Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991 59 tilvitnun til þess réttar hvers þátt- tökuríkis að ákveða sjálf samskipti sín við önnur ríki og haga þeim að vild í samræmi við þjóðarétt og anda þeirra reglna sem fram eru settar í lokasamþykktinni. Er það svohljóð- andi: Þau telja, að landamærum þeirra sé unnt að breyta í samræmi við alþjóðalög, með friðsamlegum hætti og með samkomulagi. Ætti þetta að eyða öllum vafa um að aðilar að lokasamþykktinni hafi viðurkennt, að gildandi landamær- um annarra þátttökuríkja mætti ekki breyta. Hvernig mál hafa skip- ast í Þýskalandi er þessu til staðfest- ingar. Annað ákvæðið, sem máli skiptir er meginregla III, um landamæra- helgi, sem hljóðar svo. Þátttökuríkin líta á öll landamæri hvers annars sem og landamæri allra ríkja í Evrópu sem friðhelg og þess vegna munu þau hvorki nú né í fram- tíðinni ráðast á þessi landamæri. í samræmi við þetta munu þau ekki heldur hafa í frammi neinar kröfur eða aðgerðir, sem miða að því að leggja undir sig hluta land- svæðis eða allt land einhvers þátt- tökuríkis. Rétt er að benda á, að ákvæði þetta fellur undir þann ramma þar sem yfirgangur með valdi er for- dæmdur, og bera má það saman við áþekkt orðalag í yfirlýsingunni um meginreglur þjóðaréttar um vinsam- leg samskipti og samstarf ríkja sam- kvæmt stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna. Ríkisstjórn íslands hefur hvergi í yfirlýsingum sínum eða tillögum um þessi mál fallist á að telja neinn yfírgang með valdi lögmætan. Þriðja ákvæðið er meginregla IV, um landamærahelgi ríkja, en hún hljóðar svo: Þátttökuríkin munu virða landa- mærahelgi hvers einstaks þátttöku- ríkis. í samræmi við þetta munu þau ekki grípa til neinna aðgerða, sem eru í ósamræmi við markmið og meginreglur stofnskrár Sameinuðu þjóðanna gegn landamærahelgi, stjórnmálasjálfstæði eða einingu nokkurs þátttökuríkis, og sérstak- lega munu þau ekki grípa til neinna aðgerða, sem fela í sér hótun um valdbeitingu eða beitingu valds. Þátttökuríkin munu ekki heldur hernema landsvæði hvers annars eða gn'pa til annarra beinna eða óbeinna ofbeldisaðgerða í andstöðu við al- þjóðalög eða slá eign sinni á það með slíkum aðgerðum eða hótun um beitingu þeirra. Ekkert slíkt hernám eða landvinningur verður viður- kenndur sem löglegur. Hvað snertir athugun ríkisstjórn- ar íslands á réttarstöðu Litháens er lögð sérstök áhersla á bann við ólög- legu hernámi og töku lands í þriðju málsgrein meginreglunnar. Að þessu leyti skiptir ákvæði það sem vitnað var til hér að ofan í meginreglu I sérstaklega máli. Greining sú sem gerð var hér að framan á áhrifum ólöglegs hernáms og innlimun Lithá- ens á réttarstöðu þess á einnig við um skýringu á meginreglu IV. VI Sjónarmið þau sem lýst er hér að framan um stefnu íslands gagnvart Litháen eru sett fram til skýringar á því að ísland getur ekki fallist á það sem utanríkisráðuneyti Sov- étríkjanna hefur haldið fram, að hún samræmist ekki skuldbindingum samkvæmt stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og lokasamþykkt Helsinki- náðstefnunnar. Rétt er að leggja áherslu á það í þessu sambandi að að mörgu leyti er núverandi ástand óviðkomandi mati á núverandi stefnu Sovétríkjanna eða nyrri þróun > stjórnskipun þeirra, heldur lýtur það að lagaáhrifum sem enn gætir vegna atburða er áttu sér stað fyrir meir en 50 árum. í þeirri stöðu sem nú ríkir kemur fram einn af þeim þáttum sem enn eru eftir af arfleifð eftirstríðsáranna í Evrópu og hefur staðist þau breytingaöfl, sem mótað hafa nýja skipan í álfunni. Því verð- ur að telja, á grundvelli þess sem að ofan er ritað um hinar sögulegu og lagalegu