Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FlMMTUDAGUIl 18. APHÍL1,99T
Kveðjuorð:
Margrét Jónatans-
dóttir Líndal
Sviplegt fráfall Margrétar Jón
atansdóttur Líndal kom mér sem
öðrum á óvart. Þorgeir sonur henn-
ar hringdi til mín síðla dags 12.
mars sl. og sagði mér að hún hefði
orðið bráðkvödd daginn áður, þar
sem þau hjón voru á skíðaferð í
Bláfjöllum.
Margrét fæddist á Holtastöðum
í Langadal í Húnavatnssýslu 2.
september 1917. Foreldrar hennar
voru þau Guðríður Sigurðardóttir
Líndal, frá Lækjarmóti í Víðidal,
og Jónatan J. Líndal bóndi og
hreppstjóri á Holtastöðum. Heimilið
á Holtastöðujn^var þekkt myndar-
og menningarheimili. Þaðan átti
Margrét sínar bernskuminningar,
sem þó voru tregablandnar, því um
fermingaraldur missti hún móður
sfna, en það varð henni sár harm-
ur. Þegar slíkt ber að á viðkvæm-
asta skeiði ævinnar, fer vart hjá
því að eftir standi ör, sem seint eða
ekki hverfa.
Margrét stundaði nám við
Kvennaskólann á Blönduósi og
síðar við Verslunarskólann í
Reykjavík. Að námi loknu stundaði
hún ýmis störf í Reykjavík, en
lengst mun hún hafa starfað hjá
Landsímanum.
Arið 1944 giftist Margrét Bergi
Vigfússyni, kennara frá Geirlandi á
Síðu, en frá þeim tíma hófust kynni
okkar Margrétar. Bergur bytjaði
að kenna við Flensborgaskólann
haustið 1943, og það sama haust
settist ég í þann skóla. Allt frá
fyrstu kynnum mínum af Bergi
Vigfússyni hefi ég notið traustrar
vináttu hans, og síðar einnig Mar-
grétar eftir að þau höfðu stofnað
sitt eigið heimili. Þar var ég næstum
heimagangur öll skólaárin, og alltaf
jafn velkominn. Gestrisni og hjálp-
Rebekka Guðmunds-
dóttir - Minning
Fædd 30. júlí 1908
Dáin 26. mars 1991
Ég kynntist Rebekku haustið
1977 þegar ég fór að vinna á elli-
heimilinu Ási í Hveragerði. Reb-
ekka var þá nýkomin þangað vist-
kona. Hún vakti strax athygli
mína og fann ég að þessi kona
átti eitthvað bágt og var að mörgu
leyti eitthvað öðruvísi en hinar
gömlu konurnar sem ég kynntist
þarna. Hún fór strax að biðja mig
að hugsa hlýtt til sín og biðja fyr-
ir sér, því hún væri svo einmana,
ég játti því að svo miklu leyti sem
ég gæti. Rebekka var mjög sér-
stæður persónuleiki, hún var
greind kona og létt í lund gat hún
verið ef eitthvað skemmtilegt bar
á góma. Við ræddum ýmislegt í
gamni og kannski í alvöru stund-
um en vorum ekki alltaf á sama
máli um hlutina og læt ég ósagt
hvor hafði meira á réttu að standa.
Við ræddum ýmis mál hins dag-
lega lífs, t.d. ástamálin og trúmál-
in. Hún var trúuð kona og hafði
mikla samúð með fólkinu sínu ef
hún frétti af veikindum hjá því.
Mér fannst hún alltaf hafa mikið
samband við frændfólk sitt í
Reykjavík og fyrir austan fjatl.
Hún fór allflesta daga niður á
Hótel Ljósbrá og fékk að hringja
í fólkið sitt. Einnig las Rebekka
mikið dagblöðin og stytti hún sér
mikið stundir við það, oft sagði
hún mér ýmislegt sem hún sá í
blöðum og þótti fréttnæmt.
Oft talaði Rebekka við mig í
síma t.d. ef ég var í fríi frá vinn-
unni og þá voru venjulega fyrstu
orðin „ég hringdi nú bara til að
vita hvort þú værir tórandi" og
svaraði ég jafnan í sama tón. Ég
vann á þessu heimili í 11 ár. Eftir
að ég hætti að vinna þar fór ég
þangað svona á 3 mánaða fresti
til að heimsækja Rebekku og aðr-
ar kunningjakonur mínar sem þar
eru og alltaf fagnaði hún mér inni-
lega. Nú í vetur kom ég sjaldnar
en heyrði stöku sinnum í Rebekku
í síma og seinast nú i janúarmán-
uði, þá fannst mér liggja vel á
henni og slógum við uppá gríni
eins og vant er. Hún sagði þá við
mig „þú kemur nú öðru hvoru
hingað á meðan ég tóri“ og ég
játti því og einkennilegt var það
að sama daginn og ég sá dánartil-
kynninguna í blöðunum var ég
búin að hugsa mér að fara að
heimsækja hana og mætti ekki
draga það lengur.
