Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 $ Utankiörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 679902 - 679903 - 679904 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla ferfram hjá borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, jarðhæð, alla daga kl. 10-12,14-18 og 20-22 nema sunnudaga kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna efþið verðið ekki heima á kjördag, 20. apríl nk. HERRAFRAKKAR Ný sending af dönskum herra- frökkum. Margir litir. M.a. yfír- stærðir. GEISíPf Þennsluhallinn hækkar raunvexti Raunvextir munu hækka eftir kosningar. Ástæðan er mikill halli á ríkissjóði og gífurlegar lántökur. Þennsluhalli ríkisins á þessu ári stefnir í 20,4 milljarða króna og mun verða enn hærri verði ekki gripið í taumana. Met DV birti í gær forustu- grein eftir Hauk Helga- son sem nefnist „Met í ríkishalla". Þar er fjallað um þennsluhallann og afleiðingar hans. Hér á eftir fer forystugrein DV: (millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins.): „Rikisstjórnin slær nú í ár met í ríkishalla, þeg- ar grannt er skoðað. Það, sem venjulega er kallað fjárlagahalli, segir ekki nema hálfa sögu. Þessi fjárlagahalli verður í ár að minnsta kosti 5,6 millj- arðar króna en varð 4,4 milljarðar í fyrra. En þessi halli greinir aðeins frá mismuni á gjöldum og tekjum. Hann segir okkur ekki, hvernig ríkið fjármagnar eyðslu sina með lántökum og flylur yfir á komandi ár. Því er réttara að tala um þensluhalla ríkisins, þar sem lántökurnar eru meðtaldar en dregið frá fyrir póstum, sem ekki eiga að valda þenslu. Þetta segir okkur frá raunverulegum áhrifum ríkisfjármálanna á efna- haginn. Þensluhallinn í ár stefnir nú í að verða 20,4 milljarðar og fer hækkandi eftir því sem liður á árið, verði ekki breytt um stefnu í ríkis- fjárinálum. ÞensluliaU- iim varð 18,4 milþ'arðar á síðasta ári, þegar upp var staðið, en hafði að- eins stefnt í að verða 13 milljarðar í fyrravor. Reynslan frá í fyrra seg- ir, að þensluhallinn gæti enn vaxið mikið á þessu ári frá því sem hami stefnir í nú, en það er nógu Ult sem koniið er. Óskundi Ríkisstjórnin gerði landsmönnum þcnnan óskunda með samþykkt hinna uppsprcngdu láns- fjárlaga í þinglokin. Við það jókst hinn „veiýu- legi“ fjárhagahalli mikið, en Iántökuáform ríkisins keyrðu um þverbak, vo að þensluhalliim vex mest samkvæmt því, sem hér er sagt að vísar til umfjöllunar í hinu viður- kennda tímariti Vísbend- ingu. Lántökuáform rikisins þýða, að það tek- ur í ár til sin 70 af hundr- aði af öllum nýjum sparn- aði í landinu samanborið við 50 af hundraði í fyrra, samkvæmt nýjustu útreikningum. Hvað þýð- ir það? Fyrst. má nefna, að afleiðingin verður, að raunvextir hækka eftir kosningar. Rikisstjómin vill auðvitað af flokkspó- litiskum ástæðum ekki hækka vexti á ríkis- pappínmum fyrr en eftir kosningar. Þá verða þeir hækkaðir verulega. Um það ber öllum sérfræð- ingum saman. Forhertar falsanir Fjármálaráðherra hef- ur sent landsmönnum áróðursplögg um, hversú góð fjánnálastjórn lians hafi verið. Ekki er nóg með, að skattgreiðendur greiða sjálfir þemian áróður fjármálaráð- herra, heldur reynist vera um forhertar fals- anir að ræða. Staðan í ríkisfjámiálum er nefni- lega sú, að þar er allt rekið með halla, lifað fyr- ir líðandi stund i reksti'i eins og tölur um halla- reksturiim sýna okkur nú svo glöggt. Almenn- ingur ætti að gefa þeim góðan gaum, einkum vegna þess að áróðurs- bæklingamir hafa borizt í hvert hús. Háski í glýju kosningabai'átt- unnar hefur ráðdeild far- ið lönd og leið í rikisbú- skapnum. Hallarekstur rikisins er hættulegur efnahagnum, einkum þegar hann hefur staðið ár eftir ár. Ekki þýðir ráðherra, þótt hann vitni til þess, að einnig hafi verið halli á rikisbú- skapnum í síðasta góð- æri, svo slæmt sem það var. Stöðugleiki þjóðar- sáttarinnar er i hættu, og sáttin mun sundrast, verði ekki kúvent í ríkis- fjármálum hið fyrsta og með hörðum aðgerðum dregið úr hallarekstrin- um og freistað að koma fjái-magnsmarkaðinum i lag að nýju. Sem stendur er markaðurinn í upp- námi. Allur efnahagurinn er eiimig í háska vegna þensluáhrifa hins mikla ríkishalla. Fjármálaráð- lierrann situr uppi með þá einkunn að hafa slegið met í skattheimtu á ferli sínum og samt sem áður eimúg sett met í halla- rekstri. Tuttugu milljarða þensluhalli gæti jafnvel orðið miklu meiri, verði ekki gripið í taumana." I I I Borgar sig að kaupa húsbréf núna? 90 88 86 84 84 82 80 Gengi húsbréfa nóv. 90 - apr. 91. - r ♦ des Ijan Flokkur 90/2 fcb mars apríl 8. apríl maí júní Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti hefur gengi húsbréfa lækkað verulega undanfarna mánuði, en hækki ávöxtunarkrafa þeirra um eitt prósentustig lækkar gengi þeirra um tæplega 9 prósentustig. Sparifjáreigendur geta nú keypt húsbréf hjá Kaupþingi með 8.0% ávöxtunarkröfu sem er mjög hátt ef haft er í huga að sambærileg ríkistryggð bréf gefa nú hæst 7,35%. Húsbréf er hægt að kaupa í 10.000, 100.000 og 1.000.000 króna nafnverðseiningum. Lægsta kaupverð er rúmlega 8.000 krónur. 1 Gengi verðbréfa 18. apríl 1991. | u Einingabréf 1 5.519 fl Einingabréf 2 2.977 1 Einingabréf 3 3.619 ■ Skammtímabréf 1,847 KAUPÞING HF Kring/unni 5, sítn 't 689080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.