Morgunblaðið - 10.04.1991, Side 24
24
ð§
MORKUNBLAÐIÐ MlÐVnOJDM;i7R"10. AI'RÍL 199V
Kostnaður athugaður
eftir mánaðamót
- seg-ir ríkisendurskoðandi um útgáfu bæklinga
RÍKISENDURSKOÐUN hefur ekki verið beðin um að athuga kostn-
að ríkisins vegna útkomu rita á vegum ráðuneyta alþýðubandalags-
ráðherranna. Hún mun þó athuga málið í næsta mánuði þegar
reikningar vegna útgáfunnar berast.
Haft var eftir Jóni Baldvin
Hannibalssyni utanríkisráðherra í
Morgunblaðinu fyrir skömmu að
hann teldi að Ríkisendurskoðun
ætti að skoða útgáfustarfsemi al-
þýðubandalagsráðherranna und-
anfamar vikur.
Halldór V. Sigurðsson ríkisend-
urskoðandi sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að Ríkisendur-
skoðun myndi kanna málið þegar
reikningar bærust en það yrði ekki
fyrr en eftir næstu mánaðamót,
að afioknum kosningum. Halldór
sagði að oft væri erfitt að segja
um hvort svona rit væm upplýs-
ingabæklingar eða kosningaáróð-
ur. „Það verður alla vega fróðlegt
að vita hvað þetta kostar,“ sagði
Halldór.
Arnór Pétursson frambjóðandi Fijálslyndra:
Mistök að vísa í framtöl
ARNÓR Pétursson, frambjóðandi Frjálslyndra á Vesturlandi, segir
að sér hafi orðið á mistök í framboðsþætti í Ríkissjónvarpinu á mánu-
dagskvöld, þegar hann vitnaði í upplýsingar úr skattskýrslum sem
hann fékk í hendur sem opinber starfsmaður.
Á fundinum sagði Arnór, sem
vinnur hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins, að um sínar hendur færi fjöldi
skattframtala og hann sæi að marg-
ir framteljendur hefðu miklar fjár-
magnstekjur.
Þegar Morgunblaðið spurði Arnór,
hvort hann teldi eðlilegt að nota vitn-
eskju, sem hann aflaði sér gegnum
vinnu sína sem opinber starfsmaður,
í kosningabaráttu, sagðist hann vel
geta fallist á að honum hefði þarna
orðið á mistök í hita leiksins.
„Ég verð auðvitað sem opinber
starfsmaður að gæta trúnaðar. Ég
tel mig ekki með þessu hafa framið
trúnaðarbrot en ég hefði að ósekju
getað sleppt þessu,“ sagði Arnór.
Kosningabaráttan;
Stöð 2 og Sjónvarpið
sameinast um útsendingar
STÖÐ 2 og Ríkissjónvarpið verða með sameiginlega útsendingu klukk-
an 20.30 föstudaginn 19. þessa mánaðar, kvöldið fyrir kjördag, þar
sem formenn allra flokka og sljórnmálasamtaka sem bjóða fram í
öllurn kjördæmum munu sitja fyrir svörum.
Einnig munu stöðvamar senda ar fyrstu tölur berast og síðan um
út sameiginlega viðtöl við sömu miðnætti þegar áætlað er að tölur
menn að kvöldi kjördags, fyrst þeg- hafí borist úr öllum kjördæmum.
Nöfn allra frambjóðenda
MORGUNBLAÐINU í dag fylgir átta blaðsíðna auglýsing frá landslqör-
stjórn þar sem birt eru nöfn, starfsheiti og heimilisföng allra frambjóð-
enda við komandi alþingiskosningar.
Þess má geta að nöfn allra fram- kjörstjóm í gær og stóð lesturinn í
bjóðenda vom lesin upp í Ríkisút- 117 mínútur.
varpinu sem auglýsing frá Lands-
Viðhorf á
Vestfjörðum
Að ne
pru úrslit skoSanakönn-
unar, sem Uallup ó íslandi gerði fyrir
= RÚV, um viöhorf fólks i Vestfjaroa-
kjördæmi til þeirra flokka, sem bjóöa
fram í komandi alþingiskosningum.
