Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 76
76
MORGUNBLADIÐ FIMMTUDAGUlí 18. APRÍL 1991
IÞROTTIR UNGLINGA
Körfuknattleikur:
UMFT bikarmeistari stúlkna
Stúlkurnar I Tindastóli fögnuðu
mikið í leikslok er þær báru
sigurorð af stöllum sínum úr
Njarðvík með minnsta mun, 22-21.
Með sigri tryggðu
Frímann þær sér bikarmeist-
Ólafsson aratitil í stúlkna-
skrífarfrá flokki. Leikurinn var
Gnndavik ,
í jarnum allan
tímann og á síðustu mínútunni var
staðan 22-20 fyrir Tindastól. Norð-
anstúlkur voru í sókn og skutu
ótímabæru skoti þegar hálf mínúta
var til leiksloka. Njarðvíkurstúlkur
fóru í sókn og fengu tvö vítaskot
en hittu aðeins úr öðru og það voru
því stúlkurnar úr Tindastóli sem
stóðu uppi sem sigurvegarar.
Kristín E. Magnúsdóttir fyrirliði
UMFT var að vonum ánægð í leiks-
lok. „Við erum bestar!" sagði hún,
„við vorum smeykar í lokin um að
þær [UMFN] mundu jafna en þetta
hafðist. Hópurinn er mjög góður
hjá okkur og við höfum aðeins tap-
að tveimur leikjum I vetur og svo
er þjálfarinn alveg meiriháttar."
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Bikarmeistarar Tindastóls í stúlknaflokki. Aftari röð, talið frá vinstri: Inga Huld Þórðardóttir, Kristvina Gísladótt-
ir, Edda Matthíasdóttir, Kristín E. Magnúsdóttir, Birna Valgarðsdóttir og Einar Einarsson þjálfari. Fremri röð: Ingi-
björg Stefánsdóttir, María Kristjánsdóttir, Ásta M. Benediktsdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir, Jóna K. Árnadóttir, Val-
gerður Erlingsdóttir.
ÚRSLIT
Unglingamót Ægis
Sundfélagið Ægir hélt unglingamót í sundi
14. apríl sl. í Sundhöll Reykjavíkur. Fyrir-
komulag verðlaunaveitinga var með nýstár-
legum hætti. Samanlagðir tímar hvers ein-
staklings úr hveijum aldursflokki var látin
gilda. Úrslit voru sem hér segir:
Hnátur (fæddar 1981 og yngri):
Lára Hrund Bjargardóttir, Ægir......3:12.51
Halldóra Borgeirsdóttir, Ægir.......3:33.96
Ilnokkar (fæddir 1981 og yngri):
Örn Arnarson, SH....................3:30,84
Kristján Guðnason, SH...............4:08,04
Meyjar (fæddar 1980):
Eva D. Björgvinsdóttir, SH..........7:27,57
Sesselja Jóns. Hjartar, Ægir........7:43,19
Sveinar (fæddir 1980):
Ómar Snævar Friðriksson, SH.........7:06,02
Sindri Bjamason, Ægir...............7:14,35
Meyjar (fæddar 1979):
Karen S. Guðlaugsdóttir, Ægir.......6:32,00
Árna Lisbet Þorgeirsdóttir, Ægir....6:32,69
Sveinar (fæddir 1979):
Grétar Már Axelsson, Ægir...........6:12,91
Ásgeir ValurFlosason, KR............7:17,29
Telpur (fæddar 1978):
Elín Rita Sveinbjörnsdóttir, Ægir...5:23,32
Guðný Rúnarsdóttir, Þór.............5:42,10
Drengir (fæddir 1978):
Svavar Svavarsson, Ægir.............5:11,86
Hermann Hermannsson, Ægir...........5:19,01
Telpur (fæddar 1977):
Ingibjörg Isaksen, Ægir.............5:02,50
Kristín H.J. Hjartarsdóttir, Ægir...5:49,91
Drengir (fæddir 1977):
Bjarni Þór Hafsteinsson, Ægir.......5:01,64
Óskar Þórðarson, Þór................5:11,88
Úrval stýripinna fyrir
flestar gerðir tölva.
QS 130F fyrir Atari/Sega/Amstrad/
Commandore kt. 1.59.0,-
QS 130N fyrir Nintendo kt. 1.590,-
QS 123 fyrir PC-tölvur kt. 1.980,-
QS 120 kort fyrir PC-tölvur kf. 1.980,
ft Tölvuland
v/Hlemm, sími 621122.
