Morgunblaðið - 21.04.1991, Side 16

Morgunblaðið - 21.04.1991, Side 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRIL 1991 C 17 ': - i Töfraheiman J unai ajupan?k/L Theódór Blöndal Ein- arsson heitir ungur íslendingur sem lagt hefur stund á köfun sér til af- þreyingar og í þessari grein sláumst við í för með honum í köfunarferð til Bah- amaeyja. „Tildrög ferðarinnar voru þau að á ferðalögum í gegnum tíð- ina til suðrænna landa hafði ég oft- ar en ekki fengið mig fullsaddan á að liggja á ströndinni og í leit minni að dægrastyttingu varð köfunarnám og síðar kafanir ýmiss konar æ oft- ar fyrir valinu, “ sagði Theódór, er hann var spurður nánar um upphaf- ið að því að hann fór að leggja stund á köfun. „Kynni mín við aðra kaf- ara, sérstaklega við strendur Flórída, kveiktu áhuga minn á Ba- hamaeyjum, en allir sem einn lofuðu staðinn mjög og töldu hann vera einstakan í sinni röð. Það var svo í september síðastliðnum, á ferðalagi í Flórída, að ég ákvað að heim- sækja Bahama í fáeina daga. Ferðinni var heitið til eyjarinnar Grand Bahama, sem er í norðvestur- hluta eyjaklasans. Siglt var með skemmtiferðaskipinu Discovery frá Forth Laurderdale, sem er sunnar- lega á Flórída. Discovery er stórt og glæsilegt skip sem býður upp á margskonar skemmtun meðan á siglingunni stendur. Má helst nefna hljómsveit á sóldekki, bíósýningar, diskótek, fyrirlestra um Bahamaeyj- ar, spilavíti, sundlaug og síðast en ekki síst matarveislur eins og þær gerast bestar. Eftir um sex klukkustunda sigl- ingu var lagt að landi í Freeport á Grand Bahama en hún er höfuðborg eyjanna. Þegar stigið er á land mætir manni gerólíkt viðmót en því sem maður á að venjast í Flórída, þar sem ekki er hægt að þverfóta fyrir ferðamönnum. A Grand Bah- ama er aftur á móti miklu færra fólk og staðurinn alveg laus við ys og þys stórborgarinnar. Allt er miklu rólegra og fólkið fer sér hægt, hvort sem það eru leigubílstjórar eða afgreiðslufólk verslana og vissara að skipta sjálfum sér niður um einn gír eða svo til að samlagast staðnum sem fyrst. Á þessum árstíma er hita- stig um 25 til 30 gráður og rakinn óskaplegur, þannig að fljótlega síg- ur á mann ró og maður tileinkar sér hægð eyjaskeggja í flestu því sem maður tekur sér fyrir hendur. Heitasti tíminn er að renna sitt skeið á enda og sjórinn hefur náð að hitna upp í allt að 26 til 28 gráð- ur. Við þessar aðstæður er orðið mjög þægilegt að synda í sjónum og hann orðinn eins og best verður á kosið fyrir hinar ýmsu vatnaíþrótt- ir, sérstaklega köfun, þar sem eitt af aðalvandamálunum er of hröð kæling líkamans. Köfunarfyrirtækið UNEXSO (Underwater Explorers Society) er vel þekkt fyrirtæki í Bandaríkjunum og er eitt af útibúum þeirra stað- sett við Lucayahöfn á sunnanverðri eyjunni um þijá kílómetra austur af Freeport. Það býður upp á ýmis- konar kafanir. Þar má nefna kóral- rif sem eru með þeim fallegustu sem gerast í heiminum, en þau eru frá- brugðin kórulum á svæðinu með- fram Flórídaskaganum og í Mexíkó- flóanum að því leyti hversu há þau eru en þau mynda risastóra hóla sem aftur skiptast í ótal sprungur, skorn- inga, gjár, skúta og litla hella sem eru ákjósanlegir staðir fyrir lífverur af ýmsu tagi. Þar má sjá físka í öllum regnbogans litum og stærðin er allt frá því sem flestir kalla í Höfrungur- inn á leið upp á yfir- borðið til að anda, en það liðu ekki nema 10 til 15 sekúndur þar til hann var kominn aftur á botn daglegu