuna í Finn innri og Finn
ytri, hugur og hugsanir Finns eru
því holdgerðar á sviðinu og kemur
það vel út og á ekki síst þátt í
því að gera verkið lifandi. Þeir
Valur F. Einarsson og Atli Rafn
Sigurðsson, sem innri ogytri Finn-
ur, eiga góðan samleik og fara
báðir á kostum. Valur hafði eink-
um skemmtilega útfært látbragð
og góða og blæbrigðaríka fram-
sögn. Telma L. Tómasson lék
Dögg og tók hún sig glæsilega út
á sviði og hafði fallegar hreyfing-
ar.
Það var eins og Sindri ætti í
svolitlum erfiðleikum með að enda
þáttinn. Sjálfur lokapunktUrinn
var fínn en á undan voru fullmörg
stutt atriði í röð sem bættu litlu
við það er fram var komið. Þegar
atriðin eru svona stutt og myrkrað
er á milli verður líka erfíðara að
halda fullum dampi. Sindri sýnir
þó með þessu verki að það er
óhætt að binda við hann talsverð-
ar vonir.
Ein, tvær, þrjár, jafnvel
fjórar
Bergljót upphefur tímann í
verki sínu er fjallar öðru fremur
um fjórar konur sem voru uppi á
mismunandi tíma. Ein er frá 5.
öld, önnur frá þeirri sextándu, sú
þriðja frá 19. öld og sú fjórða er
tuttugustu aldar kona. Verkið er
óður til kvenna en líka um refsing-
ar sem samfélagið á ólíkum tímum
hefur dæmt þær til fyrir verknaði
sem í dag þættu sumir ekki tiltök-
umál. En frelsi nútímakonunnar
er þó afar tvíbent. Karlarnir koma
ekki vel út úr þessu verki. Þeir
eru í hlutverki dómara og böðla,
þeir eru einræðisherrarnir sem
eyða miiljónum mannslífa og er
þá vísað í Stalín og Hitler.
Það er margt sem Bergljót vill
drepa á í þessum stutta þætti og
fyrir bragðið verður sumt dálítið
yfirborðskennt og klisjan ekki
langt undan. I rauninni væri það
nægt og spennandi verkefni að
einbeita sér að konunum fjórum
og etja þannig saman óiíkum tím-
um, skoðunum og hugsunarhætti.
Kynnast þessum hárprúðu konum
betur. Aðal þessa verks var mynd-
ræn atriði, t.d. voru aftökur
kvennanna þriggja frá liðnum öld-
um vel útfærðar. Brynhildur
Björnsdóttir, Sigríður Kristins-
dóttir og Ragnheiður Guðmunds-
dóttir Iéku konurnar í fangelsinu
og gerðu það prýðilega, einkum
voru þær Brynhildur og Sigríður
kraftmiklar og sannar.
í öllum verkunum voru mynd-
ræn og skemmtileg atriði og var
leikrýmið ágætlega hannað en þar
voru að verki nemar í Myndlistar-
skóla Islands sem sáu auk þess
um prýðilega búninga. Tónlist féll
vel að verkunum þegar við átti
enda Eyþór Arnalds orðinn vel
sjóaður í leikhústónlist.
Ég vona svo að Stúdentaleik-
húsið eigi öflugt líf framundan.
Morgunblaðið/Sverrir
Niels-Henning VHI.
__________Jass___________
Guðjón Guðmundsson
Tvö íslensk verk voru flutt á
stórkostlegum tónleikum tríós Ni-
els-Hennings 0rsted Pedersen í
Háskólabíó sl. sunnudagskvöld.
Verkin voru eftir tvo af sporgöngu-
mönnum jasstónlistar á Islandi,
annars vegar Vikivaki Jóns Múla
Árnasonar, sem var heiðursgestur
Jazzvakningar en kappinn varð
sjötugur fyrir skemmstu, og hins
vegar hlutí úr verki Gunnars Reyn-
is Sveinssonar, In basso, sem hann
skrifaði sérstaklega fyrir Niels-
Henning.
Þetta var í áttunda sinn sem
Niels-Henning kemur til íslands
og muna margir eftir tónleikunum
í Háskólabíó 1978 þegar Riily
Hart lék á trommur og Philip Cat-
harine á gítar. Sama hljóðfæra-
skipan var sl. sunnudagskvöld,
Alvin Queen kominn á settið og
Ulf nokkur Wakenius á gítar. Ni-
els-Henning hefur innri auga fyrir
gítartalentum, eins og sagan sýnir.
