Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 N G S K O N G A R 1 Opið bréf til Steingríms, Ölafs Ragnars og Jóns Baldvins frá Birni Guðmundssyni Vonandi era flestir íslendingar aldir upp við það að „orð skulu standa“. Að baki þessum orðum stendur manngildi sem við köllum heiðarleika. Siðaðir menn meta það manngildi mikils. í gegnum tíðina hafa heiðarlegir menn getað gert með sér munnlega samninga og staðið við þá. Slíkt hefur verið einn af hornsteinum eðlilegra samskipta manna. Orðstír þeirra hefur verið lagður að veði í hvert sinn. Siðuðum mönnum þykir góður orðstír mikils verður. Skriflegir samningar urðu til seinna. Aldrei hef ég heyrt sér- staklega talað um það að „skrifleg- ir samningar skulu standa“. Ástæð- an er auðvitað sú að engum manni, siðuðum eða ósiðuðum, dettur ann- að í hug. Nú hafið þið og bæjarþing Reykjavíkur ákveðið að skriflegir samningar skulu ekki standa. Þar með skulu orð ekki standa. Menn skulu ekki vera heiðarlegir í sam- skiptum sínum við aðra menn. Ævagömul manngildissjónarmið eru að engu höfð. Gerið þið ykkur enga grein fyrir afleiðingum þess- ara ákvarðana ykkar? Hvers konar þjóðfélag sækist þið eiginlega eftir? í maí 1989 skrifaði Olafur Ragn- ar undir samning við BHMR fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ólafur Ragnar kallaði samninginn „tíma- mótasamning“. Ég held að flestir hafi skilið það svo að þetta væri góður safnningur, bæði fyrir ríkið og starfsmenn þess. Steingrímur og Jón Baldvin bera jafnmikla ábyrgð á samningnum enda sam- þykktu þeir hann í ríkisstjórn (svo og jábræður þeirra og Ólafs Ragn- ars_ auðvitað). í febrúar urðu til samningar á vegum ASÍ, VSÍ og fleiri- sem kenndir hafa verið við „þjóðarsátt" (sem er rangnefni, en upplagt til að slá ryki í augu almennings). Þessir samningar vora þannig úr garði gerðir að þeir og BHMR- samningurinn fengu ekki staðist saman, Og allt var það með ráðum gert. Það hefur oftar en einu sinni komið fram hjá Einari Oddi Krist- jánssyni að þeir sem stóðu að „þjóð- arsáttarsamningunum" fengu lof- orð um það hjá ráðherram í ríkis- sjórn íslands að ekki yrði staðið við BHMR-samninginn af hálfu ríkis- ins. Steingrímur, Ólafur Ragnar og Jón Baldvin. Þannig kusuð þið að svívirða þau manngildi sem ég ræddi um í upphafi. Þið höfðuð að leiðarljósi óheilindi og óheiðarleika. Og þið hélduð því áfram. Menn bentu á það að samningarnir tveir stæðust ekki saman. Þið áttuð þann kost að taka upp viðræður við samningsaðila. Þið kusuð að gera það ekki. Auðvitað ekki. Þið vorað ákveðnir í því að svíkja BHMR- samningana. Leiðin til þess var að aðhafast ekkert og þannig var það hugsað. Mánuðir liðu þangað til málamyndaviðræður við forsvars- menn BHMR fóra fram í örfáa daga. Þær vora blekkingarleikur einn. Tímasetningin sannar það. Allt var komið í óefni eins og þkð vilduð til að hægt væri að setja bráðabirgðalög. Með setningu bráðabirgðalaganna genguð þið á bak orða ykkar við BHMR, sem reyndar voru staðfest með undir- skrift samnings. Heiðarleikinn komst ekki að. Auðvitað tókuð þið ekkert tillit til þess að BHMR-sam- ingurinn varð til á undan „þjóðar- sáttarsamingunum“. Það hefði ver- ið nær að banna víxlverkunar- ákvæðin í síðarnefndu