Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 41
va
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991
41
ANNA
Hjalti Einarsson
Hjalti Ein-
arsson lætur
af störfum
HJALTI Einarsson, fram-
kvæmdastjóri framleiðslu og
flutninga hjá SH, lætur af því
starfi nú um næstu mánaðamót
vegna aldurs. Hjalti varð 65
ára í janúar síðastiiðnum, en
hann hefur starfað hjá SH síð-
an 1956.
Hjalti hóf störf sem framleiðsl-
ustjóri og síðan framkvæmda-
stjóri Frozen Fresh Fillets Ltd.,
sem Sölumiðstöðin átti í Graves-
end í Bretlandi. Frá 1963 starf-
aði Hjalti að ýmsum verkefnum
lijá Sölumiðstöðinni í Reykjavík
og varð déildarstjóri framleiðni-
deildar þar til hann tók við fram-
kvæmdastjórastarfi framleiðslu-
og gæðamála 1974. Árið 1986
varð Hjalti framkvæmdastjóri
tækni- og gæðamála, en tók við
starfi framkvæmdastjóra mark-
aðs- og flutningasviðs 1987 og
hefur gegnt því starfi síðan.
Jón Ingvarsson sagði svo um
störf Hjalta í ræðu sinni: „Hjalti
hefur gegnt margþættum störf-
um hjá félaginu af einstakri sam-
vizkusemi og dugnaði. Hefur þar
notið við mikillar þekkingar og
dýrmætrar reynslu, sem honum
hefur reynzt einkar auðvelt að
miðla af. Enda þótt Hjalti hafi
komizt á eftirlaunaaldur um síð-
astliðin áramót, hefur hann fallizt
á að sinna áfram ýmsum verkefn-
um fyrir félagið á næstu misser-
um. Eg tel að á engan sé hallað,
þó ég segi að hraðfrystiiðnaður-
inn hafi haft fáum mönnum á að
skipa, sem standa Hjalta framar
á sviði framleiðslu- og gæðamála.
Ég flyt Hjalta beztu þakkir fyrir
vel unnin störf og óska honum
alls velfarnaðar.“
rðung
furða
i talið
hjá IFPL í verksmiðjuframleiddri
vöru eða rúmlega 42% og hagnaður
af rekstri var 228 þúsund pund.
Mikil breyting til batnaðar var á
rekstrinum 1990 miðað við 1989 eða
sem nemur 1,9 milljónum punda.
Ástæða batans var bæði söluaukning
á flökum og verksmiðjuframleiddum
vorum og verulegar verðhækkanir.
Sölu- og magnaukning á
meginlandinu
VIK, dótturfyrirtæki SH í Ham-
borg, seldi á sl. ári 16.500 tonn að
verðmæti 91 milljón marka, sem er
29% magnaukning og 44% verð-
mætaaukning miðað við 1989. Sölu-
skrifstofa SH í París seldi á sama
tíma rúmlega 18 þúsund tonn fyrir
330 milljónir franskra franka, sem
er umtalsverð aukning frá fyrra ári,
eða 32% í magni og 74% í verðmæt-
um. Það sem af er þessu ári hefur
orðið bæði magn- og verðmætaaukn-
ing á meginlandinu hjá þessum sölu-
skrifstofum.
Sala til Asíu minnkaði 1990
Samdráttur varð í sölu til Austur-
Asíulanda, úr 24 þúsund tonnum
1989 í rétt rúmlega 18 þúsund tonn
í fyrra, en þar munar mest um grá-
lúðu og loðnuafurðir, sem rekja má
til samdráttar í grálúðuafla og lélegr-
ar loðnuvertíðar. Það sem af er þessu
ári hefur magnaukning fyrir þennan
markað numið 92% og verðmæta-
aukningin 210%.
Erfiðleikar í Sovétviðskiptum
Verulegir erfiðleikar eru í við-
Frá aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í gær.
skiptum við Sovétríkin, sem hafa
verið góðir viðskiptavinir SH allt frá
1953, en það má rekja til innanríkis-
erfiðleika og skorts á erlendum
gjaldeyri. Sölusamningur sl. árs við
Sovétmenn nam 6.650 tonnum af
frosnum sjávarafurðum, en aðeins
voru flutt þangað 4.660 tonn af fyrr-
greindum ástæðum. Þegar afskipun-
um var hætt vegna greiðsluörðug-
leika voru 615 tonna birgðir í
landinu, sem að mestu hafa nú verið
seldar öðrum kaupendum. Miðað við
ástandið í sovéskum þjóðmálum er
ekki búist við meiri sölu þangað um
sinn, en SH mun fylgjast grannt
með þróun sovéska markaðarins og
verður þráðurinn tekinn upp aftur
eins fljótt og kostur gefst.
