Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 28
PQ,
28
MofósiJNBiÍAÐri)' VíMMroDÁÓiljfe 1$ 'Áf^Sl1 ?í 991
Átján prósent af-
föll Alþýðuflokksins
eftir GeirHaarde
Fyrir tilverknað Alþýðuflokksins
er nú svo komið að erfiðara er fyrir
ungt fólk að eignast eigið þak yfir
höfuðið en verið hefur lengi. Engin
sérstök fyrirgreiðsla er lengur fyrir
hendi í húsnæðis- eða skattakerfinu
fyrir þá sem byggja eða kaupa í
fyrsta sinn. Gamla verkamannabú-
staðakerfið þar sem lágtekjufólk
eignaðist íbúðirnar sínar fyrir langan
tíma á viðráðanlegum kjörum hefur
verið sett út í horn. Fjárhagslegt
hrun vofir yfír opinberu bygginga-
sjóðunum og eigið fé Byggingarsjóðs
ríkisins rýmar um tæpan milljarð
króna á árunum 1989 og 1990.
Hvað hefur tekið við? Húsbréfa-
kerfíð sem hentar þeim vel sem fá
risið undir geipiháum raunvöxtum í
25 ár og þar sem afföll eru nú
17-18%. Og svo leiguíbúðakerfíð,
sem ríkið fjármagnar á vildarkjörum,
ísland
eftir Eggert Haukdal
Sjálfstæðisflokkur samþykkir
aldrei óskoraða aðild íslendinga að
Efnahagsbandalaginu.
Sjálfstæðisflokkur getur aldrei fal-
list á framsal þjóðarinnar á fiskimið-
um, orkulindum, eða öðrum land-
gæðum í hendur erlendra aðila.
Sjálfstæðisflokkurinn varar kjós-
endur við óhreinlyndi og loddaraskap
ráðherra í ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar sem afneita samn-
ingum um evrópsk efnahagsmál um
leið og verið er að ljúka samningavið-
ræðum um evrópskt efnahagssvæði
sem hafa í för með sér afsal á full-
veldi og lögsögu erlends dómstóls á
íslenskri grund.
Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeim
hugmyndum forsætis- og utanríkis-
ráðherra að fóma hagsmunum
bænda til þess að ná fram samning-
um um sameiginlega fiskveiðistefnu
með því að heimila innflutning á of-
framleiðslu EB-landa á landbúnaðar-
vörum til íslands og leggja þar með
blómlegustu landbúnaðarhéruð á ís-
landi í auðn.
Sjálfstæðisflokkurinn styður aðild
íslendinga að alþjóðasamvinnu en
því aðeins að tryggð séu full yfírráð
þjóðarinnar yfír auðlindum hennar
öllum, landgæðum og fullveldi.
Með því að kjósa Sjálfstæðisflokk-
urinn tryggir þú með atkvæði þínu
heiðarlega samninga um evrópsk
efnahagsmál þar sem fullt tillit verð-
ur tekið til íslenskra hagsmuna.
Atkvæði greidd Framsóknarflokki
eða A-flokknum þýðir óheilindi í
Evrópusamningum og innflutning
á landbúnaðarvörum. Hefur ríkis-
Eggert Haukdal
„Með því að kjósa Sjálf-
stæðisflokkurinn
tryggir þú með atkvæði
þínu heiðarlega samn-
inga um evrópsk efna-
hagsmál þar sem fullt
tillit verður tekið til
íslenskra hagsmuna.“
stjórn Steingríms Hermannssonar
ekki nú þegar skert hagsmuni
bænda nóg?
Höfundur er alþingismaður og
skipar 3. sæti D-listans í
Suðurlandskjördæmi.
en í þannig húsnæði vill félags-
hyggjufylkingin í Alþýðuflokknum
koma sem flestum fyrir. Venjulegt
meðaltekjufólk, sem er tilbúið að
leggja hart að sér til að komst í eig-
ið húsnæði, mætir afgangi ásamt
unga fólkinu sem er að festa sér
húsnæði í fyrsta sinn.