_ F •I *i
•1
^ Isl fólk
fyrir fólk
KOSNINGA
SKRIFST0FUR
REYKJAVÍK
Afgreiðsla 91-82115
Sjálfboðaliðar 91-82142
Kjörskrá 91-82237
REYKJANES
Kópavogur 91-45878
Keflavík 92-13871
SUÐURLAND
Selfoss 98-22219
Vestmannaeyjar 98-12999
Hella 98-75411
VESTURLAND
Akranes 93-12903
Grundarfjörður 93-86737
Borgarnes 93-71004
VESTFIRÐIR
ísafjörður 94-3651
NORÐURLAND
Akureyri 96-27787
AUSTURLAND
Eglisstaðir 97-11633
FRJÁLSLYNDIR
-f 50 til + 1000 C
í einu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
©ft(uio11®(LQg)(U)[r eDtesðm & ©@ Oaff.
Vesturgötu 16 - Slmar 14680-132»
★ Pitney Bowes-
póstpökkun
Mjög hentug fyrirtœkjum,
bæjarfélögum, stofnunum
Brýtur blaðiö, setur i umslag
og lokar þvf
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
Kaupmenn,
innkaupastjórar
SÓL-
GLERAUGU
Ótrúlegí úrval
af dömu-, herra-,
unglinga- og
barnasólgleraugum.
Einnig skíðasólgieraugu.
Frábært verð
HOLLENSKA
VERSLUNARFÉLAGID
Borgartúni 18
Sími 61 88 99 Fax 62 63 55
10. flokkur:
ÍBK
meistari
ÞAÐ voru Keflvíkingar sem fögnuðu
sigri í leikslok í úrslitaleik íslandsmóts
í 10. flokki. Þeir báru sigurorð af Vals-
mönnum með 73 stigum gegn 54 í
íþróttahúsinu í Grindavík. Fyrri hálf-
leikur var jafn og munurinn í hálfleik
ekki nema 3 stig, 33-30, Keflvíkingum
í vil. Þeir slógu Valsmenn út af laginu
í seinni hálfleik með góðri baráttu í
vörninni og stóðu uppi sem öruggir
sigurvegarar ! lokin.
Arnór Helgason fyrirliði nýbakaðra
fslandsmeistara ÍBK var að vonum
kampakátur I leikslok. „Það var mjög
gaman að vinna þennan leik, við tókum
okkur á í seinni hálfleik og náðum
góðri baráttu í vörninni og við unnum
á því. Það hefur gengið vel hjá okkur
í vetur þegar við spilum með okkar
besta lið og afraksturinn góður nú.“
Það setti ljótan svip á leikinn hve
þjálfurum beggja liða var uppsigað við
annars ágæta dómara sem hlupu í
skarðið þar sem dómarar sem settir
voru á leikinn mættu ekki. Þeir voru
hinum ungu leikmönnum alls ekki góð
fyrirmynd og vonandi að slík fram-
koma sjáist sem sjaldnast á leikjum
'sem þessum.
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Islandsmeistarar ÍBK í 10. flokki árið 1991. Aftari rðð, talið frá
vinstri: Guðjón Gylfason, Guðmundur Oddsson, Sigurvin Pálsson, Unnar
Sigurðsson, Kári V. Rúnarsson og Sigurður Valgeirsson formaður körfu-
knattleiksdeildar. Fremri röð: Hermann Helgason, Arnór Vilbergsson, Sverr-
ir Þ. Sverrisson, Þór Jóhannesson, Örn Arnarson. Á myndina vantar Guð-
brand Ó. Stefánsson, þjálfara.
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Drengjaflokkur Hauka, íslandsmeistarar 1991. Aftari röð, talið frá
vinstri: Glen Thomas þjálfari, Bragi H. Magnússon, Bjarni Ágústsson, Sigf-
ús Gizurarson, Bjarni Guðmundsson og Björgvin J. Jónsson. Fremri röð:
Þröstur Kristinsson, Þór Haraldsson, Steinar Hafberg, Brynjar Ólafsson og
Vignir Þorsteinsson.
Haukar
meistarar
í drengja-
flokki
Haukar unnu Tindastól ör-
ugglega í úrslitaleik dren-
gjaflokks í Islandsmótinu í körfu-
knattleik í íþróttahúsinU í
Grindavík. Lxikatölur voru 67-56
eftir að Haukar höfðu haft yfir
í hálfleík 39-26. Sigur þeirra var
aldrei í hættu og þeir voru með
áberandi betra lið í leiknum.
Brynjar Ólafsson fyrirliði
Hauka sagði eftir leikinn að þetta
væri besti leikur þeirra í vetur.
„Það er mjög ánægjulegt að
vinna mótið. Okkur hefur gengið
vel í vetur og unnið öll fjölliða-
mótin sem hafa verið haldin.
Hópurinn er frábær og allir hafa
gaman af þessu.“