Alltaf hlakkaði Rebekku til jól-
anna. Hún fór allflest árin til
skyldfólks síns í Reykjavík á að-
fangadag og dvaldi hjá því yfir
jólin en síðustu tvenn eða þrenn
jól treysti hún sér ekki suður og
fannst henni það mikill missir, en
sætti sig orðið við það.
Þegar hún kom austur eftir jóla-
hátíðarnar sagði hún mér ævin-
lega hvað hún hefði fengið gott
að borða og drekka hjá fólkinu
sínu sem hún kom til, og eins lang-
Kristín G. Kolbems-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 4. apríl 1909
Dáin 22. mars 1991
Okkur langar til að minnast
elskulegrar ömmu okkar í örfáum
orðum. Hún lést á Fjórðungssjúkra-
húsi ísafjarðar að morgni föstu-
dagsins 22. mars síðastliðins. Okk-
ur er efst í huga að þakka henni
allar þær góðu stundir sem við átt-
um með henni og allt það góða sem
hún gerði fyrir okkur. Amma var
mjög elskuleg kona, hún vildi ávallt
allt fyrir alla gera en gat þó verið
ákveðin að sama skapi og hafði
fastmótaðar skoðanir sem við lærð-
um að virða.
Heimsóknirnar til ömmu voru
alltaf mjög skemmtilegar, hún
kenndi okkur að spila á spil og
leggja kapla og á þeim stundum
var ekkert kynslóðabil. Hún sá til
þess að enginn fór frá henni með
tóman maga og það fyrsta sem hún
gerði þegar maður kom var að
draga fram sælgætisskálina sem
var mjög vinsæl meðal okkar barn-
anna.
Sárt er til þess að hugsa að fá
aldrei að sjá ömmu aftur, en minn-
ingin um hana mun þó alltaf búa
í hjörtum okkar. En það er gott að
vita af því að hún er í góðum hönd-
um hjá Guði, þar sem hún og Sigur-
jón afi eru sameinuð á ný.
Með eftirfarandi ljóðlínum
Davíðs Stefánssonar kveðjum við
ömmu okkar.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
semi var þeim hjónum eðlislæg og
naut ég í ríkum mæli. Því á ég
margar hugljúfar minningar' frá
heimili þeirra.
Margrét hafði hlotið ættlæga
listagáfu að erfðum. Hún unni fögr-
um listum, og hygg ég að þar hafi
þau hjón verið samstíga. Margrét
hafði sem unglingur lært á hljóð-
færi hjá móður sinni, og eftir lát
aði hana alltaf að vita hvað ég
hefði haft í matinn þennan og hinn
daginn á mínu heimili. Já, svona
ræddum við hlutina í gamni og
alvöru. Mér fannst Rebekka aldrei
vera gömul eða gamaldags í tali,
hún var ungleg í andliti og lagleg,
velvaxin og vildi líta vel út um
hárið og var snyrtileg en þó nýtin
og sparsöm. Rebekka átti ekki
marga vitni utan síns skyldfóþks
en hún var vinur vina sinna. Ég
vissi að hún átti eina gamla og
góða vinkonu í Reykjavík og bað
hún mig alltaf fyrir jólin að kaupa
eins falleg kort og ég fyndi til að
skrifa á það fyrir sig, það vildi
nú svo til að ég þekkti skyldfólk
og systkin þessarar konu því hún
var ættuð úr Grímsnesinu.
Rebekka talaði oft um það hvað
útsýnið væri fallegt út um kvist-
gluggann á herberginu hennar og
hvergi vildi hún annarsstaðar vera
í Á_si en einmitt í þessu herbergi.
Ég heldað henni hafi bara liðið
vel eftir sem hægt var, að minnsta
kosti sagðist hún helst vilja deyja
þama.
Nú er Rebekka blessunin dáin og
komin til guðs. Útför hennar fór
fram frá Fossvogskirkju 5. þessa
mánaðar í blíðu og björtu veðri
svo að sólskinið fyllti kirkjuna.
Ég fylgdi henni til grafar því mér
fannst hún eiga það inni hjá mér,
svo oft var hún búin að fylgja mér
niður á Hótel Ljósbrá þar sem ég
tók bílinn heim að loknum vinnu-
degi.
Ég þakka Rebekku fyrir hlýhug
allan og traust til mín þessi ár sem
við þekktumst og bið henni allrar
blessunar.
Hvíli hún í friði.
K.K.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum - eins og þú.
Blessuð sé minning ömmu og afa.
