Morgunblaðið - 21.04.1991, Side 4

Morgunblaðið - 21.04.1991, Side 4
4 C MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR.21. APRÍL1991 Breyta þurfti aðferðum í lofthernaðinum við Persaflóa vegna ófyr- írséðra vandamála MEGINHLUTVERKI eftir Guðm. Halldórsson I Persaflóastríðinu var alltaf sama viðkvæðið: allar aðgerðir ganga samkvæmt áætlun. Síðan ófriðnum lauk hafa yfirmenn lofthernað- arins gegn Irökum viðurkennt að ófyrirséð vandamál hafi gert vart við sig. Eitt þeirra var mesta óveður við Persaflóa í 14 ár. Stjórnendurnir neyddust því til að breyta baráttuaðferðum sinum. Awacs-vél: Komu í veg fyrir árekstra. að kom á óvart að ekk- ert fékk haggað þeim ásetningi Lýðveldis- varðar Saddams Huss- eins að halda kyrru fyrir í niðurgröfnum varnarstöðvum. Pjölgun Scud- flauga-skotpalla í sunnanverðu írak kom einnig á óvart. Hæfni banda- rískra flugvéla til að eyðileggja mik- ilvægar brýr með venjulegum sprengjum var ofmetin. Flugmönnum bandamanna tókst að sigrast á þessum vandamálum. Breytt var út af vandlega mótaðri lofthernaðaráætlun. Teknar voru upp nýjar aðferðir, sem höfðu ekki verið reyndar áður. Ný og fullkomin tæki til að finna skotmörk voru send í flýti til Saudi-Arabíu. Lofthernaðurinn gegn írökum stóð í 40 sólarhringa og var sá kröft- ugasti, sem sögur fara af. Eindregn- ustu stuðningsmenn lofthemaðar hafa sagt að hann einn hafi tryggt sigurinn. Flestir telja þó of snemmt að halda því fram að engin þörf sé fyrir heri, þótt flugvélamáttur hafi átt meiri þátt í sigrinum en í nok- kurri annarri styrjöld. í brezku blaði er bent á að aðstæð- ur allar hentuðu flugvélum sérlega vel: bersvæði og lítið skjól, lamað baráttuþrek andstæðinganna, flug- her sem flúði og vinveitt land — Saudi-Arabía — með marga góða flugvelli. Að lokum leiddi hætta á árás á landi til fálmkenndra tilboða frá Irökum, sem gerðu Bush forseta kleift að setja þeim úrslitakosti. Auk þess telja ýmsir að svo rækilega hafi verið búið að sauma að írökum að draga megi í efa að það hafi borgað sig að halda loftárásunum áfram, meðal annars af pólitískum ástæðum. Fullkomin tækni Síðan stríðinu lauk hafa yfirmenn bandaríska flughersins rannsakað lofthemaðinn vandlega, svo að unnt verði að læra af honum í átökum í framtíðinni. Eftirfarandi yfirlit um lofthernaðinn er aðallega byggt á viðtölum New York Times við nokkra stjórnendur hans. Charles Homer hershöfðingi, yfir- maður flugheija bandamanna við Persaflóa, sagði að stríðið hefði sýnt að tækni til að gera flugmönnum kleift að komast fram hjá ratsjám án þess að sjást og hámákvæmar sprengjur með stýribúnaði væra að breyta eðli lofthemaðar. Hann nqfndi sem dæmi að torséðar F-117- þotur, „Stealth," vopnaðar sprengj- um með stýribúnaði hefðu verið að- eins 3% flugvéla bandamanna, en ráðizt á 43% þeirra skotmarka, sem hefði tekizt að hæfa. „Til þess að gera eins mikinn usla og við ollum í Bagdad hefðum við þurft að varpa ógrynni af sprengjum í gamla daga og valdið miklu tjóni í næsta nágrenni," sagði Horner. „Flugmenn okkar flugu þangað nótt eftir nótt og einbeittu sér að einstök- um byggingum." Buster C. Glosson hershöfðingi, einn helzti skipuleggjandi lofthern- aðarins, sagði að árangur banda- manna hefði breytt skilgreiningu á stríði: „Við höfum alltaf litið svo á að hernaður byggist á hraða, sóknar- þunga og óvæntum árásum. Ég tel að við höfum breytt þessu fyrir fullt og allt í hraða, nákvæmni og óvænt- ar árásir." Lömun og ringulreið Þegar írakar réðust inn í Kúveit 2. ágúst höfðu skipuleggjendur bandaríska flughersins aðeins óljós- ar hugmyndir um hvernig flugmenn þeirra mundu standa sig í lofthem- aði í Miðausturlöndum. Flugmenn- irnir voru velþjálfaðir, en aðeins 5% þeirra höfðu bardagareynslu, þótt hinir yngri úr þeirra hópi hefðu hlot- ið rækilegri þjálfun en nokkrir aðrir bandarískir flugmenn. í fyrstu áætlununum um loftárás- irnar á írak var aðeins gert ráð fyr- ir árásum á 80 skotmörk, þar á meðal flugvelli, flutningakerfi og efnavopnaverksmiðjur. Skotmörk- unum var fjölgað í’rúmlega 300 á þeim sex mánuðum, sem liðu þar til lofthemaðurinn hófst. Meginmark- mið lofthernaðarins var alltaf talið að buga íraka með árásum sprengju- flugvéla og orrustuflugvéla allan sólarhringinn. „Við vildum taka frumkvæðið strax,“ sagði Homer hershöfðingi. „Við vildum slá þá út af laginu og lama þá á fyrstu 10 mínútum stríðs- ins.