Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991
57
'100/. BOMULL
®Óseyri4, Auðbrekku 2, Skeifunni 13, J
Akureyri Kópavogi Reykjavik
Yelferð og valkostir
eftir Rannveigu
Guðmundsdóttur
Islendingar kjósa flestir að þjóð-
félag okkar teljist til velferðarsam-
félaga. Þó er ekki víst að allir leggi
sama skilning í hugtakið velferð eða
séu sammála um hvernig velferðar-
þjóðfélagið eigi að líta út. Almennt
er að menn setji jafnaðarmerki á
milli veiferðar og velmegunar. Hér
er um mikla einföldun að ræða því
vel má hugsa sér velmegun án vel-
ferðar. Velmegun felst í lífskjörum,
en þau geta verið misskipt. Velmeg-
un getur líka afvegaleítt og skapað
hættur ef ekki er að gáð. Velferðin
ræðst aftur á móti af lífsgæðum,
verðmætum sem hafa gildi í sjálfu
sér og geta verið óháð efnislegum
mælikvarða. Á meðal þeirra verð-
mæta er siðferðisþrek til að gæta
að hag þeirra sem skerta getu og
möguleika hafa til að veija eigin
rétt. Börn, unglingar, aldraðir, fatl-
aðir, sjúkir og fátækir eru á meðal
þeirra sem velferðarþjóðfélagið á
að standa vörð um. Og það skiptir
máli á hvern hátt það er gert.
Alþýðuflokkurinn hefur á síðustu
árum leitað svara við því hvernig
megi efla velferðarkerfið þannig að
það svari betur kalli nútímans og
þjóni breytilegum þörfum fólksins.
Það er ósköp auðvelt að slá um sig
með kjörorðum um félagshyggju
og aukna velferð ef ekki þarf að
sýna fram á hvað þarf að gera,
forgangsröðun verkefna og hvernig
beri að framkvæma umbætur.
kerfinu, sem við jafnaðarmenn biðj-
um um að fá tækifæri til að fylgja
til enda. Málefni ungmenna verða
að fá pólitíska viðurkenningu með
skipulögðum forvarnaraðgerðum.
Unglingum stafar nú meiri ógn af
vímugjöfum en nokkru sinni fyrr.
Sá ógnvaldur hefur lagt hramm
sinn á ófáar fjölskyldur og enginn
fær séð fyrir hvert næsta fórnar-
lamb verður. Stór verkefni blasa
við í málefnum fatlaðra. Það mark-
mið að fatlaðir fái notið eðlilegs lífs
í samfélagi með öðrum gerist ekki
nema þeim sé tryggð heimaþjónusta
og önnur stuðningsþjónusta ásamt
öruggu húsnæði. Nú liggja fyrir
frumvarpsdrög að nýjum lögum um
málefni fatlaðra sem njóta eindreg-
ins stuðnings hagsmunasamtaka
fatlaðra. Við Alþýðuflokksmenn
biðjum um stuðning til að tryggja
að þau verði að lögum. Eitt stærsta
nýmæli þess frumvarps er að tekin
eru af tvímæli um rétt geðsjúkra
til að njóta þjónustukerfis fatlaðra.
Jafnframt er gert ráð fyrir sérstöku
átaki til stuðnings geðsjúkum með
árlegu framlagi á íjárlögum næstu
fimm árin til uppbyggingar þjón-
ustu fyrir þá. Það er sorgleg stað-
reynd að geðsjúkir hafa orðið horn-
rekur í velferðarkerfinu og nú er
svo komið að þeir skipta mörgum
tugum sem eru heimilislausir sam-
kvæmt nýjum niðurstöðum sér-
stakrar athugunar sem félagsmála-
ráðuneytið hefur látið gera á hús-
næðismálum þeirra. Hér er um
smánarblett á íslenska þjóðfélaginu
að ræða.
Verkefni í velferðarmálum Félagsþjónusta sveitarfélaga
Hvarvetna blasa við verkefni á
sviði velferðarmála. Uppvaxtarskil-
yrði ungra barna þarf að bæta veru-
lega með öflugu átaki í dagvistar-
málum og ekki síður fjölþættum
aðgerðum til að styrkja afkomu
ungbarnafjölskyldna. Þar hefur
grundvöllurinn að nokkru verið
lagður með nýsköpun í húsnæðis-
Á síðasta degi þingsins varð
frumvarp um félagsþjónustu sveit-
arfélaga að lögum. Þessi lög munu
marka tímamót í sögu velferðar-
mála á íslandi verði við þau staðið.
Þetta eru rammalög sem kveða á
um velferðarkerfi sveitarfélaganna,
þjónustu þeirra við börn, unga og
aldraða, skyldur þeirra í húsnæðis-
„List að lifa“ á Hólmavík
ÞAÐ ER list að lifa heitir vetrarverkefni Leikfélags Hólmavíkur að
þessu sinni. Sýningin samanstendur af þremur gjörólíkum einþátt-
ungum. Þeir eru Stað og stund eftir Peter Barnes, Náttgalabær
eftir Agötu Christie og Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt eftir Davíð
Þ. Jónsson.
Einþáttungunum er öllum leik-
stýrt af heimamönnum, þeim Arn-
línu Óladóttur, Hrafnhildi Guð-
björnsdóttur og Jóni Jónssyni. Alls
taka 17 leikarar þátt í sýningunni,
auk þess sem fjöldi fólks lagði hönd
á plóginn.