Verkin tala en hver
borgar brúsann?
Fulltrúar Alþýðuflokksins segja
fullir yfírlætis að það skipti máli
hveijir stjórna. Það hefur svo sannar-
lega sýnt sig í þessum málaflokki
undanfarin fjögur ár. Það er dæmi-
gert að Alþýðuflokkurinn skyldi á
síðustu dögum þingsins beijast gegn
því af alefli að upp væru tekin á
nýjan leik innan félagslega kerfísins
sérstök viðbótarlán fyrir þá sem eiga
í erfiðleikum með útborgun vegna
sérstaklega erfiðra. fjölskyldu- og
fj árhagsaðstæðna.
Dæmalaus
eftir Belindu
Theriault
Nú þegar líður að alþingiskosning-
um ijúka forystumenn ríkisstjómar-
innar upp til handa og fóta og reyna,
eftir þriggja ára óstjóm, þar sem
dæmalaus spilling og vanhæfni hefur
riðið húsum, til að sannfæra kjósend-
ur um eigin heiðarleika og hæfni!
Það gera þeir í þeirri fullvissu, að
landslýður sé jafn gleyminn og Stein-
grímur Hermannsson. Rifjum þó upp
stuttlega fjögur lítil dæmi um spill-
ingxi innan núverandi ríkisstjómar,
fjögur lítil dæmi, sem öll hafa verið
í fjölmiðlum og sýna ágætlega sið-
ferði, eða öllu heldur siðferðisbresti,
forystumanna þessarar ríkisstjórnar.
A. Við skulum ekki gleyma „dóm-
greindarbresti“ Jóns Baldvins, þegar
hann lét ríkissjóð, þ.e. þig og mig,
borgar brennivínið í afmælisveislu
vinar síns. Hvenær brestur dóm-
greind hans næst?
B. Við skulum ekki gleyma því
að Borgaraflokkurinn gekk til liðs
við ríkisstjómina gegn því að fleygt
yrði í hann ýmsum bitlingum. Ríkis-
stjórnin var tilbúin til að fjölga ráð-
herrastólum á okkar kostnað til þes
að kaupa Borgaraflokkinn til liðs við
sig. Var það virkilega nauðsynlegt
drýgindalega. En fólkið hlustar og
borgar!
Dýrkeyptur hringlandaháttur
Alþýðuflokkurinn hefur gripið til
þess bamalega ráðs að gefa í skyn
að afföllin bitni ekki á neinum. Það
er auðvitað fjarstæða sem sést best
í nýbyggingunum. Þar er byggingar-
aðili tilneyddur að leggja afföllin ofan
á söluverð húsnæðisins. Enda er
dauflegt um að litast á markaði fyr-
ir nýtt íbúðarhúsnæði. Og af fimm
milljóna króna húsbréfaláni fer rúm
milljón í afföll, söluþóknun, stimpil-
gjöld og lántökugjald. Halda menn
að þetta komi ekki einhvers staðar
niður?
Hringlið í húsnæðislöggjöfínni á
valdatíma Alþýðuflokksins hefur ver-
ið með ólíkindum. Bara á síðasta
þingi komu fram fimm stjómarfrum-
vörp um Húsnæðisstofnun ríkisins.
Brýnt er að einfalda þessi mál til
muna og m.a. koma stærstum hluta
þjónustu Húsnæðisstofnunar ríkisins
inn í almennar lánastofnanir þar sem
fólk hefur sín viðskipti. Að því og
öðru er lýtur að endurreisn sjálfs-
eignarstefnunnar mun Sjálfstæðis-
flokkurinn vinna á næsta kjörtíma-
bili.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
spilling og vanhæfni
að fjölga ráðhermm um tvo? Ekki
hefur árangur ríkisstjómarinnar
aukist, svo mikið er víst.