'83 K 00 '91*
AlþýSuflokkur A 16,8% 19,1% 12,2%
Framsóknarflokkur B 27,4% 20,6% 28,9%
Bandalag jafnabarmanna C 3,6% — —
Sjólfslæðisflokkur D 27,5% 29,1% 38,4%
Frjólslyndir F — — 1,7%
Alþýðubandalag G 13,1% 11,3% 7,3%
Flokkur mannsins M — 0,9% —
Borgaraflokkur S — 1 2,6% —
Sérframboð sjólfstæðismanna T 11,6% — : —
Samtök um kvennalista V — 5,3% 9,0%
Þjóðarflokkur Þ — 11,1% 2,4%**
*Gallup ó íslandi gerdi könnunina fyrir RÚZ 4.-8. apríl. í úrtakinu voru 700 manns, en 489 svöruÖu eða um 70%. Skekkjumörk
eru ó bilinu 1-5%. Til samonburðar eru kosningaúrslit l983ogl 987. ** Þjóðorflokkur og Flokkur monnsins.
Umbun til opinberra starfsmanna:
Formeim BSRB og BHMR
greinir á um hugmyndina
Kosningafundur í Perlunni
Bjöm Bjamason og Sólveig Pétursdóttir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar í Reykjavík
heimsóttu í gær iðnaðarmenn sem vinna við frágang í Perlunni, útsýnishúsinu á Öskjuhlíð, og ræddú við þá
um stjórnmálaviðhorfið.
ÖGMUNDUR Jónasson formaður BSRB segir að það hafi tíðkast að
umbuna góðum starfsmönnum í þjónustu hins opinbera með óunn-
inni yfirtíð og hann telur að sú umbun hafi aðeins skilað sér til
þeirra sem næstir standa yfirmönnum. Brýnna sé að hækka almennt
kaupmátt launafólks en ekki hjá fáeinum útvöldum. Páll Halldórsson
formaður BHMR sagðist fagna tillögum Davíðs Oddssonar og að
50-60% álag til góðra starfsmanna væri síst of hátt.
Davíð Oddsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins hefur lýst þeim
hugmyndum sínum að umbuna beri
góðum starfsmönnum hins opinbera
og að svigrúm stjórnenda stofnana
ætti að vera allt upp í 50-60% álag
til starfsmanna sem bæru af.
Ögmundur Jónasson formaður
BSRB sagði sjálfsagt að skoða allar
hugmyndir með opnum huga og
ljóst væri að það væri nauðsynlegt
að færa margt til betri vegar í
launakerfínu. „Það er engu síður
grundvallaratriði að mínu mati að
kauptaxtar almennt eru alltof lágir
og vinnudagurinn of langur,“ sagði
Ögmundur.
’ Hann sagði brýnasta úrlausn-
arefnið að bæta úr þessu, ekki að-
eins fyrir fáeina útvalda heldur fyr-
ir launþega almennt. Spurningin
væri á hvaða forsendu það yrði
gert. „Þegar höfum við vísi að því
launakerfí sem Davíð Oddsson hef-
ur gert að umtalsefni, sem eru
greiðslur fyrir óunna yfírtíð en for-
svarsmenn stofnana hafa úthlutað
henni. Reynslan af þessu er sú
bæði hér á landi og í nágrannalönd-
unum að þeir hafa fengið mest í
sinn hlut sem standa næstir stjórn-
endum en fólk sem vinnur önnur
störf hefur verið afskipt og hefur
þá ekki verið spurt um dugnað
fólksins og nytsemi starfanna.
Þarna þarf að koma til veruleg
kaupmáttaraukning fyrir launafólk
almennt og vinnutíma þarf að
stytta. Fólk sættir sig ekki við að
þetta verði gert á forsendum yfir-
manna,“ sagði Ögmundur Jónas-
son.