samningun- um. En mergurinn málsins er sá að þessi ákvæði voru þarna með ykkar samþykki beinlínis til þess að þið gætuð blekkt þjóðina og eyðilagt BHMR-samninginn. Það voru nefnilega fleiri atkvæði hinum megin. Steingrímur, Ólafur Ragnar og Jón Baldvin. Þegar Félagsdómur dæmdi BHMR í vil sumarið 1990 áttuð þið að segja af ykkur. Það hefðu manndómsmenn gert og við- urkennt yfirsjónir sínar. Nú hefur undirréttardómur komist að þeirri niðurstöðu að gerðir ykkar voru ólöglegar. Reyndar er dómur þessi mjög umdeildur. En vonandi er ekki svo illa fyrir ykkur komið að sjá ekki að gerðir ykkar voru sið- lausar. „Löglegt, en siðlaust". Það er líka löglegt í mörgum öðrum löndum en á íslandi að svívirða mannréttindi. En það er ekkert betra þess vegna. Til hvers eruð þið að skipta ykkur af mannrétt- indabrotum í Litháen? Þið eruð ekki trúverðugir á þeim vettvangi. Þið erað engir frelsisberar. Það sanna verk ykkar hér heima fyrir. Jón Baldivin. Þegar framhalds- skólakennarar stóðu í kjarabaráttu og fjöldauppsögnum fyrir nokkrum árum varst þú í stjórnarandstöðu. Þá talaðir þú fjálglega um mikil- vægi kennarastarfsins og að það væri skömm að því hve illa launað- ir kennarar væra. Þú fluttir á Al- þingi hjartnæma ræðu um fyrrver- andi samstarfsmann þinn við MÍ, ágætan kennara sem hrökklaðist úr starfi vegna bágra launakjara kennara. Ekki var hægt að skilja þig öðruvísi en þannig að ef þú kæmist til valda myndir þú auðvitað bæta kjör kennara. Vafalaust hafa einhverjir kennarar kosið flokk þinn í næstu kosningum í trausti þess að þú segðir satt. En það var annað hljóð í strokknum þegar þú varst kominn í ríkisstjórn og kennarar í verkfall. Þá vora kennarar orðnir til skammar í þjóðfélaginu, þægju ágæt laun, en skiluðu ekki fullum vinnudegi skv. þinni reynslu frá MÍ. (Stjórnar þú þeim svona illa þar?) Hvað myndir þú kalla þetta hjá þér? Það væri mikil kurteisi að segja að maður sem hegðar sér svona sé tækifærissinni. Sumir myndu nota orðið tvöfeldni. Enn aðrir myndu tala um óheiðarleika. Þú hefur fullkomnað skömm þína Björn Guðmundsson með setningu bráðabirgðalaganna á BHMR. Ólafur Ragnar. Þú sem fjármála- ráðherra gerðir samninginn við BHMR og hreyktir þér af honum. En þú varst svo aumur að standa ekki við hann. Samt ert þú formað- ur þess flokks sem þykist öðrum fremur bera hag launamanna og mannréttinda fyrir btjósti. Það hafa þeir í Austur-Evrópu líka þóst gera í nokkra áratugi. Én nú þegar þeir era þvingaðir til að koma á mann- réttindum þá sýnir þú tilburði í þveröfuga átt og það á íslandi!!! Það hefðu líklega verið not fyrir þig í Austur-Evrópu fyrir ijörutíu áram. Þín saga verður skráð. Á því leikur ekki nokkur vafi. Steingrímur. Þu vissir náttúrlega lítið um heimskupör ráðherranna sem þú ert þó í forsæti fyrir. Og ert náttúrlega búinn að gleyma þessu öllu núna. Minnisleysi þitt og ábyrgðarleysi á því sem aflaga hef- ur farið á íslandi undanfarna tvo áratugi verður fært í annála. En sú ákvörðun forsætisráðherra að skriflegir samningar skulu ekki standa verður ekki aðeins færð í annál. Hún ver viljayfirlýsing um það hvernig best sé að standa að mannlegum samskiptum á íslandi. Sú viljayfirlýsing er óskynsamleg og háskaleg og hún mun hafa slæm- ar afleiðingar. „Steingrímur, Ólafur Ragnar o g Jón Baldvin. Þannig kusuð þið að svívirða þau manngildi sem ég ræddi um í upp- hafi. Þið höfðuð að leið- arljósi óheilindi og óheiðarleika. Og þið hélduð því áfram. Menn bentu á það að samn- ingarnir tveir stæðust ekki saman. Þið áttuð þann kost að taka upp viðræður við samnings- aðila. Þið kusuð að gera það ekki. Auðvitað ekki. Þið voruð ákveðn- ir í því að svíkja BHMR- samningana.