Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 14
14. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 FileMaker • Macintosh Námskeið fyrir alla sem vinna úr upplýsingum! © _ 12 klst hagnýtt gagnasafnsnámskeið! <%> *<? Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu P A B I S Sólar-brúnku púður ■ Sólar-brúnku púður, er kjörlð fyrir þœr sem vilja hafa fallegan sólar-blœ. Elnnig mó nota sólarpúðrið sem klnnallt. Kemur í 2 tegundum, fyrlr þurra húð og fyrir blandaða húð. Ferskir sumarlitir Nýju fersku sumarlitlrnlr fró Stendhal. Þeir skapa þér fallega tilbreytlngu. DUGGUVOGI 2 SÍMI 686334 ir Metsölublað á hverjum degi! Virðingarleysi ístiómskipun eftir Ágúst Einarsson Samskipti kjörinna fulltrúa við umbjóðendur sína eru oft erfið. ís- lendingar eru engin undantekning frá þessu. Það sem hins vegar skilur okkur frá öðrum er skortur á virðingu sem borin er fyrir störfum hinna kosnu fulltrúa. Auðvitað eru hatramar deil- ur eriendis milli stjórnamálaflokka og óvægin gagnrýni almennings á þingmenn eða aðra fulltrúa sína. Það er eðli lýðræðisins og einmitt þessi hvössu' skoðanaskipti eru lífsandi þess. Þessi ferill tryggir sífellda end- umýjun í störfum og þróun í hugsun og stefnu. Svo virðist að þar séu málefnin oftast í fyrirrúmi, einstakl- ingar séu virtir og mikilvægi stofn- ana þeirra er viðurkennt. Kröfur erlendis Á Vesturlöndum eru gerðar miklar kröfur til stjórnmálamanna um að þeir sýni siðferðilegan styrk í starfi. Erlendis eru stjómmálamenn látnir bera ábyrgð á störfum sínum’ og gjalda fyrir með stöðumissi verði þeim á alvarleg mistök eða grunur leiki á, að þeir misnoti aðstöðu sína sér eða tengdum aðilum til framdráttar. IÚr flokki greina háskólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd. Þetta fyrirkomulag þykir flestum sjálfsagt í vestrænum lýðræðisríkjum og er samofið lífsskoðun þegnanna. Þar þykir líka eðlilegt að laun þing- manna séu þannig að þeir geti vel sinnt skyldum sínum. Lítilsvirtir þingmenn Þessu er ólíkt farið hérlendis. Deil- ur eru vissulega harðar, bæði milli flokka og einstaklinga, en stjórnmál- amenn eru ekki virtir. En virðing- arleysi og jafnvel fyrirlitning á stjórnmálamönnum er ekki mál þeirra sjálfra nema að hluta. Undan þessu líða stofnanir lýðræðisins, þar með talið Alþingi. Það er alvarlegt þegar meginstoð stjórnskipunar er í litlu áliti meðal borgaranna. Afleiðingar þessa eru augljósar. Almenningur hefur lítinn áhuga á þátttöku í stjórnmálaumræðum og starf stjómmálaflokka hnignar. Þetta leiðir m.a. til sífellt nýrra hreyf- inga um mjög afmörkuð mál. Tvennt getur valdið því að ekki er meiri reisn yfir störfum Alþingis en raun ber vitni. Annars vegar getur verið að ein- staklingar, sem þar sitja, séu einfald- lega óhæfir um að hefja umræðuna á hærra stig og afla þannig sjálfum sér og starfi sínu virðingar. Hins vegar getur verið að ein- hverju sé ábótavant í stjórnskipun okkar sem leiðir óhjákvæmilega til þessarar dapurlegu niðurstöðu. Undirritaður telur þingmenn hvorki betur eða verr af Guði gerða en aðra landsmenn, þótt vissulega séu þar ýmsir sem í litlu mæta þeim almennu kröfum sem gera verður til kjörinna fulltrúa. Yfir störfum Alþingis hefur oft verið mikil depurð, en sjaldan eins og