Páll Halldórsson formaður
BHMR sagðist vera ánægður með
að Davíð Oddsson geri sér grein
fyrir því að stokka verði upp launa-
kerfi opinberra starfsmanna og
bæta kjör þeirra. „Allflestir opin-
berir starfsmenn standa sig vel í
starfi, vinna mikið starf við erfiðar
aðstæður, svo ég hef enga ástæðu
til að óttast hag manna þótt litið
verði á verkin þeirra. Davíð hefur
sjálfsagt gert sér grein fyrir því
fyrir löngu með tilliti til reynslu
sinnar hjá Reykjavíkurborg að það
er erfitt að halda fólki lengi við
störf hjá opinberum aðilum og oft
og tíðum eru opinberar stofnanir
nánast þjálfunarbúðir fyrir almenna
markaðinn. Það hlýtur að þýða
mikið tap fyrir ríkið þegar fólk
staldrar stutt við og er að velta því
fyrir sér hvar það komist að annars
staðar. Það myndi ekki koma illa
út fyrir ríkið til lengri tíma litið þó
að laun opinberra starfsmanna yrðu
bætt,“ sagði Páll. Aðspurður um í
valdi hvers það ætti að vera að
ákveða sérstaka umbun til hæfustu
starfsmanna sagði Páll: „Ramminn
utan um kaup og kjör ræðst í samn-
ingum stéttarfélaga. Síðan er ekk-
ert óeðlilegt að forstöðumenn stofn-
ana hafi eitthvert svigrúm,“ sagði
Páll. Hann sagði að hugmynd Dav-
íðs Oddssonar um 50-60% álag til
góðra starfsmanna væri síst of hátt.
Flokkurinn á móti veiði-
leyfasölu og auðlindaskatti
- segir Sturla Böðvarsson, efsti maður
á lista Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi
STURLA Böðvarsson, efsti maður
á lista Sjálfstæðisflokksins á Vest-
urlandi, segir að í sjvarútvegs-
og skattanefndum, sem störfuðu
á landsfundi flokksins í vetur,
hafi menn verið sammála um að
veiðileyfasala og auðlindaskattur
kæmu ekki til greina við núver-
andi aðstæður. Með því hafi flokk-
urinn markað stefnu í sjávarút-
vegsmálum.
Á fundi frambjóðenda allra
flokka á Vesturlandi í Ríkissjón-
varpinu á mánudag, sagði Sturla
Böðvarsson að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefði að sjálfsögðu markað sína
stefnu í sjávarútvegmálum. „Á okk-
ar Iandsfundi höfum við lagt áherslu
á það, að við endurskoðun á lögum
um stjórn fískveiða, verði Fram-
sóknarflokknum í fyrsta lagi gefíð
frí. Við ætlum ekki að láta hann
meta í eigin sök, og við heyrðum
það greinilega hér á undan að það
er mikið deilt á kvótakerfið. Sjálf-
stæðisflokkurinn leggur áherslu á
það að ekki verði settur á auðlinda-
skattur, það verði ekki sett á sala
veiðileyfa við núverandi aðstæður í
sjávarútvegi, þar sem við teljum að
það sé fyrst og fremst skattur á
landsbyggðina. Og við leggjum
áherslu á að það verði mótuð sjávar-
útvegsstefna sem ekki leggi allt upp
úr veiðum og kvóta heldur að við
mörkum sjávarútvegsstefnu sem
taki til, allt frá veiðum til vinnslu,"
sagði Sturla í þættinum.
Þegar Morgunblaðið spurði hann
hvar hann fyndi orðum sínum stað
í stefnuyfirlýsingum fiokksins,
sagði hann að á landsfundi flokks-
ins í vetur hefðu sjávarútvegs- og
skattanefnd mikið fjallað um veiði-
leyfasölu og auðlindaskatt. „Menn
voru sammála um það á þessum
fundum að veiðileyfasala og auð-
lindaskattur kæmi ekki til greina
við þær aðstæður sem við búum við
í dag,“ sagði Sturla.