“ Enn er til á íslandi heiðarlegt fólk sem trúir því að aðrir séu líka heiðariegir. Þetta fólk treystir munnlegu samkomulagi og handtak kemur í stað undirskriftar. En því fer fækkandi. Boðberar nýrra tíma sjá til þess. Þetta eru boðberar glundroða og óheilinda. Verk þeirra eitra mannleg samskipti og kynda undir agaleysi, virðingarleysi og óheiðarleika. Eftir höfðinu dansa limirnir. Nú skulu ekki einu sinni skriflegir samningar standa. Þau gömlu sannindi að „orð skulu standa" era að verða leiftur frá liðn- um tíma og þeir sem lifa í samræmi við þau furðulegir einfeldningar. Þið hafið lagt ykkar lóð á vogarskál- arnar. Mikið óskaplega finnst mér það dagpurlegt hvernig ykkur tókst til. . Höfundur er efnafræðingur og kennir efnafræði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Endurskipulagning á fjármál um Þorgeirs & Ellerts hf. Erfiðu verkefni lokið eftirBaldur Ölafsson Skipasmíðar væntanlega áfram ein þýðingarmesta iðngrein á Akranesi í síðustu viku gerðust þau ánægjulegu tíðindi að samningar náðust um fjármálalega endurskip- ulagningu á einu elsta iðnfyrirtæki hér á Akranesi, Þorgeir & Ellert hf. Við sem höfum unnið stóran hluta ævi okkar hjá þessu fyrir- tæki hljótum að fagna þessum málalokum. Það má vera að tilfinn- ingar séu blandaðar gömlum minn- ingum um ágæta vinnufélaga og einstakan fyrrum aðaleiganda þessa fyrirtækis, Þorgeir Jósefs- son, sem nú er háaldraður, en var óþreytandi að ráðleggja okkur og aðstoða við allt það er við tókum okkur fyrir hendur og tók virkan þátt í því sem við voram að gera. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna að starfa við þetta fyrirtæki í tæp 20 ár og naut oft föðurlegra ráðlegginga hins aldna höfðingja. Erfið rekstrarskilyrði iðnfyrirtækja Eins og allir vita hefur skipa- smíðaiðnaður á íslandi átt í erfið- leikum hin síðari ár. Þegar ljóst varð að fiskiskipafloti okkar var orðinn allt of stór dró að sjálfsögðu úr smíði á fiskiskipum. Þessi samdráttur virðist þó hafa bitnað fyrst á íslenskum skipa- smíðastöðvum því enn eru smíðuð skip fyrir íslendinga og vonandi verður svo um langa framtíð. Þessi vinna fer nú að lang mestu leyti fram erlendis. Afkoma íslenskra iðnfyrirtækja þ.m.t. málmiðnaðarfyrirtækja hef- ur verið erfíð mörg undanfarin ár og þykir það ágætur árangur ef ekki er tap á rekstrinum. Það sem ég á við er það að íslenskum iðn- fyrirtækjum hafa ekki’verið sköpuð nægjanlega hagstæð rekstrarskil- yrði til að færa sinn rekstur í nú- tímalegt horf, eignast ný og full- komnari tæki og lækka með því framleiðslukostnað. Á síðari árum hefur tölvutæknin hafið innreið sína hér á íslandi sem annars staðar. Þessi tækni hefur einkum valdið byltingu í iðnaði, ekki hvað síst í málmiðnaði. Ég tel að