nú í þinglok, þegar mál voru ekki leidd til lykta í umræðum og at- kvæðagreiðslu, heldur með skrípaleik í þingstörfum lítt sæmilegum samn- ingum sem m.a. juku erlendar skuld- ir. Virðing fyrlr Alþingi og þing- mönnum óx ekki þessa síðustu daga þingsins. Vilja ekki setja lög Ríkisstjórn fer með mikinn hluta Friðrik Baldur Fundur fiilhrúaráðs Sjáffstæðisfélaganna áHótelBorg Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík er boðað til fundar á Hótel Borg í dag, fimmtudaginn 18. apríl, kl. 17:00 stundvíslega. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ávarp. Fundarstjóri: Baldur Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Að fundi loknum verður fjölmennt á útifund sjálfstæðismanna á Lækjartorgi. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. xf») FRELSI OG MANNÚÐ Fangar á Islandi o g samúð samfélags- ins og skilningur eftir Birgi Þ. Kjartansson Mörg eru þau samtök og líknar- félög hér á landi, sem beita sér fyrir í starfi sínu að hjálpa samborg- urum til sjálfsbjargar og létta göngu þeirra til betra lífs í samfé- laginu. Nú er það svo að við finnum auðveldlega til samúðar með þeim einstakling sem verður fyrir þeirri ógæfu að fæðast í þennan heim með skert líkamlegt eða andlegt þrek, og af þeim sökum stendur ekki jafnfætis hinum, ekki á þetta síður við um þá einstaklinga sem missa líkamlega starfsorku vegna slysa. Við eigum mjög auðvelt með að sna samúð og skilning af þeirri ástæðu, að þeir hinir sömu hafi ekki skapað sér eða valið sjálfir sína fötlun. En í öllu okkar tali um sam- úð, skilning og mannkærleika leyn- ist þröskuldur sem mörgum reynist erfitt að stíga yfir. Þröskuld þennan má finna við útidyr allra fangelsa landsins, en hvers vegna er hann þar, ,jú“, sam- borgarinn hefur þá skoðun að mað- ur í fangelsi sé þar aðeins vegna þess að hann valdi það sjálfur, því sé ástæðulaust að létta honum dvöl- ina þar, eða skapa þær aðstæður innan fangelsismúra að hann finni hjá sér löngun, og jákvæðan huga til að breyta til betri vegar er gæti þannig aukið líkur á því að fanginn skili sér til samfélagsins betri mað- ur. Svo virðist sem hérlendis sé ekki Gullboltinn lítið gjald fyrir skuld eftir Davíð Scheving Thorsteinsson Við íslendingar erum ósköp ánægðir, þegar einhver eða ein- hveijir bera hróður lands okkar út um hinn stóra heimi. Þegar Vil- hjálmur Einarsson og Bjarni Frið- riksson stóðu á verðlaunapalli á Ólympíuleikunum svall okkur móð- ur í brjósti. Þegar Hólmfríður Karls- dóttir og Linda Pétursdóttir voru krýndar í augsýn hundruð milljóna í beinni útsendingu fagnaði öll þjóð- in með þeim. Slfkar stundir eru dýrmætar í lífi hverrar þjóðar. Enginn hópur manna hefur gefið okkur fleiri. slíkar stundir en hand- .íoniómmH i') tunnuum „Nú eru aðeins tæp 4 ár þar til við verðum gestgjafar á heims- meistarakeppninni. “ boltamenn undanfarin ár. Þar hefur hver stórsigurinn rekið annan. Þeg- ar við urðum svo í 10. sæti á heims- meistaramótinu í Tékkóslóvakíu í fyrra hengdu menn haus. I öllum öðrum greinum en handboltanum hefðu menn nú aldeilis talið það viðunandi árangur að lenda í 10. sæti meðal bestu þjóða heims. Þetta segir sína sögu um álit okkar og kröfur til handboltamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.