Aðrar sjávarafurðir
Útflutningur á skelflettri rækju
var rúmlega tvö þúsund tonn, sem
var 75% meira magn en 1989, þrátt
fyrir að það voru erfiðleikar í mark-
aðsmálum vegna lækkandi söluverðs
og sölutregðu. Hörpudisksútflutn-
ingur var 600 tonn, sem er svipað
magn og 1989 og eru Frakkar nú
stærstu kaupendurnir af þessari af-
urð. Humarútflutningur varð 250
tonn og var helmingi meiri fram-
leiðsla á heilum humri en humarhöl-
um í fyrra. Stærstu kaupendur voru
Danir og Spánveijar. Mikil aukning
varð í sölu á eldsfiski, en hún jókst
úr 225 tonnum 1989 í 1.280 tonn
1990.
Skipulagsbreytingar
Á undanförnum árum hafa orðið
verulegar breytingar á rekstri sölu-
samtakanna. Hæst ber að aukin
áhersla hefur verið lögð á sölu- og
markaðsmál og felast þær breyting-
ar einkum í því, að sölustarfið hefur
verið eflt erlendis og hafa nú verið
stofnuð tvö ný sölufyrirtæki í París
og Tókýó. Þar með hefur hin eigin-
lega sölustarfsemi verið flutt að
mestu upp að hlið kaupenda á ein-
stökum markaðssvæðum. Þessi þró-
un kallar á breyttar áherslur á aðal-
skrifstofunni í Reykjavík og hefur
skipulagið nú verið endurskoðað með
það að leiðarljósi að aðlaga það þörf-
um viðskiptavina. Tillögur um breyt-
ingar, sem lagðar verða fyrir nýja
stjórn til staðfestingar, felast í að
verkefnum framleiðslu- og afskip-
anadeildar verði skipt upp á milli
annarra deilda og verði fyrirtækið í
þremur megin deildum, sem sinna
markaðsmálum, fjármálum, gæðum
og þjónustu, auk stoðdeilda.
ákvæði stjórnarskrárinnar að skylda
með lögum fyrirtæki í sjávarútvegi,
ein allra útflutningsfyrirtækja, til að
leggja í Verðjöfnunarsjóð. Niður-
staða þeirrar athugunar var á þann
veg, að lögin um Verðjöfnunarsjóð
standist, þrátt fyrir að þau taki ekki
til allra, sem stunda útflutning.
Á grundvelli laganna var þegar
byijað að greiða 1% af fob-skilaverði
í ágúst á síðastliðnu sumri og í des-
ember var innborgunin orðin 3,9% á
allar botnfiskafurðir. Um þessar
mundir nemur innborgunin 5%. Er
ljóst, að þær inngreiðslur, sem fryst-
ingunni hefur verið gert að greiða í
sjóðinn, hafa þannig dregið verulega
úr áhrifum þeirra verðhækkana, sem
orðið hafa frá því að sjóðurinn var
stofnaður.
Engin breyting hefur orðið á þeirri
kröfu samtaka sjávarútvegsins, að
sjóðinn beri að leggja niður, en á
meðan það tekst ekki, hlýtur að
verða að gera á honum veigamiklar
breytingar. í fyrsta lagi þarf strax
að breyta honum þannig, að hver
framleiðandi eigi aðeins einn reikn-
ing í sjóðnum, burtséð frá mismun-
andi greinum framleiðslu. I öðru lagi
eiga inngreiðslur í sjóðinn að teljast
eign framleiðenda en ekki sjóðsins.
í þriðja lagi á að leggja hann niður,
en breyta sérreikningum hvers fram-
leiðanda í sveiflujöfnunarsjóð í
hveiju fyrirtæki eins og marg oft
hefur verið gerð krafa um. Það hlýt-
ur að verða eitt fyrsta verk Samtaka
fiskvinnslunnar að beita sér fyrir
þessu við næstu ríkisstjórn.“
Jón Ingvarsson ræddi síðan áhrif
rýmkaðra heimilda til útflutnings á
freðfiski til Bandaríkjanna. Hann
sagði að frá því heimildir voru veitt-
ar fleirum væri ekki merkjanlegt að
hlutdeild SH hefði minnkað. Niður-
staðan væri því sú, að framleiðendur
hefðu haft víðsýni til að meta stöð-
una á þann veg, að hag þeirra væri
bezt borgið í öflugum sölusamtökum,
sem.þéir hefðu sjálfir.byggt upp.
