Morgunblaðið - 03.05.1991, Page 12
MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MÁÍ Í&91
Í2
Níu af hverjum tíu
varnarlaust fólk
eftir Arna
Gunnarsson
„Sól úr sorta“ er kjörorð söfnun-
ar Rauða krossins sem fram fer
hinn 12. maí nk. Þessi söfnun er
liðir í alheimsátaki til hjálpar stríðs-
hijáðum, en þau verkefni sem Rauði
kross íslands einbeitir sér að í þess-
ari söfnun er annars vegar hjálp
við þá sem eiga um sárt að binda
vegna stríðsins í Afganistan og hins
vegar aðstoð við landflótta Kúrda
í Irak og Tyrklandi.
Stríðið í Afganistan sem hófst
árið 1978 stendur enn; þótt lítið
fari fyrir því í fréttum. Onnur stríð
eru fréttnæmari þessa dagana. Af
nógu er að taka, 36 stríð geisa enn
víða um heim og er þá nýafstaðið
stríð við Persaflóa ekki talið með.
í fréttum er oft talað um að svo
og svo margir hafi fallið og svo og
svo margir særst. En hvernig fer
fyrir þeim sem særast í stríði? Öll
þau stríð sem nú eru háð eru skæru-
liðastríð, skæruliðahópar hafa ekki
á sínum vegum þrautþjálfað lið
lækna og hjúkrunarfólks. Dánar-
tíðni meðal þeirra sem særast er
gífuriega há, og þeir sem lifa af
eru oft örkumlaðir fyrir lífstíð.
Yfir 90 af hundraði þeirra sem
láta lífið og særast í stríðum nútím-
ans eru varnarlaust fólk, konur og
böm. Þá eru ekki taldar aðrar hörm-
ungar sem yfir óbreytta borgara
ganga, hungur, hörgulsjúkdómar,
vosbúð og vergangur. Enn annað
er leifar af hernaðinum, ósprungnar
sprengjur, vítisvélar ogjarðsprengj-
ur. Í Afganistan eru til dæmis um
30 milljónir jarðsprengja í jörðu,
og Afganistan er aðeins eitt land
af mörgum. Lítið er gert til að fjar-
lægja þessar sprengjur, enda ekki
SÓL ÚR
irn Æk......tg.iiA.iJ.iii.lniJIJ!
Alheímsátok
lil' hjálpor sjfidslujcdum
„Sól úr sorta“ er kjör-
orð söfnunar Rauða
krossins sem fram fer
hinn 12. maí nk. Þessi
söfnun er liður í al-
heimsátaki til hjálpar
stríðshrjáðum, en þau
verkefni sem Rauði
kross íslands einbeitir
sér að í þessari söfnun
er annars vegar hjálp
við þá sem eiga um sárt
að binda vegna stríðs-
ins í Afganistan og hins
vegar aðstoð við land-
flótta Kúrda í írak og
Tyrklandi.“
áhlaupaverk meðan enn er stríð í
landinu. Með núverandi vinnuhraða
mundi það taka 1.700 ár að fjar-
lægja þessar 30 milljónir sprengja.
Það er daglegt brauð í Afganist-
an að einhver verði fórnarlamb
sprengju. Þær hafa nú þegar orðið
þúsundum að bana og sært og lim-
lest ennþá' fleiri. Við þau skilyrði
sem fólk býr við í Afganistan hafa
þeir sem örkumlast ekki í nein hús
að venda. Þar eru ekki vemdaðir
vinnustaðir, þar er enginn Múla-
lundur. Þessa fólks bíður ekki ann-
að en bónbjargir og betl. í bænda-
og hirðingaþjóðfélagi Afganistans
er handa- eða fótalaust fólk til traf-
ala, þeirra bíður sortinn einn.
Söfnunarátakið „Sól úr sorta“
mun geta gjörbreytt lífi þessa fólks
til hins betra. Mikill hluti þeirra sem
misst hafa útlimi í Afganistan eru
börn sem hlaupa út á jarðsprengju-
svæði, eða leika sér að vítisvélum,
sem dreift hefur verið yfir hémð
landsins, einmitt í þeim tilgangi að
einhver snerti á þeim.
í rúm tvö ár hefur Alþjóðaráð
Rauða krossins rekið stoðtækja- og
endurhæfingastöð í Kabúl í Afgan-
istan. Þar bíða nú 2.700 manns
eftir gerviútlimum, en tugþúsundir
eru hvergi á skrá. Þörfin er gífurleg
og mun verða um fyrirsjáanlega
framtíð. Einn liður í Alheimsátaki
til hjálpar stríðshijáðum er að efla
þessa starfsemi.