iðnfyrirtæki á íslandi hafi ekki haft efni á að færa sér þessa tækni í nyt í líkum mæli og hin erlendu sem smíða skip í sam- keppni við okkur. Einnig sitja ís- lensk iðnfyrirtæki ekki við sama borð og erlend hvað varðar fy'ár- málalega fyrirgreiðslu. Vextir hafa lengst af verið hærri á íslandi en í okkar samkeppnislöndum og þjónusta banka vanþróuð miðað við hina erlendu. Allt þetta og margt fleira hefur orðið til þess að staða þessa iðnaðar er sú sem við blasir. Það er því sérstakt fagn- aðarefni fyrir Akranesbæ að nú skuli blásið til nýrrar sóknar um eflingu þessa iðnaðar sem veitt hefur fjölda manna atvinnu í tæpa 7 áratugi. Erfiðleikar í rekstri Þ & E Skipasmíðastöðin Þorgeir & Ell- ert hf. hefur ekki sloppið við þá erfiðleika sem að framan greinir fremur en önnur fyrirtæki í þessum iðnaði. Þegar ljóst var að fyrirtæk- inu varð ekki forðað frá gjaldþroti nema með víðtækum aðgerðum margra aðila var óskað eftir greiðslustöðvun sem svo er kallað. Sú greiðslustöðvun rann út í sept- ember á síðasta ári án þess að við- unandi árangur yrði af tilraunum sem þá fóru fram. Þá var óskað „Ég veit að Guðjón Guðmundsson lagði sig allan fram og tel að hann eigi stóran þátt í því að enn er starfandi skipasmíða- stöð á Vesturlandi sem veitir 80-100 manns atvinnu.“ eftir framlengingu á greiðslustöðv- un fyrirtækisins til frekari til- rauna. í lok október sl. fól stjórn fyrirtækisins þeim Guðjóni Guð- mundssyni skrifstofustjóra og Þor- geiri Jósefssyni yngra að vinna að málinu fyrir hönd fyrirtækisins en Gísla Gíslasyni bæjarstjóra var fa- lið að starfa að málinu fyrir hönd bæjarfélagsins. Erfiðleikar þessa fyrirtækis eru, að ég hygg, af ýmsum ástæðum, m.a. af því sem að framan er talið, en síst af næst- um þriggja áratuga vinnu Guðjóns Guðmundssonar í þágu þessa fyrir- tækis, eins og einhveijir pólitískir andstæðingar Guðjóns virðast reyna að telja kjósendum utan Akraness trú um nú í hita kosn- ingabaráttunnar. Ég hygg að allir aðilar fyrirtæk- isins, eigendur, starfsmenn svo og viðskiptavinir og þeir sem til þekkja séu því sammála. Lyktir málsins Ég undirritaður fylgdist með framgangi málsins en ég taldi að öllum Akurnesingum væri málið skylt og mikið væri í húfi að þess- ar tilraunir tækjust. Þegar stjórn Sementsverksmiðju ríkisins hafnaði beiðni um hlut- afjarframlag og í kjölfarið einnig Járnblendiverksmiðjan á Grand- artanga þótti mörgum að þar með væri útséð um lyktir málsins. Nokkrir „spekúlantar“ töldu að málið væri í réttum farvegi og að gjaldþrot væri töfralausn. Það væri einfalt mál að byija strax aftur með hreint borð, ekkert mundi tapast nema skuldir og það væri hið besta mál. Ég hygg að Guðjón Guðmundsson hafi verið sá maður sem síst trúði á þessa lausn. Við áttum oft tal saman um málið og vorum sammála um að gjaldþrot væri engin lausn, og hætta á að fyrirtækið legðist niður á sama hátt og Stálvík í Garðabæ. Þar að auki mundi tapast úr bæn- um mikil þekking sem hveiju bæj- arfélagi er dýrmæt eign. Þegar ljóst var að verksmiðjurn- ar sem áður eru nefndar töldu sig ekki geta orðið við beiðni um hluta- fjárframlög töldu margir eins og áður er sagt málið úr sögunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.