I -gn9l anÍ9Ö6 iGQnibneiaÍ 6iv mulört
Jón Ingvarsson:
V erðj öfnunarsj óð
sj ávarútvegsins
ber að leggja niður
„ÞAÐ ER ekki svo að skilja að íslenzkur sjávarútvegur sé á flæði-
skeri staddur, þótt ísland gerist ekki aðili að Evrópsku efnahags-
svæði. Fríverzlunarsamningur íslands og Evrópubandalagsins tryggir
til dæmis tollfrjálsan aðgang að bandalaginu fyrir flestar frystar sjáv-
arafurðir. Og almennt má segja, að íslenzkar sjávarafurðir hafi í dag
sterka stöðu á flestum mörkuðum vestan hafs og austan þótt frekari
tollaívilnanir innan Evrópubandalagsins myndu að sjálfsögðu styrkja
stöðuna enn frekar,“ sagði Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH,
meðal annars í ræðu sinni á aðalfundi SH.
Jón Ingvarsson
Jón gat þess einnig, að heildartol-
lagreiðslur af íslenzkum sjávarafurð-
um, sem fluttar voru til landa innan
EB árið 1989, hefðu numið 1,7 millj-
arði króna. Þar af hefðu tollar af
frystum afurðum verið 126 milljónir.
Því væri ljóst að meginforsenda þess,
að Islendingar gerðust aðilar að
bandalaginu, væri verulegar tolla-
lækkanir.
Jón ræddi síðan verðlagningu á
fiski upp úr sjó og fleiri þætti í ís-
lenzkum sjávarútvegi: „Eitt mesta
vandamál, sem íslenzkur sjávarút-
vegur stendur frammi fyrir um þess-
ar mundir og farið hefur stöðug vax-
andi undanfarinmisseri, mánuði og
vikur, er sú allsheijar upplausn, sem
ríkir í verðlagningu á fiski upp úr
sjó. Engan þarf að undra þó að til
einhverra átaka komi á þeim vett-
vangi, þegar í raun má segja að
horfið hafi verið frá hinni hefð-
bundnu aðferð við verðlagningu afla
í Verðlagsráði sjávarútvegsins, sem
.8VH
viðgengizt hafði um áratuga skeið.
Hversu ósanngjarnt sem það má
teljast, hefur samanburður við verð
á fiskmörkuðum hér suðvestanlands
og á Humbersvæðinu verið notaður
til að knýja á um hækkandi fiskverð
um allt land. Þannig hefur viðmiðun-
in við lítinn hluta aflans verið notuð
til að finna verð á megninu af aflan-
um. Það gengur auðvitað ekki.
Verðið hefur síðan verið skrúfað upp
frá einum stað til annars og er útlit-
ið ekki mjög glæsilegt sem stendur.
Ég sagði áðan, sð svo virtist sem
við værum að hverfa frá Verðlags-
ráðsákvörðunum, en eitthvað verður
að koma í staðinn. Þar vantar
ákvörðun.
Mönnum hefur orðið tíðrætt um
nauðsyn þess, að mörkuð verði heil-
steypt stefna fyrir sjávarútveginn
allan, en ekki einungis fiskveiði-
stefnu um það hvernig veri að
standa að stjórn fiskveiðanna. Það
■ hlýtur að verasjávarútvegsinssjájfs.
I töieeölsirtsv.rtmu íibnu qís Bievsd
að móta hana og það þarf að. gera
fljótt.
Hagsmunum sjávarútvegsins hef-
ur með lagaboði verið skipt í tvennt
milli veiða og vinnslu í áratugi. Mér
sýnist ýmislegt benda til þess, að sú
skipting sé loks á undanhaldi og
meiri skilningur sé nú að skapast á
því, að hag atvinnurekenda í sjávar-
útvegi sé betur borgið í einum sam-
tökum en mörgum. Það á að vera
forgangsverkefni forystumanna í
sjávarútvegi á næstu mánuðum að
vinna að því og um leið koma sér
saman um þá stefnu fyrir sjávarút-
veginn í heild, sem leiði til farsældar
öllum landsmönnum til hagsbóta.
Á síðastliðnu ári voru samþykkt
lög um Verðjöfnunarsjóð sjávarút-
vegsins, er tóku gildi fyrsta júní
1990. Var það gert í andstöðu við
öll helztu hagsmunasamtök í sjávar-
útvegi. Að ósk stjórnar SH leituðu
Samtök fiskvinnslunnar lögfræðilegs
álits. ,átþ>d„ .hyqrtugkkj, þpyti í hágna
I qo munlöíamóbuqöwB riiyt öi>l9i