Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 51
MÖRGUNBLAÐIÐ l'IMMTUDAGUR 1S. APRÍL 19ðl A b Þ I N G I I S K O S N I N G A R Dómgreindarleysi eða blekking*ar eftir Stefán Valgeirsson Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði á opnum stjórnmálafundi í Stapa í Njarðvík eftirfarandi: „Samkvæmt nýjustu fréttum yrði það í fyrsta lagi á næsta ári sem álmálið og fjármögn- um þess kæmi á borð forstjóra fyrirtækjanna þriggja, sem mynda álhópinn.“ Hann sagði ennfremur: „Sennilega yrði hægt að ganga frá raforkusölusamningi og mengunar- þætti álversins á þessu ári.“ Davíð Oddsson á sæti í nefnd Landsvirkj- unnar sem fer með raforkuverðs- samninga við Atlantsál. í orðum Davíðs má draga þá ályktun að hann telji alla þessa samninga vera komna í tvísýnu. Hann segir um sjálfan samninginn: „í fyrsta lagi á næsta ári“ og um raforkuverðssamninginn „senni- lega á þessu ári“. Sem sagt allt í óvissu. Iðnaðarráðherra hefur stað- ið að þessu máli á þann veg að furðu sætir. Yfirlýsingar hans með stuttu millibili þar sem hann sagði að mikilvægum áfanga hafi verið náð með hinum og þessum fundin- um og endanlega verði frá málinu gengið á tilteknum tíma hafa reynst marklaust þvaður. Annað hvort sprottið af óvenjulegu óraun- sæi eða helberum blekkingum. Þessi samningar standa nú að flestra dómi í meiri óvissu en þeir voru í fyrir um það bil ári. Það eina sem gerst hefur er að nú er búið að gefa það út, sem margir gerðu sér grein fyrir í upphafi þessa máls, að staðsetning álbræðslunnar verður á Keilisnesi, verði það á annað borð byggt. Á fundi sem haldinn' var um miðjan ágúst sl. með þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra, Stóriðjunefnd, Markaðsnefnd Landsvirkjunar og iðnaðarráðu- neytisins og fleiri aðilum þessara fyrirtækja, sagði Jóhannes Nordal formaður stóriðjunefndar, að „Reyðarfjörður væri kominn úr myndinni" eins og hann orðaði það. Á fjórðungsþingi Norðlend- inga sem haldið var tveim vikum síðar sagði iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, að allir þrír staðirnir væru enn í myndinni, þ.e.a.s. Reyð- arfjörður, Eyjafjörður og Keilisnes. Nú segir hann í DV 11. apríl sl. „búið er að semja um raforkuverð og mengunarþáttinn varðandi nýtt álver á Keilisnesi". Hann segir enn- fremur í þessu viðtali: „Nú er spurningin bara um ábyrgðir og afhendingarskilmála. Það er búið að setja upp öll önnur- atriði, en það er fýrst og fremst verkefni Landsvirkjunar." Páll Pétursson alþingismaður hefur verið í samn- inganefnd Landsvirkjunar um ra- forkuverð til álversins. Hann segir í sama blaði: „Það er fjarri lagi að raforkusamningnum sé lokið og það hefur ekki verið tekin afstaða til þeirra í stjórn Landsvirkjunar. í raun hefur vinna okkar í samninga- nefnd Landsvirkjunar ekki fjallað um orkuverðið, það er ekki einu sinni ljóst enn hver kostnaðurinn verður af því að byggja þessa virkj- un.“ (Ætti að standa virkjanir). Á þessum tilvitnuðu ummælum má draga þá ályktun að iðnaðarráð- herra hafi engin samskipti við samninganefnd Landsvirkjunar og viti því ekki hvernig mál standa þar eða þá að hann taki ekkert til- lit til staðreynda og láti bara draumsýnir ráða yfirlýsingum sín- um, þó þær séu í órafjarlægð frá veruleikanum. Eru svona vinnu- brögð til þess fallin að almenningur treysti slíkum mönnum og beri virð- ingu fyrir þeim þó þeir hreyki sér hátt? Til er greiðsluáætlun frá Lands- virkjun þar sem gert er ráð fyrir að engin aukning verði á'orkufrek- „Er nú líklegt að þjóðin trúi og treysti iðnaðar- ráðherra eftir það sem á undan er gengið í ál- bræðslumálinu? Ef til vill verður það hann sem forðar þjóðinni frá því að fá yfir sig við- reisnarstjórn, stjórn ósjálfstæðis og ójafnað- ar.“ um iðnaði næsta 14 árin. Það at- hyglisverða við þessa áætlun er að gert er ráð fyrir að orkutaxtarnir frá Landsvirkjun verði miðaðir við það að búið verði að greiða upp allar skuldir Landsvirkjunar í árs- lok 2004, þar með talin skuld vegna Blönduvirkjunar. Hið háa orkuverð t.d. til húshitunar skýrist af því að almenningur á að greiða allar skuldir Landsvirkjunar upp á að- eins 14 árum og þar með talið byggingarkostnaðinn af Blöndu- virkjun. Þannig mergsýgur þetta fyrirtæki almenning og mest þá sem búa á köldu svæðunum en færir eigendum fyrirtækisins ómældan gróða. Reykjavíkurborg á um 45% í Landsvirkjun, Akureyri um 5% og ríkið 50%. í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar frá 1988 var því heit- ið að jafna orkuverðið sérstaklega til húshitunar, engar efndir. Iðnað- Stefán Valgeirsson arráðherra hefur margsagt að séð verði um að álsamningurinn verði þannig úr garði gerður að tryggt verði að almenningur þurfi ekki að greiða hærra orkuverð af þeim sök- um. Þær tölur sem nefndar hafa verið um líklegt raforkuverð til ál- bræðslunnar eru langt undir kostn- aðarverði, enda gerir Landsvirkjun ráð fyrir að almenningur borgi kostnaðinn við Blönduvirkjun en orkan frá henni fer til álbræðslunn- ar verði hún byggð. Er nú líklegt að þjóðin trúi og treysti iðnaðaiTáð- herra eftir það sem á undan er gengið í álbræðslumálinu? Ef til vili verður það hann sem forðar þjóðinni frá því að fá yfir sig við- reisnarstjórn, stjórn ósjálfstæðis og ójafnaðar. Höfiintlur er alþingismaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra. Ingjaldur Arnþórsson, ráðgjafi, skipar 1. sæti F-listans í Norðurlandi eystra. FRJALSLYNDIR Símar: 91 -8211 5, 98-22219, 91-45878, 92-1 3871,96-27787
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.