Morgunblaðið - 03.05.1991, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991
SUZUKI
K TS50X
rGOTT
VERÐ
SUZUKI UMBOÐIÐ H/F
Skútahrauni 15, S 65-17-25
<EX
skrífstofuhúsgögn :
fyrír heimilið
ogfyrírtækið
Stærð Verð
160x80 39.795.-
127x60 34^440
AXIS
AXIS HÚSGÖGN HF
SMIÐJUVEGI9, KÓPA VOGI,
SÍMI 43500.
f-/;/7:/■’/:/’/
v 1>
TOSHIBA
örbylgjuofnar
15 gerðir
Islenskar leiðbeiningar.
Kvöldnámskeið í matreiðslu
án endurgjalds hjá Dröfn H.
Farestveit, hússtjórnarkenn-
ara, sérmenntaðri ímatreiðslu
í örbylgjuofnum.
Gott verð - greiðslukjör
Efnar FarestvettfcCo.hf.
BORGARTÚNI28, SÍMI622901.
L«iA 4 stoppar vW dymar
/’7:/’7;7‘7;/m
Skógar og skógrækt
eftir Árna
Helgason
Vormenn íslands, yðar bíða
eyðiflákar - heiðalönd.
Komið grænum skógi að skrýða
skriður berar - sendna strönd.
Rúm 80 ár eru síðan Guðmundur
skólaskáld orti þessi erindi og til-
einkaði ungmennafélögum í landinu
sem þá risu upp um allt land knúin
af aldamótaljóðum Hannesar. Var
þetta ekki of hátt mark? En —
hugsjónir spyija ekki að því heldur
hvað get ég hver og einn til að
þoka þessu máli áfram. Því miður
hefir dregið alltof mikið úr þessu
hugsjónamáli ungmennafélaganna.
Þar eru komnar í staðinn íþróttir
og kapp — og aftur kapp. Skóg-
ræktarfélögin risu þá upp hvert af
öðru og þrátt fyrir það að hendur
mannsins hafi meira og meira færst
að brauðstritinu og lífsgæðakapp-
hlaupinu má sjá þá gleðilegu þróun
að margt hefir áunnist og auðvitað
má betur gera, en sú kalda stað-
reynd blasir við að þetta verður
ekki í dag gert með hugsjónaeldinn
í fararbroddi, heldur verður þetta
að gera að starfi og það sem flestra.
Það þarf að veija meiri þjóðarauði
sem mun skila sér ábyggilega í
komandi framtíð ef rétt er á haldið.
En það þarf líka kvakandi önd eins
og Einar Ben. segir. Þær eru næg-
ar úrtöluraddirnar sem hljóma nú
hvarvetna og allir eru að keppast
við allt annað en að hlúa að landi
sínu. Ég man að þegar ég átti heima
á Eskifirði var talsvert gert í rækt-
un skógar, enda vorum við ekki
iangt frá Hallormsstað, en okkur
fannst ganga þar svo grátlega seint,
en þó komu blettir við blett. Þegar
ég svo kom hingað í Stykkishólm,
lá það í loftinu að tilgangslaust
væri að rækta hér skóg. í loftinu
væri eitthvað sem dræpi hveija þá
tilraun sem gerð hafi verið. Ég man
þó eftir fallegu görðunum mörgu
við húsin, sem nú því miður eru
allir kulnaðir út. En þó. Við fórum
að tala okkur saman. Fengum hing-
að skógræktarfræðing til skrafs og
ráðagerða og einkum um þá skoðun
sem hafði greipst svo í huga fólks-
ins að hér væri ekki hægt að rækta
neitt. Ekki gat hann gefið nokkra
skýringu á því hversu erfitt væri
að rækta skóg hér og kvað alls
ekki sjónum eða sjávarlofti til að
dreifa, benti á þennan sérstaka
garð sem Magnús Jónsson spari-
sjóðsstjóri í Borgarnesi hafði gert
á klettunum og þar væri bæði um
kletta að ræða og eins sjávargufuna
að utan. Þetta varð til þess að Skóg-
ræktarfélag Stykkishólms var
stofnað milli 1940-50 og hafist
handa og byijað að girða og planta
rétt fyrir ofan bæinn og hefur þetta
tekist vonum fremur og er nú þarna
merkilega góður tijágróður sem
utanaðkomandi hafa lýst undrun
sinni yfir. Þá var einnig fengið leyfi
í skógrækt í Sauraskógi og þar
hefír verið unnið mikið og eins hef-
ir verið unnið að því að græða skóg
bæði í Vatnsdal og í kring og núna
hefir verið girt af stórt svæði fyrir
neðan Vatnsdalinn og lofar það
góðu. Með þetta allt í huga, er ég
þess fullviss og við getum gert bet-
ur og eins að skógrækt og tijárækt
á eftir að verða atvinnuvegur á ís-
landi og ef svo er ekki þá er það
okkur einungis að kenna. Land
höfum við nægilegt og nú eru allar
aðstæður til að planta mikið betri.
