Morgunblaðið - 03.05.1991, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991
T*
•m
Kveðjuorð:
Benedikt Blöndal
hæstaréttardómari
Á háskólaárum mínum hlustaði
ég á Benedikt Blöndal stúdent halda
ræðu í kosningabaráttu. Áhrifa-
mátturinn var slíkur að ég fékk það
strax á tilfinninguna að hér færi
einn af þeim stóru, sem komast
myndi langt í þjóðfélaginu. Einn
af þeim, sem ég gæti í mesta lagi
gert mér vonir um að fylgjast með
úr fjarlægð eins og öðrum mikil-
mennum þessa lands.
Og það gekk eftir. Benedikt varð
sá mikii maður, sem mér sagði
hugur um fyrir rúmum þijátíu
árum.
Örlögin höguðu því hins vegar
þannig að við áttum eftir að kynn-
ast um áratug síðar því eiginkonur
okkar eru systkinabörn. Benedikt
tók mér opnum örmum og ég sá
að hann var stór í öllu. Hlýr per-
sónuleiki hans, ljúfmennska og
umhyggjusemi komu þeim á óvart
sem aðeins höfðu séð hann í hita
bardagans.
Hann var skapstór og skap hans
átti allar víddir mannlegrar stærð-
ar.
Það fór ekki á milli mála að þeir
sem áttu vináttu hans studdi hann
algjörlega. Heilsteyptur maður
sagði mönnum kost og löst en var
reiðubúinn að falla með vinum
sínum.
Örlögin hafa nú aftur tekið í
taumana og harkalega tekið það
sem þau áður gáfu svo rausnar-
lega. Eftir standa hugljúfar minn-
ingar. Eftirlifandi eiginkonu, börn-
um þeirra og ástvinum vottum við
okkar innilegustu samúð.
Guðrún og Jóhann J. Ólafsson
Mjög er manni orðs vant er minn-
ast skal vinar, sem fallinn er frá á
þó góðum aldri. Við eigum flest
vonir um að eldast nokkuð eins og
lífsskilyrðum nú er háttað við sívax-
andi tækni og bætta möguleika í
heilsuvemd.
Þó verðum við að horfast í augu
við þann sannleika að sumir fara
jafnvel ungir eða í öllu falli um
miðjan aldur.
Við Benedikt kynntumst fyrst í
starfí Rotaryklúbbs Seltjamamess
á árinu 1977, hann var þá nýlega
orðinn félagi þar en ég kom úr
öðrum klúbbum utan af landi og
því nokkuð hagvanur og kunnugur
innan hreyfingarinnar. Kynni við
menn í svona félagsskap geta
stundum leitt mann í þá freistni að
nýta sér í eiginhagsmunaskyni og
ekki get ég neitað að hafa reynt
að syndga upp á það við svo þekkt-
an lögmann sem Benedikt var.
Ég stússaði á þessum fyrstu
árum nokkuð við félagsmál og við
þær aðstæður koma oft upp spurs-
mál, sem manni, eða að minnsta
kosti manni eins og mér, finnst
rétt að vera viss um að allt sé á
hreinu og þar var ekki um að ræða
annan sem ég bæri meira traust
til, bæði meðal þekktustu lögmanna
landsins og auk þess mikið starfað
einmitt að félagsmálum starfs-
manna Reykjavíkurborgar.
Er þar skemmst að minnast að
öllu slíku kvabbi tók Benedikt jafn
ljúflega og þegar tekið er tillit til
þess, að á þeim árum starfaði hann
á eigin lögmannsskrifstofu og þeir
ku stundum eiga annríkt þar. Samt
voru þessi erindi mín, þó sett væru
oft fram nokkuð óundirbúin,
kannske byijað með sakleysislegri
spurningu í síma og fléttaði svo upp
á sig, oft þess eðlis að til þurfti
nokkuð að velta fyrir sér og fyrir
kom að stundum hringdi lögfræð-
ingurinn aftur ef eitthvað þótti
þurfa til öryggis að skýra nánar.
Auk þess hef ég oft, bæði þá, og
síðar, hagnýtt mér þennan kunn-
ingsskap vegna mála minnar fjöl-
skyldu og alltaf fengið sömu vin-
samlegu viðtökur og aldrei var,
hvorki fyrr né síðar, minnst einu
orði á greiðslur fyrir slíkt.
Þungbær veikindi. Benedikt átti
ekki langt stríð en mjög hart. Hann
kom seinast á fund í klúbbi okkar
fyrir veikindi sín, þegar við hitt-
umst og skoðuðum mannvirki og
vinnustaði Rafmagnsveitu
Reykjavíkur síðari hluta nóvember-
mánaðar. Þá fannst okkur ekki
bera á neinum krankleika hjá hon-
um, við sátum og röbbuðum fram
á kvöld. Þegar við kvöddumst og
héldum hver til síns heima, var eins
og ég segi ekkert hægt að sjá á
honum.
Hann var í vikunni þar á eftir
skorinn við magakrabba og lifði
aðeins í röska fímm mánuði eftir
það.