Sýningar verða sem hér segir:
Föstudaginn 19. apríl er frumsýn-
ing í Bragganum, Hólmavík, 2. sýn-
ing sunnudaginn 21. apríl í Bragg-
anum og lokasýning í Hólmavík
verður þriðjudaginn 23. apríl.
Föstudaginn 26. apríl er sýnt í
Sævangi og miðvikudaginn 1. maí
í Félagsheimilinu Drangsnesi. Sýn-
ingarnar hefjast allar kl. 20.30.
Einnig er fyrirhuguð ieikferð eina
helgi í júní en ekki hefur verið
ákveðið hvert verður farið. Loka-
punkturinn aftan við Það er list að
lifa verður síðan settur með sýningu
norður í Árneshreppi síðar í sumar.
Hótel Island:
„Rokkað á himn-
um“ fyrir fullu hósi
HÓTEL ísland hefur nú sýnt
„Rokkað á himnum“ fyrir fullu
húsi frá því sýningar hófust í
september síðastliðnum, en það
eru yfir 35 sýningar. Sýningin
er byggð á tíu gullaldarárum
ameríska rokksins frá 1954-1964,
og er kjarni hennar 70 lög, en
inn á milli fléttast saga um sálina
hans Jóns og Gullna hliðið.
Flytjendur eru söngvararnir
Björgvin Halldórsson, Sigrfður
Beinteinsdóttir, Eyjólfur Kristjáns-
son, Stefán Hilmarsson og Eva
Ásrún Albatsdóttir, auk tólf manna
„Eitt stærsta nýmæli
þess frumvarps er að
tekin eru af tvímæli um
rétt geðsjúkra til að
njóta þjónustukerfis
fatlaðra. Jafnframt er
gert ráð fyrir sérstöku
átaki til stuðnings geð-
sjúkum með árlegu
framlagi á fjárlögum
næstu fimm árin til
uppbyggingar þjónustu
fyrir þá.“
málum, _ atvinnumálum og fleiri
þáttum. í reynd eru þetta einu lög-
in sem sett hafa verið hér á landi
sem fela í sér raunhæfa fjölskyldu-
pólitík þar sem þau mæla fyrir um
margháttaða þjónustu sem miðar
arð því að styrkja fjölskylduna.
Rammalög af þessu tagi hafa verið
sett fyrir áratugum á hinum Norð-
urlöndunum en þrátt fyrir nokkrar
tilraunir sem spanna meir en áratug
Rannveig Guðmundsdóttir
hefur ekki tekist að ná þeim fram
hér fyrr en nú. Gjarnan hefur verið
litið svo á að félagsleg þjónusta
sveitarfélaga væri neyðarúrræði og
að það bæri vott um vesaldóm að
eiga eríndi á félagsmálastofnun.
Hin nýju lög eiga að leggja grund-
völl að viðhorfsbreytingu í þessum
efnum. Samkvæmt þeim er aflögð
sú ölmusuhugsun sem fólst í gömlu
framfærslulögunum en þess í stað
boðið ný sýn um fjölþætta velferð-
arþjónustu í því skyni að koma til
móts við þarfir einstaklinga og fjöl-
skyldna. Ástæða er til að vekja á
því sérstaka athygli að sveitarfélög-
um eru ætluð þesi verkefni en ekki
ríkinu. Með því er lögð áhersla á
velferðarþjónustu sem næst fólkinu
þannig að auðveldara sé að taka
mið annars vegar af staðbundnum
aðstæðum og hins vegar þörfum
einstaklingsins og fjölskyldunnar.
Alþýðuflokkurinn biður um umboð
til að standa vörð um þessi nýju lög
sem fjölmörg hagsmunasamtök,
faghópar, stéttarfélög og ýmis félög
sem vinna að mannúðarmálum
lögðu svo mikla áherslu á að hlytu
brautargengi. Og það er athyglis-
vert að andstaðan við þessi lög um
féiagsþjónustu var hörðust frá Al-
þýðubandalaginu, sem á hátíðar-
stundum og fyrir kosningar er afar
duglegut' við að gefa sjálfum sér
einkunnina „forystuflokkur félags-
hyggjunnar".
Alþýðuflokkurinn hefur í stefnu
sinni tvíþætt markmið: ábyrga
efnahagsstjórn til þess að tryggja
velmegun, sem er undirstaða vel-
ferðar. Velferðarmarkmiðið er
þannig höfuðatriðið í baráttu Al-
þýðuflokksins.
Höfundur skipar þriðja sæti & lista
Alþýðuflokksins í
Reykjaneskjördæmi.
hljómsveitar með Stjórnina innbyrð-
is og tólf dansara. Höfundar sýning-
arinnar eru Björn G. Björnsson og
Björgvin Halldórsson, og danshöf-
undur er Helena Jónsdóttir.
■ GEÐHJÁLP heldur síðasta fyr-
irlestur vetrarins í kvöld, fimmtu-
dagskvöldið 18. apríl, kl. 20.30 á
geðdeild Landspítalans í kennsl-
ustofu á 3. hæð. Fyrirlesari er
Margrét Bárðardóttir sálfræðing-
ur og fjallar um geðklofa.
rÍLBOV
\Jt<0