tali gullfiska upp í höfrunga og hákarla en eitt af þvi sem UNEX- SO býður upp á eru einmitt kafanir á sérstök hákarlasvæði, kafanir með tömdum höfrungum, næturkafanir,. kafanir í skipsflök og mjög góða köfunarkennslu jafnt fyrir byijend- ur og þá sem lengra eru komnir. Fyrir þá sem hafa áhuga á dýrum er höfrungaköfunin svo stórkostleg upplifun að það er ekkert sem rétt- lætir að henni sé sleppt fyrir aðrar kafanir enda þótt hún sé nokkuð dýr eða um sex þúsund krónur. Köfunin hefst með undirbúningi við höfrungabúrið. Þar fer þjálfari höfr- unganna yfir ýmis atriði varðandi hegðun þeirra, svo sem bendingar til þeirra svo að hver og einn geti talað við þá með táknmáli og feng- ið þá til að synda með sér, draga sig áfram eða einfaldlega vera kyrr- ir til að láta klappa og stijúka sér, en það líkar þeim sérstaklega vel og þeir ýta á móti um leið og hönd- in snertir þá. Það kemur manni á óvart hversu mjúk húðin á þeim er, sérstaklega kviðurinn, og oft má sjá höfrungana sjálfa nudda sér hver upp við annan. Siglingin sjálf á köfunarstaðinn tekur aðeins um 10 mínýtur og fara tveir bátar út. Sá fyrri með kafar- ana til að finna staðinn sem kafað er á og eins til að gefa köfurunum tíma til að undirbúa sig. Seinni bát- urinn leggur af stað um hálftíma síðar, en það er fylgdarbátur höfr- unganna. Bæði vilja höfrungarnir fara hraðar yfir en köfunarbáturinn getur og eins eru þeir svo fjörugir og ólmir að byija að leika sér að þeim getur leiðst biðin eftir að kaf- ararnir verði tilbúnir og tekið upp á því að gera eitthvað allt annað en ætlast er til, sérstaklega ef að villtir höfrungar blandast í hópinn. Ljósmyndir: Theódór Bl. Einarsson 5 mínútna fresti og sem fyrr á mikl- um hraða virðast þeir rétt aðeins reka höfuðið upp úr til að anda og er sá tími mjög stuttur eða innan við ein sekúnda. Leikurinn við höfrungana- fór þannig fram að einn kafari í einu hafði lítinn netpoka með fiski í og vissi höfrungurinn þá strax að hveij- um hann átti að snúa sér. Síðan var honum gefínn fiskur til merkis um að ef hann hlýddi bendingum þá fengi hann það sem hann sæktist eftir. Eftir það var það undir hveij- um og einum komið hvað hann vildi láta höfrunginn gera, þó innan þess ramma að hann skildi bendingarn- ar. Eftir hvert atriði ef svo má að orði komast mátti greina lítilsháttar óþolinmæði hjá höfrungnum að fá fiskinn sinn og beið hann fast við netpokann á meðan tínt var upp úr honum en gætti þess þó að hremma aldrei bitann úr hendi kafarans. Þrátt fyrir að búið væri að sleppa fiskinum var höfrungurinn ákaflega varkár gagnvart kafaranum og ef maður rak höndina upp í hann þá opnaði hann munninn upp á gátt og beið rólegur eftir að hún var komin frá aftur áður en hann át fiskinn. Enn eitt atriði vakti hrifningu mína en það var tónaflóðið sem höfrungarnir sendu frá sér. Það spannaði allt frá lágtíðniropi og upp í hátíðnismelli eða skræki. Hátíðni- hljóðin eru bergmálstækni eins og Höfrungurinn 'stekkur eftir bend- ingum þjálfarans, en dýrið synti venjulega fast við bátinn og jafnvel undir honum. Á myndinni sést glöggt niður á botn á 15 til 17 metra dýpi, en algengt botn- skyggni við Island er 4 til 6 metrar. leðurblökur nota og er höfrungunum mjög nauðsynlegt að vita hvaða stefnu á að taka þegar þeir synda uppi fisk á miklum hraða en fiskur er þeirra aðalfæða auk kolbrabba. Auk hátíðnihljóðanna geta höfrung- arnir sent frá sér margvísleg önnur hljóð sem