Hann hefur’ sagt að möguleikar
bassans séu mun meiri í slíkri
hljóðfæraskipan en t.a.m. með
pianój. Það er skemmst frá því að
segja að Ulf sýndi á tónieikunum
að hann er ekki einn af fremstu
gítarleikurum Evrópu heldur sá
alfremsti. Ulf hefur sterkar rætur
í blús og suður-amerískri tónlist,
og að því leyti ólíkur Catharine
að rokkið er honum nokkuð fjarri
þótt heyra mætti einstaka vísanir
í rokk á tónleikunum. Einleikur
hans í Georgia var slíkur að tíðind-
um hlýtur að sæta í heimi jassgít-
arista. Þá var harla óvenjuleg notk-
un hans á bassahljómum í hröð-
ustu einleiksköflum og flaututón-
um í laglínum, eins og t.a.m. í
Softly as in a Morning Sunrise.
Nú er bara að vona að nýja skífan
sem hann er að gera fyrir Blue
Note berist hingað okkur til and-
legrar fróunar.
Fyrri hluta tónleikanna lauk
með flutningi á verki eftir Villa-
Lobos, Little Train, skemmtilegri
sömbu þar sem Ulf og Niels-Henn-
ing skiptust á sólóum. Algert jafn-
ræði var á með gítar og bassa í
sólóhlutverkum og hljómaleik. Al-
vin Queen seiddi fram blæbrigða-
ríkan suður-amerískan rytma með
einum pákukjuða og vinstri lófa.
Queen er einn albesti trommari
sem hingað hefur komið; minnir
að mörgu leyti á Pétur Östlund,
alltaf eitthvað á seyði, helst þung-
ur niður sneriltrommunnar og
simbalanna í sveiflumeiri verkun-
um og sólóin magnþrungin. Ekki
virðist hafa komið að sök að far-
angur hans, trommur meðtaldar,
urðu eftir í Kaupmannahöfn, og
hann lék á lánshljóðfæri.
Niels-Henning er meistari upp-
rétta bassans og síðari hluti tón-
leikanna var eins og sýnikennsla á
óvænta möguleika hljóðfærisins.
Sagt er að hann sé upphafsmaður
flaututóna á kontrabassa, þeim
nær hann fram með því að snerta
strengina í stað þess að þrýsta
þeim að hálsinum, og hann beitir
þeim af eðlislægri smekkvísi í sóló-
um. Niels-Henning fór á kostum í
In basso þar sem klassísk undir-
staðan skein í gegn en það er jafn-
an stutt í sömbuna í verkum
beggja, Gunnars Reynis og Niels-
Hennings, og svo var ejnnig í In
basso. Þá var hefðbundin túlkun
hans á Vikivaka ógleymanleg.
Niels-Henning og félagar voru
klappaðir upp tvisvar sinnum og
var heyranlegt að íjölmargir
áheyrendur höfðu hrifist af þessum
snillingum ekki síður en sá er þetta
ritar.
Frímerkjasýningin
BIRKERÖD-91
í Kaupmannahöfn:
-----------^---------
Ungir Islend-
ingar vinna
silrurverðlaun
UNGUR íslendingur, Kári Sig-
urðsson að nafni, hlaut næst
hæstu verðlaunin á frímerkjasýn-
ingunni, „BIRKERÖD-91" í Kaup-
mannahöfn sunnudaginn 7. apríl
1991. Hann hlaut stórt silfur, auk
heiðursverðlauna, fyrir safn sitt
„Merkir íslendingar." Er þetta
besti árangur sem íslenskur ungl-
ingur hefur náð á erlendri frí-
merkjasýningu fyrr og síðar.
Helgina 6. til 7. apríl hélt Lands-
samband danskra frímerkjasafnara
unglingalandssýningu í Birkeröd í
Kaupmannahöfn. Einnig var norr-
ænum unglingum boðin þátttaka og
var þátttaka þeirra mjög góð. Meðal
annars voru þarna fjórir íslenskir
unglingar sem tóku þátt í samkeppn-
isdeild sýningarinnar.
Auk Kára Sigurðssonar fékk
Björgvin Ingi Ólafsson silfurverð-
laun fyrir safn sitt, er hann nefnir
„Fuglar Evrópu.“ Éinnig það telst
mjög góður árangur og nægir til
þátttöku í heimssýningum frímerkj-
asafnara.
Einnig hlutu þeir Pétur Ólafsson
og Jón Skúli Sigurðsson bronsverð-
laun fyrir söfn sín. Pétur sýndi safn
er hann nefnir „Sumarólympíuleik-
ar,“ en Jón Skúli safn er hann nefn-
ir „Saga flugsins."
Allir þessir unglingar hafa starfað
undir leiðsögn Guðna Gunnarssonar
í Félagi frímerkjasafnara í Reykjavík