En maður fékk ekki heldur séð
að hann bognaði mikið fyrir þessum
vágesti, allt til hins síðasta sýndi
hann alveg einstæðan áhuga á öllu
starfí í klúbbi okkar og auðfundið
var að hann fylgdist þar vel með
öliu.
Benedikt var valinn sem forseti
Rotaryklúbbs Seltjamaress þetta
síðasta ár sitt, hann var mjög
áhugasamur og vildi sannarlega
gegna þessu trúnaðarstarfi með
reisn eins og reyndar öllu sem hann
tók þótt í og vildi vanda til þess sem
best. Mér var það því mikill sómi
þegar hann sýndi mér þá vináttu
að velja mig sem meðstjómanda.
Hann kom aftur eftir þessa fyrstu
aðgerð á hátíðarfund okkar um jóla-
leytið og eftir það eins og heilsan
Ieyfði, líklega fímm til sex skipti,
síðast aðeins tveim vikum fyrir lát
sitt.
„Mitt stríð er ekki búið, það held-
ur eitthvað áfram.“
Þessa setningu lét hann sér um
munn fara, þegar hann annaðist
seinast starf forseta og setti fund
okkar, en þá var flóabardaga
síðasta nýlokið.
En nú er þessu stríði líka lokið.
Það er víst erfíð gangan upp á
tindinn. Benedikt var kominn upp
til þeirra trúnaðarstarfa, sem við
venjulegir menn álítum að séu með
þeim æðstu. Þegar samt er skoðað,
að þrátt fyrir þær annir og þungu
ábyrgð sem störf af þessu tagi
leggja á mann, var ekki í daglegri
umgengni unnt að fínna í fari hans
annað en hvers annars góðs drengs
sem maður hefur kynnst og kannski
enn meira af kostum góðs drengs.
Kannski var gangan upp ekki
þyngri honum, en okkur sem aldrei
komust upp fyrsta hjallann.
Við sem eftir verðum um sinn
kveðjum vin með söknuði og við
Hulda sendum Guðrúnu og bömun-
um innilegar samúðarkveðjur.
Helgi Ormsson
Það er erfítt að horfa upp á
kæran vin og frænda flytja á annað
tilverustig, langt um aldur fram.
Hugurinn gerist dapur og fyllist
söknuði yfír liðinni tíð. í skamm-
sýni okkar eigum við erfítt með að
átta okkur á rökum tilverunnar og
sætta okkur við ástvinamissi, sem
óumflýjanlegur er og við sjaldan
tilbúin til að mæta. En á vegamót-
um lífs og dauða skiljast leiðir og
þá er eðlilegt að staldra við og líta
yfír farinn veg. Þá kannski fyrst
gerum við okkur grein fyrir því,
hvað það er mikið lífslán að eiga
svo góða samferðamenn. Benedikt
Blöndal var einn þeirra. Hann var
einn þeirra manna, sem var alltaf
tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar
hennar var þörf og gerði það með
glöðu geði. Það lýsti hjartafari hans
vel, þegar við hjónin vorum á leið
til útlanda og vantaði gæslu fyrir
aðra dóttur okkar. „Komdu bara
með hana, okkur munar ekki um
eitt í viðbót." Hann var sjálfur að
fara í frí kringum landið.
Benedikt hefur komið víða við
bæði í starfí og félagsmálum, en
hæstaréttardómari hafði hann verið
frá árinu 1988, er hann lést.
Mín fyrstu kynni af Benedikt,
systkinum hans og foreldrum, voru
þegar ég var smástúlka. Það voru
góðir tímar í foreldrahúsum hans,
þar sem fjölskyldan kom saman.
Stella móðir Benedikts var mjög
myndarleg húsmóðir og gestrisin.
Voru þau Lárus iðulega með stór
afmælisboð, þar sem öll fjölskyldan
kom saman og skrafaði yfír súkkul-
aði með þeyttum ijóma. Þessa fjöl-
skyldutækni og persónutöfra hefur
Benedikt erft eftir foreldra sína, og
hélt hann áfram að rækta garðinn
ásamt Guðrúnu, eftirlifandi eigin-
konu sinni, sem hefur sama hjarta-
lag og Benedikt hafði.
Mikil samskipti og frændsemi var
með þeim Benedikt og foreldrum
mínum, Kristínu og Ragnari Ólafs-
syni hrl., sem tengdi fjölskyldurnar
því betur sem var ómetanlegt.
Hin síðari ár höfum við Hrafn-
kell átt ógleymanlegar stundir með
þeim Benedikt og Guðrúnu. Það er
fallegur blómvöndur sem stendur
enn í stofunni eftir síðustu máltið
okkar, sem mun standa þar áfram
um ókomna tíð. Ég vissi ekki þá
að þetta var okkar síðasta máltíð,
öll saman.
Við hjónin kveðjum Benedikt með
miklum söknuði og vottum Guð-
rúnu, börnum hennar, tengdabörn-
um, föður hans og systkinum, okk-
ar innilegustu samúð. Missir þeirra
er mikill en minningin um slíkan
eiginmann, föður, son og bróður og
góðan dreng mun veita þeim styrk
í þeirra miklu sorg.