sumir álita að sé einhvers konar tungumál. Til þessa hefur verið unnt að sundurgreina yfir tutt- ugu mismunandi hljóðmerki. Ein- hveijum þeirra er ætlað að halda torfunni saman þegar synt er hratt. Önnur virðast aðvörunaróp eða kall- merki svo dýrin geti þekkt hvert annað úr fjarlægð. Enn hefur þó enginn getað sannað að höfrungarn- ir setji þessi hljóð saman í tveggja orða setningu að því er við best vit- um. Þó eru þeir taldir skynsamastir allra hvala og auðvelt að kenna þeim listir enda mjög vinsælir í sjáv- ardýragörðum um allan heim, þótt það jufnist engan voginn á við að skoða þá í sínu ■ náttúruloga umhvorfi. Óhætt er að mæla moð köfun á þessum stað, ■ royndar or allt þetta haf- svanli lang vinsælasta köf- H unarsvæði i og er fjöldinn allur af köfunarfyrir- tækjum svo að segja alls staðar þar sem land mætir sjó. Karíbahaf virðist þó bera höfuð H og herðar yfir aðra staði þar sem sjórinn cr tærastur, heitastur og dýra- V lífið og kóralrifin fjölskrúðugust. Náttúran er enn ekki farin að bera merki mengunar og átroðnings á þessum slóð- um, en þó er hver að verða síðastur að njóta hennar og komast í snertingu við hana ^ i eigin persónu áður en hún mengast af manna völdum,“ sagði Theódór og við látum það verða lokaorðin í þessu spjalli, enda segja myndirnar ineira en nokkur orð. I undirbúningi fyrir stökkið köfuðu höfrungarnir í sitt hvoru lagi og síðan mátti sjá hvernig þeir stilltu sig saman er þeir mættust á botninum áður en þeir stukku samtímis. Þegar staðurinn var fundinn var akkeri kastað. Hafflöturinn var spegilsléttur og sjórinn svo ótrúlega tær og blár að ljósgulur sandurinn á 15 metra dýpi sást eins vel eins og þetta væri grunn sundlaug, því- líkt sjávarskyggni hafði ég aldrei séð fyrr. Það virtist næstum óendan- legt en hvarf að lokum út í blámann og líktist helst stórborgarmistri þar sem hlutirnir sjást langt að en hverfa síðan eins og í móðu. Þegar höfrungarnir nálguðust bátinn stökk ég í sjóinn og brá við um leið því það fyrsta sem blasti við var stórt dýr á mikilii ferð um það bil að rekast á mig. Þarna var þá kominn annar af höfrungunum tveimur en það undarlega var að höfrungurinn kipptist óskaplega við líka, vegna viðbragða minna. Sést best á þessu hversu næm þessi dýr eru og átti það eftir að koma enn betur í ljós þegar á köfunina leið. Nú kafaði höpurinn á botninn og kom sér fyrir í hálfhring á móti höfrungaþjálfurunum tveimur. Þeir kölluðu síðan á höfrungana með Höfrung- urinn bíður rólegur eftir að fá fiskinn sinn úr net- pokanum. hljóðmerkjum frá litlum tækjum sem þeir böfðu á sér. Höfrungamir sem léku sér í yfirborðinu hlýddu samstundis og köfuðu á ofsahraða niður að hópnum. Það vekur furðu manns hversu hratt og örugglega þessi dýr ferðast um, smjúga fram hjá án þess að snerta kafarana nokkurn tímann en þó aðeins fáein- um sentimetrum frá. Eins geta þeir stöðvað nánast á hvaða vegalengd sem er, að því er virðist óháð hraða og hélt maður stundum að árekstur væri óumflýjanlegur. Valdið sem þeir hafa yfír hreyfingum sínum virðist fullkomið og þeir svara öllum bendingum strax og nákvæmlega. Þegar höfrungarnir synda upp á yfirborðið til að anda á um það bil Baðstrendur á Bahama eru siýóhvítar og sjór- inn tandurhreinn. Fiskar í öllum regnbogans litum lifa við kóralrifin en þau sjálf búa yfir stórkost- legu lita- mynstri engu síður en fisk- arnir S3 - -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.