C. Við skulum ekki gleyma því
að ,jafnrétti“ Ólafs Ragnars í skatta-
málum fyrirtækja náði ekki til vina
hans í bókaútgáfunni „Svart á
hvítu“. Þegar ráðherrann gekk sem
lengst í innheimtu hjá öðrum fyrir-
tækjum, fékk jiað fyrirtæki eitt sér-
meðferð hjá Olafi. Á svipaðan hátt
fékk dagblað framsóknarmanna,
Nútíminn, eftirgefnar fleiri milljóna
króna skattaskuld hjá Ólafi Ragnari.
Á Ólafur fleiri vini sem gætu þurft
á sérmeðferð að halda?
D. Við skulum ekki gleyma þvi
að ráðherrar Alþýðubandalags hafa
nú látið skattgreiðendur borga fyrir
sig kosningaáróður flokksins, en á
sama tíma tala þeir um það að stór-
auka þurfi skattheimtu til að standa
straum af „nauðsynlegum fram-
kvæmdum á vegum ríkisins." Þarf
að safna í næsta kosningasjóð?
Þetta eru bara örfá dæmi um öll
þau spillingarmál sem núverandi rík-
isstjórn hefur komist upp með. Þegar
ekki tekst að láta kjósendur gleyma
öllum axarsköftunum, reyna sumir í
örvæntingu að leggja fram ómerki-
legan hræðsluáróður um mál, sem
ekki eru einu sinni á dagskrá, en
aðrir reyna að fá forystumenn Sjálf-
Belinda Theriault
stæðisflokksins á fund með sér, því
að öðruvísi fá þeir ekki kjósendur til
að mæta. Þetta er dapurlegt ástand
hjá ríkisstjómarflokkunum.
Þessir flokkar hafa áhuga á að
halda spillingarveislunni áfram eftir
kosningar, með aðstoð frá ennþá
óspilltum meyjum Kvennalistans.
Hvað skyldu þeir bjóða fyrir greið-
ann?
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Geir Haarde
Sjálfstæðisflokkurinn varaði á sín-
um tíma við því að~rasað yrði um
ráð fram í húsbréfakerfinu. Á það
var ekki hlustað heldur hefur hús-
bréfum verið sturtað á markaðinn í
miklu meira magni en hann ræður
við með þeim afleiðingum að afföllin
eru gífurleg og ávöxtunarkrafan rúm
8%. Engar líkur eru á því að hún
lækki á næstunni miðað við lántökuá-
form ríkisstjómarinnar. „Verkin
tala“ segja Alþýðuflokksforingjamir
Sajmleikurinn um þjóðarsáttina
eftir Gunnar Inga
Birgisson
Ríkisstjórnarflokkamir hafa gum-
að mjög af því að vera höfundar
svokallaðrar þjóðarsáttar, þ.e.a.s. að
sá stöðugleiki sem náðst hefur í ís-
lensku efnahagslífí á síðastliðnu ári
sé allt þeim að þakka. Hér er farið
mjög fijálslega með sannleikann,
eins og þeim vinstri mönnum er ein-
um lagið.
Upphafið
Seint á árinu 1989 var ástand í
þjóðarbúskap landsins vægast sagt
ömurlegt. Kaupmáttur launatekna
var hríðfallandi, verðbólga geisaði
og vextir voru að sliga einstaklinga
og fyrirtæki. Gjaldþrot gölmargra
einstaklinga og fyrirtækja blasti við.
Þetta var nú öll stjómunarsnilld
vinstri flokkanna.
Forysta vinnuveitendasambands-
ins hafði rætt í sínum hópi mögu-
leika á niðurfærslu verðbólgu. Ljóst
var að aðgerða var þörf. Formaður
og varaformaður VSI reyfuðu þessa
hugmynd fyrst við formann verka-
-mannasambandsins, Guðmnnd : J..
Guðmundsson. Hann var strax já-
kvæður og það má segja að hug-
myndin um þjóðarsáttina hafí kvikn-
að heima í stofunni hjá honum.
