Morgunblaðið - 03.05.1991, Page 10

Morgunblaðið - 03.05.1991, Page 10
10 MÓRÖÚÍMfiLAOTÐ fiÖSTUTÍAGXJR 3. MAÍ; ÍÖÓI 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sölu á fasteignamarkaöinn eru að koma m.a. eigna: Skammt frá „Fjölbraut“ í Breiðholt 4ra herb. góð ib. á 1. hæð um 100 fm. Teppi, harðviður, Danfoss kerfi. Sérlóð - sólverönd. Ný klæðning fylgir utanhúss. Gott verð. Fyrir smið eða laghentan efri hæð 3ja herb. um 80 fm í reisul. steinh. v/Bergþórugötu. Rúmg. geymsluris fylgir. Skuldlaus. Laus strax. Góð íbúð með stórum bílskúr á vinsælum stað í Hólahverfi 3ja herb. ib. á 2. hæð um 90 fm. Ágæt sameign. Laus fljótl. Rúmg. innb. bílsk. m/upphitun. • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margs konar eignaskipti. Opið á laugardaginn. AIMENNA fASTEIGKASAUH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 sé gætt í viðkvæmustu utanríkismál- um samhliða ýtrustu tilraunum til að ná samstöðu innanlands. Það gildir ekki síst um samskipti við aðrar þjóðir í okkar álfu, fyrst og fremst þjóðir Evrópubandalagsins. Að því er Breta varðar er um hafs- botnsréttindi að ræða. Nú eru málin undirbúin af embættismönnum og vísindamönnum á sviði hafréttarins og jarðeðlisfræði sameiginlega af þjóðunum en ganga síðan til úrlausn- ar stjórnmálanna, væntanlega seint á þessu ári. Þetta eru mikilvægustu utanrík- ismálin sem nú liggja fyrir Alþingi og verða til úrlausnar í nánustu framtíð. Þó er ekki allt talið. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi. Sívinsæl óperu- tónlist flutt Græn tónleikaröð Sinfóníuhljómsveitarinnar: ÓPERUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar íslands verða haldnir í Há- skólabíói föstudaginn 3. maí og hefjast kl. 20.00. A efnisskrá verða hljómsveitarkaflar og aríur úr vinsælum óperum. Einsöngvari verður ítalski tenórinn Giorgio Tieppo og hljómsveitarstjóri Robin Stapleton. Aríur verða m.a. fluttar úr óper- unum Madam Butterfly, Turandot og Tosca eftir Puccini og I Lombardi eftir Verdi, L’Arlesiana eftir Cilea, Werther eftir Massesent, Fedora eft- ir Giordano, auk hljómsveitarkafla úr Carmen eftir Bizet, pólónesa úr Eugen Onigin eftir Tsjajkovskíj. Girogio Tieppo fæddist á Norður- Ítalíu 1954. Hann stundaði nám við tónlistarskólann í Mflanó, sem kenndur er við Giuseppe Verdi. Hann kom fyrst á leiksvið í óperunni Mar- ia Padilla eftir Donizetti og ári síð- ar, eftir að hafa unnið hin alþjóðlegu keppni Torino-leikhússins, hlaut hann hlutverk í La Boheme eftir Puccini og I Lombardi eftir Verdi. Síðan hefur hann komið fram í helstu óperuhúsum Italíu og víðar. Robin Stapleton er löngu þekktur hérlendis fyrir störf sín við óperuna. Hann fæddist í Surrey á Englandi og hlaut tónlistarmenntun sína í Lundúnum. Hann hefur verið kór- stjóri og hljómsveitarstjóri við Kon- unglegu óperuna og auk þess stjóm- að óperuuppfærslum víða um Bret- land og utan þess. Hann er nú kór- stjóri Konunglegu óperunnar og hef- ur nýlega unnið með Konunglegu fflharmóníusveitinni við uppfærslu á vinsælum hljómsveitar- og óperu- verkum. Miðasala á tónleikana fer fram á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói á skrifstofutíma og við upphaf tónleikanna á föstudags- kvöld. (Fréttatilkynning) Karlakórinn Stefnir. Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit Tónlist Ragnar Björnsson Karlakórinn Stefnir í Mosfells- sveit er líklega einn fjöimennasti karlakór landsins, með tæplega 60 söngmenn innanborðs. Spurningin verður, hvað er unnið við allan þennan fjölda? Væri ekki æski- legra listarinnar vegna að hópur- inn væri fámennari, en kröfurnar til hvers og eins meiri? Þessu er svarað að nokkru í ávarpi form- anns kórsins í söngskrá. Þar segir að um sé að ræða hóp áhuga- manna sem komi saman til að syngja, sjálfum sér og öðrum til ánægju og að starf áhugakóra af þessu tagi sé nokkurs konar upp- eldis- og þroskamiðstöð, og að þátttaka í þessu starfi sé mörgum mjög mikils virði. Þetta er hvorki lítil né lítilfjörleg stefnuyfirlýsing heldur göfug og hlý. Við þessar aðstæður er líklegt að listrænt séð verði ýmsu ofaukið og um leið vöntun á öðru. Lárusi Sveinssyni, stjórnanda kórsins, hefur farið mikið fram í sinni söngstjóm, hef- ur gott vald á kómum og er án efa réttur maður fyrir kórinn en kannske ætlar hann kórnum um of á stundum, eins og t.d. í Fanga- kórnum úr Fidelio, sem er mjög erfiður í tónmyndun og tónlistar- lega séð og var kórnum um megn. Rangt fannst mér hjá Lárusi að sleppa hluta forspilsins, þótt um píanóundirleik væri að ræða, en andrúmsloftið þarf þá kyrrð sem liggur í löngum liggjandi hljómum forleiksins áður en kórinn kemur inn. Sérlega vel komust til skila negrasálmurinn Golden Slippers, Hello Dolly í ágætri útsetningu Ásgeirs Steingrímssonar og lag Rombergs úr Studentenprinz, en Þorgeir Andrésson söng einsöng í því lagi og knallaði á háu nótunum en má passa sig á neðra sviðinu. Þorgeir söng einnig ásamt kórnum Possente amor úr Rigoletto, svo og sem aukalag Hrausta menn, sem tæplega hentar hans radd- gerð. Vafasamt er að snúa flyglin- um eins og gert var á þessum tón- leikum. Þannig hljómar hann mjög óeðlilega út í salinn. Betra hefði verið að taka lokið alveg af honum, þar að auki eða kannske þess vegna var Guðrún óþarflega hlé- dræg í sínu spili. Einn galla hafði kórinn, sameiginlegan flestum eða öllum íslenskum kórum, en það eru samhljóðar í enda orðs, sem oftast heyrast ekki til áheyrandans, en þetta er jú landlægur sjúkdómur á íslandi. Margrét Pálmadóttir stjórnaði tveimur lögum á efnis- skránni. Margrét hefur raddþjálfað kórinn en sem stjórnandi þarf hún að bytja á því að stilla öllum hreyf- ingum meira í hóf. Kórinn er hljómmikill í ff-söng, en vandinn er að ráða við styrkleikagráðurnar þar fyrir neðan. Því spyr ég, hvers vegna ekki lítinn kór og þá úrval, í sumum tilfellum, og þá fjölmenn- an í öðrum? Snæfellingakórinn 1 Reykjavík Snæfellingakórinn í Reykjavík hélt tónleika í Breiðholtskirkju sl. þriðjudagskvöld. Eins og segja má um flesta okkar kóra er hér um áhugamannahóp að ræða, það sem skilur að er eð hér er úrtak tiltölulega fámenns hóps þ.e. burt- fluttra Snæfellinga eða þeirra sem rekja ættir sínar í það „mystíska" umhverfi sem Snæfellsnes er. Starfsemi sem þessi er ekki aðeins þeim sem beinan þátt taka mikils virði, en einnig þeim sem heima sitja, semsagt öllum tengslum heim og heiman. Merkilegt er að mögulegt skuli að manna öll þessi sýslusöngfélög, en sýnir um jeið söngáhuga okkar íslendinga, og sagt er að fátt sameini betur en að syngja saman. (Undirritaðan