Það verkstæði sem nú sér um
smíði stoðtækja og gerviútlima í
Kabúl er rekið við ófullnægjandi
aðstæður. Nú er í byggingu annað
og fullkomnara verkstæði, sem ætl-
unin er að taka í notkun i Kabúl í
sumar. Að auki er Alþjóðaráð
Rauða krossins að setja á fót tvö
önnur verkstæði annars staðar í
Afganistan.
Nýja verkstæðið í Kabúl er það
verkefni sem söfnun Rauða krossins
undir kjörorðinu „Sól úr sorta“ bein-
ist að. Þar eru nú sjö sérfræðingar
á vegum Alþjóða Rauða krossins
að störfum, og hjá þeim eru rúm-
Skíma
Myndlist
Helga Magnúsdóttir myndlistarkona.
Bragi Asgeirsson
Myndlistarkonan Helga Magn-
úsdóttir v'dkti dijúga athygli á
samsýningu sex ungra listspíra
í október á sl. ári. Það var einkum
fyrir meðhöndlun hennar á litun-
um og hárfínna blæbrigða sem
menn létu hrífast af, og hér var
hvíti liturinn óvenju skarpur og
efnismikill og vel farið með hann.
Hvíti liturinn getur iðulega
virkað svo fátækur í málverki og
það er mikil list að meðhöndla
hann rétt þannig að hann sem
iði af lífi, en það gerir málarinn
á ýmsa vegu og þá er mikilvægt
að hjálitirnir séu réttir og magni
hann upp.
Þá eru til ótal mörg afbrigði
af hvítum lit köldum sem heitum,
en barytsulfat telst hvítasti tónn-
inn í litakerfinu.
Helga komin aftur á stjá og
nú með sína fyrstu einkasýningu
í PÍM-salnum í Garðastræti 6 og
stendur hún til 5. maí.
Hún hefur gefið sýningunni
samheitið „Skíma“ og vísar þá
einmitt í að ljósið og birtuskilin
séu aðalinntak myndverkanna.
Eins og hún orðar það sjálf:
„Þú getur hugsað þér að þú fljúg-
ir yfir landið — það er vetur og
jörð er auð — þú flýgur inn í
birtuskilin og hinir mildu jarðlitir
mynda sterka andstæðu gegn
hinum köldu tónum himins og
hafs. Þú flýgur áfram á vit hins
óþekkta."
Þetta er sem sagt viðfangsefni
Helgu og maður finnur með sanni
ríka kennd með ljósi og birtuskil-
um í þessum verkum og einkum
í mynd sem nefnist „Skíma“ (7),
sem ég tel þjóna markmiðinu
einna best. Aðrar myndir er
vöktu sérstaka athygli mína fyrir
úrskerandi myndræn vinnubrögð
voru „Roði“ (5), „H6U“ (9),
„Skíma“ (10) og „Horft niður“
(11).
Helga reynir að beisla einföld
form og henni tekst það einmitt
best þegar hún þróar eins konar
stígandi birtuskil í myndum sín-
um. Annað tveggja á afmark-
aðan hátt eða hæga og mjúka
þenslu á myndfletinum.
Á sýningunni eru annars 11
málverk og sum þeirra í stærra
lagi, en auk þess er tólfta núme-
rið með á skrá en í átta eining-
um, þ.e. eru það átta litlar mynd-
ir, em hver um sig sjálfstætt
sköpunarverk.
Birtuskilin eru með sanni fjöl-
þætt og iðulega stórkostleg á
Islandi og verðugt verkefni fyrir
myndlistarmann auk þess að vera
myndefni sem seint tæmist.
Helga kemur fram sem mjög
agaður og heill málari og er aug-
ljóst að hún býr yfir góðum hæfi-
leikum og viljafestu til að þroska
þá. En einhvem veginn njóta
þessi verk hennar sín ekki eins
vel í FÍM-salnum og þau sem hún
sýndi í Hafnarborg og er það
sennilega vegna þess að lýsingin
kemur þar úr mörgum áttum,
sem er ekki það æskilegasta fyr-
ir þessa tegund málverka.
En allt um það þá staðfestir
Helga með þessari sýningu að
það býr dijúgur málari í henni
sem mikils má vænta af í framt-
íðinni.
Gervilimirnir sem Rauði krossinn útvegar stríðsfórnarlömbum í
Afganistan eru ekki eins fullkomnir og Vesturlandabúar eiga að
venjast. Engu að síður gefa þeir þúsundum örkumla fólks von um
betra líf.
lega 70 afganskir lærlingar. Þegar
aðstaðan verður fyrir hendi, verður
þekkingin til staðar í landinu, afg-
anskir gervilimasmiðir munu þá
geta sjálfír veitt löndum sínum hjálp
sem nú er ófáanleg, eða illfáanleg,
en skiptir sköpum í lífi þeirra mörgu
sem í bókstaflegum skilningi eiga
um sárt að binda.