hliðar málsins, að í sam- skiptum Islands og Sovétríkjanna sé staða Eystrasaltsríkjanna, og þar af LitháenS sérstaklega, málefni sem ekki á sér hliðstæðu. íslendingar hafa staðfastlega lagt áherslu á þá nauðsyn að friðsamleg lausn eigi sér stað á deilu Eystra- saltsríkjanna og Sovétríkjanna. Því hefur Island lýst þeirri skoðun við mörg tækifæri að hana beri að leysa með samningaviðræðum. Það er til marks um þá stefnu, að íslendingar hafi fallist á að miðla málum milli Eystrasaltsríkjanna og sovéskra stjórnvalda. ‘1 skýrslu nefndar þingmannafundar Evrópu- ráðsins segir að eftir innrásina í Eystrasaltsrík- in í júní 1940 hafí Sovétríkin sett þeim úrslita- kosti þess efnis, að myndaðar skyldu ríkis- stjórnir vinveittar Sovétríkjunum. Er úrslita- kostunum hafði verið hlítt féllust Sovétríkin á að vemda sjálfstæði lýðveldanna þriggja. í skýrslunni segir: Sovétríkin stóðu þó ekki við þetta loforð. Er landið hafði verið hernumið var fljótlega bundinn endir á það millibilsástand, sem kennt var við „alþýðulýðveldi“. Er sviðsettar kosning- ar höfðu farið fram 14. og 15. júlí 1940 í and- stöðu við stjórnarskrár, sem enn voru í gildi, svo og kosningalög, var komið á einræðisstjórn kommúnista, flýtt fyrir því með alræðisaðfcrð- um að koma á ráðstjórnarskipun, og reglan um notkun þjóðtungu virt að vettugi. IJing hinna þriggja Eystrasaltslýðvelda, sem voru kosin í hinum sviðsettu kosningum, samþykktu þegar 21. og 22. júní 1940 yfirlýsingar um inngöngu Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin. Sov- étlýðveldin þrjú við Eystrasalt voru síðan inn- limuð í Sovétríkin þegar í ágúst 1940. í inngöngu Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin, sem fór fram samkvæmt sovéskum lögum í ágústbyijun 1940, fólst ekki stofnun ríkjasam- bands af fijálsum vilja, heldur taka erlends landsvæðis með valdi, þ.e. ólögmæt innlimun samkvæmt núgildandi alþjóðalögum. GEGN STREITU ~^\ Innhverf íhugun er einföld, huglæg tækni, sem allir geta lært. Dagleg iðkun stuðlar að aírhennum þroska og heilbrigði. „ Almennur kynningarfyrirlestur í kvöld, fimmtudag, 'mmi ;• kl. 20.30 á Laugavegi 24, 4. hæð. , . ..Jk íslenska íhugunarfélagið, sími 16662. Maharishi Mahesh Yogi Hágœða skarpur flatskjár (Black Matrix), Fjarstýring, Stereo 2x30W, Super VHS ogm.fl. Verðfrá: 93.900,- Stgr.: 89.900,- ITT 5581 Digivision 21 Hágœða Jlatskjár SQF (Matrix), Fjarstýring, Stereo 2x20W, Teletext, Super VHS og m. fl. Verðfrá: 107.900,- Stgr.: 102.900,- C25P445 25728 ITT6351 Digivision 25" Hágœða skarpur flatskjár SQF (Black Matrix), Fjarstýring, Stereo 2x25W, Teletext, Super VHS og m. fl. Verðfrá: 117.900,- Stgr.: 111.900,- CS2552 25728" Nýtt fyrir notað Nú er rétti tíminn til að endumýja sjónvarpstækið. Við tökum notuð Hitachi og ITT sjónvarpstæki sem greiðslu upp í ný! Dœmi: Góð greiðslukjör: Munalán, Visa eða Euro raðgreiðslur. Nýtt tæki (ITT 5530).....kr 66.900,- Notað tæki metið á......kr -20.000,- Mismunur.................kr 46.900,- 0HITACHI ZÍTSÝV ITT KMOKIA Borgartún 29, Sími: 27095 og 622340. ITT 5530 Ideal color21" Videotœki í kaupbœti! 50 hver kaupandi sem lcetur gamla tœkið sem greiðslu uppí nýtt fœr ' glœsilegt Hitachi VM748 videotœki í kaupbœti! Hitachi myndbandstœkin eru öll með sjálfvirkum hreinsibúnaði fyrir myndhaus,fjarstýringu og valmyndakerfi o.fl. Verð frá: 41.900,- Stgr.: 39.900.,- •W I 25" Flatskjár SQF, Fjarstýring, Super VHS ogm.fL * Verð frá: 82.900,- Stgr.: 78.700,- ITT 6330 Ideal color -Fallegt- 21" Flatskjár SQF, Fjarstýring, Super VHS ogm.fl. Verðfrá: 69.900,- Stgr.: 66.900.,- VTM 748
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.