Megi góður Guð geyma hann.
Oddný Margrét Ragnarsdóttir
Fyrirfram spyr enginn að leiðar-
lokum. Kallið kemur fyrirvaralítið
og miskunnarlaust, oft fyrir aldur
fram eins og við köllum það í skiln-
ingsleysi okkar. Og þó verðum við
að trúa því, að einhver æðri mein-
ing sé að baki, og það hygg ég sá
sem hér er minnst, hafí gert.
Benedikt Blöndal hæstaréttar-
dómari er allur, 56 ára gamall. Þar
er genginn einn virtasti fulltrúi
sinnar stéttar á íslandi. Benedikt
var sonur Lárusar bókavarðar og
magisters Blöndals og fýrri konu
hans, Kristjönu Benediktsdóttur,
systur Bjama og Péturs; þannig
stóðu að honum styrkir stofnar í
báðar ættir, gáfu- og hæfíleikafólk,
sem oft hefur gustað af. Benedikt
lét líka ýmis góð mál til sín taka,
þó að hann gerði það fremur með
styrkri hægðinni, og líktist þar
móður sinni, sem var fágætlega hlý
og góð kona.
Benedikt kom víða við að loknu
laganámi, og tók reyndar talsverð-
an þátt í félagsstarfi stúdenta á
námsámnum, einkum laganema.
Eftir að hann lauk námi, starfaði
hann fyrst sem lögmaður Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur, en setti jafn-
framt fljótt á stofn eigin lögfræði-
skrifstofu, sem hann rak í félagi
við ýmsa aðra mæta lögfræðinga,
allt til þess hann var skipaður
hæstaréttardómari 1988. Hann var
og t.d. formaður Kjaradóms, Starfs-
mannafélags Reykjavíkur, Lög-
mannafélags íslands, Stúdentafé-
lags Reykjavíkur, Rauða kross ís-
lands og Landskjörstjórnar. Öll
þessi upptalning, sem gæti verið
talsvert lengri, segir til um það
traust sem hann naut í sínum
margvíslegu störfum. Aðrir eru
hæfari til að tíunda framgöngu
hans í réttarsal, hvort sem var til
að sækja eða veija mál ellegar
dæma. En þó má mikið vera ef þar
lýsti ekki af þeim eðliskostum hans,
sem aðrir kynntust utan réttarsala
í samstúdenta- eða kunningjahópi:
réttsýni, samfara þó hæfíleikanum
til að sjá mál fráýmsum sjónarhorn-
um; rökhyggja og rökfesta, til-
kvæmni og hýr glettni, umfangs-
mikil þekking á bók og menn, hlý
nærvera.
Við Bensi vorum bernskuvinir.
Vel má vera, að ýmsum þyki litlu
skipta að lýsa hér bernskuleikjum
okkar, en ég ætla þó að hætta á
að segja lítillega frá þeim, því að
þar eru vísar að mannlýsingu, sem
ég er ekki viss um að aðrir leggi
fram, þegar Bensa er minnst.
Við bjuggum til dæmis út heilt
bæjarsamfélag úti í porti á Lauga-
veginum. Það hét einhverra hluta
vegna Þórsmörk. Þar voru götur
og torg, bensínstaðir og bílar, timb-
urverksmiðjur og verslanir og ýmiss
konar atvinnurekstur. í þessum litla
bæ okkar gerðist mikið mannlíf.
Öðru sinni rákum við stóreflis gufu-
skipafélag — skipin voru gerð úr
eldspýtustokkum og með ýmsu lagi,
sum ætluð til vöruflutninga, önnur
fyrir farþega. Þetta var á stríðsár-
unum, svo að öll sigling var ótrygg,
og því gerðist mörg örlagasagan
þama á stofugólfínu.
Um tíma vorum við þeirrar skoð-
unar, að ekkert starf væri nægilega
göfugt til að sinna — nema læknis-
starf. Þetta hafði auðvitað það í för
með sér, að enginn í okkar fy'ölskyld-
um eða í nærliggjandi húsum á
Laugaveginum var óhultur fyrir
þessari þörf okkar til þess að fylgja
eftir eiði Hippokratesar. Þær skurð-
stofur liðu nú ekki skort vegna
tækjaleysis!
í annan tima fangaði bygginga-
listin hug okkar. Við teiknuðum og
teiknuðum hús að utan, hús að inn-
an og með hjálp mekkanós lögðum
við umtalsverðan skerf fram til inn-
anhússarkitektúrs, sem þá var að
vakna til lífsins.
Kringlunni 5
Draghálsi 14-16
Siiiriartíiiiinn
hjá okkur er frá
átta til fjögur
Vorið er komið og sumarið nálgast óðum.
Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM og
Tjónaskoðunarstöðinni skiptum við yfir í
sumarafgreiðslutíma, sem er frá
klukkan átta til fjögur. Sumartíminn gildir
frá 1. maí til 15. september.