Morgunblaðið - 03.05.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FQSTUDAGUR 3. MAÍ 1991
27
Verðlaunahafar Coldwater:
Ishúsfélag ísfirðinga
hlýtur gæðaverðlaun
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Jón Kristmannsson, yfirverkstjóri Ishússfélagsins á Isafirði með við-
urkenningarskjalið ásamt Páli Péturssyni gæðasljóra Coldwater í
Bandaríkjunum.
Frá athöfninni sem fram fór í kaffisal íshúsfélagsins.
Sjö önnur frystihús
ná þessum árangri
ísaflrði.
PÁLL Pétursson gæðastjóri
Coldwater í Bandarikjunum af-
henti Jóni Kristmannssyni verð-
launaskjöld í athöfn sem fram
fór í kaffisal íshúsfélagsins
þriðjudagsmorguninn 23. apríl.
Framleiðslugæði íshúsfélagsins
hafa verið mikil undanfarin ár
og hefur félagið hlotið þessi
verðlaun 5 eða 6 sinnum áður.
Þrátt fyrir mikinn framleiðslu-
samdrátt hefur tekið að halda
gæðastuðlum í hámarki, en jafn-
framt náð því að skila hagnaði
af rekstrinum.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
leggur mikla áherslu á gæðaeftirlit.
Þannig voru í för með Páli Sturlaug-
ur Daðason framkvæmdastjóri
gæða- og þjónustudeildar SH og
Bylgja Hauksdóttir svæðaeftirlits-
kona SH á Vestfjörðum.
I ávarpi sem Páll flutti kom fram
að gæði afurða frystihúsanna og
frystitogaranna innan SH hafi gert
ICELANDIC vörumerkið að þekkt-
asta gæðavörumerkinu meðal sjáv-
arafurða í Bandaríkjunum.
Hin frystihúsin sem hlutu gæða-
framleiðsluskjöldinn eru: Hrað-
ftystihús Eskifjarðar, Útgerðarfé-
lag Akureyringa, Skjöldur Sauðár-
króki, Vinnslustöðin Vestmannaeyj-
um, Heimaskagi Akranesi, Þormóð-
ur rammi Siglufirði og Fiskiðjan
V estmannaeyjum.
íshúsfélag Isfirðinga hefur mátt
horfa upp á mikinn samdrátt í
vinnslu vegna breytinga^ í sölu
ferskfisks undanfarin ár. Á síðasta
ári var framleiðslan um 3.000 tonn
af flökum úr 7-8 þúsund tonnum
af hráefni en mestur varð aflinn
sem unnin var um 14 þúsund tonn.
Þá voru framleidd 4.300 tonn af
flökum auk saltfisks og skreiðar,
en saltfiskur og skreið hefur alls
ekki verið unnin síðustu ár vegna
hráefnisskorts. Þrátt fyrir þennan
mikla samdrátt er fyrirtækið rekið
með hagnaði og þar sem nú hefur
verið treyst verulega hráefnisöflun-
in að sögn Jóns Kristmannssonar
yfirverkstjóra er útlitið afar bjart.
Ishúsfélagið keypti í fyrra hálfan
hlut í togaranum Framnesi frá
Þingeyri auk þess sem það stóð að
kaupum á mb. Fróða frá Ólafsvík
sem nú heitir Hafdís og er nú gerð
út á línu frá ísafirði. Þá hefur út-
gerðarfélagið Hrönn sem gerir út
aflaskipið Guðbjörgu nýlega keypt
meirihluta í félaginu og binda menn
miklar vonir við að þar með verði
hráefnisöflunin enn aukin.
- Úlfar.
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir
Eg hugsa
eins og þið
í 2. útgáfu
Ljóðabókin Ég hugsa eins
og þið eftir Ásdísi Jennu Ástr-
áðsdóttur er nú komin út í ann-
arri útgáfu. Fyrri útgáfan, sem
kom út fyrir síðustu jól, seldist
upp.
Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Seltjamames:
Viljayfirlýsing um
sameiginlega fráveitu
BORGARRÁÐ Reykjavíkur og bæjarráð Kópavogs, Garðabæjar og
Seltjarnarness hafa undirritað viljayfirlýsingu um að standa sameigin-
lega að fráveituframkvæmdum við Skeijafjörð, Ægisíðu og Eiðsgranda
í þeim tilgangi að hreinsa Skeijafjörð og innvoga af öllu frárennsli.
Áætlaður kostnáður vegna framkvæmdanna er 1.235 miHj. Gert er ráð
fyrir að Reykjavíkurborg greiði 840 millj., Kópavogsbær 252,1 miiy.,
Garðabær 121,3 millj. og Seltjarnarnes 21,7 millj.
í framkvæmdaáætlun embættis vogi þarf að breyta lögnum innan
gatnamálastjóra í Reykjavík kemur
fram, að verkinu á að ljúka árið
1998. Framkvæmdir eru þegar hafn-
ar við Ægisíðu og er kostnaður
vegna þeirra um 100 millj. Á þessu
ári verður hafist handa við dælustöð
við Faxaskjól og verður varið um 75
millj. til hennar á árinu en heildar-
kostnaður er áætlaður um 175 millj-
ónir. Til áframhaldandi framkvæmda
við Ægisíðuræsi er gert ráð fyrir 45
millj. á þessu ári.
Gert er ráð fyrir að frárennsli frá
nágrannasveitarfélögunum komi að
hluta til um Kópavog og verði dælt
um neðansjávarlögn í Skeijafírði frá
Kársnesi að dælustöð sem reist verð-
ur til móts við athafnarsvæði Skelj-
ungs. Þaðan fer frárennslið um
Ægisíðuræsið að dælustöð við Faxa-
skjól og áfram yfír grandann að
dælustöð við Boðagranda og þaðan
dælt á haf út. Að auki mun núver-
andi Fossvogsræsi tengjast Ægisíðu-
ræsi.
Gert er ráð fyrir að Garðbæingar
og Kópavogsbúar vinni saman að
lagningu ræsis milli Garðabæjar og
Kópavogs og til Reykjavíkur. í Kópa-
bæjarmarkanna að dælustöðinni á
Kársnesi.
„Við getum ekki tengt inn Foss-
vogsræsið, sem tekur við allri frá-
veitu úr Breiðholti, fyrr en byggð
hefur verið hreinsistöð við Boða-
granda árið 1998 en þá er einnig
gert ráð fyrir tengingu frá Kárs-
nesi,“ sagði Sigurður Skarphéðins-
son, aðstoðargatnamálastjóri. „Það
sem verið er að framkvæma núna
er nýtt ræsi við Ægisíðu, sem hreinsa
mun fjöruna. Til að byija með verður
frárennslinu dælt þaðan og verulega
langt út frá landi við Eiðsgranda um
dælustöð við Faxaskjól. Þegar dælu-
stöðin við Eiðsgranda er risin verður
hægt að koma því marga kílómetra
frá landi. Jafnframt er ætlunin að
reisa hreinsistöð við Boðagranda og
fyrr verður ekki farið út með veru-
legt magn af frárennsli. Samkvæmt
framkvæmdaáætlun á hreinsistöðin
að vera tilbúin árið 1998 en það ár
hefur Reykjavíkurborg skuldbundið
sig til að sjá til þess að möguleikar
á tengingu frá nágrannabyggðunum
verði til staðar.“
* Um 6 kg á 486,- kr/kg
1 SAMSTARFSHÓPUR
UM SOLU LAMBAKJOTS
Ef þú vilt lækka matarreikning heimilisins, þarftu
ekki að velta lengi fyrir þér verði og kostum
lambakjöts á lágmarksverði til að sjá augljósa leið til
sparnaðar. Gæði kjötsins hafa verið stóraukin með
mun meiri snyrtingu, auk þess sem öllu kjötinu í
pokanum er nú sérpakkað í fjóra minni poka,
tilbúið í ísskápinn.
I hverjum poka eru:
6-7 supukjötsbitar
4-5 framhryggjarsneiðar eða griilsneiðar
12-14 kótilettur eða hálfur hryggur
1/1 heilt læri
abeins 2.900,- kr.*
Sparaðu og kauptu poka af
lambakjöti á lágmarksverði
þvt það er
- náttárulega gott