Jóhanna, Hannes Már,
Kristln og Sigurlaug/
hennar auðnaðist henni að auka við
kunnáttu síná á því sviði. Síðast en
ekki síst var það myndlistin sem
Margrét heillaðist af, og hygg ég
að hún hafi náð býsna langt í þeirri
listgrein. Hún stundaði myndlist-
arnám hér heima og einnig erlend-
is. Þau hjón ferðuðust víða um lönd
m.a. til að skoða listasöfn. En
Margrét hampaði ekki verkum
sínum, það var ekki hennar háttur.
Hún var einlægur náttúruunnandi,
og í því sem flestu voru þau hjón
samstíga. Mér segir svo hugur um,
að það hafi ekki verið Margréti
mótfallið að enda sína ævigöngu
úti í náttúrunni.
Ég hef oft rifjað upp í huganum,
ferð sem ég fór með þeim hjónum
fyrir næstum 46 árum, frá Geysi í
Haukadal vestan Langjökuls um
Kaldadal til Borgarfjarðar. Við
höfðum náttstað við Hlöðufell, en
töpuðum þaðan tveimur hestum.
Tók það okkur Berg mikinn hluta
dags að finna þá, en á meðan gætti
Magrét hestanna sem vísir voru.
Þar sem leitin tók lengri tíma en
við hugðum í fyrstu, tókum við að
verða áhyggjufullir vegna Margrét-
ar þegar líða tók á daginn, en það
reyndist þó óþarfi. Þegar við loks,
síðla kvölds, komum með týndu
hestana, kom Margrét brosandi á
móti okkur með gamanyrði á vör.
Það hafði ekki raskað ró hennar
þó hún ætti í nokkrum erfiðleikum
með að gæta hestanna. Slíkt var
æðruleysi hennar og rósemi, sem
ég hygg að hafi einkennt skaphöfn
hennar öðru fremur.
Jafnan þegar ég hef átt leið' um
Langadal, hef ég hugsað til Mar-
grétar er farið er fram hjá Holta-
stöðum. Þar steig hún sín fyrstu
spor, og þar átti hún sínar gleði-
stundir, en einnig sorgir. Vafalítið
hefur tiyggð hennar við hið vina-
lega æskuumhverfi, glætt ást henn-
ar á náttúru landsins. Þar er fjallið
að bæjarbaki og Blanda bugðast
við túnfótinn, oft lygn og hljóðlát,
en stundum beljandi stórfljót eða
bólgin við skör.
Eg hef óskað þess að fundum
okkar Margrétar og Bergs hefði
borið oftar saman, en því miður
hafa atvikin hagað því á annan veg
hin síðari ár.
Við Þórunn vottum Bergi og fjöl-
skyldu hans innilega samúð okkar.
Það er mannbætandi að hafa kynnst
konu sem Margréti Líndal. Fyrir
það er ég þakklátur.
Magnús Kolbeinsson
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI ÓLAFSSON
bakarameistari,
Dalbraut 21,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 19. apríl
kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hins
látna, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess.
Kristín Einarsdóttir,
Anna Gisladóttir,
Einar Ó. Gíslason, Friðgerður Samúelsdóttir,
Erlingur Gíslason, Brynja Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SVEINIM SIGURÐSSON
tæknifræðíngur,
Stuðlaseli 18,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 19. apríl
kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans,
vinsamlegast láti Slysavarnafélag íslands og björgunarsveitina
Ingólf njóta þess.
Margrét Björk Andrésdóttir,
Ólöf Adda Sveinsdóttir,
Sigurður Rúnar Sveinsson,
Bjarki Már Sveinsson.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HERMANN SIGURÐSSON,
Þórsbergi,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði föstudaginn 19. apríl kl.
13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en
þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Krabbameinsfélagið.
Ragnheiður Hermannsdóttir,
Böðvar Hermannsson,
Þórunn Hermannsdóttir,
Lovísa Hermannsdóttir,
Haraldur Hermannsson,
Herdís Hermannsdóttir,
Jóhanna Sveinsdóttir,
Runólfur Skaftason,'
Gunnlaugur Óskarsson,
Sigríður Jóhannsdóttir,
Jóhann Gunnarsson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega öllum, sem sýndu okk-
ur samúð og vinarhug við andlát bróður
okkar, fósturbróður og mágs,
MEYVANTS RÖGNVALDSSONAR,
Lindargötu 18,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir færum við læknum og
starfsfólki Sjúkrahúss Siglufjarðar, enn-
fremur skólasystkinum úr árgangi ’33.
Jóhann Rögnvaldsson, Erna Rósmundsdóttir,
Aðalheiður Rögnvaldsdóttir,
Gottskálk Rögnvaldsson, Unnur Jónsdóttir,
Aðalbjörn Rögnvaldsson,
Guðbjörg Jóhannsdóttir, Bjarni Árnason.