Ekki þarf að fara mörgum orðum
um þjáningar Kúrda um þessar
mundir. Hrakningar þeirra hafa
verið inni á stofugólfi okkar dag-
lega, og átakanlegar myndir birst
af deyjandi börnum, hröktu fólki á
göngu á forugum fjallastígum, og
slagsmálum fólks um takmarkaðar
matarsendingar.
Við sem sitjum fyrir framan sjón-
varpið og fyllumst vanmætti við
þessar skelfingar, getum þó rétt
hjálparhönd til þessa fólks, þannig
að gagn verði af. Rauði kross ís-
lands mun láta helming þess fjár
sem safnast þann 12. maí renna til
aðstoðar Kúrdum í flóttamannabúð-
um í íran og Tyrklandi.
Hinn 12. maí nk. verður leitað
Frá Ólafsfirði.
— •
Norðaustan ljóðátt
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Benedikt Þorkelsson, Gísli Gísla-
son, Helga Bökku, Herdís Pála
Pálsdóttir, Jón Árnason, Ingi-
björg Guðmundsdóttir, Svavar
Alfreð Jónsson, Þórhildur Þor-
steinsdóttir.
Norðaustan ljóðátt.
Útgefið af höfundum, 1990.
Kápuhönnun: Helga Pálína
Brynjólfsdóttir.
Vel til fundið hjá nokkrum Ólafs-
firðingum að viðra fáein „skúffu-
ljóð“ í sameiginlegri bók sem er 118
bls. í snoturri kápu. Ljóð eftir barn-
akennara, Benedikt Þorkelsson (f.
1850-1931), kunnan fræðaþul og
hagyrðing taka yfir tólf fyrstu ljóð-
asíðurnar og eru að efni og formi
dæmigerð söguljóð þeirra tíma. Hér
er gripið niður í ljóðið Æviminning,
ort á sjötugsafmæli hans:
Bráðum endar bðl og neyð,
brátt mun hvíldin fengin.
Brátt mun þrotin þyma leið,
þrautasporin gengin.
Gísli Gíslason, sem áður hefur
gefið út ljóðabók, Gluggaþykkn
(1989), á drýgstan hlut í bókinni
og því hægt að fá nokkra innsýn í
skáldskap hans fremur en margra
annarra, sem eiga aðeins naum
sýnishorn. Vor: Vorið kom/ frelsið
var alls staðar/ í þiðnandi jörð/
lækjunum/ vatnavöxtunum/ far-
fuglunum/ vindinum/ rykinu .../
Helgu Bökku fóstra, sem
dvaldi hjá Gamla afa í Ólafsfirði
fyrstu árin, tileinkar honum ljóðin
sín. Og fuglar synda: Búðu til elsku
í loftið,/ þráðlausi vefur,/ í kyrrð-
inni skal ég launa þér/ með gulli
og grænum skógum/ og hvali og
seli færðu/ ef þú vilt.../
Herdís Pála Pálsdóttir nemi,
yngsta skáldið, á hér m.a. ljóðið sem
heitir Spurning um ást: Hefur þú/
einhvern tíma/ vaknað/ klukkan
sex/ í sári morgunsins/ og verið
ástfangin/ af ljósastaur/ við Garða-
stræti/.
Hjónin Ingibjörg Guðmundsdótt-
ir og Jón Arnason eiga ljóð sem
þau yrkja hvort í sínu lagi og sam-
eiginlega. Ljóðin eru í fornum anda
og lúta lögmálum ríms og stuðla.
Ingibjörg á langa þulu um land-
námsmenn Ólafsfjarðar: Það skeði
einn dag fyrir lifandi löngu/ að
landnámsmenn staðarins stóðu í
ströngu . . ./.
Meðal ljóða Jóns er Vorþrá: Bráð-
um kliða vorsins vindar,/ vermir
sálarbál./ Vetrarþunginn þokar
burt/ og þreyta úr vorri sál.../.
Svavar Alfreð Jónsson prestur
Ólafsfirðinga á hér einnig nokkur
ljóð. Skilaboð: Ég/ var beðinn/ að
skila til ykkar/ þessu ljóði./ Á eft-
ir/ leið mér/ eins og ég ætti/ heim-
inn/.
Þórhildur Þorsteinsdóttir á síð-
ustu ljóðin í bókinni. Heima: Pabbi
minn/ svo góður/. Með svo stórar
hendur/ og stórt hjarta./ Svo mikið
sjómannsblóð í æðum./ Hann pabbi
minn/ svo góður/.
Það var gaman að lesa þessi
„Ólafsfjarðatijóð". Mörg þeirra
gefa til kynna að þar fari fólk, sem