Það þarf að gera stórt átak og um
leið og það er gert og hver sem þar
velst til forystu, verður það til að
örva alla sem nú sitja með hendur
í skauti.
Meðal, stofnenda Skógræktarfé-
lagsins var Guðmundur J. Bjarna-
son, trésmiður. Hann var meira, því
hann tók skógræktina svo alvarlega
að hann fylgdi henni vel eftir. Þetta
var honum hugsjón og ég minnist
þess að meðan ég var virkur í Skóg-
ræktarfélaginu dáðist ég að dugn-
aði Guðmundar og elju og hugsun.
Þar sá ég hvað sá getur mikið sem
er af einlægum hug í verki. Guð-
mundur tók bæði þátt í skógrækt-
inni í nágrenni Stykkishólms og í
Sauraskógi og var vel ágengt. Eftir
að Lionsklúbburinn var stofnaður,
en þar var Guðmundur sem annars
staðar ötull félagi, fékk hann okkur
upp í skógrækt, bæði til að planta
og eins að fylgjast með því sem
komið væri og hvernig allt þróað-
ist. Af honum lærði ég mikið. Guð-
mundur var félagsmaður af lífi og
sál, stundum óþjáll en oftar hitt.
Hann hafði og myndað sér skoðun
á öllu sem hann kom nærri og fýlgdi
henni fast fram. Reynsla mín af
Guðmundi var alltaf betri eftir að
við kynntumst meira. Guðmundur
flutti svo til Reykjavíkur og síðan
hefír Sigurður Ágústsson verkstjóri
skipað hans sess af dugnaði og eins
og ég hefi áður sagt, sést mikið
eftir árin.
Mér hefir alltaf fundist að ekki
væri nógu langt á milli tijánna. Þau
væru hvort upp í öðru, og mætti
vel athuga það. Hafa meiri bil milli
plantnanna. Þá vil ég geta þess að
við höfðum lengi góðan ráðunaut
sem kom oft til okkar en það var
Daníel Kristjánsson frá Hreðavatni
sem var bæði ólatur og alltaf tilbú-
inn að koma, leiðbeina, halda fundi
og ræða við okkur um skógrækt
og var hann okkur mikil stoð. Hann
var bjartsýnn á framtíðina og trúði
því að hvert skref í þessa átt væri
mikils virði, og var gott að deila
við hann um þá hluti og alltaf fór
hann með sigurorð af hólmi.
Sjálfur hefi ég nú verið félagi í
skógræktinni og ef til mín er kallað
þykir mér gaman að geta þó ekki
væri nema að panta eins og einni
jurt. Trúi því að það sé enn hægt
að hvetja menn til dáða, í þessu
efni sem öðru.
Bærinn okkar hefir lagt þessu
máli dijúgt lið og tekið vel hverri
tilraun með ný svæði. En eins og
ég sagði nú hefir Sigurður Ágústs-
son verkstjóri haldið hér uppi eða
verið í fararbroddi félagsins með
stoð góðra manna og þannig kemur
einn af öðrum.
Ég hefi velt því fyrir mér hvort
ekki væri rétt að hvert sveitarfélag
í landinu legði vissa fjármuni í pró-
sentuvís til skógræktar og þessir
íjármunir væru svo vel nýttir af
kunnáttufólki, undir forsjá Skóg-
ræktarfélags íslands. Þá væru allir
íslendingar komnir í framvarðar-
sveitir um allt land og ef væri hægt
að byggja þannig upp til framtíðar,
kæmi blettur við blett, þar sem
skógur væri. Þetta er hægt ef vilji
Við getum líka
ræktað skóg
eftir Álfhildi
Ólafsdóttur
Áhugi á skógrækt og land-
græðslu hefur farið mjög vaxandi
á síðustu árum. Einstaklingar og
félagasamtök planta tijám víða um
land, í garða, sumarbústaðalönd og
skógarreiti, og síðastliðið vor var
hrundið af stað átaki í ræktun svo-
kallaðra Landgræðsluskóga. Rækt-
un nytjaskóga er orðin að veruleika
í nokkrum héruðum og þar rís
hæst skógræktarátak á Fljótdals-
héraði, Héraðsskógar, sem nú hafa
verið sett um sérstök lög. Þetta
hlýtur að gleðja alla sem áhuga
hafa á að prýða landið skógi og
efla atvinnumöguleika í framtíðinni.
Gleði okkar sumra er þó stundum
svolítilli öfund blandin því ekki
henta allar byggðir landsins jafn
vel til skógræktar. Þar er fyrst og
fremst veðurfari um að kenna og
ýmis héruð, einkum norðanlands
og með ströndum fram, hafa að
öllum líkindum litla möguleika á
að fóstra nytjaskóg þeirra tijáteg-
unda og kvæma sem við eigum völ
PC
byrjendanámskeið
Skemmtilegt og gagnlegt námskeið fyrir þá,
sem eru að byrja að fást við tölvur.
VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sína til
þátttöku í öllum námskeiðum Tölvuskóla
Reykjavíkur.
Tölvuskóli Reykiavíkur
Borgartúni 28, sími 91-687590
„Gleymum alls ekki að
sauðfjárrækt er aðalat-
vinnugrein og þar með
lifibrauð flestra í sveit-
um hér. Þess vegna
verður að leggja sér-
staka áherslu á vandað-
ar girðingar sem duga
árið um kring.“
á í dag. Eitt þessara svæða er Norð-
austurland, frá Melrakkasléttu til
Vopnafjarðar. Þar er óvíða að finna
náttúrulegar skógarleifar og veður-
athuganir benda til þess að vart sé
grundvöllur fyrir ræktun stórra
flæma af skógi sem hægt verði að
nýta til timburframleiðslu að nokkr-
um áratugum liðnum.
En það er fleira matur en feitt
ket og timbur er bara ein þeirra
„afurða“ sem tré gefa af sér. Hlý-
legra og fallegra landslag ásamt
því skjóli sem tré og runnar veita
öðrum lífverum eru líka „afurðir“
á sinn hátt að ógleymdum þeim
eiginleika þessara plantna að binda
vel jarðveg. Við höfum allar for-
sendur til þess að ætla að völ sé á
ýmsum plöntum, s.s. birki og víði-
tegundum, sem vel geta þrifist hér
á norðausturhorninu.
1*
Fer inn á lang
flest B
heimili landsins!
Árni Helgason
„Það er eftir enn að
vinna, ærið marga
seiga þraut. Sígandi
lukka er best og með
iðjusemi og trú á landið
vinnst þetta. Uppgjöf á
aldrei að vera til í orða-
bók landsins okkar.“
er fýrir hendi. Vegimir í landinu
lengjast með hveiju ári. Þetta höf-
um við séð. Eins gæti orðið í skóg-
ræktinni. Og svo er líka hitt. Það
þarf að velja góða staði og um Ieið
kenna öllum að ganga svo um okk-
ar fallega land að til sóma væri.
Það er eftir enn að vinna, ærið
marga seiga þraut. Sígandi lukka
er best og með iðjusemi og trú á
landið vinnst þetta. Uppgjöf á aldr-
ei að vera til í orðabók landsins
okkar.
Höfundur er fyrrverandi póst- og
símstöðvarstjóri í Stykkishólmi.
Þegar Landgræðsluskógaátakið
hófst síðastliðið sumar var hafist
handa á nokkrum stöðum á þessu
svæði enda þar um að ræða skóg-
rækt sem einmitt hentar okkar að-
stæðum vel. Ætlunin er að halda
áfram á þessari braut og helst
þyrftu fleiri staðir að bætast við.
Við þurfum líka að vera órög að
reyna tijárækt umhverfis híbýli
okkar sem og ræktun skjólbelta.
Munum bara að semja okkur að
þeim aðstæðum sem við búum við.
Nýtum okkur þekkingu starfs-
manna Skógræktar ríkisins og
Skógræktarfélags íslands við val á
ræktunarlandi og tegundum og
gleymum alls ekki að sauðfjárrækt
er aðalatvinnugrein og þar með lifi-
brauð flestra í sveitum hér. Þess
vegna verður að leggja sérstaka
áherslu á vandaðar girðingar sem
duga árið um kring og ekki er
hætta á að séu á kafí í snjó á þeim
tímum sem fé eða hross eru á ferli.
Um hrossin gegnir þó talsvert öðru
máli en sauðféð og ég tel að full
ástæða sé til að hefta ferðafrelsi
þeirra mun meira en sauðkindarinn-
ar. Með öðrum orðum, að banna
eða takmarka mjög verulega lausa-
göngu þeirra. Það er nefnilega ekk-
ert jafn niðurdrepandi fyrir þann
sem er að koma plöntu á legg og
að sjá hana nagaða eftir skepnur
og e.t.v. margra ára vöxt horfinn
á örskotsstund. En þetta verðum
við einfaldlega að fyrirbyggja eftir
bestu getu. Þá munum við líka sjá
ávöxt erfíðisins og að við getum
líka ræktað skóg.
Höfundur er bóndi á Akri í
Vopnafirði.
U HLJÓMS VEITIN íslandsvinir
skemmta á Höfðanum, Vest-
mannaeyjum nk. laugardagskvöld.
íslandsvinir hafa átt velgengni að
fagna undanfarið eftir útkomu
safnplötunnar Bandalög 3. Á þeirri
plötu er einmitt að fínna lagið Þú,
þú, þú, sem er eitt vinsælasta dæg-
urlag í útvarpsstöðvunum um þess-
ar mundir. Hljómsveitina skipa:
Pálmi Sigurhjarlarson, Kári
Waage, Sigurður Jónsson, Jón
Borgar Loftsson, Björn Vil-
lijálmsson og Eðvarð Lárusson.
(Fréttatilkynning)