hefur lengi dreymt um að mega safna þingmönnum okkar saman í kór, þótt ekki sé nú öruggt að það yrði þeim eða þjóðinni til góðs, líklega væri heppilegast að binda æfingamar ákveðnum málaflokk- um, en draumur verður þetta lík- lega aðeins.) Þrjátíu og sex manns skipuðu raðir Snæfellingakórsins undir stjórn Friðriks S. Kristins- sonar og honum til aðstoðar var Lára Rafnsdóttir píanóleikari og Theodóra Þorsteinsdóttir sem söng einsöng með kórnum og Snæfellingakórinn einnig ein sér með píanóundirleik. Friðrik virðist hafa góða stjórn á kórnum og meðferð hans á lögun- um var smekkleg og eðlileg. Vandamálið er skiljanlega að fá hreinan hljóm þar sem einstakl- ingarnir eru misjafnlega tónnæm- ir og á mjög svo ólíkum aldri. Þetta tókst þó oft vel og verður að þakka söngstjóranum. Besta röddin virtist sópraninn vera, alt- inn hljómaði tæplega í jafnvægi við sópraninn, þangað sem ég sat a.m.k. Theodóra Þorsteinsdóttir hefur blæfallega ljóðræna sópran- rödd, á nokkuð ólært ennþá í radd- myndun og flutningurinn því nokkuð sviplaus, en vonandi er það bara tímabundið hvenær röddin fær að hljóma fijáls og hindrunarlaus úr barka Theodóru. Lára Rafnsdóttir skilaði sínu hlut- verki vel á afleitt hljóðfæri og undraði mig hvað hún fékk út úr Silungnum (Schubert) á þetta litla vanmáttuga píanó. Ástæða væri kannske að tiltaka nokkur lög úr söngskránni sem heppnuðust bet- ur en önnur, en í þetta sinn skal þó látið nægja að óska kórnum til hamingju með tónleikana og framhaldið. Ánægjuleg ákvörðun utan ríkisráðherra Giorgio Tieppo tenórsöngvari. Robin Stapleton hljómsveitar- sljóri. eftir EyjólfKonráð Jónsson Sú ákvörðun utanríkisráðherra að láta aðalsamningamann okkar í umræðunum um evrópskt efnahags- svæði ekki mæta lengur til funda meðan kröfu um fískveiðiréttindi hér við land væri haldið áfram, er kór- rétt. í tíð fyrri ríkisstjómar höfðu ráð- herrar um skeið talið umræðuvert sjónarmið að Evrópubandalagsþjóðir fengju hér einhver réttindi til veiða. Á síðastliðnu vori tókst hins vegar sá ánægjulegi árangur að allir nefndarmenn í Evrópunefnd Alþing- is, níu talsins, úr öllum stjórnmála- flokkum, urðu sammála um nokkur þýðingarmikil meginatriði eftir lang- varandi vinnu þar sem allir lögðu sig fram um samstöðu. Meðal þeirra þátta sem eining var um og birtist í viðamikilli bók, ísland og Evrópa, „Sú ákvörðun utanrík- isráðherra að láta aðal- samningamann okkar í umræðunum um evr- ópskt efnahagssvæði ekki mæta lengur til funda meðan kröfu um fiskveiðiréttindi hér við land væri haldið áfram, er kórrétt.“ og skýrslu til Alþingis er eftifarandi: „Allir íslensku stjórnmálaflokk- amir hafa lýst því að ekki komi til greina að veita Evrópubandalags- ríkjum veiðiheimildir í fiskveiðilög- sögu íslendinga í skiptum fyrir tolla- lækkanir. Um þetta er full samstaða í nefndinni." Eftir að menn fóru að kynna sér betur þau sjónarmið sem Evrópu- nefndin setur fram tóku skoðanir að breytast. Þessu kynntumst við í kosningabaráttunni þegar þeir sem áður höfðu talið veiðiheimildir til útlendinga koma til álita fóru að ásaka aðra. En þetta er vonandi lið- in tíð. Þetta minnir okkur hins vegar á hver nauðsyn það er að fyllstu festu Eyjólfur Konráð Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.