Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR SUNNUDAGUR 21. 'APRÍL 1991 C 23 CAT VARAHLUTIR AÐALSKRIFSTOFUR BILAVERKSTÆÐI BÍLAVARAHLUTIR _ * ______ FanneyA. Bjöms- dóttir - Minning Mig langar í fáum orðum að minnast mágkonu minnar, Fanneyj- ar Ásdísar. Hún var gift hálfbróður mínum Ólafi Jónssyni. Þau áttu heima á Laugavegi 27 hér í borg. Fyrstu kynni mín af Fanney voru þegar bróðir minn kom með hana á heimili mitt fyrir rúmum 30 árum og allt frá þeim tíma hefur verið mjög gott samband milli okkar. Fanney var sérstaklega barngóð og hændi öli börn að sér. Þegar mín börn voru lítil og okkur hjónin langaði að skreppa út kvöldstund þá var Fanney alltaf boðin og búin að koma og passa þau. Henni var alltaf hægt að treysta. Eftir að þau urðu fullorðin héldu þau sambandi við hana. Ólafur maður Fanneyjar andaðist fyrir tveimur og hálfu ári og eftir það, var hún alveg á Land- spítalanum til dauðadags. Þar leið henni vel. Hún var búin að vera mikill nýrnasjúklingur í mörg ár og eftir að hún fór að fara í nýrnavélina kveið hún alltaf fýrir þeim tíma, henni leið svo illa á eftir. Starfsfólk- inu á deild 14G á Landspítalanum og Magnúsi Böðvarssyni lækni vil ég þakka sérstaklega hversu góð þau voru Fanneyju og reyndust henni vel. Systkini hennar vildu allt fyrir hana gera sem þau gátu en Hjördís reyndist henni sérstaklega vel. Vin- ur Fanneyjar, Jón Levý Jónsson, Fædd 19. júní 1941 Dáin 13. apríl 1991 Hin langa þraut er iiðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) var alveg sérstaklega góður við hana og alltaf fór hann í heimsókn til hennar hvernig sem veður og færð var þó á áttræðis aldri sé. Ég vil þakka honum fyrir allt það sem hann gerði fyrir hana. Hann var sannkallaður vinur í þraut. Svo þakka ég öllum þeim sem heimsóttu hana á Landspítalann og styttu henni stundirnar. Mín kynni og reynsla af Fanney voru þannig að hún var alltaf glöð hvað sem á gekk alltaf var stutt í brosið hjá henni og hún sátt við sitt hlutskipti. Minningin um Fann- eyju mína er ljós í lífi mínu. Hafðu gát á hjarta mínu,. halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf Jesús, vertu hjá mér. (Ásm. Eiríksson) Sigríður Hauksdóttir Blömastofa fíiðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einníg um helgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur. BRAUTARHOLT wwwwwvJ ////////// \J7T77~777T~TT7~~n7777777) fWWWWWWWW-WWWV^ ^ | wvw ////// LAUGAVEGUR HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 GEYMIÐ AUGLYSINGUNA VIÐ FLYTJUM UM SET Um helgina 20. - 21. apríl ílytjum við bifreiðaverkstæði, bifreiðavarahluta- verslun og aðalskrifstofur okkar í hina glæsilegu nýbyggingu að Laugavegi 174 og Brautarholti 33, og verða þessar deildir opnaðar á venjulegum þjónustutíma að morgni mánudagsins 22. apríl í nýjum húsakynnum (sjá skýringamynd). Varahlutaverslun Véladeildar verður lokuð föstudaginn 26. apríl vegna flutninga, en verður opnuð aftur mánudaginn 29. apríl íHeklu-húsinu við Laugaveg 170 (sjá skýringamynd).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.