“ Vikuritið Newsweek segir að sér- þjálfuðum hópum hafi verið laumað inn í írak og Kúveit i þyrlum til að kanna vamir og hugsanieg skot- mörk. Flugherinn leitaði upplýsinga hjá sérfræðingum í málefnum Mið- austurlanda. Leynideild í landherum og leyniþjónustunni yfirheyrði verk- taka, sem höfðu starfað í írak. Vitn- eskju var aflað um uppdrætti af aðalstöðvum Saddams. Fréttir herma að tekizt hafi að gera Mirage-þotur og Exocet-eld- flaugar íraka skaðlausar með upp- lýsingum frá Frökkum. Upplýsingar um „áburðarverksmiðju" í Al-Qaim i Vestur-írak leiddu í Ijós að hún var notuð til kjarnorkurannsókna og smíði kjamorkuvopna og hún var gerð að skotmarki. Áætlunin um loftárásirnar var til- búin að mestu í desember samkvæmt þessum heimildum. Skipuleggjend- urnir höfðu fijálsar hendur, en nokkrar breytingar vora þó gerðar á síðustu stundu. Til dæmis taldi Dick Cheney landvarnaráðherra ekki ástæðu til að sprengja upp risastórt líkneski af Saddam í Bagdad og yfirlætislegt stríðsminnismerki. Al-Rashid-hótelið í Bagdad var eitt fárra annarra dæma um af- skipti frá æðstu stöðum af lofthern- aðaráætluninni. Samkvæmt leyni- þjónustufréttum hafði Saddam kom- ið fyrir stjórn- og fjarskiptastöð í kjállaranum. í ráði var að varpa sprengjum á hótelið, en hætt var við það þegar það fylltist af biaðamönn- um. TröIIaukið verkefni Yfirmenn bandaríska flughersins vissu að það yrði tröllaukið verkefni að skipuleggja stöðugan straum flugvéla til og frá Saudi-Arabíu. Torséða F-117A-Stealth-þotan bar af: „eðli lofthernaðar að breytast.“ Awacs-ratsjár- og flugstjórnarvélar fengu það verkefni að koma í veg fyrir árekstra og tryggja að flugvél- ar bandamanna skytu ekkí hver á aðra. Engin flugvél bandamanna varð fyrir skothrið frá samheijum, en yfirmenn í Awacs-vélum urðu nokkram sinnum að skerast í leikinn þegar óstyrkir flugmenn sjóhersins stilltu miðunarratsjár sínar inn á „skotmörk," sem reyndust vera flug- vélar flughersins á heimleið úr árás- arferðum yfir írak. Að minnsta kosti einu sinni kom fyrir að F-15-flugvél flaug í innan við 500 feta fjarlægð frá Awacs- flugvél svo að hætta var á árekstri. Herþotan flaug svo nálægt ratsjár- vélinni að hún hristist. Awacs-vél- amar héldu sig í nokkur hundruð mtlna fjarlægð frá stöðum, sem ráðizt var á, og enn meiri hætta var á umferðaröngþveiti á stríðssvæðinu sjálfu. Oft tókst með naumindum að afstýra árekstrum á árásarsvæð- inu. „Þar sem þúsundir árásarferða vora farnar daglega var undravert að engin óhöpp urðu í lofti," sagði Clark Speicher hershöfðingi, yfír- maður Awacs-aðgerða, við New York Times. í hverri Awacs-vél voru allt að 45 menn, sem voru 12 tíma á vakt. Níu ratsjárskjáir voru í hverri vél og 35 orrustuflugvélum var stjórnað frá hvetjum skjá. Á hveijum degi vora farnar 2-3.000 árásarferðir að meðaltali og stuðzt var við flóknar, tölvuunnar flugáætlanir. Floti tankflugvéla var sifellt á sveimi. Stundum lá við að skortur yrði á skotfærum. Níu brezkir hermenn og tveir bandarískir féllu fyrir skothríð bandarískra samheija, Þó voru gerð- ar flóknar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að skotið væri í misgripum frá flugvélum bandamanna á liðs- sveitir vinaþjóða í eyðimörkinni. Flugliðsforingjar vora í fylgd með nokkrum landhersveitum banda- manna til þess að samræma loftárás- ir og OV-10- og OA-10-könnunar- vélar aðstoðuðu árásarþotur við að fínna skotmörk sín. Landhersvéitir auðvelduðu flug- vélum að greina þær frá óvinum með merkingum og ljósum á öku- tækjum. Awacs-flugvélar bægðu flugvélum frá svæðum, þar sem bandamenn sóttu fram. Réttu flugfvélamar Bandaríkjamenn flugu um 80% allra árásarferða, en rúmlega 1.200 flugvélar frá 11 löndum tóku þátt í lofthernaðinum. Skipuleggjendur loftárásanna notuðu þá aðferð að velja rétta tegund flugvéla til að ráðast á það skotmark, sem hæfði henni bezt. Flestar flugvélar stóðu sig vel, en torséða F-117A-þotan bar af. Hún hafði aðeins einu sinni áður verið reynd í orrustu: í innrás Bandaríkja- manna í Panama i desember 1989. Þá fóru F-117-flugmenn tvær árás- arferðir án þess að hæfa skotmörk sín. í Persaflóastríðinu hæfðu F- 117-þoturnar hins vegar um 96% skotmarka sinna og köstuðu 2.000 punda leysisprengjum sínum af mik- illi nákvæmni. Einungis F-117-þotum var flogið innan borgarmarka Bagdad og það kann að vera skýringin á handahófs- kenndri skothríð frá íröskum loft- varnaskyttum, sem sást í sjónvarpi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.