Þjóðarsáttin byggðist á því að
launahækkanir yrðu óvemlegar en
þjónusta opinberra fyrirtækja og al-
mennt vömverð hækkaði lítið sem
ekkert. Svo myndu vextir lækka með
lækkandi verðbólgu. Þessar aðgerðir
myndu síðan stöðva kaupmáttar-
hrap.
Guðmundur J. vann svo hugmynd-
inni fylgi í sínum hóp, sem svo þróað-
ist með algeri samstöðu launamanna
og atvinnurekenda.
Þáttur ríkisstjórnarinnar
„Formaður og vara-
formaður VSI reifuðu
þessa hugmynd fyrst
við formann verka-
mannasambandsins,
Guðmund J. Guðmunds-
son. Hann var strax já-
kvæður og það má
segja að hugmyndin um
þjóðarsáttina hafi
kviknað heima í stof-
unni hjá honum.“
Gunnar Ingi Birgisson
með orðum einum, eins og forystu-
menn núverandi ríkisstjómar eru að
gera.
í komandi kjarasamningum verður
að hafa það að leiðarljósi að besta
launauppbótin sem launafólk fær er
stöðugleiki í efnahagslífínu og lág
verðbólga. Slíkt ástand í efnahags-
málum er grundvöllur aukins hag-
vaxtar og bættra kjara lautfáfólks.
Stefna ríkisstjórnarinnar í ríkis-
fjármálum er vægast sagt hættuleg
núverandi stöðugleika. Ríkið gleypir
alla peninga sem eru til staðar á
peningamarkaðnum og heldur uppi
háu raunvaxtastigi. A sama tíma
getur ríkið ekki selt ríkisskuldabréfin
og til að bjarga sér verður það að
fá yfirdrátt á Seðlabankanum, sem
í dag eru um 10 milljarðar.
Yfirdrátturinn er fólginn í seðla-
prentun. Aukið peningamagn í um-
ferð kallar á þenslu og er ávísun á
verðbólgu.
Hveijar eru svo fyrirætlanir
stjómarflokkanna eftir kosningar?
Er fráleitt að þeir hugsi sér að selja
mikið magn af spariskírteinum til
að stöðva skuldasöfnunina í Seðla-
banka?
Hvernig á að koma sölunni á ríkis-
skuldabréfunum af stað? Það verður
að bjóða þau kjör sem markaðurinn
krefst. Hærri vextir á ríkisskulda-
bréfum þrýsti öðmm vöxtum upp.
Var það ekki Steingrímur Her-
mannsson sem sagði að vextir verði
að lækka? Hvar er samhengið í mál-
flutningi hans? Er hann að praktís-
era það sem hann predikar?
Er ríkisstjórnin að klúðra stöðug-
leikanum í efnahagsmálum þjóðar-
innar?
Höfundur er 7. maður D-listans á
lieykjanési og varáformaðiir VSÍ.
Þá var farið til ríkisstjómarinnar
og hugmyndin kynnt, enda ófram-
kvæmanleg nema ríkisvaldið væri
aðili að henni. Eftir því sem leið á
viðræðurnar óx kjarkur ráðherranna
og að lokum lá samkomulag þessara
þriggja aðila fyrir.
Framhaldið þekkja svo allir. Kaup-
máttarhrapið var stöðvað, hagur fyr-
irtækjanna hefur lagast og verðbólg-
an er komin niður í 6-8%. tjóðarhag
hefur verið bjargað í bili.
Þessi- aðgerð var því* ekki -hugari-. >
fóstur þessarar ríkisstjómar. Hún
var þátttakandi í þjóðarsáttinni, ekki
höfundur. Minnstu munaði að allt
málið hefði klúðrast með mistökum
ríkisstjómarinnar í BHMR-málinu,
en þar varð ríkisstjómin að setja lög
á eigin samninga.
Framtíðin
Það er ljóst að til að geta bætt
kaupmátt, þá verður þjóðarfram-
leiðslan að aukast. Það er ekki hægt
-að-gefa loforð um aukinn kaupmátt